Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 66
 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR46 MÓÐUR VIKUNNAR > ÁLFRÚN FER YFIR MÁLIN Spáir þú mikið í tískuna? Jájá, alveg eitthvað smá. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég kaupi mest notuð föt, ég er mjög mikið í pilsum og dýrka háhælaða skó. Oftast vel ég mér stelpulegan klæðnað og það er svo- lítill glamúr í mér. Uppáhaldshönnuðir eða fata- merki? Ég á mér engan uppáhalds- fatahönnuð beint og eiginlega ekki heldur uppáhaldsfatamerki þar sem flest sem ég kaupi eru engin sérstök merki. En ég hef verið rosalega hrifin af fötunum sem stelpurnar í Rokk og rósum eru að gera sjálfar. Flottustu litirnir? Dökkgrænn, dökk- blár, fjólublár, svartur og piparmintu- grænn. Hverju ertu veikust/veikastur fyrir? Skóm og töskum, ég á mjög oft erfitt með að neita mér um hvort tveggja. Hef ekki tölu á því hvað ég á margar töskur. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Kremhvíta Chanel-tösku. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Það er svo mikið í gangi í tísk- unni í dag en það sem ég verð mest vör við er hvað hún er gamaldags, glæsileg og kvenleg. Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir sumarið? Það er ekkert sérstakt sem ég hef ætlað mér að kaupa. Ég er búin að fjárfesta í nokkrum sundbolum og sól- glerugum. Uppáhaldsverslun? Rokk og rósir. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Það fer eftir efnahag. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Skór úr neti og slönguskinni sem mamma mín gaf mér í jólagjöf. Ég hef aldrei notað neina skó jafn mikið. Uppáhaldsflík? Blá, gulllituð og silfurlituð second hand kápa sem ég keypti mér í New York í vetur. Hvert myndir þú fara í verslunarferð? Berlínar án efa. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Ætli það séu ekki þessir hræðilegu Buffalo skór sem voru mjög heitir einu sinni. Akkúrat núna á fyrsta áratug þessarar aldar stendur tísk-an á þeim tímamótum að allar tískubólur síðustu aldar eru komnar aftur. Þetta samansafn af leggins og síðum bolum níunda ára- tugarins, kvenleika og mittisbeltum sjötta áratug- arins og sniðleysi sjöunda áratugarins getur ruglað mann í ríminu en einnig glætt sköpunargleðina og er um að gera að blanda þessu öllu saman. Sjöundi áratugurinn var skemmtilegur, mikil litagleði ríkti í klæðnaði og listamaðurinn Andy Warhol var holdgervingur þess tíma. Förðunin varð meiri en áður og mikill tími kvenna fór í að túbera hár sitt. Bítlaæðið var í algleymingi og strák- arnir byrjuðu að vera með lakkrís- bindi og í háhæluðum skóm. Stuttar buxur, lakkskór og belti, stuttir litríkir kjólar, pínupils og stígvél sem ná yfir hné eru tísku- bólur nútímans sem hægt er að tengja við þennan áratug. Fyrir- sætan Twiggy skaust hratt upp á stjörnuhimininn með grannan og strákslegan vöxt og risastór augu. Með Twiggy sem fyrirmynd vildu konur vera grannar og stráksleg- ar í vextinum og voru því sniðin á þessum árum frekar bein og sýndu lítið kvenlegan vöxt. Klæðnað sem sækir stílinn til þessa tíma er hægt að finna í flestum tískuvöru- verslunum landsins og lítur út fyrir að þessi tíska verði áberandi í haust. alfrun@frettabladid.is Túberað hár og pínupils Í NÚTÍMANUM Leikkonan Mischa Barton klædd í fallegan stuttan kjól sem minnir óneitanlega mikið á þetta tímabil. > Við mælum með ...mittistöskum. Mjög þægilegar og skemmtileg- ar töskur sem virka eins og fylgihlutir og hægt er að nota þær á fleiri vegu en utan um mittið. Á litla Íslandi er auðveldlega hægt að