Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 1. ágúst 2006 3 Grasaskot eru heilsusamleg lausn sem hefur slegið í gegn. Menn eru sífellt í leit að nýjum leiðum til að bæta heilsuna og nýjasta heilsuæðið sem hefur gripið um sig hérlendis eru svokölluð grasaskot, það er að segja safi sem pressaður er úr hveitigrasi í lítil mál til að drekka. Það er kannski rangt að kalla þetta æði, þar sem vinsældir grasaskotanna hafa vaxið jafnt og þétt á Íslandi á undanförnum mánuðum. Þau hafa um langt skeið verið eftirsótt heilsuvara erlendis, enda tölu- vert um liðið síðan Ann Wigmore kynnti þau á heilsu- setri á Púertó Ríkó þar sem þau slógu í gegn. Þótt sumum gætu þótt skotin fremur ógirnileg að sjá eru þau unnin úr hveitigrasi, sem ekki skal rugla saman við gras, og því full af blaðgrænu, vítamínum, ensímum, stein- og andoxunarefnum sem viðhalda ferskleika frumna og eru holl fyrir kroppinn. Þeir sem taka skotin inn segja áhrifin ótrúleg og því ekki úr vegi að sannreyna það með því að prófa. Grasaskot fást í Maður lifandi í Borgartúni 24 og Hæðarsmára 6 og líkamsræktarstöðvum World Class. roald@frettabladid.is Allt er vænt sem er grænt Hveitigrasið er sett í sérstaka pressu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Nú er safinn tilbúinn til drykkjar, en ótrúlegur kraftur fæst úr einu skoti. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Nú líður að Reykjavíkur- maraþoni. Verður 21 árs gam- alt met FH-ingsins Sigurðar Péturs Sigmundssonar slegið? Met Sigurðar er án efa eitt það elsta innan frjálsra íþrótta. Kíló- metrana 42 hljóp hann á 2 klukku- tímum, 19 mínútum og 46 sekúnd- um árið 1985 í Berlín. Sá sem næst kemst tíma hans er Daníel Smári Guðmundsson en hann hljóp maraþon í Dublin árið 1993 á 2 tímum, 28 mínútum og 30 sekúnd- um. Þarna munar 8 mínútum og 44 sekúndum en á eftir Daníel koma nokkrir hlauparar sem eru mjög nálægt tíma hans. Í kvennaflokki eru yfirburðir Mörthu Ernsdóttur enn meiri. Íslandsmet hennar sem sett var árið 1999 er 2 tímar, 35 mínútur og 15 sekúndur. Rétt eins og Sigurður setti Martha metið í Berlín. Næst- fljótasti maraþonhlaupari íslenskra kvenna er Anna Jeeves en hennar tími er 9 mínútum og 28 sekúndum lakari. Bestu tímana í ár eiga Stefán V. Sigtryggsson og Huld Konráðs- dóttir. Stefán hljóp á 2 tímum, 44 mínútum og 34 sekúndum í byrjun árs í Miami, en Huld hljóp á 3 tímum, 13 mínútum og 14 sekúnd- um í Hamborg í lok apríl. Maraþonmet íslendinga Svíinn Mans Höiom var fljótastur allra í síðasta Reykjavíkurmaraþoni. Hver verður það í ár? FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Suttungamjöðurinn inniheldur jurtir sem allar hafa jákvæð áhrif á flest hreinsi- líffæri líkamans eins og lifrina, nýrun, sogæðakerfið og ristilinn. Að auki er Stuttungamjöður örvandi fyrir blóðflæði líkamans. Í þessari grasalækningafor- múlu er að finna mjólkurþistil, króklettu, brenninetlu, spírulína, cayenne-pipar og fleira. Að sögn grasalækna hjá Jurtaapótek- inu er Suttungamjöður allsherjar hreinsiblanda sem hentar vel til þess að taka á eins til þriggja mánaða kúrum. Jurta- blandan er auk þess vökvalosandi og spíru- lína er orkugefandi. Margvísleg jákvæð áhrif á líkamann SUTTUNGAMJÖÐUR ER HREINSANDI JURTABLANDA SEM HEFUR MARGVÍS- LEG AFEITRUNARÁHRIF Á LÍKAMAN. Suttungamjöðurinn er allra meina bót. Lille Collection Frunsur getur verið bráðsmitandi, alveg frá því að fyrsta blaðran kemur í ljós á húðinni og þar til öll frunsan er eitt hrúð- ur. Herpes Simplex veiran (HSV), smitar meðan hún er virk og berst frá einum einstaklingi til annars með beinni snert- ingu. Veiruna er helst að finna í vessum frá sárum og því þarf að gæta þess að snerta ekki opin sár á meðan vessar leka úr þeim og dreifa þeim síðan á eigin líkama eða annarra. Smitandi frunsur Frunsur eru bráðsmitandi. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.