Fréttablaðið - 01.08.2006, Side 22

Fréttablaðið - 01.08.2006, Side 22
 1. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR Umferð um þjóðvegi landsins hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og áratugi. Ástæðurnar eru margar og má þar nefna aukna bílaeign þjóðarinnar, fjölgun ferðamanna og þá staðreynd að vegirnir bera nú mikinn hluta flutninga sem áður fóru fram á sjó. Aukning hefur því bæði orðið á umferð einkabíla og stórra og mikilla flutningabíla. Vissulega hefur vegakerfi landsins tekið stakkaskiptum á undanförnum áratugum, til dæmis er bundið slitlag nú komið á flestar fjölfarnar leiðir. Þróun og bætur á vegakerfinu hafa þó ekki haldið í við stóraukna umferð og þjóðvegir landsins eru því ekki eins örugg umferðarmannvirki og þeir gætu verið. Fjöldi einbreiðra brúa á þjóðvegi 1 er óviðunandi, jafnvel þótt við þeim sé varað með skiltum og blikkandi ljósum. Vissulega eru ekki einbreiðar brýr þar sem umferð er mest en þær verða að hverfa á allra næstu árum, að minnsta kosti af hringveginum. Af samgönguáætlun þeirri sem unnið er eftir er hins vegar ekki annað að sjá en að vinna við fækkun einbreiðra brúa muni enn standa árið 2014, sem er árið sem áætlunin nær til. Breikkun vega í tvær akreinar í hvora átt, eins og vegfarendur hafa kynnst á nýju Reykjanesbrautinni, er mikil samgöngubót og hefur þegar sannað gildi sitt með tilliti til umferðaröryggis. Miðað við umferðarþunga ætti slíkur vegur með tvöfaldri akrein í hvora átt að liggja að minnsta kosti frá Reykjavík bæði að Hval- fjarðargöngum og austur á Selfoss. Í raun verður að teljast undarlegt að Hellisheiðarvegurinn sem opnaður var fyrr á þessu ári skyldi ekki vera tekinn alla leið í fjórar akreinar, þótt vissu- lega sé bót í endurbætta veginum miðað við þann gamla. Auk einbreiðu brúanna og vega með eina akrein í hvora átt verður svo að nefna breidd íslenskra þjóðvega, eða öllu heldur skort á breidd, þ.e. mjóar akreinar og ýmist litlar eða engar öryggisaxlir. Þessir mjóu vegir gera gríðarlegar kröfur til öku- manna um einbeitingu og mat á skynsamlegum hámarkshraða á hverjum stað. Markmið samgönguáætlunar um öryggi eru metnaðarfull. Ljóst er að ef ætlunin er að ná markmiðum um fækkun umferðar- slysa verður að auka fjárveitingar til vegamála, bæta vegi lands- ins enn hraðar en gert er ráð fyrir í núverandi áætlunum og forgangsraða þannig að áhersla sé lögð á þá staði sem umferðin er þyngst. Aldrei má þó gera lítið úr ábyrgð ökumanna á lífi og limum sínum og annarra vegfarenda. Á herðum ökumanna hvílir sú skylda að aka ævinlega í samræmi við aðstæður á hverjum stað, einnig þótt þeir kysu að þær væru betri. Óhætt er að fullyrða að íslenskir þjóðvegir bera víðast hvar ekki meiri hraða en þá 90 km á klukkustund sem leyfilegt er að aka á. Hins vegar eru aðstæður á vegum vegna þess hvernig þeir eru úr garði gerðir og einnig vegna umferðar og veðurs oft þannig að mun skyn- samlegra er að aka hægar en hámarkshraðinn kveður á um. Þetta ættu ökumenn að hafa hugfast um þá miklu umferðarhelgi sem fram undan er. SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Hringvegurinn ber ekki þá umferð sem honum er ætlað að bera. Betri vegi í forgang Þjóðvegir landsins eru ekki eins örugg umferðar- mannvirki og þeir gætu verið. FRÁ DEGI TIL DAGS AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 ��������������� ����������������� ���������������� ��������� � ���� ������������ ��� �� ������������� ��� Gott partí Margir tónleikagestir kusu að standa í brekkunni við Kjarvalsstaði til að sjá betur upp á sviðið þar sem Sigur Rós spilaði í fyrrakvöld. Ráku nokkrir upp stór augu þegar þeir litu inn í listasafnið þar sem vínglasaraðir stóðu á borðum í boði fyrir fólk sem þar var innandyra. Ekki var öllum heimiluð innganga því verðir pössuðu að almenningur kæmist ekki inn. Mátti sjá borgarfulltrúana Gísla Martein Baldursson, Björn Inga Hrafns- son og Dag B. Eggertsson spígspora innandyra og spjalla við gesti. Töldu menn að þarna hefðu borgarfulltrúar ákveðið að halda gott partí til að hita sig upp fyrir tónleik- ana. Svo mun þó ekki hafa verið því strákarnir í Sigur Rós höfðu fengið anddyri Kjarvals- taða lánað og boðið nánustu fjölskyldu og velunnurum upp á léttar veitingar. Dorrit á röltinu Annars fór vel um tónleikagestina og þrátt fyrir mannhafið var vel hægt að hreyfa sig á milli staða. Þannig mátti sjá forsetahjónin Ólaf Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff á röltinu meðal fólks í upphafi tónleikanna. Dorrit hefur verið aðdáandi íslenskrar tónlistar og oftar en einu sinni fengið hljómsveitir til að spila á Bessastöðum. Þau hjónin sækja einnig marga tónleika árlega. Á sunnudagskvöldið létu þau sig ekki vanta á Miklatúnið frekar en fjölmargir aðrir Íslendingar. Syndir feðranna Almennt er búist við að ríkisstjórnin fari að hugmynd- um formanns matvælaverðsnefndar forsætisráðherra og afnemi vorugjöld af matvælum, en við það gæti matarreikn- ingur heimilanna lækkað um nokkur þúsund krónur á ári. Vörugjöldin voru lögð á sem sérstök ráðstöfun í efna- hagsmálum árið 1975 í fjármálaráð- herratíð Matthíasar Á. Mathiesen. Eðli málsins samkvæmt kæmi það að mæla fyrir afnámi vörugjalds í hlut núverandi fjármálaráðherra en það er sem kunn- ugt er Árni M. Mathiesen, sonur Matthí- asar. Fari svo má segja að honum lítist ekki betur á pólitík föður síns en svo að hann leggi sig eftir því að nema hana úr lögum. En svo má vitaskuld, svo allrar sanngirni sé gætt, segja að tímarnir hafi breyst. bjorgvin@frettabladid.is bjorn@frettabladid.is Miðað við umferðina út úr bænum á góðviðrisdögum í vikulok, þá er það ekki bara heima hjá mér, sem fallegur sumardagur kveikir löng- un til að fara út úr bænum. Fólk þeysir af stað í bústaðinn eða bara eitthvert sem hugurinn girnist dragandi hjólhýsið, fellihýsið, tjaldvagninn eða bara með tjaldið í skottinu. Þessi löngun varð til þess að mesta sólskinsdeginum í Reykjavík í fyrrasumar eyddi ég á Kirkjubæjarklaustri, þar sem mest úrkoma á landinu mældist þann daginn. Á sólskinsdegi í fyrri viku þustum við hjónakornin enn úr sólinni í bænum í skýjaþykknið fyrir austan fjall. Nú var ekið vítt og breitt og skýjaþykknið því ekki til ama. Ferðin niður Þjórsárdalinn er mér efst í huga. Við skoðuðum Háafoss og Glanna sem eru ægifallegir og komum síðan að vininni í eyði- mörkinni sem heitir því látlausa nafni Gjáin. Einhverjir höfðu komið þar að og fundist staðurinn ákjósanlegt tjaldstæði. Ég furða mig ekki á því. Á hinu hneykslast ég hins vegar að fólki detti í hug að þar eigi það að tjalda, jafnvel þó að engin séu merkin um að slíkt megi ekki. Einhverjir höfðu þó fengið þá eigingjörnu hugmynd