Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 23
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. GÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 1. ágúst, 213. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 4.33 13.34 22.32 Akureyri 4.01 13.19 22.34 Arnar er búinn að æfa líkamsrækt markvisst í tvö ár og vildi breyta til, sem varð til þess að hann fór að æfa fyrir maraþonið. „Mér finnst sumrin henta vel til útiveru en gott að æfa inni á veturna og þess vegna var til- valið að taka þátt í hlaupinu,“ útskýrir hann. „Það eru mörg góð skokksvæði á höfuðborgarsvæðinu, meðal annars í Laugardal þar sem ég held til.“ Arnar hefur undirbúið sig síðast- liðna tvo mánuði fyrir maraþonið og hleypur að meðaltali þrisvar sinnum í viku. „Ég tek hraðaæfingu einu sinni í viku, en þá hleypur maður 800 metra mjög hratt en skokkar aðra 800,“ segir hann. „Þetta er endurtek- ið fjórum sinnum og tekur aðeins hálftíma, enda er maður dauðuppgef- inn á eftir. Svo tek ég langhlaup og hleyp þá á bilinu 10-15 kílómetra í ríflega klukkutíma og korter. Þriðja daginn skokka ég rólega í klukku- tíma og er því ekki á keppnishraða, enda nauðsynlegt að ofkeyra ekki lík- amanum.“ Hálfmaraþonið sem Arnar mun hlaupa er 21 kílómetri en hann stefnir á að fara vegalengdina undir tveimur tímum. „Það er nokkuð góður tími fyrir byrjanda,“ segir hann og bætir við að góður hlaupari nái þessu á einum og hálfum tíma. Að mati Arnars skiptir ekki síður máli að vera vel búinn fyrir hlaup eins og að vera í góðu formi. „Ég hleyp í Asics-skóm og í fatnaði frá Nike. Svo er ég með GPS-tæki um úlnliðinn, sem heldur utan um ótrúlegustu upplýs- ingar. Það sýnir til dæmis vegalengd- ina svo óþarfi er að mæla leiðina áður en lagt er af stað. Með því að tengja tækið við tölvu má einnig skoða hver hjartslátturinn var á tilteknum tíma, hvar maður stóð sig best og á hvaða sviðum maður þarf að bæta sig.“ Arnar segist finna mikinn mun á sér eftir að hann fór að hlaupa. „Það er auð- veldara að vakna á morgnana og mér finnst ég standa mig betur á flestum sviðum í daglegu lífi. Hlaup er ein skemmtilegasta íþrótt sem völ er á og almennt heilsubætandi.“ roald@frettabladid.is Fær í flestan sjó Arnar Pálsson, sérfræðingur hjá félagsmálaráðuneytinu, æfir fyrir Reykjavíkurmaraþonið sem fram fer 19. ágúst. Arnar æfir af fullum krafti fyrir Reykjavíkurmaraþonið og segist finna á sér mikinn mun eftir að hann fór að hlaupa.FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Á innfelldu myndinni sést gps-tækið sem Arnar notar. Haustnámskeiðin eru nú að hefjast í líkamsræktarstöðvum World Class í Laugum, Spönginni og húsi Orku- veitunnar. Má þar nefna extreme- þjálfun, rope yoga og fjögurra vikna löng lokuð átaksnámskeið fyrir konur og karla, sem eru samblanda af stöðvaþjálf- un, spinning, eróbikki og dansi svo fátt eitt sé nefnt. Sjá www.worldclass.is Læknum tókst á dögunum að græða andlit á kínverskan bónda, sem orðið hafði fyrir árás frá bjarndýri. Þetta er í annað sinn sem aðgerð af þessu tagi heppnast, en skemmst er að minnast þess þegar andlit látins manns var grætt á franska konu eftir að hundur hafði bitið hana í andlitið. Ýmislegt erá döfinni hjá Útivist. Næstkomandi fimmtudag verður gengið um Tröllaskaga og stendur gangan yfir verslunar- mannahelgina. Dagana 9.-14. ágúst verður síðan farið í þriggja daga bakpokaferðalag kringum Langasjó. Sjá www.utivist. ALLT HITT HEILSA FIMM ÁRA MEÐ PÚTTER Golfnámskeið fyrir börn njóta vinsælda. BLS. 4 BAUJAN ER LYKILL AÐ LÆKN- INGAMÆTTI LÍKAMANS Guðbjörg Thoroddsen hefur þróaað sjálfshjálpar- aðferð sem er væntanleg á bók. BLS. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.