Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 18
 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Svona erum við 2003 7. 85 9 8. 07 9 7. 83 8 2004 2005 Heimild: Ferðamálastofa > Erlendir gestir til Íslands með Norrænu Dómsmála- ráðherra hefur sagst vilja fjölga þyrlum Land- helgisgæslunnar um tvær, fá þrjár nýjar og selja TF-LÍF. Geirþrúður Alfreðsdóttir er flugrekstrarstjóri Landhelgisgæsl- unnar. Hversu langt geta þyrlur Gæslunnar flogið? TF-LÍF hefur lengst flogið um 600 sjómílur, en gæti farið um 235 sjómílur á haf út, híft þar upp tíu manns og flogið til baka með fullnægjandi varaeldsneyti. TF-SIF kemst 400 sjómílur, en gæti farið um 150 sjómílur út, sinnt þar leit og björgun, og flogið til baka. Hversu marga menn bera þær? TF-LÍF getur borið allt að tuttugu farþega eða sex til níu sjúkrabörur í skemmri flugum. TF-SIF getur borið átta farþega eða tvær sjúkrabörur. Við leit og björgun er yfirleitt fimm manna áhöfn í þyrlunum en í farþegaflugum er hins vegar aðeins þriggja manna áhöfn. Hvað kostar eitt útkall? Það er mjög erfitt að áætla kostn- að fyrir útköll því að stór partur af kostnaði er fastur. Þó má ætla að kostnaður af hverju útkalli hlaupi á hundruðum þúsunda. SPURT OG SVARAÐ ÞYRLUR LANDHELGISGÆSLUNNAR Fimm manna áhöfn við leit GEIRÞRÚÐUR ALFREÐSDÓTTIR Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hefur nær tuttugu milljónum króna verið stolið af reikningum fólks hér á landi að undanförnu gegnum heimabanka. Við rannsókn málsins notast lögregla við IP-tölur, sem auðkenna tölvur á internetinu. Hvað er IP-tala? IP-tala er einkvæm tala sem tæki nota til að auðkenna sig og hafa samskipti við hvert annað á netinu. Tækin eru oftast tölvur, en prentarar, beinar og fleiri tæki sem hafa samkipti yfir netið hafa einnig sína IP-tölu. Auðvelt er að skilja hvað IP-tala er ef henni er líkt við heimilis- fang húss í borg. Líkt og auðkenna má hvert hús með einstöku heimilisfangi þess má auðkenna tölvu á internetinu með IP-tölu hennar. Hugtakið IP-vistfang hefur einnig verið notað í þessu samhengi, en það er annað nafn á IP-tölu. Er hægt að tengja einstakling við IP-tölu? Fyrirtækið sem sér um nettengingu notanda getur tengt IP-tölu ákveð- innar tölvu við nafn þess sem greiðir fyrir áskriftina. Mikið er lagt upp úr því að halda þessum upp- lýsingum leyndum og mega fyrirtækin ekki gefa upp hvaða einstaklingur hefur hvaða IP- tölu nema heimild lögreglu liggi fyrir. Notendur eru því ekki algjörlega nafnlausir á internetinu. Upplýsingar sem tengja hverja tölvu við not- anda liggja fyrir en strangar reglur eru um hver hefur aðgang að þeim. Er hægt að falsa IP-tölu? Ekki er hægt að falsa IP-tölu sem slíka, en aðferð sem tölvuþrjótar nota oft er að tengjast í gegnum aðra tölvu. Við það verður mun erfiðara að rekja tenginguna þar sem slóðinni lýkur hjá tölvunni sem tengst er gegnum. Ef sú tölva er í öðru landi getur fyrirtækið sem sér notanda hennar fyrir nettengingu einfaldlega neitað að gefa upplýsingar um notandann þar sem lögregluheimildir ná ekki út fyrir landstein- ana. Hægt er að leysa slík mál í samvinnu við löggæsluyfirvöld í viðkomandi landi en það er bæði flókið og tímafrekt. FBL GREINING: IP-TALA Heimilisfang tölvu á internetinu Það var létt yfir fólki í Ráð- herrabústaðnum við Tjarnar- götu á miðvikudag þegar fjórir ráðherrar ríkisstjórn- arinnar og fimm fulltrúar eldri borgara undirrituðu samkomulag um bætt kjör og aðbúnað eldri borgara. Það er algengara en hitt að nefndir og starfshópar á vegum hins opin- bera ljúki störfum seinna en ráð- gert er í upphafi. Það kom því talsvert á óvart þegar forsætis- ráðuneytið boðaði til blaðamanna- fundar á miðvikudag til að undir- rita og kynna samkomulag ríkisstjórnarinnar og Landssam- bands eldri borgara um bætta afkomu og aðbúnað ellilífeyris- þega. Nefndin, sem var skipuð í jan- úar, átti að skila tillögum í haust en þurfti ekki lengri tíma til verks- ins en svo að hægt var að kynna störf hennar á sólríkum júlídegi. Sú staðreynd ber að líkindum vott um góðan vilja stjórnvalda til að gera úrbætur á málefnum aldr- aðra þótt einnig hafi nýlegir samn- ingar aðila vinnumarkaðarins stuðlað að því að slegið var í klárinn. Eldri borgarar og stjórnvöld hafa eldað grátt silfur um áratuga bil. Þetta nýja samkomulag er að hluta til verkefnaáætlun til næstu fjögurra ára og sögðu fundarmenn að með því væru stigin mikilvæg skref. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra kvað heldur fastar að orði um ánægju sína með sam- komulagið en Ólafur Ólafsson, formaður Landssambands eldri borgara, sem tók skýrt fram að ekki hefðu allar kröfur náðst. „Nú er fyrsta sporið stigið á væntan- lega langri göngu því við verðum svo gömul og erum svo hress,“ sagði Ólafur. Þegar samningar takast á vinnumarkaði er gjarnan sagt að friður sé tryggður. Fulltrúar eldri borgara segja að slíkur friður sé ekki í höfn, áfram verði gengið eftir kjarabótum. „Þetta er allt of seint og allt of lítið,“ varð einum þeirra að orði. Það var á Ólafi Ólafssyni að skilja að lóð Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, hefði vegið þungt.„Mér finnst eins og hún sé fyrsti heilbrigðisráð- herrann um langa hríð sem virki- lega vill sinna þessum málum,“ sagði Ólafur og bætti við að hún ætlaði að láta Landssam- bandi eldri borgara í té launaðan starfs- kraft. „Þá náttúrlega tvíeflumst við,“ sagði Ólafur. Sjálf var Siv ekki á staðnum enda í sumarleyfi austur á landi. Guðni Ágústsson sat fundinn fyrir hennar hönd og sagði stundina stóra. Líkti hann átökum stjórn- valda og eldri borgara við deilur fólks við foreldra sína og fagnaði því samkomulaginu innilega. Sagði daginn raunar einn þann ánægjulegasta í ráðherratíð sinni. Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra var hógværari í orðavali en það orð fer oft af fjár- málaráðherrum að þeim þyki heldur óljúft að stofna til útgjalda fyrir ríkissjóð. „Það verð- ur gaman að fást við að púsla þessu inn í rammana,“ sagði Árni en um háar fjárhæðir er að ræða. Þegar kostnaður við þjónustuhluta samkomulagsins, sem nær til fjög- urra ára, er lagður saman kemur út að rúmlega 6,3 milljörðum króna verður varið til reksturs og framkvæmda heimahjúkrunar og hjúkrunarheimila. Lífeyrishlutinn kostar svo tæpa átta milljarða árið 2010 þegar allt er komið til fram- kvæmda. Tæpir fimm milljarðar eru vegna ellilífeyrisþega og rúmir tveir vegna örorkulífeyris- þega. Talsverðar breytingar eru gerðar á fyrirkomulagi bótakerfis almannatrygginga og kalla þær sumar á breytingu laga. Tryggingalöggjöfinni hefur oft verið líkt við frumskóg og impraði Ólafur Ólafsson á þeirri staðreynd á fundinum á miðvikudag. Bað hann þá að rétta upp hönd sem skildu löggjöfina til fulls og er skemmst frá því að segja að engin fór upp höndin. Átök við eldri borgara eru eins og að deila við foreldra sína BROSIN BREIÐ Ráðherrarnir Magnús Stefánsson, Árni M. Mathiesen, Guðni Ágústsson og Geir H. Haarde voru léttir í lundu á miðvikudag þegar þeir undirrituðu samkomulag við Landssamband eldri borgara um kjör og aðbúnað hinna eldri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í ÞUNGUM ÞÖNKUM Ólafur Ólafsson var ekki jafn brosmildur og ráðherrarnir þótt hann segðist ánægður með ýmsa þætti samkomulagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRÉTTASKÝRING BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is X E IN N A N 0 6 07 0 02 SUMARHÖNNUN 2006 Á ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI á sumarútsölunni sem er í fullum gangi Láttu drauminn rætast og sparaðu í leiðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.