Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.07.2006, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 08.07.2006, Qupperneq 54
 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR34 Séra Jónas var virtur prestur og kennari en er aðallega minnst fyrir að safna og skrá niður upp- lýsingar um þjóðsiði og þjóðhætti á Íslandi. Það söfnunarstarf hans birtist í bókinni Íslenskir þjóð- hættir. Það er sagt um Jónas að hann hafi sem ungur piltur ekki látið eitt einasta tækifæri ónýtt til þess að lesa. Þá skipti hann litlu um hvað bókin fjallaði, hún var lesin af einskærri forvitni og fróðleiksfýsn óháð efn- istökum. Ekki er lang- sótt að ætla að þessa þörf til bóklesturs hafi hann haft frá föður sínum. Jónas eldri Jónsson var sjálfmenntaður læknir. Hann las bækur sem kenndar voru við Hafnarhá- skóla, fékk læknis- leyfi sem gerði honum kleift að skrifa lyfseðla og naut hann mikillar virðingar fyrir störf sín á sviði læknis- fræði. Móðir Jónasar, Guðríður Jónasdóttir, var einnig bókhneigð og hvatti son sinn til lesturs og upp- lýsingar. Það duldist ekki foreldrum Jónasar að hann hafði hæfileika til bóknáms, en það var fyrir hvatn- ingu Hjörleifs Einarssonar, síðar prests að Undirfelli, að þau ákváðu að Jónas skyldi setjast til mennta. Á skólabekk Jónas settist á skólabekk í lærða skólanum í Reykjavík haustið 1875 að undangengnu inntökuprófi í 2. bekk um vorið. Hann var þá nítján ára að aldri. Námið féll Jónasi vel, eins og kannski var við að búast, og lagði hann sig eftir því að lesa þýsku, sagnfræði og bókmennta- fræði utan við námsbækur skólans. Eins hafði hann ánægju af hvers konar skáldskap og var virkur í félagslífi skólans. Hann skrifaði mikið og fékk tvívegis verðlaun Bandamannafélagsins fyrir rit- störf. Það skyggði nokkuð á dvöl hans í lærða skólanum að hann veiktist af taugaveiki. Hann lá lengi veikur og beið aldrei til fulls bætur þeirrar legu. Jónas lauk stúdents- prófi 1880 með fyrstu einkunn. Á þeim tíma var honum svo lýst: „Afarstór, fremur grannvaxinn og bar höfuð yfir flesta pilta og var því opt nefndur Jónas langi. Eygð- ur manna bezt. Gáfaður ágætlega, skáld gott og fjölfróður. Las manna mest, einkum skáldskaparrit, bók- fræði (Litaratur) og heimsspeki. Heilsutæpur einkum á hinum síð- ari skólaárum sínum. Bezti reglu- maður.“ Veturinn 1880-1881 vann Jónas fyrir sér sem heimiliskennari hjá Eggerti Briem, sýslumanni á Reyni- stað í Skagafirði, en hóf nám í Prestaskólanum í Reykjavík um haustið 1881. Hugur Jónasar mun hafa staðið til náms í norrænu, en vegna fé- og heilsuleysis varð ekk- ert úr þeim áætlunum hans. Hann lauk embættisprófi frá Prestaskól- anum haustið 1883 og vígðist fimm dögum seinna til Stóruvallapresta- kalls í Rangárvallasýslu. Fjölskylda og missir Jónas kynntist eiginkonu sinni, Þórunni Stefánsdóttur Ottesen frá Hlöðutúni í Borgarfirði, þegar hann stundaði nám til stúdents- prófs í lærða skólanum. Þau gengu í hjónaband árið 1884 en höfðu þá verið heitbundin í sex ár. Þau festu í fyrstu bú sitt að Fellsmúla í Landsveit á meðan Jónas þjónaði sem prestur í Rangárvallasýslu og þar kom í heiminn frumburður þeirra Oddur árið 1875. Á næstu þrettán árum eignuðust þau sjö börn auk þess að taka í fóstur þrjú börn ættmenna. Barnalán þeirra var mikið en ytri aðstæður komu því þannig fyrir að þau hjón nutu þess ekki að sjá nema fjögur af börnum sínum verða fulltíða. Um alda- mótin 1900 geisuðu lungnaberklar hér- lendis og ollu miklu mannfelli á Íslandi. Úr þessum sjúk- dómi, sem var per- sónugerður með nöfnum eins og „hinn hvíti dauði“ vegna hliðstæðu við „svarta dauða“, dóu fjögur af börnum Jónasar og Þórunnar auk allra þriggja fóstur- barna þeirra. Drengirnir fjórir sem upp komust voru frumburðurinn Oddur, Jónas fæddur 1887, Friðrik fæddur 1891 og Stef- án Sigurður fæddur 1896. Hjónin lögðu mikla rækt við menntun þeirra og Jónas bjó þá sjálfur undir skóla. Þrír þeirra dvöldu um skeið erlendis við nám og tveir luku háskólanámi. Allir urðu þeir vel metnir borgarar og Jónas yngri varð læknir og sérhæfði sig í berklalækningum og starfaði um skeið sem yfirlæknir Berklahælis- ins í Kristsnesi í Eyjafirði. Prestur og kennari Jónas þjónaði aðeins í eitt ár sem prestur í Stóruvallapresta- kalli. Árið 1884 losnaði Grundar- þing í Eyjafirði. Jónas sótti norður og fékk brauðið. Þar þjónaði hann sem prestur Eyfirðinga í aldarfjórðung og var einnig prófast- ur í Eyjafjarðar- prófastdæmi árin 1898 til 1905. Lengst af þeim tíma sem hann var prestur í Eyjafirði bjó hann á Hrafnagili sem hann er síðan kenndur við. Jónas leit á sig sem kennara fyrst og síðast og beindi miklu af starfskröftum sínum í þann farveg. Hann var kennari við Gagnfræða- skólann á Akureyri þar sem hann kenndi aðallega íslensku en einnig sögu, félagsfræði og stærðfræði. Hann kenndi meðfram prestskap og bústörfum til 1910 en sem kenn- ari eingöngu eftir að hann flutti til Akureyrar og varð fastur kennari við Gagnfræðaskólann. Þar taldi hann kröftum sínum best varið en þurfti að hætta fyrr en hann ætlaði vegna heilsuleysis. Jónas sagði sjálfur í kveðjuræðu sinni frá skól- anum að hann væri ekki fullsáttur. „Ég hafði vonað það yrði lengur, en svo bilaði mig heilsan, og ég verð, þótt nauðugur sé, að skilja við hina mestu ánægju lífs míns. [...] þessi ár verða einhverjar gleðiríkustu endurminningar ævi minnar.“ Íslenskir þjóðhættir Erfitt er að meta hvenær Jónas tók að rannsaka þjóðhætti í því skyni að skrá þá og búa til útgáfu. Hitt er víst að áhugi hans á efninu var honum samgróinn alla ævi. Kom það skýrt fram í fjölmörgum skáld- verkum hans. Hann tók til við að skrifa skáldverk sem ungur maður og kom út eftir hann fjöld- inn allur af sögum, bæði í tímaritum og í sérprenti. Sögur hans voru skrifaðar í anda raunsæis og ádeila hans var oft hárbeitt en í senn báru sögur hans oft áhuga hans á þjóðlífi og menn- ingarmálum vitni. Eftir að hann varð fastakennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri árið 1905 beitti hann starfsorku sinni sífellt meira að rannsóknum á þjóðlegum fræðum. Kannski var það vegna þess að hann hafði til þess aukin tækifæri eftir að prest- skap og bússtörfum lauk. Miklu hefur þó örugglega ráðið að einn helsti fræðimaður Norðurlanda á þessum tíma, H.F. Feilberg, skrif- aði Jónasi þetta sama ár og hvatti hann til þess að einbeita sér að söfnun upplýsinga um þjóðsiði og þjóðhætti á Íslandi. Til þess verks gekk Jónas svikalaust. Sem kenn- ari nýtti hann sér kynni námspilta við skólann og með þeirra aðstoð náði hann að safna upplýsingum víðar að af landinu en honum hefði annars verið unnt. Frá þeim fékk hann mikið af þjóðháttalýsingum sem hann síðar felldi inn í ritverk sín. Jónas var það vel upplýstur maður að hann gerði sér grein fyrir því að hann lifði breytingatíma. Gamla bændasamfélagið sem hann fæddist og ólst upp í var að umbylt- ast frá einfaldleika og fábreytni til flóknari samsetningar samfélags- ins með nýrri tækni og þéttbýlis- myndun. Hann sá mikilvægi þess að skrá einkenni þjóðar sinnar og þeirrar menningar sem var óðum að breytast. Þegar bókinni Íslensk- ir þjóðhættir er flett skal það haft hugfast að Jónas vann að söfnun sinni og skráningu í hjáverkum. Þar er þó að finna ítarlegt yfirlit yfir lífshætti þjóðarinnar í gegnum aldirnar. Jónas varð þess ekki umkominn að sjá verk sitt á bók, það varð verkefni ungs manns, Einar Ól. Sveinssonar, að búa verk hans til prentunar og fylgja því eftir til útgáfu árið 1934. Jónas Jónasson frá Hrafnagili lést 4. ágúst 1918. Banamein hans var krabbamein. Sérstakar þakkir: Ólafur Engil- bertsson, sagnfræðingur og sýn- ingarhönnuður, Halldóra Rafnar. Fyrsti íslenski þjóðfræðingurinn Um þessar mundir eru 150 ár síðan séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili fæddist á bænum Úlfá í Eyjafirði. Fæðingarafmælis hans er minnst bæði norðan og sunnan heiða á næstu mánuðum og í Amtsbókasafninu á Akureyri hefur verið hleypt af stokkunum sýningu undir yfirskriftinni Sú þrá að þekkja og nema, en sýningin verður sett upp í Reykjavík í haust. Svavar Hávarðsson rifjaði upp lífshlaup Jónasar og spurði unnendur þjóðlegra fræða um gildi söfnunarstarfs hans. JÓNAS OG FJÖLSKYLDA Þessi mynd er tekin um aldamótin 1900 og berklarnir farnir að herja á heimilið. Börnin eru talin frá hægri. Oddur, Jónas, Friðrik, Pétur, Stefán Sigurður og Anna í faðmi móður sinnar, Þórunnar. JÓNAS VIÐ STÖRF Jónas við lestur á skrifstofu sinni á Akureyri um 1915. JÓNAS Á NÁMSÁRUM SÍNUM Myndin er tekin um 1880. „Gildi bókarinnar Íslensk- ir þjóðhættir er hreinlega ómetanlegt. Verkið er einstakt í sinni röð því þar er safnað saman meiri vitneskju og fróð- leik en hægt er að ætlast til, með eðlilegum hætti, af einum manni. Það er ekki bara það að hann hafi verið duglegur safn- ari heldur ekki síður að hann bar svo mikla virð- ingu fyrir viðfangsefnum sínum og hann þekkti einnig svo vel til í land- inu.“ Jón Hnefill segir að eitt af lykilat- riðum þess hvað bókin er mikilvæg fyrir þjóðfræði sé að Jónas nálgaðist viðfangsefni sitt algjörlega á fordóma- lausan hátt. Jón segir að Jónas hafi lagt grunninn að þjóð- fræði eins og við þekkj- um hana í dag og hafi í raun verið fyrsti íslenski þjóðfræðingurinn. „Hann lagði grunn að faginu alhliða, ekki síst menn- ingarlega. Hann var jafn- vígur á öll svið þjóðfræð- innar. Hvort sem það var verkmenning, andleg menning eða félags- menning. Hann nálgaðist þetta allt með sömu fordómalausu, heilbrigðu skynseminni.“ Jón segir að þjóðin geri sér sennilega ekki grein fyrir því hvað margt í daglegu lífi þess tengist Jónasi á einhvern hátt og hversu miklu fátækari við værum ef hans hefði ekki notið við. Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson, prófessor í þjóðfræði: Gildi verksins ómetanlegt „Jónas var fyrstur Íslendinga til að rannsaka alla meginþætti þjóðfræð- innar. Hann safnaði þjóðsögum og gerði þjóðháttum, siðum og kreddum gamla bændasamfélagsins skil. Á þeim tímum sem Jónas var uppi fólst starf þjóðfræðinga í að safna sögum, kvæðum, frásögnum af siðum og leikjum sem þeir töldu að væru að glatast eða til að skyggnast aftur til fortíðar. Jónas starfaði eins og aðrir í þessum anda en honum þótti þó ekki nægilegt að safna dæmum heldur vildi hann líka tengja þjóðfræðiefnið við samfélagið. Jónas var því langt á undan sinni samtíð.“ Kristín segir að bók Jónasar hafi haft mikil áhrif þegar hún kom út og að dagblöð hafi birt úr henni kafla sem að hennar mati hefur haft áhrif á siðina í landinu. „Margt fróðlegt og skemmtilegt er þar, hver vissi til dæmis að hrútahland blandað með hunangi er gott inntökumeðal við vatnssótt. Ég kenndi í vetur ásamt öðrum námskeið í þjóðfræðinni um þjóðhætti bændasamfélagsins og bók Jónasar er þar algerlega ómiss- andi en margt sem þar kemur fram er vissulega grafið og gleymt og líklegt er að fljótlega þyrfti að semja aðgengi- legar orðskýringar við bókina. Hver þekkir til dæmis klofakerlingu og sporreku frá atgeirsstaf og kláru? Svo fjarlægt er gamla bændasamfélagið orðið.“ Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur: Langt á undan sinni samtíð „Íslenskir þjóðhættir er brautryðjandaverk og í þeim skilningi samantekt og söfnun um íslenska þjóðhætti sem er sam- bærilegt við margt það besta sem gert hefur verið í Evrópu; verk Grimms- bræðra, Kalevala, þjóð- sögur Jóns Árnasonar og fleira. Bókin hefur ómet- anlegt gildi fyrir land og þjóð og þjóð- fræðina sem fag, ekki síst þegar maður flettir bókinni núna þegar komið er fram á 21. öld. Þá áttar maður sig á hversu margt væri horfið í gleymskunnar dá, af því sem þarna kemur fram, hefði því ekki verið hald- ið til haga á sínum tíma. Ég vil því segja að þetta sé eitt af öndvegisrit- um íslenskrar þjóðfræði á 20. öld.“ Ólína segir að í raun sé ritið því merkilegra þegar er litið til þess hvenær og við hvaða skilyrði verkið er unnið. „Þarna sjáum við allt annan tíma en þann sem við lifum í dag og öðlumst skilning á tilveru forfeðra okkar, fólksins sem ól okkur upp. Í því ljósi hef ég nokkrar áhyggjur af því að fólk sé hætt að safna. Það hefur svo margt gerst á síðustu árum sem við erum að missa yfirsýn yfir. Jónas hafði sem betur fer næði til að skoða það sem var að hverfa og halda því til haga. Við þurfum hóp manna eins og Jónas var, menn með sömu framsýni og fróð- leiksást gagnvart þjóðinni, til að halda starfi hans áfram.“ Dr. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur: Öndvegisrit íslenskrar þjóðfræði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.