Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 8
8 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir rússneska skólaskipið í Reykjavíkurhöfn? 2Hversu margar umsóknir bárust um skólavist í Háskólanum í Reykjavík fyrir næsta skólaár? 3Hver er nýr ritstjóri Nýs lífs?SVÖR Á BLS. 46 ELDSVOÐI Slökkviliðsmenn Bruna- varna Suðurnesja björguðu í fyrrinótt fjögurra manna fjöl- skyldu, hjónum og tveimur ungum börnum, út um glugga á brennandi húsi í Keflavík. Feðgar sem einnig bjuggu í húsinu kom- ust út af sjálfsdáðum. Engan sak- aði. Eldurinn kviknaði á þriðja tím- anum í íbúð feðganna á miðhæð hússins, sem er tvær hæðir og kjallari. Að sögn lögreglunnar í Keflavík er talið að kviknað hafi í út frá kertaloga í íbúðinni. Mikill reykur fyllti stigagang hússins og komst fjölskyldan á efstu hæð- inni því ekki út hjálparlaust. Þegar slökkviliðsmenn komu að húsinu sprakk rúða og varð þeim þá ljóst að mikill hiti var í húsinu. Slökkvi- og björgunar- starf gekk þó greiðlega. Feðgarnir af miðhæðinni fengu væga reykeitrun og voru fluttir á sjúkrahús þar sem þeir dvöldu yfir nótt. Fjölskylduna sakaði ekki en var þó flutt á Heilbrigðis- stonun Suðurnesja til öryggis. Að lokinni skoðun fóru hjónin ásamt börnum sínum til ættingja sinna. Ekki er búið í kjallara hússins. Reykræsta þurfti húsið og er íbúð feðganna mikið skemmd. Aðrir hlutar hússins eru minna skemmdir. - sh Barnafjölskyldu og feðga sakaði ekki þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi í Keflavík: Fjórum bjargað úr eldsvoða BJÖRGUNARSTARF Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja áttu ekki í miklum vandræðum með að ráða niðurlögum eldsins. MYND/VÍKURFRÉTTIR Hélt konu á skrifstofu Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir frelsissviptingu með því að hafa í febrú- ar haldið hálfþrítugri konu nauðugri í um hálfa klukkustund á skrifstofu í Kópavogi. Ákæran hefur verið þingfest. HÉRAÐSDÓMUR DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að bíta lögregluþjón. Ákæran var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær og þar sem játning mannsins lá fyrir var hann dæmdur strax. Maðurinn var handtekinn fyrir ölvun í Keflavík og færður inn í lögreglubíl. Hann lét öllum illum látum og beit meðal annars lög- regluþjón í höndina, svo af hlutust fleiður og rispur. Hann var því dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. - sh Karlmaður dæmdur í héraði: Beit lögreglu- þjón í höndina LONDON, AP David Cameron, leið- togi breska Íhaldsflokksins, legg- ur þessa dagana mikla áherslu á velferðarmál. Hann reynir hvað hann getur til að skapa sér mýkri ímynd, sem er verulega frá- brugðin hörkulegri ímynd sumra forvera hans á leiðtogastólnum, ekki síst „járnfrúarinnar“ Margrétar Thatcher. Í gær sagði hann í ræðu að Íhaldsflokkurinn legði nú jafn mikla áherslu á almenna velferð, eða „General Well Being“, sem hann skammstafaði „GWB“, og á „GDP“, sem táknar verga þjóðar- framleiðslu. Stuðningsmenn Camerons innan flokksins telja fullvíst að hin milda íhaldsstefna leiðtogans muni tryggja honum forsætis- ráðherraembættið að loknum næstu þingkosningum, en gagn- rýnendur hans segja flokkinn orðinn allt of mjúkan og bitlaus- an til þess að það geti skilað nokkrum árangri. „Að bæta velferðarskyn þjóð- félagsins er að mínu mati mikil- vægasta pólitíska verkefni okkar