einmitt þessa helgi. Slík hegðan er ástæða þess að því miður er nauð- synlegt að hafa spjöld hér og hvar til að kenna fólki mannasiði. Áður en náttúruperlurnar voru skoðaðar höfðum við fengið okkur súpu og salat uppi á hálendinu og fengum að borga fyrir það 1.600 kr. á haus. Við dauðsáum eftir þessum kaupum, því auðvitað á fólk að mótmæla verðlagningu af þessu tagi með því að kaupa ekki þjónustuna, en það kunnum við því miður svo illa hér á skerinu. Við látum alla okra á okkur. Það sést best á því að svör manna við skýrslu hagstofustjórans um ofur- hátt verð á landbúnaðarvörum eru að allt sé svona dýrt. Konu skilst því helst að ekkert sé við okrinu að gera. Hún er ekki alveg sátt við það og telur eitt brýnasta verkefni þjóðmálanna að koma okkur út úr því okursamfélaginu. Ráðaleysi manna gagnvart okursamfélaginu finnst mér ná hámarki þegar stjórnmálamenn og ég held svei mér þá sumir hag- fræðingar halda því fram að ekki þýði að lækka matarskattinn eða afnema vörugjöld vegna þess að einhverjir muni stinga andvirðinu í eigin vasa. Þessir einhverjir eru líkast til smásalarnir, því heildsal- ar heyra meira en minna fortíð- inni til. Einhvern veginn finnst mér slíkur málflutningur hámark ráðaleysisins og minnir á þegar fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóri sagði, að ekki þýddi að sekta olíufélögin fyrir svindl vegna þess að þau mundu bara hækka verðið á bens- íninu og láta okkur bjánana sem notum það borga sektina. Við neytendur þurfum að vera betur á verði og leggja meira á okkur en við gerum til að veita þeim sem selja okkur meira aðhald. Nýlegt embætti talsmanns neytenda ætti að koma til hjálpar og birta stöðugt upplýsingar um verðlag og bæta þannig við gott starf sem ASÍ vinnur í þeim efnum. Ríkisvaldið á auðvitað að ganga á undan og lækka gjöld og auka samkeppni á matvælamark- aði. Sanngjarnt verð á þeim vörum er líklegt til að vekja okkur til umhugsunar um okrið á gallabux- um, kjólum, mat, bjór og víni á veitingastöðum og öðru því sem okrað er á í okkar fagra landi. Áður en ég leiddist af leið að tala um okrið var ég með hugann við ferðina niður Þjórsárdalinn. Þegar komið var niður fyrir Búr- fellsvirkjun benti leiðsögumaður minn á nánast hverja þúfu við ána, að mér fannst, og sagði að hér ætti að virkja og þarna ætti að virkja. Allt þetta rafmagn sem verður til á síðan að selja álverum fyrir slikk skildist mér á honum. Ég tek undir með fólkinu í Framtíðarlandinu og hvet til þess að við meira en stöldr- um við í þessu virkjunaræði. Það er verðugt verkefni þeirra sem vilja láta kjósa sig næsta vor að gera kjósendum skýra grein fyrir áætlunum í virkjanamálum og afstöðu þeirra til slíkra áætlana. Ég á nefnilega bágt með að trúa því að það sé bara hún ég sem ekki hafi áttað sig á umfangi þeirra framkvæmda sem eru á þröskuld- inum í þeim efnum. Auk þess legg ég til að eftir- launaósóminn verði afnuminn með lögum. Um okur og fleira Í DAG OKUR VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Við neytendur þurfum að vera betur á verði og leggja meira á okkur en við gerum til að veita þeim sem selja okkur meira aðhald. Nýlegt embætti tals- manns neytenda ætti að koma til hjálpar og birta stöðugt upplýsingar um verðlag og bæta þannig við gott starf sem ASÍ vinnur í þeim efnum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.