Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 42
 1. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR30 Leikarinn Colin Farrell hefur verið orðaður við meðleikkonu sína í myndinni Miami Vice, kínversku stórstjörnuna Gong Li. Þau hafa sést mikið saman að undanförnu, meðal annars í eftirpartíi eftir frumsýningu myndarinnar í Bret- landi. Viðstaddir segja að Farrell hafi bara haft augun á Gong Li og þau hafi gert sér dælt hvort við annað inni á staðnum en horfið stuttu síðar upp á hótel í miðborg- inni. Gong Li verður fertug á þessu ári á meðan Colin Farrell er aðeins þrítugur og er því tíu ára aldurs- munur á parinu. Ást á tökustað NÝTT PAR Colin Farrell og Gong Li hafa sést mikið saman að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Nú n SKJÁEINUM í gegnum Digital Íslandærðu Fyrir þá sem ekki geta vakað verða tónleikarnir sýndir kl. 21.30 á miðvikudagskvöldið og úrslitin kl. 21.30 á fimmtudagskvöldið. Fylgjumst með ótrúlegum árangri Magna í kvöld kl. 1 eftir miðnætti í beinni útsendingu á SkjáEinum. Úrslitin verða svo sýnd í beinni útsendingu á miðnætti annað kvöld. Rock on Magni E N N E M M / S IA / N M Einhverjir mest sjarmerandi tón- leikar sem haldnir hafa verið á Íslandi fóru fram á Borgarfirði eystri síðastliðið laugardagskvöld. Fjöldi fólks hafði lagt á sig heljar- innar ferðalag til þess að komast á staðinn, keyrt á lélegum vegum og farið yfir hættulegar heiðar. Ferðalagið var hins vegar fljótt að borga sig því um leið og komið var yfir Njarðvíkurskriður blasti við manni hið krúttlega þorp á Borg- arfirði eystri, sem síðar átti eftir að bjóða upp á rómaða kvöld- stund. Hin sjarmerandi og þokkafulli tónleikastaður var því mun frekar í aðalhlutverkinu og listamennirn- ir voru meira í aukahlutverkum. Allt skipulag var líka til fyrir- myndir og í raun hægt að segja að ekki hafi verið veikan punkt að finna í þessu smávaxna þorpi þetta ágæta laugardagskvöld. Áhorf- endur og gestir staðarins virtust líka allir vera ánægðir með að vera viðstaddir enda var upplifun- in nær öll þeirra. Tónleikarnir sem slíkir voru einnig hin besta skemmtun. Emilí- ana var krúttleg og sæt eins og endranær og geislaði á sviðinu. Meðlimir Belle & Sebastian stigu síðan á stokk stuttu á eftir Emilí- önu og heilluðu viðstadda enda fátt annað hægt þar sem andrúms- loftið var eins og best verður á kosið. Söngvari Belle & Sebastian, Stuart Murdoch (sem var ískyggi- lega líkur Bryan Adams), gældi líka við áhorfendur í Bræðslunni og hann, eins og hinir meðlimir sveitarinnar, virtist skemmta sér konunglega. En eins og áður segir voru það ekki tónleikarnir sem slíkir held- ur Borgarfjörður eystri og and- rúmsloftið sem þar ríkti sem stóð upp úr. Er þetta annað árið í röð sem haldnir eru tónleikar í Bræðsl- unni en í fyrra spilaði Emilíana þar ásamt heimamanninu „heims- fræga“ Magna. Tónleikar á þess- um tíma árs eru því orðnir að hefð sem vonandi verður haldið við. Jafnvel væri gaman ef hægt væri að halda litla tveggja daga hátíð en ef tónleikarnir á næsta ári verða eitthvað í líkingu við þá sem fóru fram um helgina getur eng- inn kvartað. steinthor@frettabladid.is Listamennirnir í aukahlutverkum FRÁBÆR Belle & Sebastian sýndi og sann- aði að þar er á ferð frábær tónleikasveit. SPENNT Fólk á öllum aldri skemmti sér konunglega á tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR GLEÐI Ekki er annað hægt að segja en að áhorfendur hafi verið himinlifandi með tónleik- ana. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Í SÖLUHUG Heimamenn stjönuðu við gesti og buðu meðal annars upp á sjálflýsandi dót til sölu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.