Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 48
36 1. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is > Bologna bætist við Norska blaðið Nettavisen greindi frá því í gær að njósnari frá ítalska liðinu Bologna væri að fylgjast með sóknar- manninum Veigari Páli Gunnarssyni með Stabæk gegn Sandefjörd í norska boltanum á sunnudag. Veigar náði sér ekki á strik í leiknum frekar en aðrir leik- menn Stabæk. Eins og kunnugt er hafa ensku liðin Tottenham, Portsmouth, Charlton og Sout- hampton verið að fylgjast með Veigari sem er efstur í einkunna- gjöfinni hjá Dagbladet í Noregi með 5,93 í meðaleinkunn. FÓTBOLTI „Þetta kom mjög snöggt upp á sunnudaginn og KR komst strax að samkomulagi við Val. Ég var tilbúinn að leggja fram aðstoð mína og þeir spenntir fyrir því að fá mig út þetta tímabil,“ sagði Sig- þór Júlíusson sem skipti óvænt yfir í KR í gær. Það var síðasti dagur félagaskipta en Sigþór hefur spilað með Völsungi frá Húsavík í 2. deildinni í sumar á lánssamningi frá Val. „Eftir að Völsungur tapaði á laugardag þá eru möguleikarnir að komast upp orðnir mjög litlir, annars hefði ég reynt að klára það verkefni með liðinu. En þetta er síðasti möguleiki fyrir mig að gera eitthvað meira í efstu deild,“ sagði Sigþór sem var í leikmannahópi KR í gær gegn Fylki, Mikið var um félagaskipti í gær, Andri Valur Ívarsson sneri aftur til Vals úr láni hjá Völsungi, Geoff Miles fékk félagaskipti úr Keflavík í Stjörnuna, Helgi Pétur Magnússon fór að láni frá ÍA til HK og Breiðablik lánaði Gunnar Örn Jónsson í Fjölni. - egm Félagaskipti gærdagsins: Sigþór sneri aftur til KR FÓTBOLTI Valur og Breiðablik mætast í Landsbankadeild kvenna í kvöld en Valsdstúlkur geta nán- ast tryggt sér Íslandsmeistaratit- ilinn tapi þær ekki leiknum. Vals- stúlkur hafa unnið alla tíu leiki sína í deildinni til þessa og hafa nú þegar þriggja stiga forystu á Blikastúlkur sem hafa auk þess leikið einum leik fleira. „Þetta er okkar síðasti mögu- leiki og þrátt fyrir að við mynd- um vinna þennan leik er enn langur vegur eftir. Þær eru með sex stiga forystu auk þess að vera með betri markatölu og það þarf ótrúlega mikið að gerast til þess að við náum þeim í keppn- inni um titilinn. Við gerum þó að sjálfsögðu hvað við getum og stefnum til sigurs,“ sagði Þóra B. Helgadóttir, fyrirliði og mark- vörður Breiðabliks. „Við lítum fyrst og fremst á þennan leik sem undirbúning fyrir Evrópukeppnina sem við höldum í á sunnudaginn. Við þurfum að vera komnar á góða siglingu þegar við förum þangað en upp að vissu marki þá höfum við sætt okkur við það að titil- baráttan er fyrir bí. Við ákváð- um að einbeita okkur að bikarn- um og Evrópukeppninni,“ sagði Þóra en Valsstúlkur unnu fyrri leik liðanna 4-1 á Valbjarnar- velli. „Þar lagði Valur línurnar fyrir mótið og stolt okkar er sært, við höfum engu að tapa og stefnum á að sanna okkur og sýna,“ sagði Þóra. - hþh Þóra Björg Helgadóttir, fyrirliði Breiðabliks: Stolt okkar er sært og við ætlum að vinna LA ND SB AN KA DE IL DI N FÓTBOLTI Íslenska U17 karlalands- liðið bar sigurorð af frændum sínum frá Finnlandi á Norður- landamótinu sem