Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 52
 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR36 tonlist@frettabladid.is Talsverðar sviptingar hafa orðið á tónlistarmarkaðin- um að undanförnu. Popptón- list á undir högg að sækja og gítarrokksveitir tröllríða öllu. Poppararnir bregðast við með því að færa sig í átt að rokkinu. Þessi þróun er farin að gera vart við sig á Íslandi. Frá upphafi tíunda áratugarins og fram undir miðjan áratuginn voru Blur og Oasis vinsælustu hljóm- sveitir Bretlands. Allt snerist um Britpop-böndin og ótrúlegur fjöldi eftirhermusveita skaut upp kollin- um. Þegar líða fór að lokum áratug- arins var nýtt æði komið í staðinn. Stúlknasveitin Spice Girls gaf út fyrstu plötu sína árið 1996 og seldi svo tíu milljónir eintaka af annarri plötu sinni árið eftir. Tilbúnar popp- hljómsveitir voru allt í einu málið. Allt keyrði svo um koll á heimsvísu þegar Britney Spears og Christina Aguilera komu fram á sjónarsvið- ið. Styrkur í raunveruleikaþáttum Þegar kom fram yfir aldamótin styrkti poppheimurinn enn stöðu sína með raunveruleikaþáttum á borð við Idolið. Fleiri og fleiri popp- stjörnur létu á sér kræla og mikill gróðabransi varð til fyrir sjóaða lagahöfunda. Rokkhundarnir höfðu þó ekki sagt sitt síðasta og hljómsveitir hófu að leita að innblæstri hjá göml- um meisturum. The White Stripes og The Strokes sýndu að gítarrokk- ið var ekki dautt úr öllum æðum. Í kjölfarið kom bylgja af líkum rokk- sveitum sem flestar áttu það sam- eiginlegt að nöfnin byrjuðu á The. Æðið í kringum Arctic Monkeys Síðustu ár hefur nokkuð jafnvægi verið á tónlistarmarkaðinum í Bret- landi og víðast annars staðar. Popp- stjörnur seldu enn mun meira af plötum en rokksveitir þó þær síðar- nefndu ynnu vissulega á. Árið 2002 áttu popptónlistarmenn um 52 pró- sent seldra smáskífa í Bretlandi en rokksveitir 13 prósent. Í fyrra kom í ljós hvert þróunin stefnir. Þá áttu popptónlistarmenn 34 prósent af öllum seldum smáskífum en rokk- sveitir höfðu hoppað upp í 24 pró- sent seldra smáskífa. Stórstjörnur í Bandaríkjunum hafa ekki farið var- hluta af þessari þróun. Söngkonan Pink gaf út plötuna I‘m Not Dead fyrr á árinu og fyrstu vikuna seld- ust 39 þúsund eintök af plötunni. Síðasta plata Pink kom út 2003 og þá seldust helmingi fleiri eintök fyrstu vikuna. Augljóst er að gítarrokk er vinsælla í Bretlandi nú en það hefur verið síðusta áratuginn. Þetta sést vel á hljómsveitinni Arctic Monkeys. Hún náði mikilli frægð í gegnum Myspace- síðuna án þess að hafa gefið út eina einustu plötu. Allir voru að tala um Arctic Monkeys og þegar fyrsta plata sveitarinnar, Whatever People Say I Am, That‘s What I‘m Not, kom út í janúar varð allt vitlaust. 360 þúsund eintök af plötunni seldust fyrstu vikuna í Bretlandi, sem er met fyrir fyrstu plötu hljómsveitar eða listamanns. Unglingar gera kröfur Í nýlegri grein í breska tónlistar- tímaritinu Q kemur fram að ástæðan fyrir þessum breytingum sé sú að tónlistaráhugamenn komist nú fyrr til vits og ára og geri fyrr kröfur en áður. Ungt fólk sé ekki lengur sátt við endalausa framleiðslu á spjátr- ungum úr raunveruleikaþáttum, það vilji meira ögrandi listamenn. Af þessum sökum eru poppararnir margir hverjir farnir að leggja meira á sig en áður, gera meiri kröf- ur til sín og tónlistarinnar sem þeir flytja. Justin Timberlake hefur til að mynda ráðið upptökustjórann Rick Rubin til að vinna næstu plötu sína, en hann er þekktastur fyrir vinnu sína með Red Hot Chili Peppers og fleiri rokksveitum, auk þess að endurlífga feril Johnny Cash heit- ins. Rokkið sækir á hérlendis Það er víðar en á stóru mörkuðun- um í Bretlandi og Bandaríkjunum sem þessarar þróunar gætir. Ekki þarf að horfa lengra en á Eurov- ision-keppnina þar sem þungarokk- sveit, þó poppuð sé, sigraði örugg- lega. Á Íslandi er vel hægt að greina áhrif frá þessum breytingum, þó enn eigi þær eftir að skila sér að fullu. Snorri Snorrason, sem sigraði í Idolinu, er miklu meiri fulltrúi rokktónlistar heldur en popptónlist- ar. Það sést ágætlega á því að hann stjórnaði nýverið upptökum á plötu Jet Black Joe. Íslenskar útvarps- stöðvar sem jafnan teljast sem poppstöðvar, svo sem FM957 og Kiss FM, hafa í auknum mæli bætt rokklögum á spilunarlista sína og það sama gildir um Popptívi. Íslenskar rokksveitir hafa átt lög á vinsældalistum stöðvanna. Hljóm- sveitin Jeff Who? hefur til að mynda setið á toppi Íslenska listans síðustu