Fréttablaðið - 01.08.2006, Page 26

Fréttablaðið - 01.08.2006, Page 26
 1. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR4 Golfíþróttin er í miklum vexti hér á landi. Hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ finna menn fyrir þessari uppsveiflu enda mæta börn frá fimm ára aldri á barnanámskeiðin. Þeir Guðni Birkir Ólafsson og Davíð Gunnlaugsson sjá um barna- námskeiðin hjá Kili. „Þetta eru krakkar frá fimm ára aldri og upp í fjórtán ára,“ segir Guðni. „Þetta eru byrjendanámskeið þar sem við förum yfir helstu grunnatrið- in, þar með talið reglur, vipp og pútt og að slá og bara allt sem tengist golfi.“ Námskeiðin snúa ekki einungis að tæknihlið golfsins. Lögð er áhersla á að brjóta upp formið og hafa gaman af íþróttinni, félags- skapnum og umhverfinu. „Í dag fór ég með helming krakkanna í golfbíl á meðan Davíð fór með hinn helminginn í gilið hér við völlinn að leita að boltum. Þetta eru hlutir sem við gerðum þegar við komum hingað sem krakkar og urðum um leið hugfangnir af golf- inu,“ segir Guðni. Guðni kveðst undrandi yfir því hversu fljótir krakkarnir eru að ná tökum á íþróttinni og hann er mjög ánægður með árangurinn sem hefur náðst. „Það hafa komið margir mjög efnilegir krakkar til okkar í sumar, margir sem slá vel. Einhverjir þeirra eru nú þegar komnir í klúbbinn og eru byrjaðir að keppa,“ segir Guðni. Hann hrósar stelpunum líka sérstaklega og segir það hafa komið skemmti- lega á óvart hversu öflugar þær væru. Tveir fimm ára strákar eru nú á námskeiði hjá Guðna og Davíð og að sögn strákanna gengur þeim mjög vel. „Þeir slá ekki jafn langt og eldri krakkarnir og púttin eru ekki jafn góð en þeir eru samt sem áður hörkuduglegir,“ segir Guðni. „Þeir fá líka svo mikið út úr þessu vegna þess að þeim finnst þetta svo gaman.“ Næsta námskeið í Mosfells- bænum hefst 8. ágúst og stendur yfir til 17. ágúst. Skráning fer fram í síma 566-7415. tryggvi@frettabladid.is Fimm ára með pútter Æfingin skapar meistarann og aldrei er of snemmt að byrja. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Golfi fylgir góð útivera og ekki skemmir umhverfið í Mosfellsbæ fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Því stærri sem ílátin eru sem við borðum úr, því meira skömmtum við okkur. Stórir matardiskar fá okkur til að borða meira en við annars gerð- um, án þess að við tökum eftir því. Þetta sýnir ný rannsókn við Cornell-háskólann í New York sem sagt er frá í sænska Aftonbladet. Í blaðinu er þeim sem vilja létta sig ráðlagt að byrja á að skipta út matardisknum og fá sér minni. Síðan er sagt frá 85 næringarsér- fræðingum sem boðið var í ísveislu. Helmingur hópsins fékk tvöfalt stærri skálar en hinir. Síðan gengu allir að hlaðborði. Þegar að var gáð hafði sá hluti hópsins sem stærri skálarnar fékk tekið sér að meðaltali 31% meira af ís en þeir sem voru með litlu skálarnar. Úr því næringarsér- fræðingarnir áttuðu sig ekki á hlutföllunum milli ítláta og skammta má reikna með að svo sé um fleiri. Stórir diskar - stórir skammtar Hæfilega stór diskur með hæfilegum matarskammti. Flestir sjá fyrir sér gervilimi þegar minnst er á stoðtækja- fræðinga. Starf þeirra er hins- vegar mun víðtækara. Vala Þórólfsdóttir er stoðtækja- fræðingur hjá Stoð ehf. Hún sér- hæfir sig í sérlausnum fyrir börn en stærsti hluti stafs hennar felst í smíði og hönnun á spelkum. Flestar spelkur sem Vala vinn- ur með eru sérsmíðuð. Ferlið hefst á því að tekið er gifsmót af þeim sem á að nota spelkuna og kallast mótið negatíva. Önnur afsteypa er tekin af gifsinu og þá er komin nákvæm eftirmynd af líkamspartinum sem spelkan á að styðja við. Þetta mót er kallað pósitíva. Pósitívan er því næst mótuð eftir því hvernig spelkan á að líta út og hvaða eiginleika hún á að hafa svo hún geri sitt gagn. Þegar pósitívan er tilbúin tekur stoðtækjasmiður við verkinu og smíðar sjálfa spelkuna eftir mót- inu. Þeir sem vilja læra stoðtækja- fræði verða að leita út fyrir land- steinana. Vala valdi að fara til Noregs og þrátt fyrir lítinn mark- að hérlendis var hún staðráðin í að koma heim að námi loknu. Starfsvettvangurinn er ekki stór og þar sem mjög persónuleg tengsl myndast milli stoðtækja- fræðinga og kúnna eru fáir til- búnir að gefa frá sér einstaklinga sem þeir hefur unnið með í fimm eða sex ár. „Það er vilji til að fylgja sínu fólki eftir,“ segir Vala. „Mér var hins vegar mjög vel tekið hjá Stoð og það gerði gæfu- muninn.“ Erlendis tíðkast að stoðtækja- fræðingar fái alla kúnna inn á vinnustofu til sín. Hérlendis eru þeir mun meira á ferðinni og oftar en ekki eru það þeir sem fara til kúnnanna. „Í skólanum var kennt að maður ætti að vera í þverfaglegum teymum. Ég hélt alltaf að það yrði aldrei að veru- leika en vegna þess hversu mikið við erum á ferðinni hittum við aðra sem vinna með kúnnanum, eins og sjúkraþjálfara, umönnun- arfólk, lækna og auðvitað for- eldra,“ segir Vala. „Þessi hluti er til fyrirmyndar á Íslandi.“ Íslendingar eru framarlega í þróun og smíði allra stoðtækja. Til að mynda eru flestar spelkur sem búnar eru til í Stoð úr kol- trefjaefni í stað plasts. „Koltrefj- arnir eru dýrari, en mun léttari og sterkari og henta í mörgum til- vikum vel í spelkur,“ segir Vala. „Bekkjarfélagar mínir úr skólan- um eru alltaf jafn hissa þegar ég segi þeim frá koltrefjunum en þeir vinna flestir með plast.“ Ástæðan fyrir koltrefjanotkun- inni hérlendis er að mati Völu greiðvirkni og skilningur Trygg- ingastofnunar. Þrátt fyrir aukinn kostnað sjá þeir augljósa kosti koltrefjanna fram yfir plastið. Það sama er ekki uppi á teningn- um í nágrannalöndunum og má því segja að við séum skrefi á undan nágrönnum okkar á þessu sviði. tryggvi@frettabladid.is Býr til spelkur fyrir börn Völu líkar vel við þá nánd sem myndast milli stoðtækjafræðinga og skjólstæðinga. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Rockadile AL 26 FAXAFENI 7 S: 5 200 200 MÁN - FÖS. KL. 9-18. LAU. 10-16 Full búð af góðum tilboðum Útsalan hafin Alvöru fjallahjól 17.34028.900 Frábært 21 gíra kvenhjól á 40% afslætti Ertu orðin leið á að vera með appelsínuhúð, slit og slappa húð? Komdu þá til okkar, það virkar! Pantaðu frían prufutíma í síma 587-3750 Englakroppar.is Stórhöfði 17

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.