Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 16
1. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Það sem er helst að frétta af mér þessa dag-
ana er að ég ligg á ströndinni í Barcelona,“ segir
Guðný Hrund Karlsdóttir, fyrrverandi sveitar-
stjóri Raufarhafnar. „Ég er búin að vera hérna á
Spáni í tæpar þrjár vikur í sumarfríi með dóttur
minni.“
Guðný hefur verið á ferðalagi um norðurhluta
Spánar í fríinu sínu en mestum hluta tímans
hefur hún varið á ströndinni enda hitabylgja í
Evrópu. „Hitabylgjan sem hefur verið í Evrópu
undanfarið hefur ekkert truflað mig sérstaklega.
Ég er bara dugleg að bera á mig og dóttur mína
sólarvörn og nýt þess að vera á ströndinni,
þetta er toppurinn á tilverunni. Ég kvarta ekki
undan hitanum,“ segir Guðný Hrund.
Guðný Hrund lét af störfum sem sveitar-
stjóri Raufarhafnar við sameiningu sveitarfé-
laga á Norðurlandi þegar úr varð Norðurþing.
Aðspurð um hvað taki við að loknu sumarfríinu
sagði Guðný Hrund að hún myndi snúa sér
aftur að því sem hún starfaði við áður en hún
tók við bæjarstjórastólnum. „Þessa stundina
er ég bæjarstjóri á þriggja mánaða biðlaunum.
Þegar því lýkur fer ég að öllu óbreyttu að vinna
við það sama og ég var að gera áður, við tölvur
og bókhald. Ég er allavega ekki á leið í pólitík,“
segir Guðný Hrund.
Fyrir utan ferðina til Spánar hefur Guðný
Hrund notað sumarfríið í að ferðast um landið.
„Sumarfríið er búið að vera frábært. Ég er búin
að fara í útilegur og ferðast um landið, þetta er
búið að vera meiriháttar.“
Guðný Hrund er væntanleg til landsins í
dag og þá segir hún að sumarfríið muni haldi
áfram, því biðlaunin taki ekki enda fyrr en
10. september næstkomandi. „Maður heldur
bara áfram í sumarfríi heima á Íslandi í rúman
mánuð í viðbót nema að maður fari að vinna
áður. Þetta þriggja
mánaða sumarfrí
er búið að vera
dásamlegt,“
segir fyrrverandi
sveitarstjórinn
á ströndinni í
Barcelona.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐNÝ HRUND KARLSDÓTTIR FYRRVERANDI SVEITARSTJÓRI RAUFARHAFNAR
Sveitarstjóri á biðlaunum á Spáni
Á bænum þar sem Gestur
Pálsson skáld fæddist starf-
rækir nú Jón Sveinsson æð-
ardúnhreinsun. Blaðamaður
kom að þeim hjónum Jóni
og Innessa Lebedeva þar
sem þau voru í óða önn að
hreinsa dún og eftir stund-
arkorn kemur svo Larisa,
tengdamóðir Jóns, og hefst
handa við sömu iðju.
„Ég er búinn að vera í þessu frá
því 1989,“ segir Jón. „Ég kom mér
bara upp tækjum til að hreinsa
minn æðardún en fljótlega fóru
nágrannarnir að hellast yfir mig
og báðu mig um að hreinsa sinn
dún líka og þannig vatt þetta upp á
sig.“ Í dag er hann í viðskiptum við
áttatíu bændur og hreinsar um 460
kíló á ári. „Ég lærði markaðsfræði
í Bandaríkjunum í eitt ár og eftir
það var ég í stakk búinn að versla
sjálfur með þessa vöru svo ég
hringdi í kaupanda í Japan, reynd-
ar var þá miðdimm nótt þar í landi
en kaupandinn kom í símann og
svaraði „ah, are you from the Sam-
band?“ Ég kvað nei við en hann var
til í að kaupa,“ segir Jón.
Fimm manns hjálpa til við
hreinsunina þegar mest er að gera
í Miðhúsum en á haustin pakka
þau hjú niður og fara til Ríga í
Lettlandi þar sem þau eru að
þreifa fyrir sér með hönnun tísku-
vara.
Allir í fjölskyldunni leggja sitt
af mörkum svo hægt sé að gera
hlutina með hagkvæmum hætti.
„Það er allt svo dýrt hér á landi,“
segir Jón. „Hérna vildu menn þrjú
hundruð þúsund fyrir að láta
mynda fyrirsætu í flíkum sem
unnar eru úr dún en ég á þessa fal-
legu konu svo það voru hæg heima-
tökin,“ segir hann og má það til
sanns vegar færa því konan tekur
sig vel út með dún í hönd á æðar-
dúnssæng á myndum auglýsinga-
bæklings sem hannaður hefur
verið. Einnig blasa þessar myndir
við á veginum þegar ekið er fram-
hjá afleggjaranum að Miðhúsum
og á sú fegurð vel við í náttúrufeg-
urðinni á Reykhólum.
Blaðamaður hafði verið varað-
ur við því að ef hann færi að ræða
um æðardún við bóndann á Mið-
húsum að þá væri eins gott að hafa
nægan tíma aflögu. Það voru orð
að sönnu því það gustar af Jóni
þegar málin eru rædd og hann
verður óstöðvandi. Inessa kemur
þá að og segir bónda sínum að slá
aðeins af.
