Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 42
 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR26 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.442 -0,11% Fjöldi viðskipta: 130 Velta: 374 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 63,20 +0,32% ... Alfesca 4,20 -0,71% ... Atlantic Petroleum 585,00 +0,00% ... Atorka 6,17 -0,96% ... Avion 33,00 -0,30% ... Bakkavör 48,60 +0,41% ... Dagsbrún 5,55 -0,54% ... FL Group 16,40 -0,61% ... ... Glitnir 16,90 +0,60% ... KB banki 737,00 +0,00% ... Landsbankinn 21,00 +0,00% ... Marel 72,60 -0,55% ... Mosaic Fashions 17,10 +0,00% ... Straumur-Burðarás 16,20 -1,82% ... Össur 112,50 +0,00% MESTA HÆKKUN Flaga 4,19% Glitnir 0,60% Bakkavör 0,41% MESTA LÆKKUN Strau.-Burða. 1,82% Atorka 0,96% Alfesca 0,71% Við höldum með þér! Frábær ferðaleikur fyrir alla fjölskylduna Komdu v ið á næs tu Olís-s töð og fáðu stimpil í Ævintýr akortið – og æv intýragl aðning í leiðinni . Vertu m eð í allt sumar! MARKAÐSPUNKTAR... Hollenski bankinn Rabobank tilkynnti á miðvikudag að hann hefði aukið við krónubréfaútgáfu sína með þriggja millj- arða króna bréfi með gjalddaga í ágúst 2004. Krónan styrktist í kjölfarið. Greiningardeild Glitnis gerir ráð fyrir hóflegri veikingu krónu það sem eftir er árs en að á næsta ári fari hún að styrkjast á ný og gengisvísitalan, sem er nú í námunda við 130, gæti staðið nærri 120 á seinni hluta ársins 2007. Hagnaður finnska farsímafélagsins Nokia á öðrum ársfjórðungi jókst um 43 prósent á milli ára. Var hann 1,14 milljarðar evra sem jafngildir um 106 milljörðum íslenskra króna. ICEX-15 5.442 -0,11% Fjöldi viðskipta 130 Velta 374 milljónir Mesta hækkun Flaga +4,19% Glitnir +0,60% Bakkavör +0,41% Mesta lækkun Straumur-Burðarás -1,82% Atorka -0,96% Alfesca -0,71% Í 3. mgr 80. gr laga um hlutafélög segir: „Öllum hluthöfum er heim- ilt að sækja hluthafafund og taka þar til máls.“ Stefán Már Stefánsson, próf- essor í lögfræði við Háskóla Íslands, segir að fyrirspurnir verði að vera í eðlilegu samræmi við efni fundar. Hins vegar sé nauð- synlegt að kanna hvers efnis fyrir- spurn sé áður en tekin sé afstaða til þess hvort hún skuli tekin til umfjöllunar „Hefði ég verið fund- arstjóri hefði ég fyrst kannað hvers efnis fyrirspurnin væri. Hefði hún tengst dagskránni hefði ég leyft hana, annars ekki.“ Einungis eitt mál var á dagskrá fundarins; kosning stjórnar. Víg- lundur og Jóhann vildu fá að leggja fyrirspurnir til fráfarandi stjórn- ar að kosningu lokinni. Pétur fund- arstjóri meinaði þeim hins vegar að taka til máls og vísaði til 15. gr. samþykktar Straums-Burðaráss þar sem segir að slíka beiðni þurfi að leggja fram skriflega með viku fyrirvara hið minnsta. Lögfróðir menn segja í hæsta máta óvenjulegt að hluthafar fái ekki að taka til máls á hluthafa- fundum og telja að 3. mgr. 80. gr. laga um hlutafélög tryggi mál- frelsi hluthafa án tillits til dag- skrár fundar. Því hefur þó verið haldið fram að málfrelsið sé bundið við aug- lýsta dagskrá og að hlutverk fund- arstjóra sé einungis að tryggja að hluthafafundur fari fram í sam- ræmi við dagskrá. Hafi Víglundi og Jóhanni hugnast að ræða önnur mál hefði þeim verið í lófa lagið að nýta þann rétt sem þeir hafa sam- kvæmt 15. gr. samþykktar Straums Burðaráss. Pétur Guðmundarson vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið. Víglundur Þorsteinsson gefur lítið fyrir þau sjónarmið að mál- frelsi 3. mgr. 80. gr. sé bundið við auglýsta dagskrá. „80. gr. hlutafé- lagalaga er skýr og afdráttarlaus. Frá málfrelsi fundarmanna verð- ur ekki gerð undantekning. Ég var ekki að flytja neitt mál fyrir fund- inn heldur einungis að neyta þess málfrelsis sem hluthöfum er tryggt. Því braut Pétur Guðmund- arson lög.