Fréttablaðið - 21.07.2006, Síða 55

Fréttablaðið - 21.07.2006, Síða 55
FÖSTUDAGUR 21. júlí 2006 Á laugardagskvöld verður haldin mikil tónlistarveisla á Seyðis- firði. Tónlistarveislan er liður í Lunga, listahátíð ungs fólks sem staðið hefur yfir alla vikuna á Seyðisfirði. Hljómsveitirnar sem spila eru meðal annars Fræ, Ampop, Ghostigital, Biggi Orchestra, Jeff Who, Sometime, Benny Crespo´s Gang, Miri, The Foreign Monkeys sem unnu músíktilraunir Hins hússins og Tony the Pony. Mikið líf hefur verið alla vikuna á listahátíðinni en þáttakendur hafa getað skráð sig í hinar ýmsu listasmiðjur eins og fatahönnunarsmiðju, leiklist- arsmiðju, gospelsmiðju og sirk- ussmiðju. Nánari upplýsingar um tónleikana má fá á www.lunga.is Menningarveisla á Seyðisfirði GLATT Á HJALLA Lunga er stærsti menning- arviðburður á Austurlandi fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára en hátíðin er nú haldin í sjöunda sinn. TÍSKUÞRAUTIR Ríkey Kristjánsdóttir stýrði fatahönnunarsmiðju og komust færri nemendur þar að en vildu. FRÉTTABLAÐIÐ/ELMA GUÐMUNDSDÓTTIR TÓNLISTARMENN FRAMTÍÐARINNAR Það er hægt að spila á ýmislegt, jafnvel gaskúta og annað tilfallandi eins og þáttakendur Lunga fengu að kynnast. Um helgina mun bærinn svo fyllast af tónlistarmönnum sem taka munu þátt í mikilli tónlistarveislu á laugardags- kvöld. GOSPEL OG BOLIR Gospelsöngkonan Pat Randolph bauð upp á gospelsmiðju á listahátíðinni en kom þó að fleiru en tónlistinni eins og sjá má á þessari mynd þar sem hún er að merkja boli.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.