Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 58
42 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson varð 32 ára á dögunum og á hann eitt ár eftir af samningi sínum hjá Charlton. Hermann er í miklum metum hjá liðinu og eftir að Alan Curbishley hætti þjálfun liðsins fóru lið í ensku úrvalsdeildinni að sýna Hermanni áhuga en hann hefur leikið einstaklega vel og átt fast sæti í hjarta varnarinnar hjá liðinu. „Sama dag og Curbishley hætti með liðið fékk ég símtöl frá þrem- ur liðum í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Ólafur Garðarsson, umboðs- maður Hermanns, við Fréttablað- ið í gær en Fréttablaðinu hafði borist til eyrna að Fulham hefði áhuga á Eyjapeyjanum. Auk Fulham hafa Wigan og Middlesbrough haft samband við Charlton og hafa verið tilbúin til að borga allt að tvær milljónir punda fyrir íslenska varnarmann- inn. Charlton hefur gefið öllum liðunum sama svarið: Nei takk. Tvö lið til viðbótar höfðu svo samband við Charlton með það fyrir augum að kaupa Hermann, en samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins voru það Newcastle og Manchester City. Þetta verður að teljast mikill heiður fyrir Her- mann, sem hefur verið hjá Charl- ton frá árinu 2003. Fréttablaðið heyrði af áhuga Fulham á því að kaupa Hermann en Ólafur Garðarsson, umboðs- maður hans, staðfesti þetta í gær og sagði að fleiri lið hefðu sýnt honum áhuga. „Ég talaði við stjórn- arformann Charlton og hann sagði að þrjú lið hefðu formlega haft samband og þeir hafa alltaf neitað. Hann sagði að þeir hefðu engan áhuga á því að selja Hermann,“ sagði Ólafur. Liðin hafa einnig boðið Charlton leikmannaskipti en forráða- menn Charlton hafa ekki hug á því heldur. Þeir ætla að bjóða Her- manni framlenginu á samningi sínum og leiða má líkur að því að hann verði því áfram hjá Charlton. „Það er alltaf gaman þegar önnur lið sýna manni áhuga og að vera viðurkenndur á þennan hátt. Það sannar að maður er að gera eitthvað rétt,“ sagði Hermann létt- ur í bragði við Fréttablaðið í gær. „Ég er mjög ánægður hjá Charl- ton og mér líst mjög vel á nýja stjórann Iain Dowie og það sem er í gangi hérna. En ef það eru ein- hverjir aðrir möguleikar í stöðunni er allt í lagi að skoða það. Lið eins og Newcastle er til dæmis stærri klúbbur en Charlton, án þess að gera lítið úr félaginu, en þetta er ekki alveg í mínum höndum,“ sagði Hermann. „Það er búið að bjóða okkur í viðræður um nýjan samning og ég mun velta því fyrir mér vandlega. ég er ekki að velta áhuga annarra liða fyrir mér en ef eitthvað gerð- ist í þeim efnum setti ég auðvitað allt á fullt í að ákveða mig.“ En hefur Hermann áhuga á því að fara til Fulham og spila við hlið Heiðars Helgusonar? „Jújú, ég hefði áhuga á að spila með glæpa- manninum þar,“ sagði Hermann Hreiðarsson. hjalti@frettabladid.is Fimm lið í ensku úrvalsdeildinni vilja kaupa Hermann frá Charlton Fimm lið í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á því að kaupa Hermann Hreiðarsson frá Charlton, sem vill alls ekki missa kappann. Hermann segist vera ánægður hjá Charlton en skoða allt sem komi upp. HERMANN Er hér í baráttu við Ledley King, leikmann Tottenham. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Út eru komin sérstök knattspyrnublöð tileinkuð Lands- bankadeildarliðunum KR, Grinda- vík og Íslandsmeisturum FH. Fyrirtækið Media Group ehf. vinn- ur þessi blöð sérstaklega fyrir hvert félag og í þeim má finna fjölmargar greinar, viðtöl og annað efni sem fjallar um málefni hvers félags. Jafnan er fjallað um karla- og kvennaknattspyrnu. Blöðunum er dreift frítt á heimaleikjum liðanna en einnig má finna blöð á þjónustustöðum í viðkomandi hverfi/sveitarfélagi. Þetta er annað árið í röð sem þessi blöð eru gefin út. - egm Skemmtileg viðbót: Glæsileg blöð eru komin út GRINDAVÍKURBLAÐIÐ Hér má sjá forsíðu eins af blöðunum. FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Pétur Marteinsson íhugar nú hvort hann eigi að halda heim á leið eftir ellefu ár í atvinnumennskunni í Evrópu. Pétur er á mála hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby og stendur honum til boða tveggja ára samningur en núverandi samn- ingur hans rennur út í lok tímabils- ins. „Ég er ekki búinn að ákveða hvort ég undirrita nýja samning- inn. Okkur í fjölskyldunni líður mjög vel hérna úti en ellefu ár er langur tími og hugurinn er farinn að leita heim. Við munum ákveða okkur nú í sumar.“ Pétur spilaði síðast á Íslandi með Fram undir stjórn Marteins Geirssonar föður síns árið 1994 en hjá Fram er nú meðal annars hans gamli vinur Helgi Sigurðsson. - esá Pétur Marteinsson: Íhugar að koma heim FÓTBOLTI Hollenska félagið Feyenoord hefur ákveðið að slíta samstarfi við mörg félög í Evr- ópu, þar á meðal Breiðablik. Sam- starfið gekk út á að nokkrir leik- menn fóru út til reynslu hjá Feyenoord, þeirra á meðal Viktor Unnar Illugason. Samstarfið var fyrir utan það mjög lítið en það var aðeins í gangi í rúmt ár. „Samstarfið hefur verið lítið sem ekki neitt undanfarið. Það hafa þó nokkrir þjálfarar farið á námskeið ytra en mikið meira varð samstarfið ekki,“ sagði Svavar Jósefsson, framkvæmda- stjóri Breiðabliks, við Fréttablað- ið í gær. Feyenoord hefur ákveðið að opna knattspyrnuakademíu í Gana í staðinn en félagið hætti samstarfi við fimmtán lið auk Breiðabliks. Með akademíunni í Gana vonast hollenska liðið til þess að lokka alla efnilegustu leikmenn þjóðarinnar til sín. - hþh Hollenska liðið Feyenoord ætlar að opna knattspyrnuakademíu í Gana: Feyenoord slítur samstarfi við Breiðablik Birgir lék vel í Austurríki Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lauk leik á einu höggi undir pari á áskor- endamóti í Austurríki í gær. Birgir var á tveimur höggum undir pari eftir fyrri níu holurnar en fataðist örlítið flugið á seinni hringnum. Hann getur þó vel við unað. Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson, atvinnumaður í knattspyrnu hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover 96, hefur vakið mikla athygli félaga sinna í liðinu vegna húðflúrs sem hann skartar á vinstri handleggnum. „Flestir sjá ekki hvað stendur en það kemur svo alltaf sami svipurinn á menn. ,Já, þetta er svona mikill töffari,’ eða eitt- hvað í þá veruna. En það er ekki ætlunin.” Húðflúrið sýnir manneskju sem heldur á krossi og biður til guðs með lokuð augun. Og þar stendur „Only God Can Judge Me” eða „Drottinn einn getur dæmt mig”. Annar knattspyrnumaður, Zlatan Ibrahimovic, skartar einmitt sams- konar húðflúri á sér. Gunnar Heiðar játar því að vera trúaður maður. „Þó að ég fari ekki í kirkju á hverj- um sunnudegi þá er ég trúaður maður. Maður talar stundum við hann, þegar á þarf að halda. En þetta er einnig skírskotun í það að ég hef mátt þola ýmislegt baktal og fleira í þeim dúr í gegnum tíðina, sérstaklega á eins litlum stað og Vestmannaeyjum. Maður lenti oft illa í því og ég ákvað því að fá mér tattú sem sagði að það væri bara einn sem gæti dæmt mig og hann er þarna uppi,” útskýrði Gunnar Heiðar. Það var þó ekki fyrsta húðflúrið sem