Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 22
 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR22 fólkið í landinu Eflaust bíður margra mikið brúðarval þegar þeir koma til Búðardals. Jón Sigurður Eyjólfsson kom reyndar og fór ógiftur en öllu sælli enda var veður bjart og hlýtt, rétt eins og viðmót Dalamanna. Sagan býr í hverjum hól í Dalabyggð og eru sveitungar velflestir meðvit- aðir um það. Auður djúpúðga nam land við Fellsströndina sem blasir við frá Búðardal, Leifur heppni fæddist í Haukadalnum og svo er Svínadalurinn eins og leiksvið þar sem menn sjá í huga sér umsátrið þegar stórhetjan Kjartan vafraði einn um dalinn og gaf svo upp önd- ina í örmum Bolla vinar síns eftir hetjulegan bardaga. Dalamenn eru farnir að nýta sér þessa fornu frægð í þágu ferðaþjón- ustunnar og nú er blómleg starf- semi á Eiríksstöðum í Haukadal þar sem er bær álíka þeim sem Eiríkur rauði bjó í, áður en hann komst í úti- stöður við Haukdælinga og varð að flýja í Breiðafjörðinn, þaðan sem hann fór svo til Grænlands. En ekki lifa Dalamenn af sögunni einni saman. Í Búðardal er mjólkur- samlag sem er stærsti vinnustaður- inn í sveitarfélaginu. Þar eru veg- legustu ostar landsins búnir til. Útgerð í Búðardal Þótt flestir hafi farið í gegnum Búðardal vita mun færri að í þorpinu er lítil höfn. „Eitt það fyrsta sem ég barðist fyrir þegar ég kom hingað sem aðstoðarmað- ur sveitarstjóra fyrir níu árum var að gera hér höfn og hafnar- mynni,“ segir Gunnólfur Lárus- son sveitarstjóri. „Ég sé mörg tækifæri hérna við Hvamms- fjörðinn,“ segir hann svo hugsi og horfir út á fjörðinn og líklega horfir hugur hans til bernsku- slóða í Vestmannaeyjum. „Hér er tilvalið að vera með seglskútur, kajaka og sjóstangveiði,“ segir hann líkt og annars hugar. Þá kemur hann auga á Óskar Pál Hilmarsson, sem er að gera að grásleppu og þorski á bryggjunni. „Segðu svo að það sé ekki útgerð í Búðardal,“ segir hann og er rok- inn í slorið. Óskar Páll hafði farið með útgerðarmönnum frá Skarðs- strönd í lítinn túr og var hann settur í land við höfnina í Búðar- dal með hlutinn sinn, svo ekki er um mikla útgerð að ræða. En Eyjapeyinn var kátur að sjá afla koma á land í sveit sinni. Ef til vill á hann eftir að gera Búðardal að sjávarþorpi. Guðrún Ósvífursdóttir í pylsuvagninum Við höfnina er gamla kaupfélags- húsið en þar er verið að vinna að því að opna Leifssafn. „Við erum bara búnir að taka yfir alla fjölskyldu- meðlimina og gera þá að Dalamönn- um,“ segir sveitarstjórinn, en á Eiríksstöðum er kirfilega gætt að því að ferðamenn láti ekki framhjá sér fara að Leifur heppni hafi fæðst í Haukadal, hvað sem tautar og raul- ar. Við aðalgötu bæjarins, þar sem ferðamenn keyra í gegnum bæinn, stendur svo myndarlegur pylsu- vagn. „Þetta er einn elsti pylsuvagn- inn á landinu,“ segir Heiða Berg Þorvaldsdóttir meðan hún gerir eina með öllu af mikilli fagmennsku. „Hann var lengi fyrir utan Laugar- dalslaugina í Reykjavík en hann hefur verið hérna í Búðardal í rúman mánuð.“ Á glugga vagnsins eru pylsumetin tíunduð og má þar sjá að ókunnur maður hafi sett met fyrir nokkru og borðað átta pylsur. Skömmu síðar kom svo heimamaðurinn Stefán og sló metið með því að sporðrenna níu pylsum. Heiða Berg segir jafnaldra sína meðvitaða um sögu sveitar sinnar. „Það er líka mikið gert úr þessu í skólanum. Til dæmis var sett upp Laxdæluleikrit í fyrra.“ Svo roðnar hún pínulítið áður en hún kemur með játninguna, „og reyndar lék ég Guðrúnu.“ www.bluelagoon.is Afl STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR Það er bjart í skugga forfeðranna Það var mikið um að vera í Hárhúsi Hönnu þegar blaðamann bar að en þá var einnig vínbúðin opin sem er í sama húsi en rennihurð skilur að. Það var stöðugur straumur í vínbúðina hjá Sæmundi Jóhannssyni sem þar afgreiðir en hann er eigin- maður Jóhönnu Bjarneyjar Einarsdóttur eða Hönnu. Mesta fjörið var hjá henni enda var Hjalti Þórðarson frá Hróðnýjarstöðum þar á spjalli. „Hvenær getur þú tekið hárið af karlinum, Hanna?“ spyr Hjalti. „Það er verst að hún leyfir mér aldrei að borga fyrir þetta eftir að ég hafði tvo hesta í fæði fyrir hana,“ útskýrir Hjalti svo fyrir blaðamanni. „Komdu bara á morgun því þá koma þær Melkorka og Ásgerður með harmonikkurnar,“ segir Hanna og Hjalta líst vel á það enda léttur og hress þrátt fyrir háan aldur. Það er orðið fastur liður að þær stöllur spili á harmon- ikku í Hárhúsinu og er þá yfirleitt kátt á hjalla. En þótt erindi Hjalta sé lokið situr hann og segir sögu úr sveitinni meðan hann sýpur á kaffi. „Ég hafði aldrei séð fullan mann þegar ég flutti hingað í Dalina úr Grýtubakkahverfi sextán ára gamall. En þá sá ég þá líka liggja fulla hver um annan þveran á Nesvöllum,“ segir hann og hlær en bætir svo einni vísu við. „Manstu ekki manni minn, mikið ertu gleyminn. Fyrir kæruleysi og klaufaskap kominn ertu í heiminn.“ Spurður hvernig standi á því að Dalamenn eldist svo vel segir Hjalti: „Ætli það sé ekki sérríið eða rauðvínið. Þetta er ósköp hollt.“ Hann ætlaði þó ekki að versla hjá Sæmundi að þessu sinni. „Ég er að mála þakið hjá mér, ég gæti bara dottið niður ef ég er eitthvað að staupa mig,“ segir hann og hlær. ATVINNUREKANDINN: HÁRHÚS HÖNNU Alltaf fjör þegar Hjalti kemur Íbúafjöldi í desember 2005: 258 Íbúafjöldi í desember 2003: 246 Sveitarfélag: Dalabyggð Sveitarstjóri: Gunnólfur Lárusson Íbúafjöldi í Dalabyggð: 638 Helstu atvinnufyrirtæki: MS Búðardal, Dalakjör, Veitinga- og gistiheimilið Bjarg Skólar: Grunnskólinn í Búðardal, Leikskólinn Vinabær, Tónlistarskóli Dalasýslu Vegalengd frá Reykjavík: 153 km Búðardalur Hjalti Þórðarson í heimsókn í Hárhúsi Hönnu. ÚR LAXDÆLU Í PYLSUVAGNINN Heiða Berg Þorvaldsdóttir lék Guðrúnu Ósvífursdóttur í leikriti skólans svo eflaust beitir hún kvenlegum klækjum til að fá menn til að pulsa sig upp. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.