tvær vikurnar og Trabant gerði góða hluti fyrr á árinu. Ekki endalok poppsins Þessi þróun þarf alls ekki að þýða endalok fyrir poppið og poppstjörn- urnar. Þó að rokktónlist eigi sífellt meira upp á pallborðið er enn nægur markaður fyrir popparana, ekki síst ef þeir laga sig að breyttum aðstæð- um. Velgengni Nylon-flokksins í Bretlandi sýnir að stelpnahljóm- sveitir eiga enn vel upp á pallborðið hjá unga fólkinu. Hugtakið „Pop Music“ hefur aftur á móti breyst til muna og í raun horfið aftur til þess sem áður var. Nú stendur „pop“ ekki lengur fyrir sykursæta popp- tónlist, heldur vinsæla tónlist. V in n in g ar v er ð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d. K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . Sendu SMS skeytið JA VOF á númerið 1900 og þú gætir unnið miða fyrir tvo. Aðavinningur er: PlayStation 2 tölva, tveir bíómiðar og Over the Hedge leikurinn! Aukavinningar eru: Bíómiðar fyrir tvo Over the Hedge tölvuleikur DVD myndir · Tölvuleikir · Varningur tengdur myndinni og margt fleira! > Plata vikunnar The Feeling: Twelve Stops & Home „Frumraun bresku poppsveitarinnar The Feel- ing inniheldur popp sem er eins sykursætt og klisjulegt og það getur orðið. Lög sem límast svo fast inn í heilahvelið að maður þarf að skjóta þeim út.“ BÖS Í SPILARANUM Æla: Sýnið tillitsemi, ég er frávik TV on the Radio: Return to Cookie Mountain Sufjan Stevens: The Avalanche Thom Yorke: The Eraser Kashmir: No Balance Palace TV O N T H E R A D IO SU FJA N STEVEN S Tónlistarhátíðin T in the Park var haldin í Skotlandi fyrir tveim vikum síðan. Fulltrúi Íslendinga var hljómsveitin Sigur Rós og stóðu piltarnir sig með prýði eins og við var að búast. Eitt af aðal- númerum hátíðarinnar var rokk- sveitin Franz Ferdinand, sem lauk tónleikum sínum á glæsilegan hátt. Þá lék sveitin lagið Outsid- ers og eftir því sem leið á lagið gengu fjölmargir trommarar inn á sviðið og léku undir. Alls voru ellefu gesta- trommarar til kallað- ir og einn þeirra var Orri Páll Dýrason úr Sigur Rós. Auk hans voru liðs- menn úr hljóm- sveitunum Red Hot Chili Peppers, Maximo Park, The Cribs, Kaiser Chiefs, Cup Copy, Sons & Daughters, The Feeling og Wolf- mother á sviðinu þegar flest var. Ekki amalegur félagsskapur þar á ferð. Myndband frá þessu má finna á Youtube.com með því að slá inn leitarorðin „12 Drummers Version“. Trommaði með Franz Ferdinand ORRI PÁLL DÝRASON Trommari Sigur Rósar spilaði með Franz Ferdinand á T in the Park. Rokkið sigrar poppið ARCTIC MONKEYS Holdgervingur bresku rokkbylgjunnar sem slegið hefur popptónlistinni við þar í landi. TVÆR HEITAR Söngkonurnar Christina Aguilera og Britney Spears urðu alheimsstjörnur um leið og fyrstu plötur þeirra komu út. Þær hafa undanfarið verið á niðurleið. THE STROKES Leitaði aftur í gamla gítar- rokkið og endurvakti vinsældir þess. SPICE GIRLS Kryddpíurnar tóku við af Britpop-hljómsveitunum Blur og Oasis og seldu tíu milljónir eintaka af annarri plötu sinni. Breska rokksveitin Muse er á fljúgandi ferð þessa dagana. Muse sendi frá sér plötuna Black Holes and Revelations fyrir nokkrum vikum og hefur platan fengið frá- bæra dóma víðast hvar. Nú hafa liðsmenn Muse tilkynnt hver verð- ur næsta smáskífa plötunnar. Það er lagið Starlight og er áætlað að smáskífan komi út 4. september næstkomandi. Lagið fer þó í spil- un í útvarpi innan tíðar og því er spáð að það muni njóta mikilla vinsælda, enda er hér um hressan rokkslagara að ræða, sannkallað- an sumarsmell. Myndbandið við Starlight verður frumsýnt í byrj- un ágúst. Muse fer á stórt tón- leikaferðalag um Bretland í haust en ekki hefur enn heyrst af því að hún hyggist snúa aftur til Íslands. Það væri þó ekki óvitlaust enda fyllti hún Höllina með frábærum tónleikum árið 2003. Sumarlag frá Muse MUSE Þessi vinsæla rokksveit gerir það nú gott með plötunni Black Holes and Revelations. Næsta smáskífa er sögð vera alger sumarsmellur. Það verður þétt setið á tónleikum breska tónlistarmannsins Morrissey og gesta sem haldnir verða í Laug- ardalshöll 12. ágúst næstkomandi. Uppselt er í stúku á tónleikana en nokkuð er eftir af miðum í stæði. Miðinn í stæði kostar 4.500 krónur fyrir utan miðagjald. Miða á tónleikana er hægt að kaupa á vefsíðunni midi.is, í versl- unum Skífunnar og völdum versl- unum BT. Uppselt í stúku MORRISSEY Það styttist óðum í að Morrissey bætist í hóp Íslandsvina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.