Gunnar Heiðar fékk sér en 17 ára gamall fékk hans sér nokkurs konar þyrnikórónu á hægri handlegg. „Ég er búinn að fá mér nýtt tattú á hverjum stað sem ég spila á. Fyrst var það í Vestmanna- eyjum, þegar ég lék með ÍBV, svo í Halmstad í Svíþjóð. Nú er ég kominn á nýjan stað og er búinn að velta þessu mikið fyrir mér. Ég býst við að fá mér tattú á herðablaðið og hafa það svolít- ið stórt en það eru 2-3 hlutir sem koma til greina.” Hann kveðst hæstánægður með ,blekið´ og hlakk- ar til að bæta í safnið. „Þetta er bara einhver baktería sem maður fær.” GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON: ER MEÐ TVÖ HÚÐFLÚR OG ER EKKI HÆTTUR Drottinn einn getur dæmt mig FÓTBOLTI Íslenska ungmennalands- liðið í knattspyrnu spilar um brons- verðlaunin á opna Norðurlanda- mótinu sem nú fer fram í Noregi. Ísland vann öruggan sigur á danska liðinu í gær og skoraði sex mörk á stöllur sínar, sem þó náðu að skora fyrsta markið. Margrét Lára Við- arsdóttir skoraði þrennu í leiknum en Hólmfríður Magnúsdóttir, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir og Sif Atla- dóttir skoruðu sitt markið hver. Ísland gerði jafntefli við Banda- ríkin, sem hafa ekki tapað leik frá árinu 2003. Liðin sem lentu í efstu sætunum í riðlunum tveimur spila til úrslita en til þess að komast þangað þurftu bandarísku stúlk- urnar að vinna Noreg með fjórum mörkum eða meira. Það tókst þeim á ótrúlegan hátt og þær spila því til úrslita en íslenska liðið þarf að láta sér leikinn um þriðja sætið duga vegna óhagstæðari markamunar. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari íslenska liðsins, var að vonum svekkt þegar Fréttablaðið talaði við hana í gærkvöldi. „Það er varla hægt að lýsa því hversu svekkjandi þetta er. Norski markmaðurinn fékk fáránlegt mark á sig undir lokin og Bandaríkin skoruðu annað markið á 67. mínútu eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik,“ sagði Elísabet. „Við gátum bara ekki gert neitt meira, við gerðum allt sem við gátum. Við verðum að reyna að vera sátt og það er hægt að taka margt jákvætt út úr þessu móti. Við hefðum líka getað skorað fleiri mörk í leiknum gegn Dönunm en það verður engu að síður að teljast góður árangur að skora tíu mörk í þremur leikjum gegn þessum þjóð- um,“ sagði landsliðsþjálfarinn að lokum en Ísland mætir Svíum í leik um þriðja sætið á mótinu á laugar- daginn en það lið sem vinnur þann leik verður jafnframt Norður- landameistari þar sem Bandaríkin og Þýskaland keppa til úrslita á mótinu. - hþh Íslenska U21 árs landslið kvenna í knattspyrnu spilar um þriðja sætið á opna Norðurlandamótinu: Frábær úrslit en svekkjandi niðurstaða í Noregi MARGRÉT LÁRA Skoraði þrennu í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > Glæsilegur sigur Íslands Íslenska U18 ára landsliðið í körfubolta vann glæsilegan sigur á Evrópumeistur- um Frakka á Evrópumótinu í Portúgal í gær. Þetta var fyrsti sigur Íslands á mótinu. Áður hafði liðið tapað fyrir Spánverjum og Króötum en liðið sýndi mátt sinn og meginn í gær. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tímann en í hálfleik var staðan 34-36, Frökkum í vil. Íslenska liðið tók svo öll völdin á vellinum í þriðja leikhlutanum þar sem það lagði grunninn að 73-61 sigri. Fjórir leikmenn nánast sáu um að leggja ógnarsterka Frakkana að velli en Hörður Helgi Hreiðarsson skoraði sautj- án stig, Brynjar Björnsson sextán og þeir Hörður Axel Vilbergsson og Þröstur Jóhannsson fimmtán hvor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.