Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 50
 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR34 menning@frettabladid.is ! 21. júlí – fös kl. 20 – Uppselt 27. júlí – fi m kl. 20 – laus sæti 28. júlí – fös kl. 20 – laus sæti 17. ágúst – fi m kl. 20 – laus sæti 18. ágúst – fös kl. 20 – laus sæti Á Seyðisfirði 17. – 23. júlí 2006 Laugardaginn 22. júlí frá kl. 13:00 Uppskeruhátíð, Hljómsveitirnar: Fræ, Sometime, Ampop, Biggi Orchestra, Jeff Who?, Ghostigital, Miri, The Foreign Monkeys, Tony The Pony, Benny Cresbo's Gang, og ball með Todmobile. Sjá www.lunga.is Föstudag 21. júlí kl. 20 uppselt Laugardag 22. júlí kl. 20 uppselt Sunnudag 23. júlí kl. 15 aukasýning Sunnudag 23. júlí kl. 20 uppselt Föstudag 28. júlí kl. 20 örfá sæti laus Laugardag 29. júlí kl. 20 örfá sæti laus Sunnudag 30 júlí kl 15 aukasýning Sunnudag 30. júlí kl. 20 nokkur sæti laus Föstudagur 4. ágúst kl. 20 Laugardagur 5. ágúst kl 20 Sunnudagur 6. ágúst kl. 15 Sunnudag 6. ágúst kl. 20 Laugardagur 19. ágúst kl 20 Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði kr. 4300 - 4800.- Kl. 15.00 Sýning á ljósmyndum Ragnars Axelssonar verður opnuð í Vest- mannaeyjum. Myndunum hefur verið komið fyrir utan á salthúsi Ísfélags Vestmannaeyja við Kirkjuveg og Strandveg. > Ekki missa af... Götuleikhúsi Hins hússins í Hljómskálagarðinum. Leikverkið Ævintýri í Dimmadal er sýnt kl. 11, 13 og 14.30. Leikstjóri er Ólafur Steinn Ingunnarson. miðaldamarkaði á Gásum í Eyjafirði. Fornt handverk og fyrirtaks stemning þar sem fræðast má um lifnaðarhætti forfeðranna. opnun á sýningu Hreins Frið- finnssonar í galleríi Suðsuð- vestur í Reykjanesbæ á morgun. Lárus Sigurðsson sýnir hljóðfæri sem hann hefur hannað og smíðað á undan- förum árum. Jarðhörpurnar hans eru til sýnis á Sólheim- um í Grímsnesi. Hljóðfærin sem Lárus býr til og nefnir jarðhörpur eru ekki venju- legar hörpur. „Orðið lýsir í raun aðeins einni gerð hljóðfæris sem ég hanna, sem eru þessar svoköll- uðu jarðhörpur en þær eru unnar úr trjágreinum og trjábolum. Þær eru af öllum stærðum og gerðum en stærsta harpan er um þrír metrar að hæð. Ég nota orðið hug- takið jarðhörpur engu að síður yfir öll hljóðfærin mín þó ekki sé alltaf um hörpur að ræða.“ Hann segir hugmyndina að gerð jarðharpanna hafa kviknað þegar hann var í námi í hljóðfæra- gerð í Bretlandi. „Sjálfur spilaði ég mikið á hljóðfæri þegar ég var við nám í Emerson og þar hóf ég tilraunamennsku við hljóðfæra- leik. Við þetta fikt var mjög algengt að maður hitti á ýmsa tóna sem að öllu jöfnu heyrast ekki í venjulegum hljóðfærum. Ég heill- aðist af áður ókunnum hljómum og því lá beinast við að hefjast handa við að hanna eigin hljóðfæri sem framkölluðu nýja tóna,“ útskýrir Lárus. Í náminu útbjó Lárus hljóðfæri sem er gítar og harpa í senn, og er það að hans sögn eitt af tilrauna- börnunum sem fæddust á námsár- unum. „Ég fluttist strax á Sól- heima þegar ég kom að utan og hef nú dvalið hér í ein sjö ár. Í dag hef ég enga tölu á því hversu mörg hljóðfæri ég hef smíðað en þetta er í annað sinn sem ég held sýn- ingu á verkum mínum hér á Sól- heimum.“ Flest hljóðfærin á staðnum eru til sölu og að sögn Lárusar eru þau nánast öll seld. „Um daginn kom hingað fiðluleikari sem er í Sin- fóníuhljómsveit Íslands og keypti hljóðfæri. Annars hefur ekki farið sérstaklega mikið fyrir því að fólk sem hefur hljóðfæraleik að atvinnu kaupi hljóðfærin. Hins vegar kemur hingað alls konar fólk sem hefur gaman af framandi hljóðfærum og tilraunamennsku í tónlist. Enn fremur kemur það fyrir að fólk kaupi hljóðfæri í þeim tilgangi að nota það sem skraut eða líti á það sem skúlptúr sem hefur fagurfræðilegt gildi. Þetta á sérstaklega við um jarð- hörpurnar.“ Lárus leikur sjálfur mikið á jarðhörpurnar en árið 2001 kom út plata sem heitir Jarð- hörpusálmar en hún innihélt frum- samin lög sem hann lék á nokkrar tegundir harpna. Hvað framhald á hörpuleik og smíði hljóðfæra snertir segir Lárus framtíðina óráðna. „Það kom mér nokkuð á óvart hvað sýning- unni var vel tekið og hversu marg- ir hafa barið hana augum. Fólk sýndi þessu gríðarlegan áhuga og ég tel líklegt að þessar góðu við- tökur opni ákveðinn tækifæris- glugga fyrir mig. Það er því líklegt að ég haldi áfram á sömu braut.