Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 16
 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Skipt um andlit „Þetta er greinilega hið nýja andlit kolkrabbans.“ VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON, STJÓRNARFORMAÐUR LÍFEYRIS- SJÓÐS VERSLUNARMANNA, ER HARÐORÐUR Í GARÐ STJÓRNENDA STRAUMS-BURÐARÁSS. MORGUN- BLAÐIÐ, 20. JÚLÍ. Gangan hafin „Þetta eru fyrstu sporin á langri göngu.“ ÓLAFUR ÓLAFSSON, FORMAÐUR LANDSSAMBANDS ELDRI BORGARA, ER ÁNÆGÐUR MEÐ SAMKOMULAG MILLI RÍKISINS OG ELDRI BORGARA. FRÉTTABLAÐIÐ, 20. JÚLÍ. „Ég er í sumarfríi núna, sem er stóra málið fyrir mér,“ segir Árni Svanur Daníelsson, vefstjóri Biskupsstofu. Hann er nýkominn í frí og ánægður með að hafa valið réttan tíma sumarsins til þess og að hafa náð sólardög- um. „Íslenska sumarið er alveg undursamlegt þegar það loksins kemur og ég nýt þess mjög,“ segir Árni og bætir við að í vikunni hafi hann gengið á Esjuna. Árni segir að það stóra sem sé af honum að frétta sé þó að hann eigi von á barni. Hann sé eins og hefðbundinn karlmaður sem geti einungis einbeitt sér að einu á hverjum tíma og undirbúningurinn fyrir komu næsta erfingja eigi hug hans allan. „Stúlkan kemur eftir tvær vikur og núna er ég á fullu við að undirbúa heim- ilið. Svo hugsa ég um taubleyjur gegn einnota bleyjum og ættar- vögguna sem þarf að koma í gott stand. Rykið þarf að taka úr öllum hornum, þvo lítil föt og strauja þau.“ Árni á fyrir eina fjögurra ára stúlku og segir að þegar hún kom í heiminn hafi hann uppgötvað mikilvægi þess að öll ungbarnaföt séu vel straujuð. „Þegar fyrsta barnið kom var hún svo mjúk og lítil að maður gat ekki hugsað sér að setja hana í hörð föt.“ Þess vegna sér Árni til þess að öll litlu fötin verði almennilega straujuð þegar barnið kemur í heiminn. Að sögn Árna er hann heppinn að vinna við nokkuð sem hægt sé að skilja sig frá og njóta þess að einbeita sér að öðru í fríunum. Á Biskupsstofu hefur fólk þó í nógu að snúast enda heldur hún upp á afmæli beggja biskups- stólanna í ár. „Um helgina er Skálholtshátíð þar sem við erum að halda upp á afmæli Skál- holtsstaðar. Stærsta verkefnið sem snýr að mér í kringum það var opnun nýs vefs í tengslum við afmælið á nýju vefsvæði, Skálholt.is,“ segir Árni Svanur Daníelsson. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÁRNI SVANUR DANÍELSSON VEFSTJÓRI BISKUPSSTOFU Undirbýr komu næsta erfingja Um helgina var skógræktarsvæði í Tröð á Hellissandi opnað undir merkjum „opins skógar“ skóg- ræktarfélaganna. Tröð er áttundi opni skógurinn á landinu en stefnt er að því að opna um þrjátíu slík svæði um landið allt. „Markmiðið með verkefninu er að skógurinn sé í alfaraleið svo fólk getið áð og notið smá kyrrðar frá erli umferð- arinnar,“ segir Brynjólfur Jóns- son, framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Íslands. „Á þeim stöðum er þokkalegt göngustígakerfi, aðkoman er vel merkt og kort af svæðunum með örnefnum. Inni í skóginum eru trjáteg- undirnar merktar og þar að finna borð og bekki,“ segir Brynjólfur. Valin eru svæði sem eru búin að vera lengi í ræktun og skógur kominn vel áleiðis. „Helst er skógurinn orðinn um fjörutíu til fimmtíu ára gamall sem myndar gott skjól.“ Skjólið kom sér líka vel um helgina þegar vígslan fór fram. Var rigning og rok og hafði Einar K. Guðfinnsson það á orði að vel væri við hæfi að sjávarútvegs- ráðherra sæi um vígsluna því ágjöfin væri svo mikil. Brynjólfur Jónsson segist vona að opinn skógur í Tröð verði vel heppnaður og að svæðið bjóði upp á mikla möguleika. „Á svæðinu er vaxandi ferðamennska, þjóðgarð- ur og fleira sem fer vel saman,“ segir Brynjólfur. - at Opinn skógur í Tröð á Hellissandi: Áningarstaður í alfaraleið FRÁ OPNUN OPINS SKÓGAR Í TRÖÐ Einar K. Guðfinnsson sá um vígsluna, sem þótti vel við hæfi enda