Fréttablaðið - 21.07.2006, Síða 51

Fréttablaðið - 21.07.2006, Síða 51
FÖSTUDAGUR 21. júlí 2006 Pílagrímsganga frá Þing- völlum að Skálholti fer fram í þriðja sinn um helgina í tengslum við Skálholtshátíð á Þorláksmessu á sumri. Lagt verður af stað frá Þingvalla- kirkju og gengið sem leið liggur upp Gjábakka og biskupsleið yfir Lyngdalsheiði, en fyrri hluti göng- unnar endar við Laugarvatn þar sem helgistund fer fram við Vígðulaug. Hægt er að ganga aðeins hluta göngunnar, allt eftir aðstæðum fólks, en hún tekur alls tíu klukku- stundir. Bernharður Guðmunds- son, rektor Skálholtsskóla, segir að einföld svefnpokagisting sé til reiðu fyrir göngufólk á Laugar- vatni og bendir á að fyrir þá sem kjósi að ganga aðeins seinni dag- inn sé upplagt að koma inn í göng- una við Neðra-Apavatn. Seinasti áfangi göngunnar er síðan við Brúará við Spóastaði og þaðan gengið beint til messu í Skálholts- dómkirkju. Margir mæta í gönguna ár eftir ár og sumir senda Bernharði þakkarbréf að henni lokinni. „Margir segja mér frá því varnar- leysi sem þeir upplifa í þessum göngum. Fólk er kannski búið að ganga lengi og orðið þreytt og lúið en þreytan gerir það að verkum að menn hafa ekki jafn mikla stjórn á umhverfi sínu og þeir eiga að venjast. Sérstök tilfinning fylgir því að ganga mikla vega- lengd og mikilfengleiki fjallanna í kring leiðir til þess að fólk kemst í snertingu við smæð sína og mátt almættisins. Menn komast frekar í tæri við guð í þessum aðstæðum því hann reynir svo oft að ná til fólks en með litlum árangri, því fólk hefur svo mikið að gera í öllum þessum asa sem einkennir nútímasamfélag. Það er líka í þessari þögn náttúrunnar sem menn eru til viðtals við guð. Það að vera í miðri sköpuninni hefur rík áhrif á fólk.“ Að sögn Bernharðs eru píla- grímsgöngur frábrugðnar öðrum göngum að því leyti að gengið er að einhverjum tilteknum helgi- stað. „Hér áður fyrr í kaþólsku gengu menn til iðrunar og yfir- bótar. Guðríður Þorbjarnardóttir gekk til að mynda til Jerúsalem og tók það hana marga mánuði. Síðan tóku við allar gerðir af styttri píla- grímsgöngum en það er þeim öllum sameiginlegt að gengin er tiltekin vegalengd í einu og síðan er hvíld á milli.“ Pílagrímsgöngunni sem nú verður farin er þannig háttað að gengið er í klukkutíma í senn og hvílst í tuttugu mínútur. Í þessum hvíldum er alltaf gert eitthvað uppbyggilegt, ekki bara legið og sofið. Oftast er lesið upp úr ljóð- um eða sögur sagðar. Í þessari göngu verða lesin náttúruljóð eftir Jónas Hallgrímsson og lesið úr Davíðssálmum. „Það er mikil- vægt í göngum sem þessum að láta þögnina á stundum umlykja allt, enda þótt menn séu í félagi hver við annan.“ Skálholtshátíðin fer fram á hverju ári en er sérlega mikil- fengleg nú, því 950 ár eru liðin frá því fyrsti biskupinn var vígður og Skálholtskirkja var stofnuð á Íslandi. Göngustjórar Pílagrímsgöng- unnar eru Guðbrandur Magnús- son, framleiðslustjóri á Morgun- blaðinu, og Pétur Pétursson, doktor í félags- og guðfræði. Undir- búningsfundur þeirra með vænt- anlegum pílagrímum verður í Þjóðmenningarhúsinu í Reykja- vík, í dag kl. 16.30 en skráning er á skrifstofu Skálholtsskóla. Þátttak- an er öllum opin og ókeypis. - brb Að komast í tæri við guð SÉRA BERNHARÐUR GUÐMUNDSSON SKÁLHOLTSREKTOR „Það er mikilvægt í þessum göngum að láta þögnina stundum umlykja allt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR DAGSKRÁ SKÁLHOLTSHÁTÍÐAR Föstudagur 21. júlí. Hr. Gijsen, prestur kaþólskra, syngur rómverska biskupamessu í Skálholti kl. 18. Laugardagur 22. júlí. Samkomur í kirkjunni kl. 14 og 16.30. Björn Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra flytur ávarp. Jaap Schröder og Sigurður Halldórsson flytja tónlist eftir Mozart og tekið verður við veglegri bókagjöf sem Schröder gefur Skálholtsstað. Á síðari samkomunni verð- ur opnaður vefur um íslenskan trúar- og tónlistararf, Matthías Johannessen les úr verki sínu um staðinn sem nýlega kom út hjá Háskólaútgáfu og Helgisiðastofu í Skálholti og Kammerkór Suðurlands syngur ásamt einsöngvaranum Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Sunnudagur 23. júlí. Hópreið hestamanna að Skálholtsstað undir trumbuleik slagverkshópsins Steintryggs. Skipuleggjandi er Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður. Gunnar Eyjólfsson leikari les Ísleifs þátt og trompetleikarar spila í turni kirkjunnar. Pílagrímar sem hafa gengið frá Þingvöllum til Skálholts um helgina ganga í hlað. Herra Sigurbjörn Einarsson predikar í messu kl. 14 en að henni lokinni verður kirkjukaffi og flytja herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ávörp. Tónlistarflutn- ingur verður þar í umsjá þeirra Harðar Áskelssonar, söngmálastjóra kirkjunnar, og Hilmars Arnar Agnarssonar, organista í Skálholti. Bzzzzzz bzzzzz bzzzz bzzz bzz bz LÁTTU EKKI SUÐA Í ÞÉR! VAPONA FLUGNA– & GEITUNGAVÖRURNA Söluaðilar: OLÍS • ELLINGSEN • BYKO • HAGKAUP • FJARÐARKAUP • SAMKAUP • NETTO • 10-11 BÚÐIRNAR • HÚSASMIÐJAN • SHELL• ESSO • KB BORGARNESI • VALBERG ÓLFSFIRÐI • SÖLUSKÁLINN SKAGASTRÖND • VERSLUNIN KASSINN, ÓLAFSVÍK. Dreifing: OLÍS Sími: 515-1100 SUMARIÐ ER KOMIÐ! Söluaðilar: OLÍS • ELLINGSEN • BYKO • SHELL • ESSO • BLÓMAVAL • FJARÐARKAUP • HÚSASMIÐJAN • G RÐHEIMAR • ÞÍN VERSLUN • GRIPIÐ & GREITT • HLÍÐARKAUP • SUMARLAND • BJÖRKIN HVOLSVELLI • FERSTIKLA HVALFIRÐI • KAUPFÉLAG STEINGRÍMSFJARÐAR • VALBERG ÓLAFSFIRÐI • VERLSUNARGEIRINN BOLUNGARVÍK • BORG GRÍMSNESI • VERSLUNIN BRYNJA • VIRKIÐ ÓLAFSVÍK

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.