Fréttablaðið - 01.08.2006, Page 50

Fréttablaðið - 01.08.2006, Page 50
 1. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR38 FÓTBOLTI Garðar Jóhannsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu gegn döpru liði ÍBV í Laugardaln- um í gær. Valsmenn hófu leikinn af krafti og mættu mun ákveðnari til leiks en Eyjamenn sem áttu ekki skot að marki í fyrri hálf- leiknum. Heimamönnum gekk þó illa að skapa sér færi en héldu boltanum vel innan liðsins og biðu þolinmóðir eftir tækifærunum. Þau komu og Garðar Jóhanns- son skoraði laglegt mark með skalla í stöngina og inn eftir fyrir- gjöf Birkis Más Sævarssonar sem átti lipra spretti í leiknum. Bo Henriksen var einmana í sóknar- línu ÍBV og mátti sín lítils gegn Vali Fannari Gíslasyni og Barry Smith sem héldu sóknum Eyja- manna í skefjum. Valsmenn bætti við öðru marki áður en fyrri hálfleikur var allur og aftur var Garðar að verki. Nú átti hann gott þríhyrningsspil við Sigurbjörn Hreiðarsson sem end- aði með góðu skoti Garðars í mark- ið og heillum horfnir Eyjamenn fóru í vondri stöðu inn í hálfleik- inn. Í hálfleiknum þurfti að skipta um línuvörð þar sem Gunnar Gylfason, starfsmaður KSÍ, þurfti að hlaupa upp á fæðingardeild. Yfirburðir Valsmanna héldu áfram í síðari hálfleik en þeir komust í 3-0 þegar Matthías Guð- mundsson slapp einn í gegn eftir sendingu frá Sigurbirni, fór auð- veldlega fram hjá Hrafni og renndi boltanum í netið. Skömmu síðar innsiglaði Garðar svo þrenn- una þegar hann fylgdi eftir skalla Pálma Rafns sem Hrafn hafði varið vel og niðurlæging ÍBV var fullkomnuð. Matthías skaut svo þrumuskoti í þverslána áður en hann rak síð- asta naglann í kistu Eyjamanna þegar hann renndi boltanum í netið eftir að hann og Birkir höfðu sluppið aleinir í gegnum götótta Eyjavörnina. Eyjamenn virtust algjörlega áhugalausir í leiknum og stefna hraðbyri niður í 1. deildina með þessu áframhaldi á meðan Vals- menn eru komnir í annað sæti deildarinnar. - hþh Valsmenn burstuðu ÍBV 5-0 í Laugardalnum í gær: Eyjamenn niðurlægðir Í BARÁTTUNNI Garðar Jóhannsson er hér í baráttunni um boltann í leiknum í gær en hann fór fyrir frábærum sóknarleik Vals í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI „Mér líður frábærlega,“ öskraði Garðar Jóhannsson svo glumdi um Laugardalsvöllinn í samtali sínu við Fréttablaðið eftir leik Vals og ÍBV í gærkvöldi. Garðar skoraði þrennu í leiknum en þetta var hans fyrsti deildar- leikur fyrir Val frá því hann gekk í raðir liðsins frá KR. „Þetta gæti auðvitað ekki byrj- að betur fyrir mig. Ég er virkilega ánægður og liðið og leikstíll þess hentar mér mjög vel. Auðvitað er meiri háttar að skora þrjú mörk en það voru stigin þrjú sem skiptu mestu máli,“ sagði Garðar skæl- brosandi en hann var sposkur á svip aðspurður um skilaboðin sem hann sé að senda sínu gamla félagi KR með þrennunni eftir að félagið lét hann fara í sumar. „Eftir fjögur mögur ár í Vest- urbænum er gaman að skora hérna í fyrsta leiknum en menn verða bara að lesa það á hvaða hátt sem þeir vilja hvort ég sé að senda einhver skilaboð,“ sagði Garðar. - hþh Garðar Jóhannsson: Þetta gæti ekki byrjað betur GÓÐUR Garðar átti frábæran leik í gær og skoraði þrennu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI „Þetta er svo ósann- gjarnt,“ sagði Fylkismaðurinn Eyjólfur Héðinsson eftir leik og var mjög daufur í dálkinn. „Þetta var alveg eins og í fyrri leiknum. Við gjörsamlega yfirspilum þá allan leikinn en náðum ekki að koma tuðrunni í netið fyrr en á síðustu sekúndunni. Og þetta fjandans víti, þetta var svo mikil gjöf frá Garðari dómara og gjör- samlega ófyrirgefanlegt. Svo fer boltinn þrisvar í hönd KR-inga í þeirra teig án þess að hann dæmi neitt. En við vorum miklu betri í leiknum og það var mikið hallað á okkur í dómgæslunni.