Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 24
 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mála sannast er að ástæða er til að fagna niðurstöðu í við-ræðum ríkisstjórnarinnar við samtök eldri borgara. Hún felur í sér ákvarðanir og fyrirheit um lagabreytingar sem verulega munu bæta stöðu bótaþega almannatrygginganna. Óumdeilt hefur verið að staða eldri borgara hefur ekki verið í samræmi við réttmætar skuldbindingar samfélagsins við þá borgara sem með vinnu sinni og hugviti lögðu grunninn að þeirri hagsæld sem Íslendingar búa við í dag. Viðfangsefnið er engan veginn einfalt. Úrræðin eru að sama skapi fjölþætt. Þó að samkomulagið feli í sér sátt mun ugglaust ekki líða á löngu þar til ný úrlausnarefni blasa við á þessu sviði. Á þessari stundu er hitt þó mest um vert að einhugur ríkir um það sem fært þykir eins og sakir standa. Aðgerðirnar felast meðal annars í hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga. Segja má að það sé venju samkvæmt afleiða nýgerðra kjarasamninga. Óeðlilegt hefði verið að draga ákvörð- un þar um á langinn. Önnur atriði fela í sér einföldun bótakerfisins og lækkun skerðinga vegna annarra tekna eða tekna maka. Þá er tekið upp frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega. Enn fremur er ráð fyrir því gert að starfslok verði sveigjanlegri. Þannig getur lífeyrir hækkað með frestun á töku hans. Samkomulagið felur einnig í sér að meiri áhersla verður lögð á heimaþjónustu við aldraða. Jafnframt geymir það fyrirheit um verulega aukna fjármuni til framkvæmda við öldrunarstofnanir og hjúkrunarrými. Með nokkrum rétti má segja að gildi samkomulagsins til lengri framtíðar sé annað og meira en ákvörðun um fleiri krónur í til- tekinn málaflokk. Um margt felur það í sér nýja stefnumörkun og kerfisbreytingu. Áhrif þeirra breytinga eru ef til vill mest um verð. Engum vafa er undirorpið að við öll tryggingakerfi af þessu tagi þarf að hafa í huga að þau letji ekki til atvinnuþátttöku. Því er það fagnaðarefni að með þessum breytingum er stefnt að því að kerfið örvi fremur en hitt þá sem hlut eiga að máli til eigin tekjuöflunar. Frítekjumark vegna atvinnutekna er þáttur í þessari kerfis- breytingu. Áform um sveigjanlegri starfslok þjóna sama tilgangi. Breytingar af þessu tagi eru ekki aðeins heilbrigðar heldur einnig réttlátar. Tekjutenging tryggingabóta hefur ávallt verið viðkvæm. Eins og þjóðfélagið hefur þróast helgast hún þó að ákveðnu marki bæði af réttlæti og nauðsyn. Fjármunina þarf að nota í þágu þeirra sem verst eru staddir. Tekjutengingin er leið til að afmarka þann hóp. Eigi að síður er það svo að um sumt hefur verið gengið of langt í því að tekjutengja bætur. Áformaðar breytingar í þeim efnum sýnast í því ljósi vera skynsamlegar. Af kögunarhóli almennra réttlætissjónarmiða hefur skerðing á bótum til öryrkja vegna tekna maka þeirra verið miklum tví- mælum undirorpin svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Þegar á heildina er litið hefði ríkisstjórnin gjarnan mátt ganga feti framar að því er þennan afmarkaða þátt varðar. Best væri að hann heyrði sem fyrst með öllu sögunni til. Úr því má bæta við meðferð málsins á þingi. Ákvarðanir sem þessar eru vitaskuld á ábyrgð ríkisstjórnar. Samkomulag þar um felur fyrst og fremst í sér að undirbúningur er vandaður og þeir hafa haft nokkuð um þau mál að segja sem eldurinn brennur heitast á. Það er gott verklag. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Aðgerðir í þágu aldraðra: Skynsamlegar kerfisbreytingar Íslendingar eru lausir við marg- víslegan vanda annarra þjóða. Hér er almenn velmegun, og menn þurfa ekki að óttast um öryggi sitt. En á velmegun okkar er þó skuggahlið. Það er erfitt að vera fátækur á Íslandi. Verðlag hér er allt of hátt, sérstaklega á matvælum og öðrum nauðsynjum. Samkvæmt skýrslu norræns sam- keppniseftirlits frá árslokum 2005 var matvælaverð hér 42% hærra að meðaltali en í löndum Evr- ópusambandsins. Sjálfur finn ég óþyrmilega fyrir háu matvæla- verði hér eftir hálfs árs dvöl erlendis. Ég hristi stundum höfuðið úti í búð. Besta leiðin til að bæta kjör láglaunafólks er ekki að knýja fram kauphækkanir, sem skila sér annaðhvort í auknu atvinnuleysi, af því að vinnuveitendur sjá sér ekki lengur hag í að ráða þetta fólk í vinnu, eða í aukinni verð- bólgu. Besta leiðin er að lækka verð á nauðsynjum. Nýlega skilaði sérstök nefnd forsætisráðherra um málið skýrslu. Hún klofnaði sem vænta mætti, þar sem neyt- endur og bændur hafa ólíka hags- muni. En það var ánægjulegt, að fulltrúar verkalýðshreyfingarinn- ar tóku myndarlega undir sjónar- mið neytenda, eins og þeir eiga að gera, en hafa ekki alltaf gert. Þeir vilja lækka verð á matvælum með því að fella niður vörugjöld og tolla á þeim og leyfa frjálsan inn- flutning, þar sem það er nú bann- að, til dæmis á mjólk og kjöti. Þetta er auðvitað eina ráðið, sem hið opinbera hefur í hendi sér til að lækka matvælaverð. Það er síðan rétt, sem Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur bent á, að fákeppni er á matvælamarkaði og því þess vegna ekki að treysta, að ávinningurinn skili sér óskiptur í vasa neytenda. Til þess þarf að efla samkeppni, en það verður best gert með því að auðvelda nýjum aðilum að komast inn á matvælamarkaðinn og hefja sam- keppni við hina gömlu. Það er líka skref í rétta átt, ef virðisaukaskattur af mat á veit- ingahúsum verður 14%, eins og er á heimilismat. Ferðamenn súpa hveljur, þegar þeir sjá matseðla á íslenskum gildaskálum. Það myndi líka bæta andlegt og líkamlegt heilsufar þjóðarinnar stórlega, yrðu vörugjöld og tollar felldir niður á léttum vínum, en rann- sóknir sýna, að við neyslu þeirra dregur stórlega úr hættunni á hjartasjúkdómum, sem kosta heil- brigðisþjónustuna íslensku ómælt fé á hverju ári. Þær breytingar, sem Hallgrím- ur Snorrason hagstofustjóri og fulltrúar verkalýðshreyfingarinn- ar mæltu fyrir í nefnd forsætis- ráðherra, eru skynsamlegar, en hlutverk stjórnmálamanna að ná sáttum við bændur um þær. Rót- tækar breytingar á rekstrarum- hverfi íslenskra matvælaframleið- enda verða vitaskuld ekki gerðar nema í nánu samráði við þá. En spurningin er ekki, hvort leyfður verður frjáls innflutningur land- búnaðarvöru, heldur hvernig og hvenær. Á það er að líta, að bænd- um hefur fækkað og atkvæðisrétt- ur þeirra er ekki lengur margfald- ur. Þeir kæra sig ekki heldur allir um vernd ríkisins: Sumir þeirra treysta sér til að hefja samkeppni við innfluttar landbúnaðarafurðir. Þjóðin er einnig orðin nógu rík til að geta tryggt, að bændur beri ekki skarðan hlut frá borði. Hef ég áður sett fram hugmyndir um það verkefni (frjálsara framsal jarða, breyting framleiðslusamvinnu- félaga í hlutafélög, sem gera myndi marga bændur að stór- eignamönnum, og greiðari upp- kaup á stuðningsréttinum, sem bændur njóta frá ríkinu). Nefnd forsætisráðherra fór ekki út fyrir erindisbréf sitt. En er ekki skynsamlegast að bæta kjör láglaunafólks með því að fella niður vörugjöld og tolla af öllum innfluttum vörum og lækka tekju- skatt á einstaklinga niður í hið sama og fyrirtæki greiða, 18%? Þetta er ekki stórt hlutfall af tekjum ríkisins, sem er raunar prýðilega aflögufært um þessar mundir, og auk þess myndu almennar skatttekjur ríkisins auk- ast við lægri skattheimtu þess. Þessi breyting myndi stórlega ein- falda starfsemi innflutningsfyrir- tækja, en tollgæslan gæti einbeitt sér að því að framfylgja af krafti banni við innflutningi ólöglegra vopna og fíkniefna. Markmiðið ætti að vera að gera allt Ísland að einni fríhöfn. Bætum kjör láglaunafólks! Í DAG MATVÆLAVERÐ HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Það myndi líka bæta andlegt og líkamlegt heilsufar þjóðar- innar stórlega, yrðu vörugjöld og tollar felldir niður á léttum vínum, en rannsóknir sýna, að við neyslu þeirra dregur stór- lega úr hættunni á hjartasjúk- dómum, sem kosta heilbrigðis- þjónustuna íslensku ómælt fé á hverju ári. Skýrslurnar streyma inn Í vikunni sem er að ljúka hefur drjúgur tími Geirs H. Haarde forsætisráðherra farið í að tala um skýrslur; annars vegar skýrslu matvælaverðsnefndar og hins vegar skýrslu Ásmundarnefndarinnar um bætt kjör og aðbúnað eldri borgara. Báðar voru skýrslurnar unnar að beiðni Halldórs Ásgrímssonar, sem sat ekki nógu lengi í embætti til að taka við þeim. Enn á Geir eftir að fá í hendur skýrslur nefnda sem Halldór kom á legg. Nefnd sem greina á vanda sem tengist óhollu mataræði, offitu, átröskun og hreyfingarleysi á eftir að skila af sér, sem og nefnd um alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi og nefnd um stöðu fjölskyldunnar. Tvær hinar fyrrnefndu áttu þegar að vera búnar að skila af sér samkvæmt skipunarbréfi en engin tímamörk eru á störfum fjölskyldunefndarinnar. Afmæli Á 75 ára afmælisári almenningssam- gangna á höfuðborgarsvæðinu ákveður stjórn Strætó bs. að draga úr þjónustu við farþega í nafni sparnaðar. Árið 1931 hóf fyrirtækið Strætisvagnar Reykjavíkur hf. starfsemi og var það í einkaeigu. Var í fyrstu ekið á einni leið - Lækjartorg- Kleppur. Reykjavíkurborg tók við rekstrinum á lýðveldis- árinu en árið 1993 dró næst til tíðinda þegar borgin gerði Strætisvagnana að hluta- félagi. Reykjavíkurlistinn, sem komst til valda ári síðar, lét það svo verða sitt fyrsta verk að snúa rekstrinum úr hluta- félagaforminu og aftur í hefðbundinn stofnanarekstur. Fyrir fimm árum runnu Strætisvagnarnir svo saman í Strætó bs. ásamt Almenningsvögnum. Hmm „Halldór Ásgrímsson hefur í raun gefið reitur Framsóknarflokksins í hendur Sjálfstæðisflokknum í svo rammlega reyrða próventu að flokkurinn hefur um enga kosti að velja.“ Samfylking- arfólki hefur stundum verið legið á hálsi að tala óskýrt. Ofangreind tilvitnuð orð ritar Jóhann Ársæls- son, þingmaður flokksins, á vef sinn jarsaelsson.is. Ekki verður á þeim séð að flokksmenn hafi markað sér nýja stefnu um skýrari tals- máta. bjorn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.