Fréttablaðið - 01.08.2006, Page 4

Fréttablaðið - 01.08.2006, Page 4
4 1. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR Opið: Alla virka daga kl. 9:00 -18:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS RENAULT MEGANE Nýskr 09.04 - ssk, ek. 36 þús. km. Verð á ður: 1. 690.00 0,- Tilboð : 1.390. 000,- 50.000 kr. af bensíni fylgja öllum notuðum bílum MEXÍKÓ, AP Viðskiptahverfi Mex- íkóborgar var lamað í gær vegna fjölmenns kröfufundar fylgis- manna Andrés Manuel López Obradors. Krafist var gagngerrar endurtalningar atkvæða í forseta- kosningunum í síðasta mánuði, en í þeim laut Obrador í lægra haldi fyrir Felipe Calderón. Munaði ein- ungis 0,6 prósentum atkvæða milli þeirra. Auk þess að tjalda á Zocalot- orgi komu mótmælendur sér fyrir á Reforma-breiðstrætinu, einni mikilvægustu umferðaræð borg- arinnar, og stöðvuðu þar alla umferð. Olli þetta miklu öngþveiti í risavaxinni borginni. Obrador hét því í gær að mót- mælin yrðu viðvarandi þar til látið yrði undan kröfum hans. - kóþ Forsetakosningarnar í Mexíkó: Hálf milljón mótmælir ANDRÉS MANUEL LÓPEZ OBRADOR Hótar því að mótmælin, sem eru farin að lama heilu borgarhlutana, verði viðvarandi um sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSSLAND, AP Rúmlega þrjátíu tsjetsjenskir uppreisnarmenn hafa nýtt sér sakaruppgjöf sem Rússar buðu þeim í síðasta mán- uði. Rússar tilkynntu 18. júlí að öllum uppreisnarmönnum í Tsje- tsjeníu og nágrannasvæðum byð- ist að leggja niður vopn og fá við það fulla sakaruppgjöf. Það gerðu þeir til að freista þess að stöðva þá óeirðaöldu sem skapaðist í kjöl- far þess að leiðtogi uppreisnar- mannanna, Shamil Basayev, var ráðinn af dögum hinn 10. júlí. Árásir á hersveitir Rússa þar hafa verið tíðar. - sh Tsjetsjenar leggja niður vopn: Þrjátíu nýta sér sakaruppgjöf GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 31.7.2006 Bandaríkjadalur 72,58 72,92 Sterlingspund 135,25 135,91 Evra 92,51 93,03 Dönsk króna 12,397 12,469 Norsk króna 11,757 11,827 Sænsk króna 10,012 10,070 Japanskt jen 0,6342 0,6380 SDR 107,64 108,28 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 128,0195 Gengisvísitala krónunnar LÖGREGLA Þrjú innbrot voru til- kynnt til lögreglunnar í Hafnar- firði um helgina. Á laugardag var tilkynnt um innbrot í skúr á svæði FH í Kaplakrika, en þaðan var ekkert tekið annað en gosdrykkir. Aðafaranótt mánudags var brotist inn í Golfskála Keilis á Hvaleyri og þaðan stolið lítilræði af skiptimynt. Einnig var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki skammt þar frá en engum sögum fer af ránsfengnum. Í báðum síðari til- vikunum fóru þjófavarnarkerfi í gang og stökktu þjófunum á flótta. Málin eru öll í rannsókn. - sh Nóg að gera hjá lögreglu: Þrjú innbrot í Hafnarfirði FJARSKIPTI Anna Þorgeirsdóttir, sem nýtir sér svokallaða 900-þjón- ustu Símans við rekstur ráðgjaf- arfyrirtækis, er ósátt við fyrir- hugaða breytingum á samningum Símans um þjón- ustuna. Önnu var nýverið sagt upp samningi sínum við Símann með tveggja mánaða uppsagnarfresti. Henni var boðið að endurnýja hann fyrir 1. október, þá samkvæmt nýjum skilmálum sem kveða á um að hlutfall ágóðans sem Síminn tekur í sinn hlut tvöfaldast úr 25 prósentum í 50 prósent. Þar að auki mun fast mánaðargjald fyrir þjónustuna hækka úr 3.100 krón- um í 7.900 krónur. Anna segir að oft sé hringt í hennar fyrirtæki fyrir áttatíu til níutíu þúsund krónur á mánuði. Ef miðað er við níutíu þúsund á mán- uði lækkar það sem Anna fær í vasann úr tæpum 65 þúsund krón- um í um 35 þúsund. „Mér finnst þetta svolítið gróft,“ segir Anna. „Ég sem legg fram vinnuna í þetta fyrirtæki fæ ekki nema fjörutíu prósent af hagnaðinum. Það eina sem þeir gera er að þeir eru með tölvu sem reiknar út mínútugjald- ið og svo sjá þeir um innheimt- una.“ Anna hefur haft samband við Neytendasamtökin vegna málsins. „Þeir sögðu að þetta væri mjög gróf hækkun í skjóli einokunar.“ Anna bendir einnig á að þessi nýi samningur muni líka gilda fyrir safnanir á vegum félagasamtaka. Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir önnur fjar- skiptafyrirtæki vel geta boðið þessa þjónustu líka. „Mér skilst að Og Vodafone hafi byrjað með svona þjónustu en hætt henni fljótlega.“ Hún segir breytinguna hjá Símanum fyrst og fremst rekstrarlegs eðlis. „Valið stóð á milli þess að hætta einfaldlega með þessa þjónustu eða endur- skoða hana frá grunni.