Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 6
6 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR SKRIFSTOFUVÖRUR ODDI SKRIFSTOFUVÖRUR ER UMBOÐS- OG ÞJÓNUSTUAÐILI Á ÍSLANDI Borgartúni 29 • Sími 515 5170 • Opið virka daga kl. 8 - 18 • laugardaga kl. 11 - 16 Höfðabakka 3 • Sími 515 5105 • Opið virka daga kl. 8 - 18 • Pantanasími 515 5100 H Ö N N U N O D D I V O B 4 1 6 3 FASTEIGNIR Sífellt fleiri bygginga- verktakar halda að sér höndum og fækka framkvæmdum vegna breytinga á íbúðamarkaði undan- farið. Sú vaxtahækkun á íbúðalán- um sem varð fyrir nokkrum vikum hefur haft áhrif á eftirspurn eftir nýjum íbúðum, að sögn verktaka. Sumir búast við lægð næsta árið og ætla að fækka framkvæmdum til að sitja ekki uppi með óseldar íbúðir. Benedikt Jósepsson, forstjóri BM verktaka, segir fjarri lagi að markaðurinn sé mettur en vaxta- stig Seðlabankans sé að valda vandræðum. „Lánastofnanir á Íslandi eru að bregðast markaðs- umhverfinu algjörlega. Þarna hanga saman léleg stjórnvöld og illa stýrður Seðlabanki.“ Hann segir rekstur fyrirtækis- ins ganga vel en minna verði um framkvæmdir næsta árið. „Við sjáum fram á lélega sölu á þessu ári, fólk stenst hreinlega ekki greiðslumat til að geta keypt sér íbúð. Það verður meiri undirbún- ingsvinna hjá okkur frekar en framkvæmdir.“ Benedikt segist ekki hafa þurft að segja upp mörgum starfsmönn- um en gerist það verði Íslendingar fyrstir til að fara. Þeir séu einfald- lega lélegra starfsfólk. „Íslend- ingar eru meiri fríamenn, þeir stunda sína vinnu síður en þeir erlendu. Í sumum tilfellum þurf- um við að grípa fram fyrir hend- urnar á útlendingunum sem vilja margir hverjir vinna allt að fjór- tán tíma á dag.“ Kristján Arinbjarnarson, fram- kvæmdastjóri framkvæmdasviðs hjá Íslenskum aðalverktökum, tekur í svipaðan streng. „Menn byggja í takt við það sem markað- urinn segir, enginn vill sitja uppi með lager af óseldum íbúðum. Það er útlit fyrir að það hægi eitthvað á þessu á næstunni en við höfum ekki lent í að íbúðir seljist ekki. Við höfum nóg að gera,“ segir hann. Eyþór Eiríksson, framkvæmda- stjóri hjá Kjarna byggingafélagi, er ekki sammála því að markaður- inn sé að hægja á sér. „Við höldum okkar striki, þetta er bara ein af þessum bólum sem eru kjaftaðar upp og hjaðna svo aftur. Það er allt á fullu hjá okkur. Júní, júlí og ágúst eru alltaf rólegustu tímarn- ir, þetta fer allt í gang aftur eftir verslunarmannahelgi,“ segir Eyþór Eiríksson. salvar@frettabladid.is Minni eftirspurn á fasteignamarkaði Vaxtahækkanir undanfarið hafa orðið til þess að byggingaverktakar halda að sér höndum og fækka framkvæmdum. „Enginn vill sitja uppi með lager af óseldum íbúðum,“ segir framkvæmdastjóri hjá Íslenskum aðalverktökum. FRAMKVÆMDIR Í NORÐLINGAHOLTI Forstjóri BM verktaka segir aðstæðurnar á fasteignamarkaðnum vera vegna lélegra stjórnvalda og illa stýrðs Seðlabanka. Hann segir reksturinn ganga vel en minna verði um framkvæmdir næsta árið. KJARAMÁL Flugmálastjórn Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem breytingar á vaktakerfi flug- umferðarstjóra eru útskýrðar og varðar. Í tilkynningunni kemur fram að viðræður um breytingar á vakta- kerfi hafi staðið yfir milli Flugmála- stjórnar og Félags íslenskra flug- umferðarstjóra frá árinu 1999. Eftir að ljóst var að ekki næð- ist