“ jsk@frettabladid.is Skiptar skoðanir um málfrelsi hluthafa á hluthafafundi PÉTUR GUÐMUNDARSON FUNDARSTJÓRI Í PONTU Víglundur Þorsteinsson segir Pétur hafa brotið lög þegar hann meinaði hluthöfum í félaginu að bera fram fyrirspurn. Deildar meiningar eru um hvort Pétur Guðmundar- son, fundarstjóri hluthafafundar Straums-Burðaráss sem fram fór miðvikudag, hafi gerst brotlegur við lög um hlutafélög þegar hann meinaði Víglundi Þorsteinssyni og Jóhanni Páli Símonarssyni, hlut- höfum í félaginu, að taka til máls. Actavis hefur boðað til hluthafa- fundar á þriðjudag í næstu viku í tengslum við fjármögnun væntanlegs yfirtökutilboðs í króatíska samheita- lyfjafyrirtækið Pliva. Um miðja næstu viku ákveða Actavis og bandaríska samheitalyfjafyrirtækið Barr hvort þau leggi fram formlegt yfirtökutil- boð í Pliva. Á fundinum verður lagt til að stjórn Actavis verði heimilt að gefa út nýtt hlutafé fyrir um 20 milljarða króna að markaðsvirði auk heim- ildar til að gefa út breytirétt vegna skuldbindinga félagsins samkvæmt lánasamningi fyrir allt að 525 milljón evrur, um 48,7 milljarða króna. Að sögn Halldórs Kristmannsonar, framkvæmdastjóra innri og ytri sam- skipta Actavis, verður það sem upp á vantar fjármagnað með öðru lánsfé. Yfirtökutilboð Actavis stendur í 735 krónum á hlut eða 177 milljörðum króna. Fjármálaeftirlit Króatíu tekur sér hálfan mánuð til að staðfesta yfir- tökutilboðin en eftir það tekur við 30 daga formlegt söluferli. Actavis á með beinum og óbein- um hætti 21 prósents hlut í Pliva og þarf að tryggja sér 30 prósent til við- bótar til að ná meirihluta í félaginu en Barr á enga hluti. „Þetta verður krefjandi ferli. Menn hafa lagt allt kapp á að ná þessu og það hefur ekkert breyst,“ segir Halldór. - jab Actavis undirbýr yfir- tökutilboð í Pliva HALLDÓR KRISTMANNSSON Actavis hefur boðað til hluthafafundar í næstu viku í tengslum við 177 milljarða króna yfirtökutilboð fyrirtækisins í króatíska sam- heitalyfjafyrirtækið Pliva. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Samkeppniseftirlitið hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að ekki sé ástæða til að hafast að vegna samruna Glitnis banka og Kredit- korta hf. Í mars keypti Glitnir 19,95 prósenta hlut af tuttugu prósenta hlut Kaupþings banka í Kreditkortum hf. Á sama tíma seldi bankinn Kaupþingi 18,45 prósent af 18,50 prósenta hluta- fjáreign sinni í VISA Ísland - Greiðslumiðlun hf. Glitnir var eftir kaupin eigandi 54,95 pró- sent alls hlutafjár í Kreditkort- um hf. Eftir skoðun komst Sam- keppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að við kaupin hafi ekki myndast markaðsráðandi staða á skilgreindum mörkuðum eða að slík staða styrkist. - hhs Glitnir mátti kaupa Eimskip á nú sjötíu prósenta hlut í skipafélaginu Kurisu Linija, eftir að gengið var frá kaupum tuttugu prósenta hlutar til viðbótar við þau fimmtíu prósent sem Eimskip átti fyrir. Heildarkaupverð sjötíu pró- senta hlutar í fyrirtækinu er um 460 milljarðar íslenskra króna. Eimskip tryggði sér einnig kauprétt á þrjátíu prósenta hlut til viðbótar eftir fjögur ár og yrði Kursiu Linija þá alfarið í eigu félagsins. Eimskip fjármagnar kaupin með eigin fé. - jsk Eykur hlut sinn í Kursua Linija Ný og gömul andlit Það er kunnara en frá þarf að segja að í heimi stórfyrirtækja eru menn áfjáðir í að finna ný andlit á hlutina. Mogginn tók ómakið af Björgólfi Thor í gær og tók andlit hans og setti á Kolkrabbann í fyrirsögn. Þetta var ekki Moggaleg framsetning og spurning sem velt var upp manna á meðal hvort þarna væri komið nýtt andlit Morgunblaðsins. Meðal þess sem menn veltu fyrir sér var hvort Morgunblaðið hefði fyrr þorað að nota hugtakið Kolkrabbinn eða fengist til að viðurkenna tilvist hans. Orðin voru hins vegar höfð eftir Víglundi Þorsteinssyni, sem er eins og ritstjóri Moggans fjarri því að vera nýtt andlit þegar hnútuköst í athafnamenn nýrrar kynslóðar eru annars vegar. Fjörugur fundur Annars eru menn frekar kátir með að fá einn líflegan hluthafafund svona á miðju laxveiðitímabili til þess að hafa eitthvað að tala um á daufum mark- aði. Kjör Hannesar Smárasonar sem varamanns kom mörgum á óvart og er það haft til merkis um þíðu í samskiptum Jóns Ásgeirs og Björgólfs Thors. Það sé fátt sem þjappi mönnum betur saman en sameiginlegur óvinur. Þannig hafi andstaða Víglund- ar, sem hefur eldað grátt silfur við Jón Ásgeir nokkr- um sinnum, orðið til þess að Björgólfur Thor og Jón lögðu erjur til hliðar, í bili að minnsta kosti, hvað sem síðar mun gerast. Menn eru almennt á því að stjórnin muni ekki geta litið svona út til lengdar, þar vanti þungavikt sem ekki sé í beinum tengslum við stærstu hluthafa. Þetta sé ekki síður mikilvægt ef horft sé til sóknar á erlendum markaði þar sem ekki er vel séð að stjórnir almenningshluthafa hafi ekki innanborðs þungavigt sem ekki tengist stærstu hluthöfum. Peningaskápurinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.