Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ���������� ��������������� ��������������� Tilhugsunin um ástandið í Darfur ætti að vera óbærileg. Þar hafa þjóðernishreinsanir af verstu tegund fengið að viðgeng- ast. Alþjóðasamfélagið hefur þar brugðist með kunnum afleiðing- um. Saklausir borgarar hafa verið kerfisbundið myrtir. Og hlutskipti kvenna og stúlkna er nauðganir og limlestingar. ÁTÖKIN eru talin hafa kostað um 300.000 manns lífið og hrakið þrjár milljónir manna á flótta. Tölurnar samsvara því að öll íslenska þjóðin hefði látið lífið. Á vefsíðu Amnesty er að finna lýsingar á þeim veru- leika sem fólk í Darfur hefur búið við. Ég ætla að leyfa mér að vitna í eina frásögn. „Janjawid víga- mennirnir komu og skipuðu mér að yfirgefa svæðið. Þeir börðu konur og lítil börn. Þeir drápu litla stúlku, Söru Bishara. Hún var tveggja ára gömul. Hún var stung- in í bakið.“ NÚ hefur í ofanálag þurft að skera niður matargjafir til flótta- fólks í Súdan þar sem fjármagn vantar. Ríki heims virðast ekki ætla að fjármagna matargjafir til fólks sem enga björg getur sér veitt. Í raun er það mjög í anda þeirrar stefnu sem unnið hefur verið eftir. Til hvers að senda matargjafir til fólks sem heims- byggðin skiptir sér ekki af? FRIÐARSAMKOMULAG hefur verið undirritað en það virðist lítið auka á öryggi fólksins. Fjölda- margar skýrslur af ástandi mála liggja fyrir og staðfesta allar hvað hefur átt sér stað. Við getum ekki seinna haldið því fram að heimur- inn hafi ekki vitað. VARLA hefur það verið hugsunin með alþjóðlegum eftirlitsaðilum að þeirra raunverulega hlutverk yrði að standa til hliðar til þess að geta síðar vitnað um það hvað fór úrskeiðis. Til þess að geta sagt heiminum frá því að við gerðum ekkert. Og endurtaka svo tugguna um að aldrei aftur megi nokkuð þessu líkt henda. ÞVÍ miður endurtekur sagan sig. Nú er það hryllingurinn frá Rúanda. Það þarf meira en orð. Það þarf raunverulegar aðgerðir. En það virðist því miður skipta máli hvar mannslífin glatast. Og þá koma upp í hugann þekkt orð Nóbelsverðlaunahafans Eli Wiesel, sem lifði af dvölina í Auschwitz, þar sem hann segir afskiptaleysið mestu syndina. Hatrið er ekki and- stæða kærleikans heldur afskipta- leysið, að verða vitni að ranglæti og þjáningum en líta undan og skipta sér ekki af. UM það gerist heimsbyggðin aftur og aftur sek. Dauðinn í Darfur TRAUSTUR FERÐAFÉLAGIEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR Á FERÐ OG FLUGI ‒ með ferðatösku frá FAXE Tenerife Kúba Kanarí Sérferðir Siglingar Skíði Borgir Golf 2006 –2007 Vetrarfrí Úrval-Útsýn, Lágmúla 4: 585 4000 – Akureyri: 460 0600 – Vestmannaeyjum: 481 1450 Bæklingurinn kemur um helgina! Stemningin á Kúbu, sólin og lystisemdirnar á Kanarí og Tenerife – töfrar heimsborganna, bestu skíðastaðirnir og golfferðir í sérflokki. Finndu ferðadrauminn þinn og láttu hann rætast! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 35 61 07 /2 00 6 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.