Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.07.2006, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 21.07.2006, Qupperneq 54
 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR38 Í síðustu viku var ég með meiningar um hvernig það er eða getur verið að deita eldri menn. Í framhaldinu fór ég að spá í það hvernig það er að vera með yngri manni. Ég verð því miður að viðurkenna að ég hef ekki enn orðið þeirrar ánægju aðnjótandi. Ég get nefnilega vel ímyndað mér að það sé nokkuð spennandi. Þegar ég fór að velta þessu fyrir mér komu nokkur álitaefni mér í huga sem er reyndar örugglega erfitt að alhæfa um en að sjálfsögðu fór ég á stúfana og spurðist fyrir. Það sem kom fyrst upp í huga mér var: hrikalega hress gæi, algerlega með á nótunum og fitt á öllum sviðum! Hljómar vel, eiginlega bara of vel til að vera satt. Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér fyndist afar spennandi að eiga svona mann. Hann myndi kannski vekja mig á sunnudagsmorgni, búinn að skúra slotið, hrista saman í einn bústdrykk og henda í vél. Vá hvað þetta er eitthvað súrrealísk hugmynd en svona er þetta víst að verða með árunum. Kalla það nú breytingu til hins betra! Þá fór ég reyndar að velta einu öðru fyrir mér sem gæti fylgt ungu mönnunum af nýja skólanum. Ég hef allavega séð þó nokkur dæmi þess að ungir menn búi heima hjá sér langt um aldur fram, séu kjassaðir, verndaðir og illa dekraðir af foreldrum sínum. Ég get ekki annað en spurt mig: þegar þeir flytja loks að heiman, þurfum við þá að taka við umönnuninni eða breytast þeir í sjálfstæð karlmenni á einu augabragði? Mér finnst óstjórnlega ósexý þegar menn eru ósjálfbjarga og geta ekki gert nokkurn skapaðan hlut án leiðbeiningar frá mömmu eða kærustunni. Kannski er það uppeldið á mér en ég gæti bara ekki hugsað mér að eiga mömmustrák, eða öllu heldur mömmumann. Maður myndi sennilegast enda með því að brytja kvöldmatinn ofan í þá, tannbursta þá á kvöldin og smyrja nestið á morgnana. Það verður þó að segjast í þessu samhengi að umræddir menn hafa oft betri innsýn í tilfinningar kvenna og eru jafnvel tillits- samari og skilningsríkari en þeir af gömlu týpunni. Það fer þó stundum út í öfgar, verður einfaldlega klisjukennt og óþolandi væmið og hættir að virka sem skyldi. Línan þarna á milli er þó rosalega fín, frá hinum fullkomna unga fola öðru megin yfir í gubbuvæmna mömmustrák- inn hinum megin. Svo er eins gott að hann sé ekki eini maðurinn í vinahópnum sem er fullorðinn. Það skiptir nefnilega heilmiklu að vinirnir séu líka þannig að maður geti hugsað sér að umgangast þá mikið án þess að fá reglulega bjánabólur og kjánahroll. En eins og ég sagði er þetta þó ekki eitthvað sem hægt er að alhæfa um. Ég er handviss um að flestir ungir menn í dag eru vel upp aldir, sjálfstæðir og algerlega sjálfbjarga. Þó held ég að best sé að vera örugg með að maðurinn sé ekki langt á eftir í andlegum þroska svo maður endi ekki í hinum eilífa „mömmó“! REYKJAVÍKURNÆTUR: HARPA ER FRÓÐLEIKSÞYRST EN LANGAR EKKI Í MÖMMÓ Hvolpar eða karlmenni? Breska blaðið The National Enquirer hefur beðið Britney Spears afsökunar á því að hafa birt frétt þess efnis að stjarnan væri að skilja við eiginmann sinn Kevin Federline. „Andstætt því sem greinar okkar hafa gefið til kynna gerum við okkur nú grein fyrir því að hjónaband þeirra er ekki búið og þau eru ekki að skilja,“ sagði í yfirlýsingu frá blaðinu. „Þessar fullyrðingar eru ósannar og við höfum nú viður- kennt þá skoðun Britney að engar stoðir séu fyrir þeim.