Fréttablaðið - 08.07.2006, Side 52
8. júlí 2006 LAUGARDAGUR32
Danska varðskipið
Vædderen fær nýtt
hlutverk þegar það sigl-
ir úr höfn í Danmörku
í næsta mánuði. Haldið
verður í vísindaleiðang-
ur umhverfis jörðina.
Varðskipið Vædderen er mörgum Íslendingum í fersku minni. Það hefur oft
lagst að bryggju í Reykjavíkurhöfn
og einnig tekið þátt í björgunarað-
gerðum þegar skip hafa lent í nauð-
um hér við land. Skipið er smíðað
árið 1993 og hefur gegnt lykilhlut-
verki í danska varðskipaflotanum í
rúm tíu ár, en árið 1971 fékk for-
veri þess og nafni, hið eldra Vædd-
eren, sögulegt hlutverk þegar það
sigldi hingað til lands með íslensku
handritin frá Danmörku.
Nú hefur Vædderen fengið nýtt
hlutverk, sem er ekki síður sögu-
legt. Skipið hefur staðið í slipp í
Danmörku mánuðum saman og
gengist undir miklar breytingar
til þess að laga það að hinu nýja
hlutverki. Vistarverur skipsins
þurfa nú að hýsa vísindamenn og
fjölmiðlafólk auk skipsáhafnar og
aðstaða þarf að vera fyrir vísinda-
menn til þess að stunda rannsókn-
ir sínar, sem eru af býsna fjöl-
breyttu tagi.
Þriðji Galatheuleiðangurinn
Vísindaleiðangur Vædderens geng-
ur undir nafninu Galathea 3, en
Danir hafa tvisvar áður sent vís-
indamenn í landkönnunarsiglingu
umhverfis jörðina undir þessu
nafni. Fyrsti Galatheuleiðangurinn
hélt úr höfn í Danmörku í júní árið
1845 og kom ekki til baka fyrr en í
ágústlok árið 1847 eftir að hafa
farið mikla ævintýraferð umhverf-
is jörðina. Rúmlega hundrað árum
síðar, eða í október árið 1950, var
síðan haldið í annan leiðangur
undir merkjum Galatheu og var þá
einnig siglt umhverfis jörðina, en
þó farin önnur leið og víðar komið
við. Sá leiðangur stóð einnig yfir í
nærri tvö ár, því komið var heim í
lok júní árið 1952.
Galatheuleiðangrarnir eru
nefndir í höfuðið á Galatheu, sem í
grískri goðafræði var ein af dætr-
um sjávarguðsins Nereifs. Fyrri
leiðangrarnir tveir þóttu mikil
afrek í vísindasögu Danmerkur, en
Danir eiga langa hefð fyrir land-
könnunarferðum af ýmsu tagi.
Fyrsta ferðin af því tagi var
farin árið 1619 þegar Kristján
fjórði sendi Jens Munk með 63
menn og þrjú skip í ferð til að leita
uppi siglingaleið norður fyrir
Ameríku frá Atlantshafi yfir til
Kyrrahafsins. Eins og nærri má
geta tókst ekki að finna neina slíka
leið. Aðeins eitt skipanna þriggja
átti afturkvæmt til Danmerkur.
Nicobareyjar og Galapagos
Lagt verður úr höfn í Danmörku
þann 11. ágúst næstkomandi.
Vædderen kemur ekki við í
Reykjavík að þessu sinni heldur
verður stefnan fyrst tekin á Fær-
eyjar og þaðan verður haldið til
Grænlands. Frá Grænlandi liggur
leiðin suður á bóginn. Siglt verður
til Azoreyja í Atlantshafinu og
þaðan suður fyrir Afríku þvert
yfir Indlandshaf og áfram alla leið
til Ástralíu. Þaðan verður síðan
siglt yfir Kyrrahafið til Suður-
Ameríku, siglt yfir Panamaskurð-
inn og þaðan yfir Atlantshafið
heim til Danmerkur
Víða verður komið við á leið-
inni, meðal annars á Galapagos-
eyjum þar sem Charles Darwin
fékk innblástur fyrir þróunar-
kenningu sína, og á Nicobareyjum
í Indlandshafi þar sem skaðinn
varð hvað mestur af völdum flóð-
bylgjunnar miklu sem reið yfir á
annan í jólum árið 2004. Það verð-
ur svo í apríl á næsta ári, eftir níu
mánaða siglingu umhverfis jörð-
ina, sem loks verður komið aftur í
heimahöfn í Danmörku.
Fimmtíu rannsóknaráætlanir
Í þessari ferð hafa verið skipu-
lagðar um fimmtíu rannsóknar-
áætlanir á hinum ýmsu sviðum
vísindanna, meðal annars á sviði
líffræði og jarðfræði, sagnfræði
og menningarfræði, og umhverf-
is- og loftlagsfræði. Hlustað verð-
ur eftir hljóðum í hafdjúpunum,
áhrif loftlagsbreytinga verða
könnuð með ýmsum hætti, áhrif
alþjóðavæðingar á menningu
víða um heim verða skoðuð og
eitraðar sæslöngur verða veidd-
ar. Er þá aðeins tæpt á örfáu af
þeirri fjölbreyttu iðju sem vís-
indamennirnir um borð ætla að
taka sér fyrir hendur. Hugmynd-
in um að senda þriðja heimsleið-
angurinn af stað frá Danmörku
undir nafninu Galathea 3 kvikn-
aði árið 2000 og er upphaflega
komin frá blaðamönnum Jót-
landspóstsins. Þeir útfærðu hug-
myndina og kynntu hana fyrir
Anders Fogh Rasmussen forsæt-
isráðherra árið 2004, sem varð
svo hrifinn að hann kom því í
kring að af þessu yrði. Verndari
leiðangursins er Friðrik krón-
prins í Danmörku og hægt verður
að fylgjast jafnóðum með fram-
gangi verkefnisins á vefnum á að
minnsta kosti þremur vefsetrum,
það er www.galathea.nu, www.
galathea3.dk og á www.politiken.
dk/galathea.
gudsteinn@frettabladid.is
EYÐILEGGINGIN Á NICOBAREYJU Meðal viðkomustaða leið-
angursins verða Nicobareyjar í Indlandshafi.
FASTAGESTUR Í REYKJAVÍKURHÖFN Myndin var tekin þegar
varðskipið Vædderen lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn.
RISASKJALDBAKA Hinar fögru Galapagoseyjar verða heim-
sóttar í leiðangri danska skipsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
���������
�����
�������������
����
��������
����������
�������
�����������������
������������
����������
���������� �����
������
������������
������������������������������������
Vædderen í vísindaferð
umhverfis jörðina
VARÐSKIPIÐ VÆDDEREN Danska varðskipið siglir um
öll heimsins höf á næstu misserum.
FRÉTTABLADID/GALATHEA3