Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 54
 1. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR42 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 14. maí 2003. 2 Amiina. 3 Matthías Á. Mathiesen. LÁRÉTT 2 óskiptu 6 ryk 8 sjór 9 forskeyti 11 íþróttafélag 12 vera séður 14 óskýr 16 utan 17 kærleikur 18 besti árangur 20 tveir 21 heimsálfu. LÓÐRÉTT 1 hland 3 í röð 4 mjólkursykur 5 dýrahljóð 7 sósa 10 tal 13 horfa á 15 prik 16 tunna 19 golfáhald. LAUSN Stórstjarnan Silvía Nótt stefnir á að gefa fyrstu plötu sína út fyrir Bandaríkjamarkað í haust. Frá þessu er greint á heimasíðu Eurovision-keppninnar, Esctoday. com. Í viðtali á heimasíðunni útskýrir Silvía af hverju hún hyggst einbeita sér að Bandaríkja- markaði á næstunni. „Ég ætla að gera plötu fyrir Bandaríkin þar sem fólkið er í raun almennilegt og lyktar ekki eins og hrossaskítur,“ segir Silvía. Hún biður aðdáendur sína um að örvænta ekki: „Ekki verða of örvæntingarfull, ég er á leiðinni.“ Í fréttinni á heimasíðunni er sagt frá því að Ágústa Eva Erlends- dóttir, skapari Silvíu, hafi nýverið leikið í kvikmyndinni Mýrinni sem verði frumsýnd í október. Sagt er að hlutverk hennar í Mýrinni sé nokkuð langt frá Silvíu Nótt og því verði afar forvitnilegt að sjá hvernig útkoman verður. Síðan tökum á myndinni lauk hefur Ágústa aftur getað einbeitt sér að Silvíu og eytt löngum stund- um í hljóðverinu. Hún er komin með erlendan umboðsmann og má búast við aukinni umfjöllun um stórstjörnuna í erlendum fjölmiðl- um á næstunni. Þá heyrast þær fregnir úr herbúðum Silvíu að Íslendingar verði á næstunni upp- lýstir um næstu skref á frægðar- ferli hennar. Innan tíðar ætli hún sér að halda blaðamannafund hérlendis og kynna útgáfu plöt- unnar. - hdm Silvía Nótt til Bandaríkjanna SILVÍA NÓTT Stórstjarnan undirbýr nú útgáfu á plötu í Bandaríkjunum.FRÉTTABLAÐ- IÐ/VALLI „Hér verður meira tillit tekið til barna og foreldra en á hinum staðnum en án þess þó að fórna kúlinu. En barnavagnar og óléttar konur eru ansi áberandi í þessu hverfi,“ segir Friðrik Weiss- happel, einn af eigenum Laun- dromat Café í Kaupmannahöfn. Fréttablaðið tók Friðrik tali um helgina, á síðustu metrunum í undirbúningi að opnun nýs kaffi- hús. Í dag opnar Friðrik í félagi við Ingva Steinar Ólafsson og Brynj- ólf Garðarsson annað kaffihúsið undir heitinu Laundromat Café í Kaupmannahöfn. Friðrik segir að upphaflega hafi staðið til að opna fyrir tveimur mánuðum en vegna skorts á iðnaðarmönnum hafi það ekki tekist. „Íslenskir iðnaðar- menn hér í Köben hafa hins vegar riðið baggamuninn og unnið langt fram eftir. Ef ekki væri fyrir þá værum við ekki að opna núna. Ég hef reyndar notið þessara fram- kvæmda og nýtt tímann til að hressa upp á gamla staðinn við Elmegade og bæði kaffihúsin eru því í fullkomnu standi.” Íslendingar á ferð í gömlu höf- uðborginni hafa frá og með deg- inum í dag enn meiri ástæðu til að kíkja út fyrir Strikið og út á Aust- urbrú. En í námunda við nýja Laundromat Café er fjöldi versl- ana og auðvitað Parken fyrir þá sem hafa áhuga á dönskum fót- bolta. Nýi staðurinn er á horni Århusgade og Randersgade. Þegar komið er inn á nýja stað- inn fer ekki á milli mála að grænn litur er mjög áberandi. Á gamla kaffihúsinu, sem staðsett er á Elmegade á Norðurbrú, er rauði liturinn í aðalhlutverki. Friðrik segist vera búinn að ákveða litinn á næsta kaffihúsi en vill ekki gefa hann upp. kristjans@frettabladid.is FRIÐRIK WEISSHAPPEL: OPNAR NÝTT KAFFIHÚS Í KAUPMANNAHÖFN Barnvænt kaffihús en kúlinu ekki fórnað ATHAFNAMENN Í KAUPMANNAHÖFN Frið- rik Weisshappel, Ingvi Steinar Ólafsson og Brynjólfur Garðarsson reka nú tvö kaffihús í gamla höfuðstaðnum. Stefnan er sett á að opna fleiri innan tíðar. FRIÐRIK WEISSHAPPEL Kátur við barborðið á