“ Lárus bjó einnig til tvö útilista- verk og er annað þeirra gagnvirkt hljóðfæri eða sérstök tegund af vindhörpu. „Harpan er öll unnin úr tré og ekki um neina strengi að ræða. Hljóðfærið virkar þannig að fólk gengur í gegnum það eins og gengið er gegnum musteri. Um risastóra grind er að ræða og á grindinni er fjöldinn allur af timbri sem hangir neðan úr henni. Eins konar dyr eru á grindinni og stígur sem liggur í gegn en þegar komið er að hljóðfærinu þarf að ýta timbrinu frá til að komast í gegn. Við það slæst timbrið saman og myndar skemmtilega tóna. Það má að segja að þetta sé eins konar helgiathöfn. Einnig er hægt að doka við verkið og hlusta á vind- inn leika um það og skapa tóna“. Hitt útiverkið er risastór jarð- harpa sem gestir og gangandi geta slegið á með berum höndunum og búið til eigin tóna. „Þýskur hand- verksmaður að nafni Gerhard König hjálpaði mér við smíðarnar á hörpunum en sú aðstoð var ómet- anleg“, segir Lárus að lokum. Sýningin verður á dagskrá á Sólheima fram yfir verslunar- mannahelgi og er aðgangur að henni ókeypis. bryndisbjarna@frettabladid.is LÁRUS SIGURÐSSON OG GERHARD KÖNIG VIÐ JARÐHÖRPURNAR „Hljóðfærið virkar þannig að fólk gengur í gegnum það eins og gengið er gegnum musteri.“ Gagnvirkar hörpur á Sólheimum Myndasögublaðið NEO-Blek fagn- aði á dögunum tíu ára útgáfuaf- mæli en Frakkinn Jan Pozok rit- stýrir blaðinu. „Ég er í fyrsta sinn í ár að ritstýra blaðinu einn en því fylgir auðvitað mikil vinna. Helstu verkefnin mín felast í söfnun aug- lýsinga í blaðið en það hefur geng- ið vonum framar enn sem komið er“, segir Jan. Auk þess að halda utan um útgáfu blaðsins tekur Jan öll viðtölin í nýjasta heftinu. „Ég tók viðtal við samlanda minn Marc Vedrines í síðasta blaði en hann kynntist landi og þjóð í gegnum íslenska kærustu. Hann vann lengst af við auglýsingagerð í París en hefur nú snúið sér að myndasögugerð. Í síðasta tölu- blaði skrifar hann sögu sem gerist á 17. öld og fjallar um munaðar- lausan dreng, Jacques, sem býr hjá frænda sínum og frænku í Frakklandi. Drengurinn hefur frá unga aldri upplifað undarlegar sýnir sem virðast eiga upptök sín á Íslandi. Þegar frændinn leggur upp í veiðiferð til Íslands laumar dregurinn sér í bátinn sem siglir með frændann til landsins. Þegar hann finnst er honum kennt um allt sem aflaga fer í bátnum. Sjó- mennirnir eru mjög hjátrúarfullir og öll atvikin virðast tengjast unga drengnum sem og töfrar og galdr- ar Íslands,“ útskýrir Jan. Í tilefni af tíu ára afmæli blaðs- ins komu út tvö hefti, annað í lit og hitt í svart-hvítu. „Blaðið hét áður Hasar-Blek en nafnbótin NEO- Blek undirstrikar að nýtt og spennandi blað er á ferðinni.“ Jan Pozok hefur í hyggju að halda útgáfu blaðsins áfram og segist bjartsýnn á áframhaldandi gott gengi. - brb NÝTT HEFTI AF NEO-BLEKI Blaðið fagnar tíu ára afmæli og kemur út bæði út í lit og svart-hvítu. 10 ára afmæli NEO-Bleks Myndlistarmennirnir Árni Þór Árnason og Maríó Músk- at (Halldór Örn Ragnarsson) opna sýningu sína, Múni, í Gallerí Anima í dag kl. 17. Á sýningunni, sem er þeirra fyrsta „einkasýning“, verða málverk sem þeir hafa unnið saman að frá sumrinu 2005. Viðfangsefni þessarar óvenju- legu samsýningar er hvernig nálgun málverksins í heild kemur út frá tveimur ólíkum einstaklingum. Báðir hafa þeir unnið mikið með málverkið undanfarin ár en þó að mestu með mismunandi tækni og hvor í sínu lagi. Þeir stunda báðir BA-nám í myndlist við Listaháskóla Íslands sem þeir munu ljúka næsta vor. Einnig hafa þeir verið tengdir tónlistarflóru landans undanfarið, Maríó Múskat sem bassa- leikari hljómsveitar- innar Kimono og Árni Þór sem meðlimur hljómsveitanna Mug og Rokref. Gallerí Anima er í Ingólfsstræti 8 en sýning þeirra félaga verður opin fimmtudaga til laugardaga og stendur til 12. ágúst. MARÍÓ MÚSKAT OG ÁRNI ÞÓR ÁRNASON MYNDLISTARMENN Nálgast málverkið á ólíkan hátt. Múni í Gallerí Anima 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 1 dálkur 9.9.2005 15:20 Page 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.