tíma,“ sagði Cameron meðal ann- ars í ræðu sinni í gær. Íhaldsflokkurinn gerði Camer- on að leiðtoga sínum í desember síðastliðnum. Hann lofaði því að gera verulegar breytingar á flokknum til þess að afla honum aukins fylgis. Flokkurinn hefur ekki sigrað í þingkosningum frá árinu 1992 og skipt fjórum sinn- um um leiðtoga á þessum tíma. Cameron sagðist ætla að hætta að einblína á markaðsfrelsi og baráttu gegn glæpum, og færa flokkinn nær miðju stjórn- málanna. Hann fór að tala um umhverf- ismál, sem flokkurinn hafði ekki látið sig mikið varða. Hann hjólar í vinnuna og hefur fengið leyfi til að setja upp vindmyllu á þaki hússins síns til þess að framleiða rafmagn handa sér. Hann lét sig hafa það að koma fram í umdeildum sjónvarps- þætti þar sem hann var spurður hvort hann hefði einhvern tím- ann dreymt kynferðislega drauma um Margaret Thatcher, en tókst að koma sér hjá því að svara þeirri spurningu. Jafnt harðlínumenn á hægri væng Íhaldsflokksins sem and- stæðingar hans í Verkamanna- flokknum hafa óspart gert grín að honum fyrir þessar áherslur, en engu að síður hafa þær skilað flokknum nokkru fylgi í skoðana- könnunum. Bilið á milli Íhalds- flokksins og Verkamannaflokks- ins hefur minnkað. gudsteinn@frettabladid.is Velferðarmál sett í öndvegi Leiðtogi breska Íhaldsflokksins leggur æ meiri áherslu á að breyta ímynd flokksins. DAVID CAMERON Leiðtogi breska Íhaldsflokksins á fundi um framtíðarmál í London í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÝJA-SJÁLAND, AP Nýsjálenskri lög- reglukonu hefur verið gert að hætta í aukavinnu sinni. Til að drýgja tekjurnar hafði konan unnið sem vændiskona. Yfirmönnum hennar var ekki skemmt þegar þeir komust að því í hverju aukavinna hennar fólst, jafnvel þó að vændi sé löglegt á Nýja-Sjálandi og lögregluþjónum sé heimilt að taka sér aukavinnu. Sögðu þeir vændi og lögreglustörf fara illa saman, og bættu við að konan hefði fengið leyfi fyrir aukavinnunni. Konan fékk áminningu, en er leyft að halda áfram vinnu sem lögregluþjónn. - smk Yfirmönnum var ekki skemmt: Lögreglukona hættir í vændi LEIKSKÓLAMÁL Borgarráð sam- þykkti á fundi sínum í gær að lækka gjaldskrá leik- skóla borgarinnar. Námsgjald verður lækkað um fjórðung frá og með 1. september næstkomandi. Þar að auki verður systkina- afsláttur með þeim hætti að aðeins þarf að borga fyrir eitt barn í fjöl- skyldu fyrir leikskóla- vistun, óháð fjölda syst- kina. Lækkunin á gjaldskrá leik- skólanna leiðir til lækkunar á tekjum borgarinnar upp á rúm- lega 93 milljónir króna, en þar að auki munu framlög borgarinnar til einkarekinna leikskóla hækka um fimmtán milljónir, því er kostnaður borgarinnar við breyt- inguna rúmar 108 milljónir króna. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokks- ins og forseti borgarsjórn- ar, segir þetta mikla kjara- bót fyrir fjölskyldufólk í borginni. „Þetta er algjör viðbót vegna þess að Reykjavíkurborg hefur unnið að áformum um gjald- frjálsan leikskóla og gerði ekki ráð fyrir neinni lækk- un á gjaldskránni á þessu ári út af þeirri vinnu. Í ljósi umræðu um verðbólgu og almenna hækkun í samfélaginu hljóta þetta að vera frábær tíðindi inn í þá umræðu,“ segir Björn Ingi. - æþe Reykjavíkurborg lækkar gjaldskrá leikskóla: Fjórðungslækkun síðar á þessu ári BJÖRN INGI HRAFNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.