nýja kaffihúsinu í Kaupmannahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/KS LÁRÉTT: 2 öllu, 6 im, 8 mar, 9 sam, 11 kr, 12 sjást, 14 óljós, 16 án, 17 ást, 18 met, 20 ii, 21 asíu. LÓÐRÉTT: 1 piss, 3 lm, 4 laktósi, 5 urr, 7 majónes, 10 mál, 13 sjá, 15 stig, 16 áma, 19 tí. HRÓSIÐ ... fá meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar fyrir hreint magnaða tónleika á Miklatúni á sunnu- FRÉTTIR AF FÓLKI Aðdáendur Silju Aðalsteinsdóttur hafa þurft að gera sér að góðu stafalogn á vef Tímarits máls og menningar á meðan ritstýran brá sér í frí í Grímsey. Silja er hins vegar snúin aftur, tví- efld og endurnærð, og byrjar á að skauta yfir það sem vakti athygli hennar í fjölmiðlum nýlega. Meðal þess sem Silja er hrifin af er pistill Hall- gríms Helgasonar í Fréttablaðinu í gær, enda Hall- grímur „bestur að vanda“. Hún minnist reyndar líka á stórauglýsingu Orkuveitu Reykjavíkur, sem henni hugnast alls ekki og „ofbauð mér bara hvað hinn sungni texti var illa ortur“. Svo vill til að höfundur textans sem vakti þessar sterku kenndir innra með Silju er einmitt téður Hallgrímur Helgason. Mikið fjölmenni var á tónleikum Sigur Rósar á Miklatúni á sunnu- dagskvöldið. Fjöldi nafntogaðra einstakl- inga var þar á meðal og mátti sjá Björn Inga Hrafnsson borgarfulltrúa, Steingrím J. Sigfússon alþingis- mann, Hjálmar Sveins- son útvarpsmann og leikstjórann Árna Ólaf Ásgeirsson. Þá voru þau Addi Fannar úr Skítamóral og Yesmine Olsson og mætt. Jóhann Bachmann trommu- leikari fylgdist með tónleikunum, rétt eins og Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Birgir Hilmarsson úr Ampop, Nadia Banine sjónvarpskona og parið Guðjón Jónsson leikstjóri og Brynja Björk Garðarsdóttir blaðamaður, sem ekki hefur verið ráðin aðstoðarrit- stjóri Séð og heyrt eins og sagt var á þessum stað um helgina. - bs/hdm ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is Tökum á kvikmyndinni Astrópíu fer senn að ljúka en á miðviku- dagskvöldið verður efnt til stórbardaga við Kleifarvatn. „Við erum að leita að sjötíu einstakling- um á öllum aldri til að leika skrímsli, hálf- gerða orka eins og þeir birtust í kvikmyndinni Hringadróttins- sögu,“ útskýrir Alexía Björg Jóhannesdóttir, aðstoðarleik- stjóri myndar- innar, þegar Fréttablaðið spyr hana nánar út í þessa orrustu en þeir sem hafa áhuga á að taka þátt er bent á tölvupóstfangið alexia- bjorg@gmail.com en reikna má með að tökurnar standi yfir alla nóttina. „Við viljum enn fremur beina því til fólks að það mæti í svörtu,“ segir hún og telur að þarna eigi eftir að skapast frábær stemning. Astrópía er ævintýramynd af bestu gerð en hún segir frá ungri stúlku sem neyðist til að standa á eigin fótum eftir að kærasta henn- ar er varpað í steininn. Hún fær sér vinnu í myndasögubúð þar sem ótrúlegir atburðir gerast. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fer með aðahlutverkið en meðal annarra leikara eru þeir Sverrir Þór Sverrisson, Pétur Jóhann Sig- fússon og Snorri Engilbertsson. Leikstjóri Astrópíu er Gunnar Björn Guðmundsson og er þetta hans fyrsta mynd í fullri lengd en það er Kvikmyndafélag Íslands sem sér um framleiðsluna. Töluvert er um bardaga í myndinni en að sögn Alexíu hafa engin slys orðið á fólki. „Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel og við erum núna degi á undan áætlun,“ segir Alexía. Leita að sjötíu skrímslum fyrir lokatökuna ORKI Hinir sjötíu staðgengl- ar fá það hlutverk að leika skrímsli við Kleifarvatn. RAGNHILDUR OG PÉTUR Leika aðalhlut- verkin í kvikmyndinni Astrópía en tökum á myndinni lýkur á miðvikudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ / HRÖNN �������������� ������� ���������� ���� ������������ ���������� ��� �
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.