Hann heldur þó áfram af kappi
enda fróður um efnið og hugmynd-
ir hans margar. „Ég er að berjast
fyrir því að komið verði upp æðar-
dúnsmarkaði sem myndi virka
rétt eins og fiskmarkaðir,“ segir
Jón ákveðinn. „Þá geta framleið-
endur og kaupendur komið saman
og samið um verðið milliliðalaust
og þar með er ágóði heildsalans
dottinn út og ætti að renna þess í
stað til framleiðenda. Það eru þó
ekki allir ánægðir með þetta fyrir-
komulag en ég vonast til þess að
þetta verði að veruleika áður en
langt um líður.“
Jón telur að um tvö og hálft
tonn sé framleitt af æðardúni hér
á landi og þótt það sé ekki mikið er
það megnið af því sem til er á
heimsmarkaði. „Svo við setum
þetta í samhengi þá er rétt að geta
þess að til eru um sex þúsund tonn
af gæsadún á Japansmarkaði,“
segir hann. En það er heldur ekki
hlaupið að því að tína æðardúninn
því til að fá eitt kíló þarf að tína úr
65 hreiðrum. „Japani sem sefur í
sinni æðardúnssæng, sem yfir-
leitt inniheldur um sjö hundruð
grömm af æðardún, getur því
hugsað sem svo að hann hafi yfir
sér afurð frá um 45 fuglum sem
eru einhvers staðar á svamli hinu-
megin á hnettinum.“
En það gustar af fleirum en
Jóni við Miðhús því meðan á sam-
talinu stendur svífur haförn yfir
í allri sinni dýrð. „Þetta er dag-
legt brauð,“ segir Inessa sem er
orðin vön látunum í Miðhúsum,
hvort sem þau eru komin frá
furðufuglinum á bænum eða
öðrum fuglum. jse@frettabladid.is
FJÖLSKYLDAN VIÐ HREINSUN Hér er Larisa
að hreinsa dúninn eins og tengdasonurinn
Jón en kona hans, Inessa, hefur staðið upp
til að setja rússneskt popp á fóninn sem
glymur meðan hreinsað er.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
JÓN SVEINSSON MEÐ AFURÐINA Dúnn er hans ær og kýr. Um tvö kíló af dúni eru í pokanum sem þýðir að hann hefur verið tekinn úr um 130 hreiðrum.FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Með æði fyrir æðardúni
HÚSFREYJAN Á MIÐHÚSUM MEÐ DÚNINN
Einhverjum vegfarendum kann að bregða
í brún þegar ekið er að Reykhólum en þá
blasir húsfreyjan á Miðhúsum við sem hin
glæsilegasta fyrirsæta í auglýsingamynd
fyrir dúnhreinsunina.FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Viðskiptafrelsi
„Reynslan sýnir að
hugmyndir um frelsi í
viðskiptum og aukna
samkeppni hafa ekki
fæðst á Íslandi. Þessu
hefur yfirleitt verið
troðið upp á okkur í
tengslum við alþjóðlega
samninga.“
SVEINN HANNESSON, FRAM-
KVÆMDASTJÓRI SAMTAKA
IÐNAÐARINS, UM HUGMYNDIR UM
AFNÁM VÖRUGJALDS AF MATVÖRU.
FRÉTTABLAÐIÐ 31. JÚLÍ.
Kárahnjúkamótmæli
„Þá veittum við mjög
vinsamlega mótspyrnu
og meðal annars
settumst við niður og
lögðumst í götuna til að
tákna lífríkið sem mun
deyja, sögðum þjóðsög-
um o.fl.“
HAUKUR HILMARSSON, EINN
MÓTMÆLENDA KÁRAHNJÚKAVIRKJ-
UNAR, UM VERU ÞEIRRA Á LOKUÐU
VINNUSVÆÐI VIÐ VIRKJUNINA.
MORGUNBLAÐIÐ 31. JÚLÍ.
����������
��������������
�� ����������������������������������
����������
����
�����������
����������
���������
„Ég held að ef ég væri svolítið yngri
og ég væri karlmaður, þá mundi mig
langa dálítið í vélhjól, því að það
er ekkert eins karlmannlegt og að
hafa svona kraft fyrir framan þig,“
segir leikkonan góðkunna Guðrún
Ásmundsdóttir. Fréttir af ofsaakstri
vélhjólamanna innanbæjar sem utan
hafa verið nánast daglegt brauð
undanfarið.
„Ég er ansi hrædd um, að líkt og hjá
þessum mönnum, af því að þetta er
svo gaman og gefur manni svo mikið
vald og kraft, að ég mundi kannski
líka styðja einum of harkalega á
bensínið. Ég mundi jafnvel mæla
með því, af því að þetta er svo
skiljanlegur veikleiki fyrir karlmenn
sérstaklega, að þeir færu bara í
meðferð. Að fá bara manneskju sem
kann að hjálpa þeim að halda niðri
þessari karlmennskuímynd. Það er
enn þá meiri karlmennska að fara
aðeins varlega heldur en að æða
svona áfram, þótt það sé töff.“
SJÓNARHÓLL
OFSAAKSTUR VÉLHJÓLAMANNA
Ættu að fara
í meðferð
GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR