Fréttablaðið - 21.07.2006, Page 23

Fréttablaðið - 21.07.2006, Page 23
FÖSTUDAGUR 21. júlí 2006 23 www.bluelagoon.is Afl Veitingamaðurinn berdreymni Vilhjálmur Ástráðsson veitingamað- ur keypti pylsuvagninn en aðdrag- andinn var nokkuð stuttur og undar- legur. „Mig dreymdi það að ég hefði keypt pylsu í pylsuvagni hér í Búðardal,“ segir hann. „Þá fannst mér að ég yrði endilega að kaupa pylsuvagn hingað. Ég lét hendur standa fram úr ermum en mig dreymdi þetta á sunnudegi og á þriðjudegi var ég búinn að kaupa pylsuvagninn. Og þetta gengur bara vel, við erum að selja svona fjörutíu og upp í hundrað pylsur á dag.“ Vilhjálmur rekur veitinga- og gistihúsið Bjarg en þar er einnig vídeóleiga. Þegar blaðamaður var að spjalla við Villa, eins og hann er kallaður, kemur Þórður Ingólfsson læknir með DVD-disk til að skila. „Þessi mynd er mjög góð en ekki horfa á hana með konunni,“ segir læknirinn. „Nú, hvað ertu að segja,“ segir Villi og mikill áhugi vaknar skyndilega fyrir myndinni, sem heitir Match Point og er eftir Woody Allen. Þórður segir að það sé rólegheita- vinna að vera læknir í Dalabyggð. „Það eru allir svo hraustir að maður hefur ekkert að gera. Þess vegna er ég nú hérna að ná mér í mynd hjá Villa,“ segir hann og brosir við. ÚTGERÐARMAÐURINN OG SVEITARSTJÓRINN Gunnólfi fannst hann vera kominn aftur á bernskuslóðir þegar Óskar Páll kom með aflann sinn að landi í Búðardal og fór að gera að honum. SÁ RAUÐI Á EIRÍKSSTÖÐUM MEÐ MÓÐUR SINNI Jökull Steinar Ólafsson tekur sig vel út á Eiríksstöðum með sína rauðu lokka. Móðir hans Sigrún Sóley Jökulsdóttir er frá Vatni í Haukadal líkt og kvenkosturinn sá sem fékk Eirík þangað í sveit. LÆKNIRINN OG ATHAFNAMAÐURINN Dalamenn eru svo hraustir að læknirinn getur gleymt sér yfir bíómyndum frá Villa á Bjargi. Þórður gaf það læknisráð að ekki væri hollt að horfa með eiginkonunni á Woody Allen-myndina sem hann var að skila. Leikur Eirík rauða á sumrin Þegar blaðamaður kom að Eiríks- stöðum voru þau mæðgin Sigrún Sóley Jökulsdóttir og Jökull Steinar Ólafsson að hita upp í bænum. Jökull Steinar er svo rauður á hár að Eirík- ur virðist ekki langt undan þótt aldir skilji að. „Þegar Sigurður bróðir minn er að segja ferðamönnum sögu Eiríks á hann það til að taka sér skáldaleyfi,“ segir Sigrún Sóley. „Þá getur hann rakið ættir okkar beint til Eiríks hins rauða og það finnst Bandaríkjamönnum sérstaklega til- komumikið.“ Jökull Steinar segir það dálítið undarlega sumarvinnu að leika Eirík rauða en hann lærir þá enskuna betur en ella og á hann orðið í engum erfiðleikum með að spjalla við ferða- menn. Á heimleiðinni má sjá veiðimenn með stöng í vatni eða á og hægt er að sjá fyrir sér söguna í hverjum hól. ■ Sameinumst um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn mansali og annarri kynlífsverslun með fólk. ÞÚ ! getur lagt þitt af mörkum með því að hringja í áheitanúmer Reykjavíkursunds 2006: 905 20 20 1.500 krónur verða þá gjaldfærðar af símreikningi þínum og / eða 562 3500 og heitið á að Benedikt komist alla leið með frjálsum framlögum Ágóðinn rennur í Sjóð Sakleysis sem ætlað er að styðja fyrirbyggjandi aðgerðir gegn mansali og öðrum skuggahliðum alþjóðlegrar klámvæðingar. Verndari sjóðsins er Guðrún Agnarsdóttir, læknir og forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Viljum við vændi á Íslandi ? Reykjavíkursund 2006 gegn mansali Laugardaginn 22. júlí Laugardaginn 22.júlí nk. mun Benedikt synda ósmurður í kringum Reykjavík í þremur áföngum, eða rúmlega 20 kílómetra leið í köldum sjó á einum degi, twwil að vekja athygli almennings á skuggahliðum alþjóðlegrar klámvæðingar, einkum mansali.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.