Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 21.07.2006, Blaðsíða 57
Stórleikarinn Bill Nighy segist ekki nenna að búa sig undir hlut- verk sín í kvikmyndum en hann leikur aðalhlutverkið í bresku kvikmyndinni Stormbreaker ásamt Ewan McGregor. Mikið er búist við af þeirri mynd og má reikna með að hún verði aðal- smellurinn í Bretlandi. „Ég sé ekki tilganginn í því,“ sagði Nighy, sem skaust upp á stjörnuhimin hvíta tjaldsins í Love Actually en hafði fram að því einbeitt sér að leik í „vönduðum“ kvikmyndum. „Ég hætti því rugli fyrir mörgum árum síðan og reyni nú að undirbúa mig sem minnst,“ sagði Nighy, sem leikur einnig í framhaldsmynd- inni um sjóræningjana á Karíba- hafinu, Dead Man‘s Chest. „Í Stormbreaker leik ég þar að auki litlausan mann í gráum jakka- fötum með grátt yfirvaraskegg sem hefur engar tilfinningar,“ sagði Nighy og bætti við að fyrir slíkt þyrfti hann engan undirbúning. Leikkonan unga Katie Holmes eign- aðist sitt fyrsta barn á dögunum með leikaranum Tom Cruise. Lítið hefur verið af fréttum af litlu stúlk- unni þeirra sem ber nafnið Suri og engar myndir hafa birst af henni í fjölmiðlum. Samkvæmt tímaritinu People er Katie alltaf ein með barn- inu og lífvörðum sínum og Tom aldrei heima hjá mæðgunum. Katie mun vera orðin þunglynd út af þessu og brosir mjög sjaldan. Alltaf ein TOM CRUISE OG KATIE HOLMES Tom er aldrei heima hjá Katie og skilur hana að mestu eftir eina með barnið. Söngvarinn knái Justin Timberlake hefur aldrei verið mikið fyrir að gaspra um einkalíf sitt en í nýjasta hefti tímaritsins GQ kemur hann fram í opinskáu viðtali þar sem hann lætur allt flakka. Þar talar hann um samband sitt við popp- prinssessuna Britney Spears, sem hann segir að hafi verið ást við fyrstu sýn. „Ég lá kyllliflatur um leið og ég sá hana í fyrsta skiptið en hún sveik mig og það er erfitt að jafna sig á því.“ Justin segist þó óska henni velfarnaðar í líf- inu en þau hafa ekki talast við síðan þau hættu saman. Einnig talar hann um sam- band sitt við Cameron Diaz en miklar sögusagnir hafa verið þess efnis að þau séu hætt saman. Justin segir að þau séu ennþá kærustupar en þau reyni að forðast ágang fjölmiðla eins og heitan eldinn. Ást við fyrstu sýn JUSTIN TIMBERLAKE Talar opinskátt um einkalíf sitt í viðtali við tímaritið GQ. FRÉTTABLAÐIÐ/REUTERS CAMERON DIAZ Er ástin í lífi Justins um þessar mundir. Ekki er á allt kosið í heimi fræga fólksins enda skipta línurnar miklu máli í Hollywood. Lindsay Lohan lýsti því nýlega yfir að henni fyndist hún vera með of granna handleggi en leikkonan komst á forsíður slúðurblaðanna fyrir nokkru þegar hún grenntist heldur ótæpilega. Hún er nú á fullu að byggja líkamann upp og samkvæmt fréttum í slúðurblöð- um þar vestra hefur hún nú feng- ið æði fyrir að gera armlyftur. „Ég er í heilsurækt. Ég stunda armlyftur og þjálfa fæturna. Fólk hefur sagt við mig að því finnist ég vera með of granna handleggi svo að að ég geri langmest af því að hífa mig upp. Geri það eins oft og ég get. Ég er orðin nokkuð góð,“ sagði Lohan stolt. Leikkonan er nú á fullu við að taka upp kvikmyndina Bobby sem Emilio Estevez leikstýrir en hún segir frá morðinu á Robert Kennedy. Lohan er þar í fríðum flokki leikara en meðal þeirra sem koma við sögu eru Demi Moore og Anthony Hopkins. Þá leikur hún aðalhlutverkið í Chapter 27, sem fjallar um Mark David Chapman, morðingja John Lennon. Ósátt við granna handleggi LINDSAY LOHAN Ósátt við grönnu handleggina sína og stundar nú líkamsrækt af kappi. Þarf ekki undirbúning BILL NIGHY Hefur vafalítið ekkert kynnt sér hvernig lífið á Íslandi gengi fyrir sig áður en hann hóf leik í sjónvarpsmyndinni The Girl in the Café.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.