Fréttablaðið - 08.07.2006, Page 22
8. júlí 2006 LAUGARDAGUR22
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
3
34
30
07
/2
00
6
Jamis Explorer 2.0
Stell: 6061 álstell, m/eilífðarábyrgð.
Bremsur: TekTro V-bremsur.
Gírskiptir: Shimano Acera, 21 gíra.
Dempari: SR Suntour M3070.
Einnig dempari í sætispósti fyrir aukin þægindi.
Helstu kostir: Fínmynstruð dekk henta vel innanbæjar en halda nægri
breidd til að þau nýtist á malarvegunum uppi í sumarbústað.
Breiður hnakkur, dempari í sætispósti og hátt, stillanlegt stýri
fyrir upprétta setstöðu.
Dömuhjólið er einnig til silfurlitað með rauðu.
Sumartilboð: 26.990 kr. Verð áður 32.990 kr.
HJÓLAÐU
Í ALLT SUMAR
Dömuhjól
Herrahjól
„Við áttum hest sem hét Lýsing-
ur,“ sagði elsti bróðir minn, þegar
við komum í Garðinn eftir 11 ára
dvöl í Kanada. Mikið öfundaði ég
hann að muna eftir tilverunni á
Útskálum. Ég mundi ekki eftir
neinu, enda bara tveggja ára þegar
fjölskyldan flutti til Kanada þar
sem pabbi minn, séra Eiríkur
Brynjólfsson, varð prestur Íslend-
ingasafnaðarins í Vancouver. En
eftir að við fluttum heim, hef ég
heyrt talað um starfsemina á
Útskálum. Þar var kvöldskóli, kór-
og unglingastarfsemi, sannkallað
menningarsetur, eins og mörg
prestssetur hafa verið í gegnum
aldirnar. Pabbi stundaði einnig
búskap á Útskálum. Prestssetrin
voru þannig ekki einvörðungu
vettvangur trúarinnar heldur líka
atvinnu, mennta- og félagslífs.
Nú hafa Útskálasókn, sveitar-
félagið Garður og Sparisjóðurinn í
Keflavík sameinast um að mynda
með sér félag um að gera Útskála-
húsið upp sem sérstakt menning-
ar- og fræðasetur. Þann 9. júlí 2004
var Menningarsetrið að Útskálum
ehf. stofnað og er markmið þess
að endurbyggja húsið með aðstöðu
fyrir fræðimenn og víðtækt sýn-
ingarhald. Nú er unnið við að taka
saman sögu Útskála og setja á
margmiðlunarform og einnig að
gera gagnvirka kortavefsjá þar
sem skoða má öll prestssetur og
kirkjur landsins. Styrkir hafa
fengist úr ýmsum áttum til að
vinna að þessu verkefni, þ.e. að
vekja Útskála og gefa þeim hlut-
verk í nútímasamfélaginu.
Hollvinafélag Menningarset-
urs að Útskálum í Garði var stofn-
að 24. maí 2005. Markmið félags-
ins er að auka tengsl almennings
við Menningarsetrið og vera far-
vegur fyrir velvilja og stuðning
við uppbyggingu þess. Vettvangur
hollvina verður prestssetrið sjálft.
Það skiptir miklu máli að fá sem
flesta með í verkefnið og við í
stjórn Hollvina leitum til allra
sem tengjast Útskálum eða hafa
áhuga á að tengjast þeim. Vonast
er til að sem flestir vilja leggja
félagssamtökunum lið og gerast
hollvinir. Hægt er að gerast holl-
vinur á vefsíðunni www.utskalar.
is eða í síma 895-7376. Á vefsíð-
unni eru ítarlegar upplýsingar um
fyrirhugaða starfsemi og fram-
gang verkefnisins.
Það eru margir sem tóku þátt
og muna enn eftir menningar-
starfinu á Útskálum og einnig
margir, eins og ég, sem hafa heyrt
talað um það. Ég hvet ykkur öll til
að vera með í að endurbyggja
Útskála með því að gerast Holl-
vinur.
Hollvinafélag Menningarseturs að Útskálum í Garði
Með þessari grein vill áhugafólk
um skólamál í Árborg gagnrýna
vinnubrögð formanns skólanefnd-
ar í Árborg og draga fram stað-
reyndir sem hingað til hafa ekki
komið fram.
Undirskriftalistar strandabúa
varðandi skólamál Barnaskólans á
Eyrarbakka og Stokkseyri voru
hunsaðir af sitjandi meirihluta,
bænaskjal íbúa um að fá almenni-
lega kynningu á uppbyggingu skóla
í þeim hverfum og jafnframt kosn-
ingu. Margrét Erlingsdóttir (B)
sem er jafnframt formaður skóla-
nefndar hefur haldið því á lofti að
sú ákvörðun sem tekin var sé vilji
íbúanna, sem er að sjálfsögðu ekki
rétt, það sannar undirskriftalistinn
þar sem um 400 manns skrifuðu
undir sem er um 50% kosninga-
bærra íbúa. Einnig skoðanakönnun
á Suðurland.is þar sem 54% vildu
einn skóla miðsvæðis og 33% vildu
byggja upp á báðum stöðum og nið-
urstaða vinnuhóps (sem skólanefnd
kom á laggirnar!) sem var afger-
andi með einum skóla miðsvæðis,
14 á móti 4. Ef Margrét heldur því
fram að skoðanakönnun sem gerð
var þann 10. apríl á illa auglýstum
fundi þar sem 48 einstaklingar í
heild sinni gáfu álit sitt, endur-
spegli vilja íbúanna, þá spyrjum
við, hversu hæf er hún til að sinna
þessu starfi? Er ekki verið að
gleyma því hver vinnur fyrir
hvern? Það er alveg með ólíkindum
hvernig formaður skólanefndar
hefur unnið að þessu máli, það er
engu líkara en hún mati samstarf-
menn og aðra á upplýsingum sem
henta hverju sinni.