“ Fyrri hálfleikur var rólegur í meira lagi. Þó svo að liðin séu hvor við sinn endann á töflu Lands- bankadeildarinnar munar ekki mörgum stigum á þeim og því mikið í húfi. KR-ingar eru síður en svo í rónni að vera svo nálægt fallsvæðinu og því var ljóst að þeir ætluðu sér þrjú stig í leikn- um. Bæði lið hafa oftast sýnt betri leik en þau gerðu í fyrri hálfleik og var afskaplega fátt um fína drætti. Varnarmenn liðanna voru vel með á nótunum og sinntu sínu hlutverki. Aðeins nokkur hálffæri litu dagsins ljós en þó voru heima- menn talsvert sprækari aðilinn. Síðari hálfleikur hófst á þeim nótum að skipt hafði verið um aðaldómara leiksins. Jóhannes Valgeirsson meiddist í leik Grinda- víkur og Fylkis fyrir skömmu og höfðu þau meiðsli greinilega tekið sig upp í fyrri hálfleiknum. Það var því kallað á Garðar Örn Hin- riksson sem tók við dómgæslunni eftir hléið. Og við það gjörbreyttist taktur leiksins. Garðar dæmdi hvoru liði aukaspyrnu á hættulegum stað snemma hálfleiksins sem ekkert kom úr en eftir fimm mínútna leik dæmdi hann afar umdeilda víta- spyrnu. Boltinn kom úr innkasti inn á vítateig og átti Björgólfur Takefusa engan möguleika að ná boltanum. En honum virtist brugð- ið af Ragnari Sigurðssyni og því vítaspyrna umsvifalaust dæmd. Björgólfur skoraði sjálfur úr spyrnunni gegn sínum gömlu félögum en hann skipti úr Fylki í KR í haust. Fylkismenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn en þrátt fyrir margar þungar sóknir voru það KR-ingar sem voru fyrr til að auka forystu sína og aftur var það Björgólfur sem kom boltanum yfir línuna. Aðeins nokkrum sek- úndum áður áttu Fylkismenn sína bestu sókn í leiknum er Páll Ein- arsson átti skalla að marki eftir horn sem var varið af varnar- manni KR á línunni og Kristján Finnbogason klófesti knöttinn í kjölfarið. En í næstu andrá fékk KR horn- spyrnu sem Sigmundur Kristjáns- son tók. Gunnlaugur Jónsson skall- aði svo boltann beint fyrir fætur Björgólfs sem skoraði örugglega. Fylkismenn héldu áfram að sækja mikið en uppskáru ekki mark fyrr en á lokamínútu leiks- ins er Eyjólfur átti sendingu inn fyrir sofandi vörn KR á vara- manninn Albert Brynjar. Hann kom boltanum fram hjá Kristjáni sem kom út á móti. En Björgólfur Takefusa var sáttur þótt hann gæti að vissu leyti tekið undir orð Eyjólfs. „Þeir áttu ef til vill meira í leiknum eins og í fyrri leik liðanna í sumar. En við skoruðum fleiri mörk og meðan það er svo er mér sama hversu vel eða illa við spilum.“ Aðspurður um vítið sagði Björ- gólfur að óeðlileg snerting hefði átt sér stað. „Hvort sem það var viljandi eða ekki þá klemmdi Ragnar mig þannig að ég gat ekki hlaupið á eftir boltanum. Ég gat því ekki staðið í lappirnar og Garð- ar dæmdi víti hvort sem það var rétt eða ekki.“ En hverju sem líður þá var hann ánægðastur með stigin þrjú og í fyrsta skipti í sumar skoraði Björgólfur í sigurleik KR í deild- inni. „Nú telja mörkin mín loksins til stiga og það er það sem skiptir máli. Hér spilaði ég í tvö góð ár og hér er frábært að vera. En það er svo sem ekkert sjálfgefið að skora mörk en það gekk í dag og vonandi heldur það áfram,“ sagði þessi fyrrum liðsmaður Fylkis og hetja KR-inga í gær. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Björgólfur lék gömlu félagana grátt KR-ingar nældu í þrjú dýrmæt stig í Árbænum í gær með 2-1 sigri á Fylki. Gamli Fylkismaðurinn Björgólf- ur Takefusa stal senunni og sökkti sínum gömlu félögum með tveim mörkum. BROT? Þórir Hannesson rökræðir við Garð- ar Örn Hinriksson í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MARK Björgólfur Takefusa er hér við það að skora annað mark sitt í leiknum án þess að Fjalar Þorgeirsson nái að koma nokkrum vörnum við.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.