lenda í mestu hremmingu tískup- ælarans. Hér búa aðeins 300.000 manns og það er undantekning ef manni tekst að labba Laugaveginn án þess að heilsa einum manni. Að vera í alveg eins gallabuxum og þrjár stelpur á sama kaffihúsi er ekki skemmtilegt og hvað þá ef maður þekkir viðkomandi. Hér koma tísku- bólur svo stórar að stundum er eins og öll þjóðin sé klædd eftir sömu uppskrift. Mörgum finnst þetta örugglega skelfing smávægilegt miðað við stríðsástand og hungursneyðir í heiminum og ég ætla ekkert að draga úr því en hugsið ykkur, að hafa keypt sér rándýran klæðnað og lenda svo í því þegar á að fara að frumsýna flíkina að það er einhver annar mættur í sama dressi. Hrikalegt og getur jafnvel valdið togstreitu milli vina. Fyrir stelpur er þetta hræðileg tilhugsun, sérstaklega vegna þess að oftast hæfa svona mikilvægum frumsýningum svakalega merkileg tilefni þar sem búið er að skipuleggja allt frá toppi til táar. Allir vilja auðvitað standa upp úr og að sjálfsögðu snýst þetta allt saman um það eitt að vera flottust. Munurinn á kynjunum í tískumálum hefur ávallt verið skýr, strákar kippa sér ekki mikið upp við svona lagað. Kærastinn minn hristir bara hausinn ef ég er að kvarta yfir svona smávægilegum tískuvandamálum og ég gæti alveg eins verið að tala við hann á kínversku. En af hverju verða stelpur kaldsveittar og setja upp frosið bros ef þær hitta eða bara sjá manneskju í eins flík? Ég held að svarið við því sé að þegar stúlk- urnar voru ungar, eða já gelgjur er kannski rétta orðið, keyptu þær allt- af alveg eins föt og besta vinkonan, svo var farið í þann leik að þykjast vera tvíburar eða systur. Þegar við verðum eldri og vitrari er þetta algjört tabú því við forðumst gelgjustimpilinn eins og heitan eldinn. Engin ein leið er til þess að forðast þessar skelfingar, besta leiðin gæti samt einfaldlega verið að hætta að spá í það í hverju aðrir klæðast og njóta þess að vera í vinsælum flíkum. Skelfing tískupælarans LITRÍK MUNSTUR Munstur sjöunda áratugarins voru það sterk og litrík að það lá við að þau gætu dáleitt mann og annan. TWIGGY Fyrirsætan grannvaxna var fyrirmynd kvenna á þessu tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES MARC JACOBS Hönnuðurinn marg- rómaði sótti áhrif til sjöunda áratugarins þegar hann hannaði línuna fyrir vorið og sumarið 2006. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTYIMAGES SPARISKÓR Flottir lakkskór með skemmtilegu munstri úr skóbúð- inni Kron. HÁ STÍGVÉL Flott stígvél úr lakki frá versluninni Rokk og Rósum. SÆTUR Fölbleikur kjóll með blóma- munstri frá Gyllta kettinum. TENNISKJÓLL Stuttur rauður kjóll frá Gyllta kettinum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN DOPPÓTT Doppóttar flíkur voru vinsælar og þessar sokkabux- ur eru frá Gyllta kettinum. RÖNDÓTT Flottur kjóll frá Gyllta kettinum. LITASAMSETNING Í LAGI Flottur kjóll frá Eley Kishimoto úr Kronkron. HNEPPT PEYSA Flott peysa frá Kronkron. PÍNUPILS Stutt gallapils frá Gallerí Sautján. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN SMEKKURINN HARPA KÁRADÓTTIR MENNTASKÓLANEMI Skemmtilegast hvað tískan í dag er kvenleg og glæsileg utlit@frettabladid.is SKEMMTILEGUR Litríkur kjóll úr Rokki og rósum. FRÁ FRAMLEIÐENDUM “ANGER MANAGEMENT” FRUMSÝND 28. JÚNÍ Sendu SMS skeytið JA CKF á númerið 1900 og þú gætir unnið! Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr. skeytið ... og margt fleira! hver vinnur!9. DVD MYNDIR BÍÓMIÐA Á MYNDINA FYRIR TVO VARNING TENGDAN MYNDINNI TÖLVULEIKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.