Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 38

Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 38
 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR8 Í síðustu viku minntist ég á hvern- ig fólk virðist setja útlit bíla í öndvegi og meta þá út frá því, líkt og um fyrstu kynni á skemmti- stað væri að ræða. Í kjölfarið fór ég að velta fyrir mér hvernig fólk klæðist líka bílum eins og fötum í þeim skilningi að þeir gefa yfir- lýsingar um persónuleika eigand- ans. Litlir og sætir smábílar eru stór hluti nýrra bíla í dag og mis- jafnt eftir veðri hver þeirra er í tísku, eins og gengur og gerist í þeim bransanum. Þeir hafa því alltaf verið í uppáhaldi hjá ungum stúlkum sem fylgja tískunni. Kraftlegir sportbílar höfða svo aftur til ungra manna sem telja kraft og hraða undirstrika veiga- mikla þætti persónuleika síns... eða í það minnsta skapa einhvers konar tálsýn þar að lútandi. Skutbílar eru fráteknir fyrir vísitölufjölskyldur sem eiga bæði hund og barnavagn. Það hef ég fengið að heyra ansi oft á undan- förnum mánuðum, keyrandi einn slíkan þó ég eigi hvorugt. Stórir jeppar eru stöðutákn ef þeir eru stífbónaðir en séu þeir skítugir undirstrika þeir ævintýraþrá og náttúrubernsku, nema í augum þeirra sem deila ekki þeim ástríð- um. Þessar staðalímyndir höfum við öll heyrt um. Fáir bílar hafa þó eins mikla ímyndaráru og Volkswagen bjall- an. Hún hefur verið málsvari friðar og ásta síðan hipparnir tóku hana upp á sína arma. Enn í dag eru það hinar friðelskandi og ástúðlegu sálir sem sækjast eftir þjónustu bjöllunnar, sem er enn í framleiðslu og er langmest seldi bíll mannkynssögunnar. Í ljósi þess er gaman að skoða aðeins hvernig hún varð til. Upp úr 1930 var Ferdinand Porsche beðinn um að hanna lítinn og ódýr- an bíl sem kæmist sæmilega hratt, væri hagkvæmur í rekstri og tæki tvo fullorðna og þrjú börn í sæti svo vel færi. Porsche, sem hafði þrjátíu árum áður verið að fikta við smíði fyrstu rafmagnsbílanna, datt strax niður á nokkur þeirra atriða sem við þekkjum í dag. Verkkaupanum leist vel á fyrstu hugmyndir Porsche en vildi þó breyta einu og öðru. Til dæmis þótti bagalegt að ekki hefði verið gert ráð fyrir aftur- rúðu og bíllinn þótti klunnalegur og ljótur, ekki nógu vinalegur til að standa undir nafninu Volks- wagen, bíll fólksins. Verkkaupinn dró því upp blý- ant og gerði breytingar á bílnum. Niðurstöðuna þekkjum við öll. Bíllinn er einstaklega ljúflegur, nánast eins og lítill hvolpur, og séð framan frá er eins og hann brosi á móti manni. Hvað gæti verið vinalegra? Þessi sívinsæli og sígildi bíll, með sanni fánaberi friðar í augum heilu kynslóðanna, er því ávöxtur samstarfs tveggja manna, verkfræðingsins Porsche og verkkaupans Adolfs Hitler. Enn um útlit og ímynd Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Bílaþvottastöð á vegum Löðurs var nýlega opnuð á Reykjavík- urvegi 54, sú fyrsta á Íslandi sem er laus við kústa. Á nýju Löður-þvottastöðinni er boðið upp á þrenns konar þvotta. Fyrsti þvotturinn nefnist Gull- þvottur, sem er með tjöru- og felgu- hreinsi, þremur sápugerðum og bóni og hentar vel yfir veturinn, að sögn Róberts Reynissonar, framkvæmdastjóra Löðurs. Silf- urþvottur er aðeins ódýrari, þar sem hann er án tjöruhreinsis. Loks er það Bronsþvottur sem er í létt- ari kantinum. „Fyrir utan áðurnefnda kosti, má bæta við hversu einfalt fólki finnst að kaupa þvott,“ segir Róbert. „Maður stingur korti í sjálfafgreiðsulposa og velur sér þvott. Að svo búnu keyrir maður bílinn einfaldlega inn í stöðina, þar sem leiðbeiningar birtast á skjá og láta vita hvar maður er staddur í ferlinu. Þetta gæti ekki verið einfaldara.“ Aðspurður hvort þvotturinn verði eins góður þegar kústana vantar, segir Róbert það háð ýmsu. „Margir kæra sig ekki um að þvo bílinn sinn með kústum, þar sem lakkið getur verið viðkvæmt fyrir hörðum nælon-hárunum. Þeir sætta sig þar af leiðandi við að smá filma sitji eftir, enda má þurrka hana af með lítilli fyrirhöfn.“ Róbert segir þvottastöðina ekki henta bíleigendum sem þvo bílinn sinn sjaldan eða aldrei, heldur þeim sem fara með hann reglulega í þvott. „Stöðin sem við erum með í Bæjarlind í Kópavoginum hæfir betur þeim fyrrnefndu, því þar eru kústar og fleira.“ roald@frettabladid.is Snertilaus þvottur Eins og sést á þessari mynd er einungis háþrýstibúnaður notaður til að þvo bílinn, en engir kústar koma við sögu.FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Róbert segir viðtökurnar hafa farið fram úr öllum væntingum og ráðgerir að fleiri þvottastöðvar af þessari gerð verði opnaðar hérlendis.FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Grillhátíð hjá B&L VINNINGSHAFAR Í SUMARLEIK PEPSI OG BT TILKYNNTIR Í DAG. Hápunktur sumarleiks Pepsi og BT verður í dag þegar tveir heppnir þátttakendur fá árs afnot af Santa Fe frá B&L, en það eru aðalvinningar leiksins. Anna Aðalheiður Arnardóttir hreppti annan bílinn eftir að hafa sent inn fimm kóða. Allir þeir sem tóku þátt í leiknum eiga möguleika á að vinna hinn bílinn sem dreginn verður úr innsendum kóðum. Dagskráin hefst klukkan 13.00 með grillveislu Grillvagnsins en útdrátturinn verður kl. 13.30 í sýningarsal B&L. Kvartmíla í dag NOKKRIR AF KRAFTMESTU BÍLUM LANDSINS ÞREYTA MEÐ SÉR KEPPNI. Í dag fer fram þriðja mótið af fimm í Íslandsmeistarakeppninni í kvartmílu. Keppnin fer fram á kvartmílubraut- inni í Kapelluhrauni og búast má við hörðum slag, brennheitu gúmmíi og góðri stemningu á áhorfendasvæð- inu. Íslandsmeistaramótið í kvartmílu er í fullum gangi. FRÉTTABLAÐIÐ/HS Útivistartilboð Heklu ÚTTEKT FYLGIR PAJERO SPORT OG OUTLANDER. Í sumar býður Hekla upp á veglegt úti- vistartilboð á Mitsubishi Pajero Sport og Outlander. Þeir sem kaupa nýja bíla af þessum gerðum fá í kaupbæti 200.000 kr. úttekt hjá Ellingsen. Tilboðið gildir til 4. ágúst á þessu ári, eða á meðan birgðir endast. fréttir }

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.