“ Eva áréttar einnig að Síminn muni koma til móts við viðskipta- vini með því að gera allan hlut þeirra upp mánaðarlega í stað þess að standa skil á honum í sam- ræmi við hlutfall þess sem skilar sér frá greiðendum símreikning- anna. Síminn muni framvegis bera kostnað af óinnheimtum kröfum. Þetta segir Anna falskan jöfnuð því hún hafi alltaf haft 95 prósenta innheimtu og því litlu tapað á því. stigur@frettabladid.is Síminn fær helming ágóða 900-númera Síminn mun 1. október breyta skilmálum um svonefnd 900-númer þannig að framvegis renni 50 prósent ágóðans til þeirra, í stað 25 prósenta áður. Kona sem notar þjónustuna við fyrirtækjarekstur segir Símann nýta sér einokunarstöðu. EVA MAGNÚSDÓTTIR HÖFUÐSTÖÐVARNAR Upplýsingafulltrúi Símans segir Símann koma til móts við viðskipta- vini með því að taka á sig áhættu á vanskilum símreikninga. BRÉFIÐ TIL ÖNNU ÞORGEIRSDÓTTUR Í bréfinu frá Símanum segir að fyrirtækið muni nú taka helming af öllum ágóða sem kemur í gegnum 900-númerin. Bíll í ljósum logum Tilkynnt var um bíl í ljósum logum á Suðurlandsvegi um klukkan tíu í gærmorgun sem mikinn reyk lagði frá. Slökkviliðinu gekk vel að slökkva eldinn en bíllinn var mannlaus og án númera. Ekki er vitað hver upptök eldsins voru en bíllinn er gjörónýtur. SLÖKKVILIÐ Fangar með fíkniefni Þrjú fíkni- efnamál komu til kasta lögreglunnar á Selfossi í síðustu viku eftir að fíkniefni fundust í herbergjum fanga á Litla- Hrauni. Málin eru öll í rannsókn en um minni háttar magn var að ræða í öllum tilvikum. LÖGREGLUFRÉTTIR KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Umferð um aðalhlið varnarsvæðisins á Mið- nesheiði hefur verið hætt. Hliðið var tekið í notkun í mars 2005, fyrir fimmtán mánuðum. Kostnaður við framkvæmdir vegna þess nam rúmum 130 milljónum króna en reist voru ný varðskýli og bygging fyrir vegabréfaumsýslu auk breyt- inga á bílastæðum og girðingu. Umferð inn á varnarsvæðið verður eftirleiðis um svonefnt Grænáshlið. Ekki náðist í Jóhann R. Bene- diktsson, sýslumann á Keflavíkur- flugvelli, til að inna hann eftir ástæðum breytinganna. -bþs Aðalhlið varnarsvæðisins: Lokað fyrir fullt og fast LOKAÐ Umferð um aðalhlið varnarsvæðis- ins hefur verið hætt. MYND/VÍKURFRÉTTIR LÖGREGLUMÁL Tveir menn á þrí- tugsaldri rændu skrifstofur Bón- usvideó við Lækjargötu í Hafnar- firði í gær, er þeir ruddust inn í húsnæði fyrirtækisins og réðust að tveimur konum sem þar voru við störf. Þeir komust á brott með lítilræði af peningum. Lögreglan í Hafnarfirði fékk tilkynningu um ránið rúmlega eitt í gær og var komin fljótt á vett- vang. Vegfarendum tókst að hand- sama annan mannanna á vettvangi og héldu honum þangað til lög- reglan kom á vettvang, en hann hafði stokkið út um glugga á ann- arri hæð hússins. Á honum fannst lítilræði af peningum. Félagi mannsins komst undan á bifreið. Mennirnir voru óvopnaðir en réðust að konunum er þeir rudd- ust inn á skrifstofurnar. Ekki er vitað hversu mikla peninga menn- irnir komust undan með. Maðurinn sem lögreglan hand- tók á vettvangi hefur komið við sögu lögreglu áður. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var mað- urinn ekki samvinnufús við yfir- heyrslur og neitaði að gefa upp upplýsingar sem hjálpað gætu til við að leysa málið. Yfirheyrslur héldu áfram fram eftir degi en þegar Fréttablaðið fór í prentun var ekki búið að finna manninn sem komst undan. - mh Tveir menn rændu skrifstofur Bónusvideó í Hafnarfirði rétt eftir hádegi í gær: Veittust að tveimur konum AF VETTVANGI Lögreglan var fljót að koma á vettvang og hóf strax að rannsaka málið. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN ������������������������������������������������������������������������������������ ������������� ������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ����������������� ������������� ������������� ������������� ������������� �������������� ����������� ��������������� ����������� ��������������� �������������� �������������� �������������� �������������� ��������������� ���������� ����������� �������������� ����� ����������� �� ����������������� ����� ����������������� ����� ����� ��������������������� ������������ ������ � ����������������� ������� ��������������� ������ � �������� �������������������� �������������������� � ����������� ������� ��� ������ ������������� ������ ������� ��������� ������������ ������������ �������� ��������� ��� ����� ���� ����������� ����������������� ��������� ��������� �� �������� ��������������� ������ �������� ��� ������������������� �������������������������������� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� � � � � � � �� � � � �� �� ��

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.