Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 2
2 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 SPURNING DAGSINS Gísli, valda Grænlendingar í Tjörninni þér áhyggjum? „Ekki sérstaklega nema þeir fari að fjölga sér mikið. Fólk er því beðið um að henda ekki til þeirra brauði.“ Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af fjórum Grænlendingum sem fengu sér sundsprett í Tjörninni í vikunni. Gísli Marteinn Baldurs- son borgarfulltrúi hefur lýst áhyggjum sínum af lífríki Tjarnarinnar. SVEITARSTJÓRNARMÁL Nýr meiri- hluti í bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur ákveðið að ráða Grím Atla- son í starf bæjar- stjóra til ársins 2010. Formlega verður gengið frá ráðningunni á næsta fundi í bæjarstjórn. Grímur, sem er menntaður þroskaþjálfi, er einnig þekktur fyrir starf sitt með fjölda íslenskra tónlistar- manna og innflutning á hljómsveit- um hingað til lands. - sjá síðu 46/- öhö Bolungarvík: Grímur Atlason nýr bæjarstjóri GRÍMUR ATLASON LÖGREGLUMÁL „Þetta reyndust ekki nógu nákvæmar upplýsingar sem lögregla veitti Fréttablaðinu. Hið rétta er að þær upphæðir sem stolið hefur verið úr heimabönk- um fólks nema tíu til fimmtán milljónum króna,“ sagði Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær eru fjögur umfangs- mikil þjófnaðarmál úr heimabönk- um til rannsóknar hjá lögreglunni í Reykjavík. Grunur lék á að um peningaþvætti væri að ræða í sumum tilvika. Rannsókninni hefur miðað vel og er hún nú á lokastigi. Samkvæmt fyrstu upplýsingum Fréttablaðsins um upphæðir þær sem millifærðar höfðu verið af reikningum fólks var um nær tuttugu milljónir króna að ræða. Við nánari samantekt lögreglu kom í ljós að upphæðin nemur tíu til fimmtán milljónum króna. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, segir varð- andi skaða fólks að það sé í raun hvers banka fyrir sig að meta hvernig brugðist sé við. Hins vegar hafi meginlínan verið sú að ef ekkert benti til gáleysis við- skiptavinar við meðferð banka- upplýsinga fengi hann skaðann bættan. - jss UNNIÐ Á TÖLVU Fjögur umfangsmikil fjár- svikamál eru til rannsóknar. Rannsókn lögreglunnar í Reykjavík á þjófnuðum úr heimabönkum: Stálu 10 til 15 milljónum SAMGÖNGUR „Ég hef heyrt að sveitar- stjórnarmenn séu að skoða að sveitarfélögin sjái sjálf um sinn inn- anbæjarakstur en reki stofnleiðirnar í sameiningu,“ segir Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Þá eru innanbæjarmálin okkar og við tökum þá sjálf ákvörðun um hvert þjónustustigið og gjaldið eigi að vera.“ Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi Samfylkingar, segir sparn- aðaraðgerðir Strætó undanfarið tilkomnar vegna þess að nágranna- sveitarfélögin hafi neitað að leið- rétta fjárframlög sín til fyrirtæk- isins, sem hafi hækkað vegna kjarasamninga. „Þegar launin hækkuðu á leikskólum borgarinn- ar á sínum tíma bættum við þeim það upp svo þjónustan myndi ekki skerðast,“ segir Dagur. Í yfirlýsingu frá Ásgeiri Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs., kemur fram að öll aðildarsveitarfélög hafi staðið við skuldbindingar sínar sam- kvæmt samþykktri fjárhagsáætl- un. Birni Inga Hrafnssyni, borgar- fulltrúa og oddvita Framsóknar- flokksins, finnst ámælisvert að fyrrverandi fulltrúi borgarinnar í stjórn Strætó, Björk Vilhelmsdótt- ir, þáverandi borgarfulltrúi R-list- ans, hafi ekki gert borginni kunn- ugt um taprekstur Strætó bs. um leið og ljóst var í hvað stefndi. „Strætó tapaði rúmri milljón á dag og það hefur legið fyrir frá því í apríl. Strætó hefur því tapað rúmum áttatíu milljónum króna síðan. Því urðum við að taka óvin- sælar ákvarðanir til að bregðast við taprekstrinum,“ segir Björn Ingi og vísar til sparnaðaraðgerða Strætó bs. Björn Ingi fagnar nýlegum ummælum Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra um að ríkið komi með einhverj- um hætti að rekstri Strætó. „Ég fagna því að ríkisvaldið sé tilbúið að vinna með sveitarstjórn- um að því að efla almenningssam- göngur,“ sagði Björn Ingi. Hvorki Björn Ingi né Gísli Marteinn Baldursson, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, útilok- uðu að borgin kæmi með frekara fjármagn inn í reksturinn. „Eftir stjórnsýsluúttektina kemur í ljós hvort sveitarfélögin hafi staðið við sitt og um leið hvort Reykja- víkurborg þurfi að borga meira,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson. aegir@frettabladid.is Sveitarfélögin íhuga aðild sína að Strætó Strætó bs. tapaði rúmlega milljón á dag fyrir sparnaðaraðgerðir. Fulltrúi borgarinnar í stjórn fyrirtækisins vanrækti að tilkynna um