Fréttablaðið - 08.07.2006, Page 50

Fréttablaðið - 08.07.2006, Page 50
20 GLÓÐ inn Við sundlaug Vesturbæjar í 25 ár Ekta hamborgari Ekta steikarbragð Hamborgara tilboð með öllu og kók í gleri 666 kr. Glóandi tilboð í sumar Íbúafjöldi: Yfir tvær milljónir. Staðsetning: Sunnanvert í dal í miðju Gvatemala. Trúarbrögð: Rómversk-kaþólskir, mót- mælendur, Maya-trú. Hæð: 1.520 metrar. Fullt nafn borgarinnar á frummálinu er La Nueva Guatemala de la Asunción og er af innfæddum kölluð Guatemala eða Guate. Gvatemala er ekki aðeins höfuðborg Gvatemala heldur líka stærsta borg í Mið-Ameríku. Innan marka Gvatemala, eins og hún er nú á dögum, er hin forna Maya-borg, Kaminaljuyu. Sú borg er um tvö þúsund ára gömul og er ein af merkilegustu fornleifastöðum í Ameríku frá þeim tíma. Jarðskjálfti eyðilagði borgina á árunum 1917-18 en borgin var byggð aftur á sama stað. Annar jarðskjálfti olli miklu tjóni árið 1976 og varð rúmlega tuttugu þúsund manns að bana. BORGIN GVATEMALA - HÖFUÐBORG GVATEMALA 1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6 ...að meira en 1,1 milljarður manna í heiminum talar kín- versku? ...að lengsta stafróf í heimi er í khmer tungumálinu sem talað er í Kambódíu? Í stafrófinu eru 74 stafir. ...að vinsælasta hrollvekja í heimi er The Exorcist? ...að Frank Hanaway, fyrrverandi riddaraliðsforingi varð fyrsti áhættuleikari sögunnar þegar hann fékk hlutverk í kvikmyndinni Lestarránið mikla árið 1903? ...að stærsta netverslun í heimi þar sem hlaða má niður tónlist á löglegan hátt er iTunes verslun Apple sem opnuð var í maí 2003? ...að Micheal Jackson vann átta Grammy-verðlaun árið 1984? ...að 24. febrúar árið 2004 lék Jerry Hall í sex leiksýningum í jafn mörgum leikhúsum á West End í Lundúnum – allt á einu og sama kvöldinu? ...að töframaðurinn David Copper- field á stærsta einkasafn muna sem tengjast göldrum? ...að Svisslendingar ferðast að jafnaði 2.077 kílómetra með járn- brautarlestum á ári hverju? ...að hæsta sjúkrahús í heimi er Guy´s Tower sem er hluti af Guy´s sjúkrahúsinu í London? Sjúkra- húsið er 34 hæðir eða 142,6 metra hátt. ...að fjölsóttasti skemmtigarður í heimi er Töfraríkið sem er hluti af Walt Disney World í Flórída í Bandaríkjunum? ...að Kareem Abdul-Jabbar lék alls í 57.446 mínútur á NBA-ferli sínum á árinum 1969 til 1989? ...að Belgíumaðurinn Firmin Lambot var 36 ára og fjögurra mánaða þegar hann sigraði í Tour de France árið 1922? ...að Harry Vardon vann British Open-golfmótið oftast af öllum eða sex sinnum? VISSIR ÞÚ...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.