Fréttablaðið - 08.07.2006, Qupperneq 58
Réttindabarátta sam-
kynhneigðra stendur á
tímamótum og nú er
tími til að fagna. Krist-
rún Heiða Hauksdóttir
ræddi við vaktmann-
inn, söngvarann og
plötusnúðinn Pál Ósk-
ar Hjálmtýsson sem
þeytir skífum á Nasa í
kvöld í nafni frelsis og
jafnréttis.
Í ljósi sögunnar er það svo mikið kraftaverk að hommar og lesbíur séu loksins komin
með sjálfsvirðingu sem hefur
skilað þeim á þennan stað. Þetta
er búinn að vera langur vegur en
nú upplifum við það að ungt fólk,
unglingar, eru farnir að koma út
úr skápnum og leita til Samtak-
anna 78 og þau eru tilbúin. Það er
eitt mesta kraftaverkið,“ segir
Páll Óskar. Á baráttudegi sam-
kynhneigðra, 27. júní, voru stigin
stór skref í jafnréttisátt hér á
landi en þá tóku gildi lög sem
kveða á um að samkynhneigð
jafnt sem gagnkynhneigð pör geti
nú fengið sambúð skráða í þjóð-
skrá, auk þess sem mörg önnur
lög hafa nú verið leiðrétt þar sem
réttindi sambúðarfólks koma við
sögu. Þessum tímamótum verður
fagnað með margvíslegum hætti
og ekki síst á Hinsegin dögum
sem verða haldnir í ágústmánuði
en nú er komið að nettri upphit-
un.
Góður málstaður
„Hinsegin dagar hafa stækkað og
orðið annað og miklu meira en við
áttum von á í upphafi. Þess vegna
erum við að halda þetta styrktar-
ball. Hinsegin dagar eru unnir í
sjálfboðavinnu og það er ekki
hægt að réttlæta að halda 40 þús-
und manna hátíð öðruvísi en að
allir þeir sem að henni koma vinni
sjálfboðavinnu. Við treystum því á
dansleikjahald til að ná inn fjár-
magni eins og hægt er. Við erum
líka með trausta bakhjarla eins og
Reykjavíkurborg og síðan eru
ákveðnir kostunaraðilar en betur
má ef duga skal.“
Páll Óskar verður plötusnúður
á dansleiknum en DJ Dagný ætlar
að hita upp gestina. „Ef ég þekki
mig rétt þá á ég líka eftir að grípa
í míkrafóninn og syngja eithvað
sjálfur,“ segir Páll Óskar sposk-
ur.
„Það sem mestu skiptir er samt
að við höfum ríka ástæðu til þess
að fagna. Þetta eru tímamót. Á
Íslandi er best að búa í heiminum
og við getum montað okkur af því.
Það er aðdáunarvert hversu fljótt
hefur tekist að ná þessum árangri
hérna heima og þessar fréttir eru
þegar byrjaðar að berast út fyrir
landsteinana.“
Tilfinningalegt frelsi
Páll Óskar segir að árangurinn
beri ekki eingöngu að þakka sam-
kynhneigðum og frumkvöðlum
sem barist hafa fyrir réttindum
þeirra um árabil heldur einnig
þeim sem á eftir komu. „Við
megum ekki gleyma fólkinu sem
hefur tekið þetta stóra skref að
koma út úr skápnum, hefur kosið
að rífa líf sitt upp með rótum og
byrja upp á nýtt – það hefur kosið
að taka sjálft sig út úr jöfnunni
og sjá hvaða möguleika lífið
hefur upp á að bjóða með þessu
tilfinningalega frelsi.“ Hann
áréttar líka að þessi árangur
hefði aldrei náðst ef ekki hefði
verið fyrir velvilja gagnkyn-
hneigðra. „Ef streit fólkið hefði
ekki kveikt á perunni þá hefði
ekkert gerst. Alveg eins og það
hefði enginn árangur náðst í
kvenréttindabaráttunni fyrr en
karlmenn kveiktu á perunni.“
Hann segist líka feginn því að
réttindabarátta samkynhneigðra
hafi aldrei snúist um annað en
jafnrétti. „Við höfum aldrei beðið
um nein forréttindi heldur bara að
fá að sitja við sama borð, fá sömu
réttindi og skyldur gagnvart sam-
félaginu og þar af leiðandi sömu
ábyrgð.“
Orð og efndir
„Það má samt ekki gleyma því að
lög og reglur eru bara bókstafir á
blaði,“ segir Páll Óskar. „Þau öðl-
ast ekki gildi fyrr en samfélagið
fer eftir þeim – fyrr en við förum
að lifa eftir þeim. Kvenréttindi og
kvenfrelsi er bundið í lög en stelp-
urnar þurfa enn að vera á verði,“
segir Páll Óskar.
