Fréttablaðið - 21.07.2006, Side 59

Fréttablaðið - 21.07.2006, Side 59
FÖSTUDAGUR 21. júlí 2006 43 FÓTBOLTI Zinedine Zidane var bann- aður í þrjá leiki af FIFA fyrir að skalla Marco Materazzi eftir- minnilega í brjóstkassann í úrslita- leik Heimsmeistarakeppninnar. Zidane brást ókvæða við eftir að þeir félagar höfðu átt orðaskipti á 110. mínútu leiksins sem lauk með þessum afleiðingum. Versta refs- ing Zidane var að enda feril sinn á þennan hátt en hann er nú hættur knattspyrnuiðkun og því hefur bannið enga þýðingu fyrir hann. Auk þess þarf Zidane að greiða 3.260 pund í sekt. Materazzi fékk tveggja leikja bann og 2.170 pund í sekt og tekur hann út bannið í undankeppni EM 2008 en Ítalinn þvertekur fyrir þær ásakanir sem Zidane hefur gefið út. Frakkinn segir að Mater- azzi hafi móðgað móður hans og systur en enn hefur ekki fengist staðfest nákvæmlega hvað Mater- azzi sagði. „Zidane hefur samþykkt að vinna samfélagsvinnu þar sem hann mun vinna með börnum og unglingum. Á meðan á réttarhöld- unum stóð báðu báðir leikmenn- irnir FIFA afsökunar á hegðun sinni og lýstu harmi sínum yfir atvikinu,“ sagði í yfirlýsingu frá FIFA í gær. - hþh Zinedine Zidane og Marco Materazzi: Fengu sektir og bann í refsingu frá FIFA ZIDANE Yfirgefur hér höfuðstöðvar FIFA í gær eftir að hafa verið dæmdur í bannið en fjölmiðlar gera hvað þeir geta til að ná myndum af Frakkanum. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Í fyrra eignuðust Íslend- ingar meistara bæði í Noregi og Svíþjóð. Árni Gautur Arason ver mark Noregsmeistara Vålerenga og þeir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen leika með Djur- gården sem varð tvöfaldur meist- ari í Svíþjóð. Þó að þessi lið hafi ekki náð sér fyllilega á strik á nýju tímabili á Ísland sína full- trúa í toppliðunum í þessum tveimur deildum - og allir eru þeir varnarmenn. Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason mynda mið- varðaparið í Brann, sem hefur sex stiga forskot í Noregi og hefur fengið á sig fæst mörk allra í norsku deildinni nú þegar mótið er hálfnað. Í Svíþjóð hafa Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunn- arsson verið fastamenn í liði Hammarby sem hefur fimm stiga forskot í sænsku deildinni. Þessir fjórir gætu hæglega myndað varnarlínu íslenska lands- liðsins þar sem Kristján Örn hefur iðulega leikið í stöðu hægri bakvarðar en Gunnar Þór hefur gegnt stöðu vinstri bakvarðar í Hammarby. „Þetta hefur gengið hreint ágætlega,“ sagði Kristján Örn í samtali við Fréttablaðið en benti jafnframt á að Lilleström, sem er í öðru sæti deildarinnar, ætti leik til góða. „En árangurinn kemur okkur ekki neitt sérstaklega á óvart. Við vissum vel að við værum með sterkt lið sem gæti gert góða hluti. Ég er vissulega ánægður með varnarleikinn þó svo að við höfum fengið á okkur fjögur mörk í einum og sama leiknum (gegn Ham-Kam) en það var þó ágætt að taka út það slæma í einum leik.