Fréttablaðið - 21.07.2006, Page 12

Fréttablaðið - 21.07.2006, Page 12
12 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR ��������������������������������������������������������������� ����������� ��������������������� ��������������������������� ����������������������������� ������������������ ������ �������� ���� ������������� ������ ��� ����� ������� � ��������������� ���������������������� ������� ����������� �������������� ���������������������� ������������������������� ����������������������� �������������������������� ��������������������� ������������������������ FLUGDREKASVIF YFIR LANDAMÆRIN Áætlað er að reisa mikinn vegg meðfram landamærum Indlands og Bangladess, þar sem myndin er tekin, en hann mun þó ekki hamla þessum flugdrekum. NORDICPHOTOS/AFP ÞJÓFNAÐUR Nokkuð er um að þjófar láti greipar sópa í búningsklefum íþróttahúsa. Þótt íþróttamannvirki séu oft með mann á vakt er oft mikill umgangur um þau og erfitt fyrir vaktmenn að greina svörtu sauðina úr hópnum. Á meðan á knattspyrnuleik stóð milli Fjölnis og Vals í vikunni komst þjófur í búningsklefa Fjölnisheimilisins og hafði meðal annars þrjá GSM-síma af keppendum beggja liða. Bjarki Brynjarsson í Val tapaði GSM-síma og úri sem hann fékk í fermingargjöf. Hann segir að eng- inn vörður hafi verið sjáanlegur í kringum búningsklefana í Fjölnis- heimilinu, sem sé oft reyndin þegar keppt sé þar. „Alltaf þegar við förum svona að keppa eru öll verð- mæti sett í tösku og geymd hjá þjálfaranum en það var einhver misskilningur svo ég gerði það ekki í þetta sinn,“ segir hann. Lárus Grétarsson, þjálfari liðs Fjölnis sem keppti á móti Val í vik- unni, staðfestir að tveir í liðinu hans hafi tapað símunum sínum á sama tíma og stolið var frá Bjarka. „Þetta gerist í öllum íþróttafélög- um og mjög erfitt að eiga við þessa hluti. Þessir strákar eiga náttúr- lega bara að taka dótið með sér út á völlinn þar sem við erum með tösku með okkur. Það er einföld leið til að koma í veg fyrir að stolið sé frá þeim,“ segir Lárus. Íþróttafulltrúi hjá Fjölni, Krist- inn R. Jónsson, segir að alltaf séu menn á vakt í húsunum en svona mál komi samt upp. „Það er nátt- rulega svo mikill umgangur um húsið og erfitt að átta sig á því hver er að koma á æfingar og hverjir eru að gera eitthvað annað,“ segir Kristinn. ■ Þjófur lét greipar sópa í búningsklefa á meðan á leik Fjölnis og Vals stóð: Tapaði síma og fermingarúri BJARKI BRYNJARSSON LÖGREGLA Lögreglan í Keflavík lýsir eftir vitnum að því þegar mikið af grófri möl og grjóti féll af palli stórrar grænblárrar vörubifreiðar á Reykjanesbraut um klukkan 14.30 hinn 3. júlí síðastliðinn, sem olli tjóni á fjórum bílum hið minnsta. Bíllinn var á leið austur Reykja- nesbraut rétt vestan við álverið í Straumsvík þegar efnið féll af pall- inum, meðal annars á bíl sem kom úr austri. Vitað er um þrjá aðra bíla sem urðu fyrir tjóni og að sögn lög- reglu hleypur tjónið samanlagt á hundruðum þúsunda. Þeir sem telja sig geta veitt upp- lýsingar eru beðnir að hafa sam- band við lögregluna í Keflavík. - sh Lögreglan í Keflavík: Vitna að grjót- hruni óskað KAUPMANNAHÖFN, AP Grænlending- ar hófu viðræður um olíuleit á Grænlandi við nokkur stærstu olíu- fyrirtæki heims á þriðjudag. Jørn Skov Nielsen, fram- kvæmdastjóri Auðlindastofnunar Grænlands, segist vera viss um að olía finnist á Grænlandi, en vafa- mál sé hversu mikil hún er og hvort það svari kostnaði að dæla henni upp. Erfiðar aðstæður eru á Græn- landi til olíuleitar vegna þess hve afskekkt landið er, sem og vegna veðurfars og íss. Vísindamenn hafa fundið vísbendingar um að olíu sé að finna í jörðu í Diskóflóa á vestur- strönd Grænlands, en við hann er Kangiafjörður, sem er á Heims- minjaskrá Sameinuðu þjóðanna. Haft var eftir Nielsen að gert yrði umhverfismat en talsmaður Grænfriðunga í Danmörku, Tarjei Haaland, telur það ekki duga til. Hann segir áform um að leita að olíu á jafn viðkvæmum slóðum „vitfirringu“ og hvatti fólk til að íhuga afleiðingar olíuslyss í Diskó- flóa. - kóþ Grænlendingar leita gullsins svarta: Ræða við stærstu olíufyrirtæki heims INÚÍTAR Í DISKÓFLÓA Innan skamms er búist við að markviss olíuleit hefjist í Diskó- flóa, undir stjórn erlendra fyrirtækja. SVÍÞJÓÐ, AP Fyrrverandi njósnari fyrir Sovétríkin hefur lýst því yfir að hann sé félagi í sænska Vinstri- flokkinum. Talsmaður flokksins segir þetta geta skaðað flokkinn fyrir kosningarn- ar í september, en flokkurinn hefur unnið hart að því síðasta áratuginn að losa sig við kommúnista- ímyndina. Njósnarinn, Stig Sydholt, áður þekktur sem Stig Bergling, sat í tæp tólf ár í fangelsi fyrir að leka hergögnum til Moskvu á áttunda áratugnum. Sydholt sagði njósnirnar þó hafa verið frekar pen- inganna vegna en vegna hugsjóna, en hann hefur nú í fyrsta skipti lýst yfir stuðningi við stjórnmálaflokk. - Félagi í sænska vinstriflokknum: Var njósnari fyrir Sovétríkin STIG SYDHOLT DÝRAVERND Guðmundur Björns- son, rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg, segir átak til að fækka mávum innan borgar- innar ganga vel. „Við höfum unnið í þessu undanfarin ár, en nú er þetta orðið átak og meiri vinna lögð í þetta,“ segir Guðmundur. „Fólk vill losna við mávana, en ekki sjá eða vita neitt af því þegar þeir eru skotnir.“ Mávarnir eru drepnir í eyjunum í nágrenni borg- arinnar og við ströndina, en þeir eru einnig skotnir við Tjörnina. Að sögn Guðmundar hafa verið uppi hugmyndir um að byrla máv- unum svefnlyf með því að setja brauðmola með lyfinu á eggin í hreiðrum mávanna. Mávarnir myndu þá borða svefnlyfið og auð- veldara yrði að ná til þeirra. Guð- mundur segir þetta hafa reynst vel erlendis. Sigríður Ásgeirsdóttir, formað- ur Dýraverndarsambands Íslands, segir meindýravarnir einungis hafa leyfi til að skjóta máva í eyj- unum, en ekki við Tjörnina og á öðrum stöðum í borginni. Hún segir ýmsar aðrar hugmyndir vera til staðar til að hafa stjórn á mávunum. „Við höfum rætt það við ýmsa og fáum þau viðbrögð að það sé of dýrt, en enginn spyr hvað kostar að borga þessum skotveiði- mönnum,“ segir Sigríður. „Til dæmis væri hægt að fá borgarbúa með góðu til að hætta að gefa brauð við Tjörnina á sumrin. Fólki finnst það gaman, en um leið er verið að festa mávinn í sessi. Gæs- irnar og endurnar afla fæðu með öðrum leiðum.“ Sigríður telur einnig að með veiðunum hafi mávurinn jafnvel verið flæmdur inn í borgina. Hægt væri að hafa fóðurhauga við ströndina, lokka mávana þangað með brauðgjöfum og ná þeim þar. „Auk þess hefur margt misfar- ist í fuglavarpi, ekki bara hjá mávum, heldur til dæmis kríum og lundum. Þetta er órannsakað mál,“ segir Sigríður. „Borgarbúar vilja allir sem einn að við fækkum aðeins í þess- ari plágu og það er um að gera að við séum öll samtaka í því,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, for- maður Umhverfisráðs Reykjavík- urborgar. „Við erum ekki að reyna að útrýma fuglinum, heldur bara að gefa fólki tækifæri til að njóta borgarinnar án truflunar. Það á að gera þetta þannig að borgarbúar verði ekki fyrir ónæði og öllum reglum er fylgt út í ystu æsar.“ steindor@frettabladid.is Vill rannsaka mávavandann Dýraverndarsamband Íslands segir veiðar mein- dýravarna á mávum í miðborginni vera óleyfilegar og valda ónæði. Öðrum aðferðum sé hægt að beita. Borgaryfirvöld segjast fylgja öllum settum reglum. GUÐMUNDUR BJÖRNSSON OG MÁVARNIR Rekstrarstjóri meindýravarna hjá Reykjavíkurborg segir að varlega sé farið í veiðunum til að trufla ekki borgarbúa. Fáir vilji sjá máva skotna, þó að mikill vilji sé fyrir því að það sé gert. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FRAMKVÆMDIR Atvinnuþróunar- félag Eyjafjarðar sendi frá sér ályktun í gær um lengingu flug- brautar á Akureyrarflugvelli, sem rædd hefur verið hjá bæjaryfir- völdum. „Lenging flugbrautar er grundvallaratriði varðandi fram- tíðaruppbyggingu millilandaflugs um völlinn og skapar mikil sóknar- færi,“ segir í ályktuninni. Sigrún Björk Jakobsdóttir, for- seti bæjarstjórnar, segir að leng- ingin sé ekki komin inn á sam- gönguáætlun, en það gerist vonandi í haust, þótt óljóst sé hvenær hægt verði að hefjast handa. Ákvörðun verði tekin á fundi á morgun um hvaða framkvæmdum eigi að fresta til að koma í veg fyrir frekari þenslu. - sgj Flugbraut á Akureyrarflugvelli: Lenging nauðsynleg

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.