Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 8
8 1. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR VIÐSKIPTI Hagnaður rúmlega 21 þúsund fyrirtækja sem einnig voru í rekstri árið 2004 var 11,7 prósent af tekjum, samanborið við árið áður þegar hagnaður sömu fyrir- tækja var 6,5 prósent. Þetta kemur fram í nýju hefti Hagtíðinda sem gefið er út af Hagstofunni. Árið 2004 var hagnaður af reglu- legri starfsemi allra fyrirtækjanna í safninu, sem eru rúmlega 27 þús- und, 11,2 prósent tekna, en árið áður var hagnaður allra fyrirtækj- anna sex prósent af tekjum. Í yfirlitinu eru fyrirtæki í öllum atvinnurekstri, þar með talin opin- ber fyrirtæki í hlutafélags- eða samlagsformi. - sh Íslensk fyrirtæki: Hagnaður jókst frá 2003 til 2004 ATVINNUMÁL Bandalag háskóla- manna rannsakar nú vinnuaðstæð- ur fólks í vaktavinnu og segir Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, þessa vinnu helgast af því að ekki gangi nógu vel að fá fólk í vaktavinnu. „Það hefur sýnt sig að ekki nægir að hækka launin til að laða fólk að vaktavinnu og nú ætla ríki og sveitarfélög að finna úrræði til að gera vaktavinnu eftir- sóknarverðari.“ Halldóra segir að forvinna fyrir rannsóknina hafi sýnt að það sé ekki vaktakerfið sjálft sem sé aðalvandamálið heldur sú stað- reynd að vaktir séu oft illa mann- aðar sem auki álagið. Halldóra segir að þegar niður- stöður rannsóknarinnar liggi fyrir verði sest niður með viðsemjend- um og reynt að finna leið til að gera vaktavinnu eftirsóknarverðari. „Þróunin hefur verið sú að fólk gerir meiri kröfur um styttri vinnutíma og meiri sveigjanleika í vinnu nú en áður, sem skýrist af því að þarfir fjölskyldunnar eru í auknum mæli í fyrirrúmi.“ Hall- dóra segir að þótt margir vilji betri laun í vaktavinnu sé einnig hægt að bæta vinnuumhverfið á annan hátt. Í tengslum við rannsóknina verða spurningalistar sendir til sjúkrahúsa, sambýla, slökkviliðs, lögreglu og annarra stofnana þar sem unnið er á sólarhringsvökt- um. Niðurstöður eru væntanlegar í byrjun nóvember. - hs Bandalag háskólamanna rannsakar vinnuaðstæður fólks í vaktavinnu: Mikið álag fylgir vaktavinnu HALLDÓRA FRIÐJÓNSDÓTTIR Formaður BHM segir að reynt verði að finna leið til að gera vaktavinnu eftirsóknarverðari. ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S TO FA N /S IA .IS I C E 3 3 5 3 6 0 7 /2 0 0 6 SAN FRANCISCO MINNEAPOLIS – ST. PAUL ORLANDO BOSTON ÍSLAND REYKJAVÍK GLASGOW MANCHESTER STOKKHÓLMUR HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ BERLIN FRANKFURT MÜNCHEN MÍLANÓAMSTERDAM ZÜRICH MADRID BARCELONA LONDON PARÍS NEW YORK BALTIMORE – WASHINGTON STYRKIR VERÐA VEITTIR TIL BARNA Á ALDRINUM 6-16 ÁRA Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina félagsins til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert 80 börnum og fjölskyldum þeirra kleift að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð. Landsbankinn annast fjárhald sjóðsins. Verndari Vildarbarna er Vigdís Finnbogadóttir. + Umsóknareyðublöð eru á www.vildarborn.is Umsóknarfrestur er til 1. september 2006. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrsta vetrardag, 21. október 2006. UMSÓKNIR UM FERÐASTYRKI VILDARBARNA ICELANDAIR RÁÐNINGARÞJÓNUSTA Ert þú í atvinnuleit? Leyfðu okkur að aðstoða Skráðu þig á www.hhr.is HH Ráðgjöf, Ráðningarþjónusta - Fiskislóð 81 - 107 Reykjavík Sími: 561 5900 - Fax: 561 5909 - Tölvupóstfang: hhr@hhr.is - www.hhr.is VIÐSKIPTI Össur hagnaðist um 155 milljónir króna á öðrum ársfjórð- ungi eða sem nemur rúmri 2,1 milljón Bandaríkjadala. Afkoman er undir spám grein- ingardeilda bankanna en meðal- talsspá þeirra hljóðaði upp á þrjár milljónir dala sem gera 220 millj- ónir króna. Sala félagsins jókst um 85 pró- sent á milli ára og nam um 4,8 milljörðum króna á fjórðungnum. Kemur vöxtur einkum til vegna ytri vaxtar Össurar. Velta er held- ur yfir öllum spám greiningar- deildanna. Félagið afskrifaði um þrjár milljónir dala á fjórðungnum vegna fyrirtækjakaupa að undan- förnu. Össur hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðnings- vörur. - eþa Afkoma Össurar undir spám: Sala stóreykst á milli ára FERÐAÞJÓNUSTA Reykjavíkurborg er meðal fimm heitustu áfanga- staða heimsins á næstu fimm árum, samkvæmt nýrri úttekt Orbitz.com en sá vefur er einn vinsælasti ferðavefur í Bandaríkj- unum. Velja þeir á fimm ára fresti fimm staði sem ferðalangar verða að heimsækja og upplifa og eru vissir um að verði á meðal vinsæl- ustu áfangastaða næstu fimm árin. Reykjavík er þar á blaði enda þykir skríbentum vefsins mikið til borgarinnar koma. Gestrisni íbúa er rómuð sem og sú orka öll sem býr í landsmönnum öllum. Stutt sé í heimsklassa afþreyingu á borð við Bláa lónið og nóg sé af börum og veitingastöðum til að fullnægja hvötum allra. Þær fimm borgir sem mælt er með næstu fimm árin eru auk Reykjavíkur, Shanghai í Kína, Cape Town í Suður-Afríku og Albuquerque og New Orleans í Bandaríkjunum. Vinsælustu borg- arferðir Bandaríkjamanna síðustu fimm árin samkvæmt Orbitz hafa verið London, Cancun, Toronto, París og Vancouver. - aöe Nýr listi ferðavefs yfir heitustu ferðamannastaðina: Reykjavík á listanum HEILLANDI ÞRÁTT FYRIR VEÐRIÐ Einn vin- sælasti ferðavefur Bandaríkjanna telur að Reykjavík verði á meðal vinsælustu áfanga- staða ferðamanna næstu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SRÍ LANKA, AP Miklir bardagar voru í norðausturhluta Srí Lanka í gær milli stjórnarhers landsins og upp- reisnarhers Tamíl-tígra. Barist var um stífluhlið sem Tamíl-tígr- arnir lokuðu fyrr í júlímánuði og skrúfuðu þá fyrir vatnið hjá allt að sextíu þúsund manns í héruðum sem eru undir stjórn ríkisins. Stjórn- arherinn lagði til atlögu við uppreisnar- mennina í gær og banaði að minnsta kosti 39 þeirra, en Tígrarnir vógu fimm stjórnarhermenn á móti. Stjórnarherinn segist hafa ráð- ist á Tamíl-tígrana af „mannúðar- ástæðum“ til að tryggja að skjól- stæðingar sínir hefðu vatn til að veita á akra sína og að með árásinni hefði ekki staðið til að rjúfa vopnahléið sem ríkt hefur í landinu síðan 2002, en átökin í gær voru þau mestu í fjögur ár. Að sögn Ulf Henricsson, yfir- manns norrænu eftirlitssveitanna á Srí Lanka er vopnahléið milli stríðandi fylkinga í landinu nú ein- ungis vopnahlé „í orði kveðnu“ og óttast hann „hörmungar“ brjótist stríð út að nýju. Puratchi, talsmað- ur Tamíl-tígra, tók í sama streng og sagði vopnahléið „ógilt og marklaust,“ en ekki náðist í aðra foringja uppreisnarmanna til að staðfesta það. Allt er nú í uppnámi vegna frið- argæslustarfa Íslendinga á Srí Lanka. Evrópusambandsþjóðirnar Danmörk og Finnland hafa til- kynnt að frá og með 1. september muni þær draga sig í hlé eftir að Tamíl-tígrar sögðust ekki treysta á hlutleysi þeirra, í kjölfar þess að ESB skilgreindi uppreisnarherinn sem „hryðjuverkasamtök“. Lík- legt er að Svíar tilkynni einnig um brotthvarf sitt á næstu dögum. Þá standa eftir Íslendingar og Norð- menn einir til að sinna eftirlits- störfum Norðurlandaþjóða. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Íslands er í skoðun hjá ráðuneytinu að fjölga Íslendingum í eftirlitssveitinni og einnig að leita, í samstarfi við stríðandi fylkingar, til ríkja utan Evrópusambandsins til að taka þátt í störfum hennar. Engar ákvarðanir hafi enn verið teknar um framhaldið, en mikill vilji sé til þess að starfa áfram í Srí Lanka. klemens@frettabladid.is Friðurinn úti á Srí Lanka Yfirmaður eftirlitssveitanna óttast hörmungar. Upp- reisnarmenn segja vopnahléið ógilt og utanríkis- ráðuneyti Íslands íhugar að fjölga í eftirlitssveitinni. ULF HENRICSSON MEÐLIMIR STJÓRNARHERS SRÍ LANKA Stjórnarherinn segist enn virða vopnahléið, þrátt fyrir að hafa vegið 39 uppreisnarmenn í gær. Tamíl-tígrar eru ekki á sama máli um friðar- horfurnar, né talsmaður norrænu eftirlitssveitarinnar. NORDICPHOTOS/AFP 1Hvaða ár giftu Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson sig? 2Hvaða hljómsveit spilaði á undan Sigur Rós á Miklatúni? 3Hver er faðir Árna M. Mathiesen? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.