stöðu mála. Lúðvík Geirsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, segir sveitarfélög íhuga að endurskoða aðild sína að Strætó bs. ÞÝSKALAND, AP Þýskir leiðtogar heiðruðu í gær minningu þeirra sem reyndu að myrða Adolf Hitler hinn 20. júlí árið 1944. Sagnfræðingar hafa deilt um hvað vakti fyrir valdaránsmönn- unum og telja margir að þeir hafi ekki stutt lýðræði, enda hafi þeir fylgt Hitler að málum. Varnarmálaráðherra Þýska- lands vakti máls á því við athöfn- ina að jafnvel á erfiðum tímum væri til fólk sem tilbúið væri að berjast gegn ofríki. - sgj 62 ár frá valdaránstilraun: Andstæðinga Hitlers minnst MINNINGARATHÖFNIN Hermenn lögðu blómsveig að Bendlerblock-byggingunni. STRÆTISVAGNAR Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, fagnar ummælum Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra um að ríkið taki með einhverjum hætti þátt í rekstri Strætó. SINUELDAR Tæpur hektari lands á Gára í landi Landgræðslunnar í Rangárvallasýslu varð eldi að bráð í gær. Þakka má snarræði starfsmanna Landgræðslunnar í Gunnarsholti að ekki fór miklu verr þar sem tæpir þrjú þúsund hektarar af þurrum gróðri, sem er gömul uppgræðsla er þarna í kring og hefði hæglega getað orðið eld- inum að bráð. Starfsmenn Landgræðslunnar urðu varir við sinueldinn, sem var í tæplega fjögurra kílómetra fjar- lægð frá Gunnarsholti, um tvö- leytið og brugðust skjótt við að sögn Sveins Runólfssonar Land- græðslustjóra. „Við fórum með fimm skera plóg að eldinum og plægðum upp þriggja metra breitt U-laga belti í veg fyrir hann. Eldurinn stöðvaðist við plógförin og svo dældum við vatni á hann úr vatnstönkum frá Gunnarsholti og Keldum. Slökkvi- liðið frá Hellu kom svo um þrjú- leytið og aðstoðaði við að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn höfðu verið í öðru útkalli þegar tilkynn- ingin barst.“ Sveinn segir greinilegt að upp- tök eldsins hafi verið að sígarettu hafi verið fleygt út um bílglugga. „Það er mjór tangi sem liggur frá veginum og miðað við vindátt og annað fer ekki milli mála að sígar- ettuglóð kveikti eldinn.“ Sveinn segir mikla mildi að ekki fór verr þar sem mjög mikill eldsmatur sé á þessu svæði og veður þurrt. - sdg Snarræði starfsmanna Landgræðslunnar kom í veg fyrir stóran sinubruna: Upptökin voru sígarettuglóð SVIÐIN JÖRÐ Hér sést hvar sinueldurinn hefur staðnæmst við plógförin. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri segir mildi að ekki fór miklu verr. MYND/SVEINN RUNÓLFSSON SVEITARSTJÓRNARMÁL Helga Jónsdótt- ir borgarritari var ráðin í embætti bæjarstjóra Fjarðabyggðar í gær til næstu fjögurra ára. Tuttugu sóttust eftir starfinu en allir bæjarfull- trúar greiddu atkvæði með til- lögu bæjarráðs um að bjóða Helgu embættið. Guðmundur Þorgrímsson, for- maður bæjarráðs, segir að niður- staða IMG Mannafls hafi verið afgerandi. „Það var ákveðið að gera þetta á faglegum nótum. Helga er góður kostur og ánægjulegt fyrir sveitarfélagið að samhugur hafi ríkt um ráðningu nýs bæjarstjóra. Ég vona að þetta sé lykillinn að því að við getum gengið sátt inn í framtíð- ina.“ - shá Helga Jónsdóttir söðlar um: Nýr bæjarstjóri í Fjarðabyggð HELGA JÓNSDÓTTIR FLUGVÉLAR Boeing-flugvélafram- leiðandinn tilkynnti í gær að fyrirtækið hygðist skipta út 737 flugvélum sínum fyrir nýrri vélar af gerðinni 787-Dream- liner. Þær vélar eru að miklu leyti gerðar úr samsettum kol- efnum en ekki áli eins og tíðkast. Efnin eru léttari en ál og þurfa vélarnar því minni orku. Kevin Lowery, upplýsinga- fulltrúi Alcoa í Bandaríkjunum, segir hugmyndina ekki vera nýja og þessi þróun muni ekki hafa áhrif á álmarkaðinn. Boeing 787 vélin muni þrátt fyrir allt vera í fjórða sæti yfir þær flugvélar Boeing sem nota mest ál. Álverið í Reyðarfirði mun, að sögn Lowery, framleiða ál til notkunar í flugvélum, jafnt sem öðrum iðnaði. - sgj Framtíðarsýn Boeing: Vilja minnka ál í flugvélum LÖGREGLA Fjögur innbrot hafa komið til kasta lögreglunnar í Reykjavík undanfarna daga. Á miðvikudag var tilkynnt um tvö innbrot, annað á heimili í Breið- holti þar sem flatskjá var stolið og hitt í bifreið við Laugaveg. Í gær var tilkynnt um tvö innbrot til við- bótar. Hurð á veitingastað í austurbænum var sparkað upp og tuttugu þúsund krónum stolið. Þá var brotist inn á heimili við Hverfisgötu og fartölva og mynda- vél tekin. Ræninginn virðist hafa skorið sig og skilið eftir blóðslóð. Allir þjófarnir eru ófundnir. Lögreglan segir innbrot ganga í bylgjum. - sh Fjögur innbrot í Reykjavík: Ræningi skildi eftir blóðslóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.