hófst í Færeyj- um í gær. Þrátt fyrir að lenda tveimur mörkum undir eftir aðeins sjö mínútur gáfust íslensku strák- arnir ekki upp, jöfnuðu fyrir leik- hlé og unnu svo öruggan sigur. Kristinn Steindórsson jafnaði leikinn með tveimur mörkum en í seinni hálfleik skoraði Viðar Örn Kjartansson tvö mörk og Viktor Unnar Illugason eitt og tryggðu Íslandi 5-2 sigur. Næsti leikur liðs- ins er í dag þegar leikið verður gegn Dönum. - hþh U17 ára landslið Íslands: Skoraði fimm gegn Finnum Örn setti Íslandsmet Sundkappinn Örn Arnarson komst ekki í úrslit í 50 metra flugsundi á Evrópumót- inu í Búdapest í gær þrátt fyrir að setja Íslandsmet. Örn synti á 24,27 sekúndum í undanrásunum en það dugði honum ekki til að komast í úrslit en hann varð í tíunda sæti í undanúrslitunum og var rúmum fimmtungi úr sekúndu frá því að komast í úrslit. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyri handboltafélag, hefur strax sett tóninn á æfingum hjá nýsameinuðu liði Þórs og KA. Tveir leikmenn mættu í fötum merktum KA á fyrstu æfinguna í síðustu viku en þjálfarinn vill ekki að leikmenn æfi í búningum frá sínum gömlu félögum. Leikmenn liðsins eiga von á nýjum æfingafatnaði nú í vikunni. „Ég vil ekki að menn séu í Þórs eða KA búningum. Það er verið að stofna nýtt lið og ég vil að menn einbeiti sér að því. Þetta gerðist bara einu sinni og mun ekki ger- ast aftur. Það verður refsing ef einhver dirfist að brjóta reglurnar,“ sagði Rúnar í léttum dúr en hann leysti málið með því að líma yfir merki KA. Æfingar hófust á mánudaginn í síðustu viku og er Rúnar ánægður með byrjun- ina. „Það gengur þokkalega. Hópurinn hefur aldrei farið niður fyrir tuttugu stráka, þrátt fyrir forföll og ég er því með stóran og breiðan hóp. Það er mjög jákvætt en stærsti hluti hans er reyndar í 2. flokki. Það breytir því ekki að það verður mikil samkeppni um stöður,“ sagði Rúnar sem vonast eftir því að styrkja hópinn frekar fyrir komandi átök. „Við erum full seint á ferðinni og úrvalið á leikmannamarkaðnum er ekkert. Við höfum verið að kíkja í kringum okkur en það hefur lítið gengið,“ sagði Rúnar sem býst fastlega við því að missa einn sinn besta leikmann, Arnór Gunnarsson, sem mun að öllum líkindum ganga í raðir Vals. KA og Þór hafa marga hildina háð en eftir sameininguna eru þessir fyrrum fjendur búnir að sameinast í eitt lið. „Mönnum kemur furðu vel saman, þetta er að blandast hægt og rólega. Við munum fara í einhverjar æfingaferðir til að þjappa hópnum vel saman enda eru þetta tvær fylkingar sem þurfa að sameinast,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. FORNIR FJENDUR SAMEINAÐIR Á AKUREYRI: STRAX KOMIÐ Í VEG FYRIR UMDEILDAN ÆFINGAFATNAÐ Límt yfir KA-merkið á fyrstu æfingu GOLF Sigmundur Einar Másson úr GKG varð um helgina Íslands- meistari í höggleik á Urriðavelli af miklu öryggi en fyrir sigurinn var nafn hans ekki það þekktasta í bransanum. „Ég var tólf ára þegar ég byrjaði að æfa golf. Golfklúbb- urinn var með kynningu í skólan- um mínum og þannig fékk ég áhugann, ég hef eiginlega átt heima á golfvellinum síðan ég byrjaði. Um leið og ég var búinn í vinnunni þá