stóð sjógangurinn eiginlega alla leiðina inn í skóginn. Indverski fjallgöngugarp- urinn Satyabrata Dam er nú ásamt tíu löndum sínum á Grænlandsjökli þar sem Leifur Örn Svavarsson og Friðjón Þorleifsson frá Íslenskum fjallaleiðsögu- mönnum sýna þeim hættur jökulsins. Sennilega hafa fáir farið jafn lágt og hátt og Dam, sem einnig er kafbáta- sjóliði. „Hvar sem er fjall, þar hef ég verið,“ sagði Satyabrata Dam þegar blaðamaður hitti þremenningana fyrir helgi áður en þeir lögðu af stað til Grænlands. „Nú stendur til að fara á suðurpólinn í desember en þar er að finna aðstæður sem við þekkjum ekki þó við höfum klifið hæstu fjöll heims. Eftir að hafa kynnt mér það vel taldi ég að best væri að undirbúa þessa ferð á Grænlandsjökli og engir væru betri til að kynna okkur aðstæður þar en Íslendingar og þar koma þeir Leifur Örn og Friðjón til skjal- anna.“ Hópurinn hélt til Kulusuk í júlí- byrjun og þaðan að jökuljaðrinum. Síðan var haldið á jökul með vistir, tjöld og annan búnað sem hópurinn mun gera sér að góðu þann mánuð sem þeir munu dvelja þar í þúsund til fimmtán hundruð metra hæð. „Við erum stundum spurðir að því hvort einhver hætta sé á að ísbjörn verði á vegi okkar,“ sagði Leifur Örn. „Það hefur reyndar gerst að ísbirnir hafi elt hópa upp á jökulinn en annars er það afar ólíklegt að hann fari svo langt frá sjónum.“ Allir fjallgöngumennirnir í ind- verska hópnum eru sjóliðar. „Ég er kafbátasjóliði en þegar ég er í fríi er ég hátt uppi,“ sagði Dam. Hann hefur klifið Everest-fjall, sem er í 8.848 metrar á hæð, og svo farið á meira en þúsund metra dýpi í kaf- bátnum svo sennilegast hafa fáir menn í heiminum farið jafn víða um lóðrétta ásinn. Ekki stóðust garparnir mátið þegar þeir dvöldu um nokkurra daga skeið hér á landi að glíma við Hvannadalshnjúk en urðu þó að snúa við þar sem veðrið var með versta móti. „Ég kann afar vel við mig á Íslandi,“ sagði Dam. „Fólkið er mjög viðmótsþýtt og náttúrufeg- urðin mikil. Mér hefur þó verið sagt að ég ætti að koma að vetri til að sjá norðurljósin og hver veit nema ég láti verða að því.“ Íslensku fjallaleiðsögumennirn- ir segjast munu reyna að finna hentuga jökulsprungu þar sem þeir geti sýnt Indverjunum hvernig eigi að bera sig að. „Við erum sennilega einu ferðamennirnir sem leita jökulsprungurnar uppi en venju- lega forðast menn þær,“ sagði Leifur Örn og hló við. Þremenningarnir voru mjög spenntir fyrir ferðinni en þó var Friðjón ekki alveg sáttur við tíma- setninguna þar sem hann missti af seinni hlutanum af heimsmeistara- keppninni í Þýskalandi. „Ég verð svo sem ekki lengi að gleyma keppninni þegar ég er kominn á jökulinn. Þar hefur maður um annað að hugsa en hverjir séu í úrslitum á HM,“ sagði hann. jse@frettabladid.is Sjóliði á hæsta tindi FRIÐJÓN ÞORLEIFSSON, SATYABRATA DAM OG LEIFUR ÖRN SVAVARSSON Þremenningarnir voru hressir og til í slaginn fyrir jökuldvölina. Nú eru þeir á Grænlandsjökli í yfir þúsund metra hæð að glíma við jökulsprungur og aðrar hættur sem finnast á jöklinum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR „Það er afleitt að þetta skuli geta gerst,“ segir Margrét Gunnarsdóttir, ritstjóri síðunnar ferdalangur.net. „En í þessu sem öðru hefur tæknin stundum sínar dökku hliðar og ég held að margir tölvunot- endur hér á landi séu bæði illa varðir og sömuleiðis auðveld bráð fyrir alls kyns gabb og vesen. Ég held að það bráðvanti stutt, ódýr eða ókeypis námskeið sem almenningur getur sótt um þessi mál. Mér dettur til dæmis í hug að almenningsbókasöfn, starfsmannafélög stórra stofnana og fleiri geti lagt þessu máli lið með námskeiðum fyrir sitt fólk sem byggjast á umgengnis- venjum við netið og því sem helst beri að varast.“ SJÓNARHÓLL HEIMABANKASTULDUR Fræðsluna bráðvantar MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.