Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 12
12 1. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR DÚKKAN HEIMSFRÆGA Þessi Barbídúkka er til sölu á ráðstefnu Barbísafnara í Los Angeles. Sumar dúkkurnar seljast fyrir meira en eina milljón króna. NORDICPHOTOS/AFP LANDBÚNAÐUR Bændur á Suður- landi hafa margir hverjir þurft að glíma við ágangsharðar tófur í vor og sumar. Mun meira er um þær nú en verið hefur undanfarin ár. „Hér hafa ekki fundist greni áður, en okkur fór að gruna hvers kyns væri þegar lömb fóru að hverfa af bæjunum,“ segir Stein- ar Halldórsson, bóndi í Auðsholti 4 í Hrunamannahreppi. Um tut- tugu lömb hafa horfið í Auðsholti og hafa hræ af mörgum þeirra fundist illa leikin við tófugrenið. „Tófan fer mjög illa með lömbin. Sonur minn fann um daginn hræ þar sem lítið var eftir nema bein- in,“ segir Steinar. Hann segist einnig hafa orðið var við að minna sé um fuglalíf. „Á svæðum þar sem tófan tekur sér bólfestu hverfur til að mynda allur mófugl. Hér við Auðsholt hafa verið álftir á vötnum en þær hafa nú forðað sér eftir að tófan kom.“ Sigurður H. Jónsson refa- skytta segir áberandi mikið af tófu í byggðum nú. „Áður voru tófurnar eingöngu til fjalla en hafa nú fært sig niður um alla byggð.“ Hann segir mikinn mun á að veiða tófu í byggð þar sem hún er orðin vön manninum. „Ein áhrifaríkasta aðferðin við að halda tófunni í skefjum eru skothúsaveiðar á veturnar, og er það mikil og óeigingjörn vinna sem lítið fæst fyrir. Ríkið hefur dregið lappirnar í þessu máli, og því lendir kostnaður af veiðunum að miklu leyti á sveitafélögun- um,“ segir Sigurður. - öhö Ágengar tófur eru vaxandi vandamál hjá bændum á Suðurlandi: Dýrbítar drepa fjölda lamba TÓFA Dýrbítar hafa lagt fjölda lamba á Suðurlandi í vor og sumar. OSLÓ, AP Nemandi sem fleygði tertu í fjármálaráðherra Noregs má eiga von á allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að ráðast á opinber- an embættismann. Námsmaður- inn, 24 ára, sat fyrir fjármálaráð- herra landsins á fyrsta degi hennar í embætti og þóttist vera að óska henni til hamingju. Hún sá hvað hann hafði í hyggju og sneri sér undan. Nemandinn kastaði þá kökunni í hnakka ráðherrans. Henni varð ekki meint af. Kökukastarinn, sem hætti í námi eftir atvikið, verður kærður fyrir að hindra embættismann í starfi, líkamsárás og fyrir að „hræða og angra“ embættismann. Tilgangur kastsins mun hafa verið að hefja umræðu um hvort rétt sé að vinstrisinnuð manneskja sinni embætti fjármálaráðherra. - kóþ Henti köku í ráðherra: Fimmtán ára fangelsisdómur SJÁVARÚTVEGSMÁL Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- ráðherra segir ástæðu þess að allnokkrir skemmtibátar hafi fengið úthlutað þorsk- kvóta nýverið vera þá að um hafi verið að ræða betri kostinn af tveimur slæm- um. Í Fréttablaðinu fyrir helgi var sagt frá skemmti- bátaeigendum sem fengu úthlutaðan kvóta í vor án þess að hafa nokkurn tímann stundað veiðar í atvinnuskyni. Einar segir að um tiltölulega fáa aðila sé að ræða sem slíkt fengu en það hafi verið álit sérfræðinga að hætta fremur á slíkt eftir að breytingar voru ákveðnar með kvótaúthlutun í þorski heldur en skapa ríkinu skaðabótaábyrgð gagn- vart hundruðum ann- arra bátaeigenda. Sann- girni hafi þannig verið gætt þótt einstaka skemmtibátaeigendur nytu góðs af líka. „Til þess að koma í veg fyrir slíkt og til að koma til móts við þá er keypt höfðu kvóta í góðri trú þá voru gerðar breytingar á frumvarpinu sem lagt var fyrir Alþingi. Þó var flestum ljóst að stöku tilvik af þessu tagi gætu komið upp eins og hefur sannast,“ segir Einar K.