Í fundargerð skólanefndar þann
22. 11. 2004 segir: „Skólanefnd
leggur til að farin verði svipuð leið
og gert var við undirbúning um
byggingu Sunnulækjarskóla. Skóla-
nefnd telur mikilvægt að íbúar við
ströndina, starfsmenn skólans og
þeir sem láta sig málið varða geti
tekið þátt í verkefninu. Beðið var
um tilnefningu frá ákveðnum aðil-
um, að auki var auglýst eftir áhuga-
sömu fólki til að taka þátt, í hópn-
um voru alls 22 einstaklingar.
Við upphaf vinnu verkefnahóps-
ins voru sett fram eftirfarandi
markmið:
Að starfsmenn barnaskólans á
Eyrarbakka og Stokkseyri ásamt
öðrum íbúum sveitarfélagsins
Árborgar setjist niður og fjalli um
framtíðarstarf og aðstöðu barna-
skólans.
Að vinna verkefnishópsins end-
urspegli sýn íbúa á hvar og hvernig
skuli byggja upp aðstöðu til fram-
tíðar.
Að koma með niðurstöðu sem
nýtist bæjaryfirvöldum við ákvarð-
anatöku um framkvæmdir.“
Niðurstaða þessa vinnuhóps var
sú, að afgerandi meirihluti hópsins
valdi nýjan skóla miðsvæðis. En
svo kom að afgreiðslu skólanefndar
á fundi sem haldinn var 20. febrúar
2006 þar sem þessi niðurstaða var
kynnt, þar samþykkti skólanefnd
undir forsæti Margrétar Erlings-
dóttir eftirfarandi ályktun:
„Skólanefnd Árborgar hefur
yfirfarið skýrslu vinnuhóps um
framtíðarskipan húsnæðismála
barnaskólans á Eyrarbakka og
Stokkseyri. Nefndin hefur ákveðn-
ar efasemdir um þá lausn sem
meirihluti hópsins mælir með, að
byggja nýjan skóla á milli þorp-
anna. Sú lausn gengur gegn þeim
vilja íbúanna sem fram kom á íbúa-
þingi 2003, en þar var lögð rík
áhersla á að skólastarf yrði áfram í
báðum þorpum.
Skólanefnd mælir með að byggt
verði upp fullnægjandi skólahús-
næði í báðum þorpum. Hafist verði
handa sem allra fyrst. Skólanefnd
mælir jafnframt með að fram-
kvæmdir verði aðeins á öðrum
staðnum í einu.
Skólanefnd bendir á að íbúa-
fundur við ströndina gæti verið
heppilegur til að kynna niðurstöður
skýrslunnar.“
Til hvers voru þeir að eyða tíma
í þennan vinnuhóp, var það einung-
is sýndarmennska?
Kom vinnuhópurinn sem skóla-
nefnd hafði frumkvæði af að stofna
með „ranga niðurstöðu“? Og það að
vitna í íbúaþing sem haldið var
2003 og halda því fram að þar hafi
vilji íbúanna verið að byggja upp á
báðum stöðum, það er einfaldlega
rangt, þar kom aðeins fram vilji
íbúanna um að skólamálin væru
löguð sem fyrst. Niðurstaða þessa
vinnuhóps hefur ekki farið hátt,
þessar skýrslur eru reyndar inni á
Arborg.is en þar er með feitu letri
viðhorfskönnun sem haldin var á
íbúafundi þann 10. apríl sl. en ekki
kosning vinnuhópsins sem rétt
hefði verið! Umræddur fundur var
svo illa auglýstur að reynt var að
bera fundarboð í öll hús kvöldið
fyrir fundinn sem tókst reyndar
ekki, þar var niðurstaða vinnuhóps-
ins ekki svo mikið sem kynnt.
Valdníðsla Margrétar sannaði
sig á framboðsfundi í Fjölbrauta-
skóla Suðurlands þar sem hún til-
kynnti að byggt yrði upp á báðum
stöðum, og kom það mörgum að
óvörum, þ.m.t. starfandi meiri-
hluta, þar sem fundur um þessi mál
átti að fara fram þriðjudeginum
eftir, og var umræðan um skólamál
þar, í framhaldi af þessu, felld
niður.
Svona einstaklingar eiga ekki að
vinna í umboði kjósenda. Ætla
framsóknarmenn að horfa á Mar-
gréti útrýma flokknum í þessu
kjördæmi? Slitnaði ekki upp úr
meirihlutamyndun við vinstriflokk-
anna vegna þess að Margrét gat
ekki sætt sig við það lýðræði, að
leyfa íbúum að kjósa um þessi mál?
Einnig spyrjum við Sjálfstæðis-
flokkinn, sem kennir sig við lýð-
ræði, og hefur fjóra bæjarfulltrúa,
hvort hann ætli að taka þátt í þess-
ari einkaherferð Margrétar eða
hvort hann hafi það vit að hlusta á
vilja íbúanna og stoppa þetta ferli
nú þegar?
Undarleg vinnubrögð í Árborg
UMRÆÐAN
SKÓLASTARF Í
ÁRBORG
SIGURJÓN BIRGISSON
ÁHUGAMAÐUR UM SKÓLAMÁL
GUÐNÝ EIRÍKSDÓTTIR
SKRIFAR UM NÝ HOLLVINASAMTÖK