Fréttablaðið - 21.07.2006, Side 30

Fréttablaðið - 21.07.2006, Side 30
 21. júlí 2006 FÖSTUDAGUR6 Knattspyrnumaðurinn Tryggvi Guðmundsson er mörgum að góðu kunnur. Að hans sögn er honum ýmislegt til lista lagt annað en að spara til heimil- isins en hann segist þó vera það lánsamur að gera yfirleitt nokkuð góð kaup. Það kom nokkuð mikið hik á marka- hrókinn Tryggva Guðmundsson, leikmann Íslandsmeistara FH í knattspyrnu, þegar blaðamaður forvitnaðist um kaupvenjur hans enda er hann sennilega mun vanari því að svara spurningum um það sem gerist inni á knattspyrnuvell- inum heldur en spurningum um neyslu og fjárhag. „Ég geri nú yfir- leitt bara nokkuð góð kaup, eigin- lega hvorki nokkur sérstaklega slæm kaup né einhver óvenju góð kaup,“ segir Tryggvi og tekur það fram að hann sé mjög stöðugur maður að eðlisfari. „Ég er bara þessi rólega A4 týpa sem fer öruggu leiðina að hlutunum.“ Aðspurður um sparnaðaraðferð- ir á heimilinu segir hann svipað vera uppi á teningnum þar. „Veistu, ég er eiginlega bara allt of lélegur að spara peninga,“ segir Tryggvi léttur í bragði. „Ég hef eiginlega ekkert sérstakt kerfi á því hvernig ég spara peninga, ég klára náttúru- lega að borga reikningana eins og flestir aðrir í byrjun mánaðarins og nýti svo það sem eftir er,“ segir hann. „Ég held að ég sé ótrúlega heppinn með að vera svona stöðug- ur í kaupum mínum og ég er alveg frábærlega ánægður með þetta allt,“ segir Tryggvi að lokum. valgeir@frettabladid.is Ég er A4 týpan Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson segist vera mjög stöðugur maður, hann fari öruggu leiðina að hlutunum og því geri hann að jafnaði nokkuð góð kaup. Í Útivistarbókinni má finna fróðleik og gagnleg ráð til allra sem hyggjast njóta útivistar. Í Útivistarbókinni eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson er fjallað um landsins gæði, útbúnað og gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur. Bókin fæst nú á 1.990 krónur auk sendingar- kostnaðar hjá Stjórnunarfélagi Íslands. Páll Ásgeir hefur ferðast um Ísland árum saman og miðlar hér göngufúsum af reynslu sinni. Hann fjallar meðal annars um fatnað, nauðsynlegan búnað og nesti. Fjallgöngur og fjöruferðir, siðfræði tjaldbúalífs og birtir vandaðar lýsingar á spennandi gönguleiðum. Bókin er í mjúku bandi sem fer vel í vasa og er alls 168 blaðsíður. Til að nálgast bókina þarf að senda tölvupóst á stjornand- inn@stjornandinn.is. Útivistarbókin á tilboði Útivistarbókin hentar vel þeim sem ætla í gönguferðir um Ísland í fyrsta sinn. Þessa daga stendur yfir heilmikil útsala í verslunum Intersport. Sportfatnaður á dömur og herra frá vönduðum vörumerkjum eins og Nike og Firefly fæst á lægra verði. Sem dæmi má nefna Nike-bóm- ullarhettupeysu á dömur sem áður kostaði 7.490 kr. en er nú á 5.990 kr. og ermalausa Nike-boli fyrir herra á 4.690 en kostuðu áður 5.690 kr. Einnig er gott skóúrval á lækkuðu verði frá vörumerkjum á borð við Adidas og Nike. Inter- sport Húsgagnahöll er opin mán.- föstud. 10-19, laugard. 10-18 og sunnud. 12-18. Intersport Smára- lind er opin mán.-föstud. 11-19. laugard. 11-18 og sunnud. 13-18. Útsala í Intersport Þeir sem hafa hug á að endurnýja tækjabúnaðinn sem þarf til að halda garðinum fögrum og fínum ættu að líta inn í Sláttuvélamark- aðinum að Vagn- höfða. Þessa dag- ana eru sérstök sumartilboð í gangi og má gera kjarakaup. Sem dæmi má nefna að loft- púðavélar kosta tæpar tuttugu þúsund krónur. Rafmagnsvélsagir má fá á tæpar tíu þúsund krónur og bensínvélsagir á tæpar fimmt- án þúsund krónur. Einnig er sér- stakt tilboðsverð á Briggs og Stratton-orfi, aðeins 26.900 krón- ur, en orfið kostar annars tæpar 38 þúsund krónur. Þeir sem viilja kynna sér vöru- úrvalið geta skoðað heimasíðu verslunarinnar www.slattuvel.is. Tilboð á garðtækjum Sláttuvélamarkaðurinn býður sérstakt sumartilboð á tækjum í garðinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.