samkomulag taldi Flugmála- stjórn rétt að gera nauðsynlegar breytingar á vaktakerfinu fyrr á þessu ári. Það var gert einkum til að bæta mönnun á álagstímum og nýta betur starfskrafta stofnun- arinnar. Til breytinganna kom hinn 16. mars síðastliðinn. Hinn 6. júlí kvað Félagsdómur upp dóm í máli Félags íslenskra flugumferðarstjóra gegn íslenska ríkinu þar sem ágreiningur sner- ist meðal annars um það hvort Flugmálastjórn hefði verið heim- ilt að breyta vaktakerfinu án sam- ráðs við flugumferðarstjóra. Ríkið var sýknað af öllum kröf- um. Á dögunum sagðist Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ekki ætla að deila við dómarann í þessu máli, dómur Félagsdóms stæði. Loftur Jóhannsson, for- maður Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra, segir félagsmenn mjög ósátta með meðferð máls- ins, erfitt sé að sættast þegar annar deiluaðilinn hafi lýst því yfir að hann vilji ekki semja. - sþs Flugmálastjórn Íslands ver breytingar á vaktakerfi flugumferðarstjóra: Viðræður báru ekki ávöxt FLUGUMFERÐARSTJÓRI AÐ STÖRFUM Flug- málastjórn segir vaktabreytingarnar hafa verið gerðar eftir sjö ára árangurslausar samningaviðræður við flugumferðarstjóra. SLYS Flytja þurfti sex manns á sjúkrahús eftir mjög harðan árekstur þriggja bíla á Reykjanes- braut klukkan tíu í gærmorgun. Beita þurfti klippum til að ná einum hinna slösuðu úr bílflaki. Jepplingur með þremur innan- borðs var á leið suður Reykjanes- braut og hugðist bílstjórinn beygja til hægri inn Aðalgötu í Keflavík. Þegar jepplingurinn hægði á sér ók átján ára piltur á fólksbíl aftan á jepplinginn með þem afleiðing- um að hann kastaðist á annan fólksbíl sem kom norður Reykja- nesbraut. Í þeim bíl voru fjórir og slösuðust tveir þeirra. Einn bíllinn valt og staðnæmdist síðan uppi við ljósastaur. Alls voru átta manns í bílunum þremur, meðal annars þriggja ára gamall drengur og annar þrettán ára sem fékk skurð á enni. Tveir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík með beinbrot og annar þeirra þurfti að fara í frekari myndatökur í gær vegna höfuð- meiðsla. Allt fólkið kenndi sér meins en mæðgur sem sátu hægra megin í bílnum sem kom úr norðri sluppu best og þurftu ekki á aðhlynningu að halda. Bílarnir þrír eru allir stór- skemmdir. - sh Aftanákeyrsla átján ára pilts olli hörðum þriggja bíla árekstri á Reykjanesbraut: Sex á sjúkrahús eftir árekstur Á VETTVANGI Allir bílarnir eru illa farnir eftir áreksturinn. Einn þeirra staðnæmdist á ljósastaur. MYND/VÍKURFRÉTTIR KJÖRKASSINN Telur þú að lækkun matarskatts skili sér til neytenda? Já 52% Nei 48% SPURNING DAGSINS Í DAG Verslar þú á vefnum? Segðu skoðun þína á visir.is KJARAMÁL Fyrirtæki á Akranesi hafa fengið bréf frá lögreglunni í bænum þar sem hún áréttar lög um skyldur þeirra gagnvart erlendum starfsmönnum frá Evr- ópska efnahagssvæðinu. Jóhanna Gestsdóttir, varðstjóri lögreglunnar á Akranesi, segir að misskilnings hafi gætt meðal for- svarsmanna fyrirtækjanna eftir að frjáls flutningur vinnuafls á svæðinu var leyfður. Margir telji til dæmis að ekki þurfi dvalarleyfi eða að önnur lög um kjör en þau íslensku gildi fyrir fólkið. Lögreglunni hafi því þótt rétt að upplýsa fyrirtækin um lög og reglur. - gag Lögreglan í forvörnum: Bendir á rétt útlendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.