“ Afsökunarbeiðni af þessu tagi þykir mjög sjaldgæf og athygli vekur að hún kemur fram í bresku útgáfu blaðsins, á meðan banda- rísk blöð, sem einnig birtu skiln- aðarfréttir af Britney, hafa ekki dregið neitt til baka. Það er vegna þess að sönnunarbyrðin liggur hjá blaðinu í Bretlandi en í Bandaríkj- unum er það hlutverk fólksins sem um er rætt að afsanna fréttir. Spears neitar því statt og stöðugt að hjónin séu að skilja og segir að Kevin hafi hjálpað sér mikið þegar hún varð ólétt í annað sinn. Britney fær afsökunarbeiðni BRITNEY SPEARS Britney á von á öðru barni sínu með Kevin Federline, en sögusagnir um að þau séu að skilja eru rangar. Fyrir utan útibú Landsbankans í Austurstræti var hópur af rúss- neskum sjóliðum frá skólaskipinu Sedov. Þeir voru hressir og kátir í veðurblíðunni að skipta peningum í bankanum en þeir halda af landi brott í dag. Aðspurðir sögðust þeir ætla að spóka sig í miðbænum í veð- urblíðunni og sögðust ætla að fara að spila fótbolta seinnipartinn. Einnig tóku sjóliðarnir það sérstak- lega fram að aðallega væru þeir að horfa á allar sætu stelpurnar sem þeir sögðu fylla götur borgarinnar. Horfðu á sætu stelpurnar HEITT MEÐ HÚFUNA Sumir voru komnir úr einkennisjökkunum og búnir að taka af sér húfuna enda var steikjandi hiti í sólinni í gær. HRESSIR Sjóliðarnir voru hressir fyrir utan Landsbankann enda heppnir að lenda í besta veðri sumarsins hingað til. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA …OG MARGIR FLEIRI REGÍNA ÓSK HELGI RAFN MARGRÉT EIRBOGOMIL FONT GRÉTA & HÓLMFRÍÐUR EIVÖR PÁLSDÓTTIR LEONE OG ELLERT Um hádegisbilið í gær brosti sólin sínu blíðasta í Reykjavík og af því tilefni notuðu margir tækifærið og snæddu hádegismatinn úti fyrir. Miðborginn var troðfull af fólki sem reif sig úr fötunum og naut sólargeislana enda hefur mörgum þótt nóg um veðurfarið að undan- förnu í höfuðborginni. Hádegi í miðborginni BESTU VINKONUR „Við smyrjum okkur aldrei nesti í vinnuna, kaupum okkur bara eitthvað ef við eigum pening en annars borðum við bara ekki neitt,“ sögðu þær Marsibil Perla Dagbjartsdóttir og Nanna Rúnarsdóttir þegar þær átu pizzuna sína. SÆTAR SYSTUR „Við erum á leið til Tenerife í næstu viku,“ sögðu systurnar Hlín og Dóra Erla Þórhallsdætur um leið og þær nutu veðurblíðunnar á Austurvelli. Dóra Erla var á leið í vinnu á Te og kaffi en Hlín, sem er þrettán ára, hefur bara verið að leika sér í sumar. Í KAUPSTAÐARFERÐ Jónmundur Guð- mundsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, renndi til Reykjavíkur til að hitta vin sinn Pétur Árna Jónsson í hádeginu. „Það er nauðsynlegt að koma og sjá hvað er að gerast í kaupstaðnum,“ segir Jónmundur, sem átti von á fleiri félögum. Þess má geta að í Gróttu er nú rekið kaffihús í tengslum við sýninguna Eiland. MÆÐGUR AÐ MATAST „Við erum í sumarfríi og ákváðum að fá okkur að borða saman í sólinni,“ segir Eva Rut Ingimarsdóttir, sem sat á Café París ásamt móður sinni Ernu Guðjónsdóttir sem kom frá Keflavík til þess að hitta dóttur sína. FIM OG FJÖRUG Lee frá Suður-Afríku og Belen frá Ekvador notuðu hádegið til fimleikaæf- inga á Austurvelli. Þau eru bæði ferðamenn hér á landi en margir kannast við Lee sem trúðinn fjöruga sem sýnir yfirleitt listir sínar á Lækjartorgi þegar veður er gott. Hann sagðist nú samt ekki hafa mikið upp úr þeirri vinnu en margir splæstu á hann glasi þegar þeir sæju hann á barnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA STERKIR STRÁKAR Þessir flottu strákar eru að vinna hjá fyrirtækinu Rafholti sem er meðal annars að vinna við Casanova- byggingu Menntaskólans í Reykjavík og við hótel í Þingholtsstræti. „Nú erum við bara aðeins að slaka á í sólinni. Við vorum að koma af veitingastaðnum Red Chilli en þangað förum við alltaf í hádeginu,“ sögðu strákarnir og héldu áfram að sleikja sólina við Austurvöll.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.