hjólaði ég beint út á golfvöll og svo endaði þetta með því að ég fékk bara vinnu á vellin- um. Um leið og vinnutímanum lauk þá fór maður strax að slá,“ sagði Sigmundur. Hann er úr Kópavoginum og var í fótbolta hjá Breiðabliki áður en golfið tók nánast allan hans frí- tíma. „Ég vann Íslandsmeistara- titil unglinga í holukeppni árið 2000 eftir að hafa verið í golfi í rúm þrjú ár,“ sagði Sigmundur sem verður 23 ára í nóvember en hann býr í Bandaríkjunum þar sem hann er við nám. „Ég er að læra fjármálahagfræði og á eitt ár eftir af skóla en get spilað tvö ár í viðbót. Ég klára þau og svo er aldrei að vita hvað gerist eftir það.“ Sigmundur setur stefnuna á atvinnumennsku og er byrjaður að skipuleggja framtíð sína í kringum það. Eftir sigur hans um helgina hafa margir talað um kyn- slóðaskipti í golfinu en Sigmundur tekur nú ekki alveg undir það. „Heiðar Davíð er ekki mikið eldri en ég og því tel ég að orðið kyn- slóðaskipti eigi kannski meira við í kvennagolfinu enda var orðið langt síðan ung stelpa hafði náð sigri þar,“ sagði Sigmundur. „Þetta leit kannski út fyrir að vera auðvelt hjá mér en það var það alls ekki. Ég var búinn að setja upp ákveðið leikskipulag og spil- aði eftir því. Það var mjög sætt að ná að að sigra, fyrir tveimur árum hefði ég endað meðal tíu efstu en fékk frávísun þar sem ég skrifaði undir vitlaust skor. Í fyrra spilaði ég illa seinasta daginn og fékk níu á eina holuna og átti því ekki möguleika á því að vera meðal efstu manna. Fyrir þetta mót var ég síðan staðráðinn í að vera í bar- áttunni og það tókst.“ Hann fagnaði sigrinum á sunnu- dag ásamt öðrum keppendum á Hótel Loftleiðum. „Þar voru allir keppendurnir saman að borða góðan mat. Þar var mjög góð stemning,“ sagði Sigmundur sem mætti síðan aftur til vinnu í gær en í sumar hefur hann verið að kenna unglingum hjá GKG. Hann segir þó að æfingagjaldið hafi ekki hækkað eftir sigur sinn. „Þau njóta bara góðs af þessu,“ sagði Sigmundur Einar Másson að lokum. elvargeir@frettabladid.is Byrjaði á skólakynningu Á sunnudag lauk Íslandsmótinu í höggleik en þar voru krýndir nýir meistarar í karla- og kvennaflokki. Sigmundur Einar Másson er nýr meistari í karlaflokki. PÚTTAÐ Sigmundur mundar hér pútterinn á átjándu holunni á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA BÝR Í BANDARÍKJUNUM Sigmundur Einar Másson var nýja nafnið sem skráð var á Íslands- meistarabikarinn en hann stundar nám í Bandaríkjunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA KNATTSPYRNUÞJÁLFARAR Barna og unglingaráð Aftureldingar auglýsir eftir þjálfurum í nokkra flokka pilta og stúlkna frá og með 1 september. Þjálfaramenntun og reynsla er skilyrði. Hjá Aftureldingu er unnið metnaðarfullt starf þar sem fagmennska og forvarnir eru höfð að leiðarljósi. Aðgangur er m.a að 3 íþróttasölum, Tungubökkum sem er eitt besta grassvæði landsins auk gerfisgrasvallar við Íþróttamiðstöðina við Varmá Áhugasamir eru beðnir að senda inn umsóknir fyrir 10. ágúst á netfang umfa@simnet.is eða í pósti merkt Tryggvi Þorsteinsson Lækjartúni 5 270 Mosfellsbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.