- aöe EINAR K. GUÐFINNSSON Ráðherra um kvótaúthlutun til skemmtibáta: Sanngirni var gætt við kvótaúthlutun FÉLAGSMÁL Vafi leikur á hvort gera eigi fasteignasölum að sæta skylduaðild að Félagi fasteigna- sala og þar með að greiða hundr- að þúsund krónur á ári vegna starfa eftirlitsnefndar FF. Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis. Í frumvarpi til breytinga á lögum um sölu fasteigna, fyrir- tækja og skipa 2004 var gert ráð fyrir að öllum fasteignasölum yrði gert skylt að vera í Félagi fasteignasala. Jafnframt að sett yrði á fót sérstök eftirlitsnefnd með störfum fasteignasala, sem starfaði í tengslum við félagið og á kostnað þess. Félagið gæti lagt árgjald á félagsmenn til að standa straum af þeim kostnaði. Umboðsmaður bendir á að með breytingum sem gerðar hafi verið á frumvarpinu í meðferð þingsins hafi verið gert ráð fyrir skýrum skilum milli nefndarinnar og félagsins og þar með verið um að ræða grundvallarbreytingu á lög- formlegum tengslum hennar og FF. Hann vekur athygli dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og Alþingis á áliti sínu þannig að tekin verði eftir atvikum afstaða til þess hvort gera þurfi þá og þegar breytingar á gildandi lög- gjöf með þau sjónarmið sem rakin eru í þessu áliti í huga. - jss Umboðsmaður Alþingis um Félag fasteignasala: Telur skylduaðild vera vafasama BERLÍN, AP Fulltrúar Þýskalands, Ísraels, Bandaríkjanna og fleiri ríkja undirrituðu í síðustu viku samkomulag um að fræðimenn fengju aðgang að skjalasafni nasista, þar sem finna má millj- ónir skjala með lýsingum á fram- kvæmd helfararinnar, útrým- ingarherferðar nasista á hendur gyðingum. Samkomulag um þetta náðist í apríl síðastliðinum. Til þessa hafa einungis fórnarlömb hel- fararinnar og nánustu ættingjar þeirra haft aðgang að þessum skjölum, sem geymd eru í bænum Bad Arolsen í Þýska- landi. Aðrir sem hafa viljað skoða þau hafa þurft skriflegt leyfi frá fórnarlömbunum sjálfum til þess að fá aðgangsheimild. Nasistarnir skráðu vandlega allt sem viðkom útrýmingarbúð- unum. Þarna er að finna allt frá einföldum nafnaskrám yfir fanga og skrá yfir máltíðir þeirra yfir í hryllilegar lýsingar á dauða þeirra í smáatriðum. Þýsk stjórnvöld hafa til þessa ekki viljað rýmka aðgang að skjalasafninu með þeim rökum að þá yrði ekki hægt að vernda viðkvæmar persónuupplýsingar fórnarlambanna. Undanfarið hafa hins vegar fórnarlömbin sjálf, sem mjög eru nú komin til ára sinna, og ættingjar þeirra farið fram á að aðgangurinn yrði rýmkaður. - gb Í SKJALASAFNI NASISTA Þarna er að finna óhugnanlegar upplýsingar sem þýskir nasistar skráðu um það sem fram fór í útrýmingarbúðum þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Samkomulag um skjalasafn nasista í Þýskalandi: Nasistaskjöl nú aðgengilegri ������������������������������������������������������������������������������������������������������� ����������� �� ��� �������� � ����� �������� ���� ����� ���� ��� ������� ������ ��� ����������� ������� ��� ������������� � �������������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������������ ����������������������� ������������������ ���� ����� ������ ��� ������� ������� ����������������� ���� ��� � ����������� �������� ������ ������ �������� ��� ����� ������� � ��������������� ���������������������� ������� ���������������� ���������������������� ��������������������������� ��������������� ������ ������������������������� ����������������������� �������������������������� ��������������������� ������������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.