„Það er táknrænt að gleðigang-
an á Hinsegin dögum fer niður
Laugaveginn því einmitt þar, á
þeim gangstéttarhellum, hefur
kannski mesta misréttið farið
fram og gerir enn þann dag í dag.“
Hann segist enn verða fyrir
aðkasti á Laugaveginum en þá er
yfirleitt komið fram yfir miðnætti
og fólk búið að fá sér í glas. „Ég
þarf líka að taka það inn í mynd-
ina að ég hef verið á fullu síðast-
liðin tíu ár og beðið um ákveðna
athygli. Nú þarf ég að taka ábyrgð
á því sem ég heimtaði og það er
ekkert mál. Ég er sterkbyggður og
get tekið ýmsu. Hins vegar eru
aðrir sem ekki eru jafnsterkir og
hafa máske þurft að þola ákúrur,
uppnefni og annað óþol,“ útskýrir
hann.
Baráttan fyrir kærleika
Hann segist þakklátur fyrir að fá
að vera sífellt á vakt. „Mér þætti
lýjandi að þurfa að gera eitthvað
sem ég hef ekki gaman af. Inn í
þessa vakt fléttast áhugi minn á
náunganum og á að skoða viðbrögð
annarra,“ segir Páll Óskar og
bætir því við að þetta hafi hvatt
hann til sjálfsskoðunar. „Ég veit
að ég bregst öðruvísi við áreiti
núna heldur en í gamla daga. Ég
gat tekið alls kyns hluti inn á mig
en mér finnst ég landa því miklu
betur núna. Ef ég fæ ákúrur út á
götu þá er miklu auðveldara fyrir
mig að segja: „Jæja, slæmur dagur
hjá þér en ekki mér. Þetta er minn
dagur og þinn slæmi dagur getur
ekki haft áhrif á minn góða dag
því ég leyfi það ekki.“ Ég leyfi
þessu ekki að hafa áhrif á mig
lengur.“
„Eftir að hafa skoðað málið
betur þá er ég annar maður en ég
var – þakka guði fyrir það,“ segir
hann hlæjandi. „Þess vegna nenni
ég að standa vaktina og hef gaman
af því. Mín upplifun á þessari rétt-
indabaráttu er kannski önnur en
hjá einhverri manneskju út í bæ
en rauði þráðurinn er baráttan
fyrir kærleika – fyrir tilfinninga-
legu frelsi. Þetta frelsi er ákaf-
lega mikilvægt öllum manneskj-
um, frelsi til þess að elska þann
sem maður er skotinn í og að það
sé ekki virt að vettugi eða gert
grín að því eins og það sé einhver
gerviást. Ég held að þessi hiti hafi
kviknað í baráttufólki vegna þess
að það var ástfangið. Við komumst
bara að því að maður ræður ekki í
hvora áttina hjarta manns slær –
það bara slær. Nú er komið að upp-
skerunni. Við höfum verið að
vinna á fullu og eðli málsins sam-
kvæmt heldur maður partí.“■
8. júlí 2006 LAUGARDAGUR38
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON „Maður ræður ekki í hvora áttina hjartað slær, það bara slær.“ MYND/GUNNAR ÞÓR
Rauði þráðurinn er kærleikurinn
GLEÐIGANGAN
Allir þeir sem hafa áhuga á því
að taka þátt í gleðigöngunni á
Hinsegin dögum og vera með
fleka í skrúðgöngunni eru hvatt-
ir til þess að sækja um á heima-
síðunni www.gaypride.is hið
fyrsta. Þar má ennfremur finna
nánari upplýsingar um dag-
skrárliði hátíðarinnar sem að
þessu sinni stendur frá 9.-12.
ágúst.
Á GÓLFINU Í KVÖLD
Ég verð náttúrulega að haga
seglum eftir vindi með
lagavalið. Ætli það mætti ekki
segja að þetta verði blanda af
diskó og eurovision, Mad-
onnu, Cher og Kylie og síðan
alls konar hallærispartítón-
list í bland við það glænýja
sem er að gerast núna.
1.05
6 kr.
Rey
ksky
njar
i 9v
Eldvarnarfötur
8.573 kr.
30l ryðfrít
t stál
2.737 kr.
15l blá/svö
rt
6.957 kr.
50l grá/sv
ört
Eldvarnartæki
– til öryggis Fyrir heimilið, sumarbústaðinn,vinnustaðinn og
hótelið
Dufttæki 6kg
með mæli og
veggfestingu
6.698 kr.
Dufttæki 2kg
með mæli og
bílfestingu
4.950 kr.
Eldvarnarteppi
100x100cm
3.459 kr.
R
V
62
08
C