“ Þeir félagarnir, Ólafur og Kristján, hafa vakið mikla athygli fyrir að vera „Íslendingarnir í vörninni“ sem er í dag sú sterk- asta í Noregi. Kristján segir það vissulega þægilegt að geta talað íslensku en það sé þó ekki aðal- málið. „Við náum vel saman og samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Kristján, sem neitar því ekki að það komi til greina að prófari sterkari deild í Evrópu eftir tímabilið. „Fyrst langar mig að vinna bikara með Brann, það er svo langt síðan félagið vann eitt- hvað síðast.“ Pétur Marteinsson segir stöðu liðsins góða og að Hammarby hafi á að skipa góðum hópi leikmanna. „Leikbönn og meiðsli hafa því ekki sett stórt strik í reikninginn. Við höfum ekki að verið að leika mjög sannfærandi en þó unnið þessa leiki.“ Eins og Brann hefur Hammarby tapað einum leik á tímabilinu og það stórt, í þessu til- felli 4-1 fyrir Kalmar. „Við höfum alltaf átt í vandræðum með Kalmar,“ sagði Pétur. Gunnar Þór er að leika sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsk- unni en Pétur segir hann hafa staðið sig afar vel, sérstaklega þar sem hann gekk til liðs við félagið aðeins viku fyrir fyrstu umferð mótsins. „Nú fer kannski samkeppnin um hans stöðu að verða harðari þar sem nokkrir í hópnum hafa nú jafnað sig á meiðslum sínum.“ Stærsta frétt ársins í sænska boltanum er endurkoma Henriks Larsson. Hammarby mætti liði hans, Helsingborg, í bikarkeppn- inni fyrir stuttu og fékk Pétur það hlutverk að gæta Larssons. Hels- ingborg vann að vísu leikinn, 3-1. „Hann er rétt nýkominn og á því eftir að finna sig betur en í þess- um leik. En það er ljóst að þetta er stórstjarna og fjölmiðlar halda ekki vatni yfir endurkomu hans í sænska boltann.“ Pétur segir sænsku deildina vera á uppleið. „Margir góðir atvinnumenn hafa snúið aftur, eins og Larsson, og er næsta skref að sænsk lið láti til sín taka í Evr- ópukeppninni.“ - esá ERNIRNIR Í BRANN Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson á góðri stundu á æfingasvæði Brann. FRÉTTABLAÐIÐ/GEIR DILLAN/BERGENSAVISEN Íslenskir varnarmenn í eldlínunni með toppliðunum í Noregi og Svíþjóð: Fjórir íslenskir varnarmenn á toppnum í Skandinavíu EIGNARLÓÐIR VIÐ LANGÁ Á MÝRUM Langavatn Borgarnes LÓÐ NR. 1, 2.4 HA VERÐ KR 1.668.000.00 LÓÐ NR. 1a 2.6 HA VERÐ KR 1.807.000.00 LÓÐ NR. 2 ,2.3HA VERÐ KR 1.598.500.00 LÓÐ NR. 2b 3,3 HA VERÐ KR 2.293.500.00 LÓÐ NR. 12, 3.0 HA VERÐ KR 2,085.000.00 LÓÐ NR. 13, 4.4 HA VERÐ KR 3.058.000.00 LÓÐ NR. 14,8.1 HA VERÐ KR 5.629.500.00 LÓÐ NR. 17.3.9 HA VERÐ KR 2.710.500.00 LÓÐ NR. 18,4,6 HA VERÐ KR 3.197.000.00 LÓÐ NR. 22, 3.4 HA VERÐ KR 2.363.000.00 LÓÐ NR. 23, 3.9 HA VERÐ KR 2.710.500.00 LÓÐ NR. 26, 3.7 HA VERÐ KR 2.571.500.00 LÓÐ NR. 34.3.8 HA VERÐ KR 2.641.000.00 LÓÐ NR. 35,4.7 HA VERÐ KR 3.266.500.00 LÓÐ NR. 42 3.1 HA VERÐ KR 2.154.500.00 LÓÐ NR. 43 2.8 HA VERÐ KR 1.946.000.00 LÓÐ NR. 44 2.6 HA VERÐ KR 1.807.000.00 LÓÐ NR. 51, 3.9 HA VERÐ KR 2.710.500.00 LÓÐ NR. 52 3.0 HA VERÐ KR 2.085.000.00 ENN ER Í BOÐI ÚRVAL LÓÐA OG FRÁBÆRT TÆKIFÆRI FYRIR ÞÁ SEM VILJA FÁ AÐ MÓTA SITT EIGIÐ LANDNÁM Á KVAÐALAUSUM EIGNALÓÐUM MEÐ VEGI OG VATNI, NÆSTUM Í ÚTJAÐRI HÖFUÐBORGARINNAR Í ÞÓRDÍSARBYGGÐ UPP MEÐ LANGÁ Í EINUM FEGURSTA FJALLASAL ÍSLANDS. LÓÐASTÆRÐ 2.3 UPP Í 4.8 HA OG VERÐ PR HEKTARA KR. 695 ÞÚSUND. KBBANKI BÝÐUR FJÁRMÖGNUN. SVEIGJANLEG GREIÐSLUKJÖR EÐA 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. ERUM Á STAÐNUM EÐA Í GRENNDINNI Í ALLT SUMAR. NÁNARI UPPLÝSINGAR HJÁ INGVA HRAFNI 8642879 EÐA 4371704 OG WWW.LANGA.IS VERÐSKRÁ ÓSELDRA LÓÐA FÓTBOLTI Möguleikar Indriða Sig- urðssonar á að semja við enska félagið Ipswich virðast hafa aukist en félagið sendi í gær tvo af fjór- um leikmönnum sem voru á reynslu hjá sér heim. Indriði er eftir við annan mann en Jim Magilton, stjóri liðsins, hefur gefið út að hann hyggist semja við tvo leikmenn fyrir tímabilið. Indriði lék með félaginu í æfingaleik í fyrradag en þar var hann í byrjunarlðinu en var skipt útaf eftir 50 mínútna leik. Þeir Alexis Bertin og Medhi Menari spiluðu einnig í leiknum en þeir fengu þau skilaboð í gær að þeir fengju ekki samning við Ipswich. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur enn ekki náðst í Indriða á Englandi. - hþh Enska félagið Ipswich Town: Möguleikar Indriða aukast KÖRFUBOLTI Íslenska ungmenna- landsliðið í körfubolta vann Íra á Evrópumóti U20 ára liða í Portúgal í gær. Ísland vann leikinn 77-76 eftir æsispennandi lokasekúndur þar sem bæði lið fengu tækifæri til að skora en allt kom fyrir ekki. Jóhann Ólafsson var stigahæst- ur í íslenska liðinu í gær með 26 stig en Pavel Ermolinskij skoraði þrettán stig og tók auk þess tólf fráköst. - hþh U20 ára landslið Íslands: Vann Íra í gær INDRIÐI Er hér í baráttunni við Marcin Kaczmarek í landsleik Íslands og Póllands. GOLF Óþekktur norður-írskur kylf- ingur, Graeme McDowell, leiðir opna Breska meistaramótið í golfi eftir fyrsta hringinn á Hoylake- vellinum í nágrenni Liverpool í gær. McDowell lék best allra og endaði hringinn á sex höggum undir pari, einu betur en Tiger Woods, Anthony Wall, Greg Owen, Miguel Angel Jimenez og Keiich- iro Fukabori. „Ég hef sjaldan spilað betra golf en þetta, það gekk nánast allt upp hjá mér. Það er frábært að vera í forystu eftir fyrsta daginn en ég er alveg sallarólegur, ég þarf að halda einbeitingunni ef ég ætla mér ekki að missa forystuna strax niður. Það eru margir frá- bærir kylfingar rétt á eftir mér en ég ætla að njóta augnabliksins og vonandi tekst mér að halda áfram á sömu braut,“ sagði McDowell eftir fyrsta hringinn í gær. Woods var á þremur höggum undir pari fyrir lokaholuna en gerði sér lítið fyrir og fékk örn á henni og komst þar með upp í annað sætið ásamt fjórum öðrum kylfingum. - hþh Opna Breska meistaramótið í golfi er í fullum gangi: McDowell í forystunni MCDOWELL Skoðar hér púttlínu á mótinu í gær. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.