Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 35
ÞRIÐJUDAGUR 1. ágúst 2006 23 Umsjón: nánar á visir.is Lækkun á gengi krónunnar skilaði sér í framúrskarandi ávöxtun á gjaldeyrisreikningum á fyrri árs- helmingi, samkvæmt samantekt Morgunblaðsins. Til samburðar var neikvæð ávöxtun á sömu reikningum í fyrra. Gjaldeyrisreikningar í sænskum krónum sýndu allt að 77 prósenta nafnávöxtun á ársgrundvelli en bankabækur í dönskum og norskum krónum, evru og sterlingspundi skiluðu einnig yfir sjötíu prósent- um. Nafnávöxtun á Bandaríkjadal var rétt tæp fimmtíu prósent. Há verðbólga olli því að verð- tryggðir reikningar voru með háa nafnávöxtun á fyrri hluta ársins. Í úttekt blaðsins kemur fram að líf- eyrisreikningur hjá Netbankanum sýndi hæstu nafnávöxtun allra bankareikninga, að gjaldeyris- reikningum undanskildum, á fyrri hluta ársins. Nam nafnávöxtun reikningsins 16,2 prósentum á árs- grundvelli. Lífeyrisbækur hjá öðrum fjár- málastofnunum sýndu enn fremur mikla nafnávöxtun. - eþa ÁVÖXTUN BANKAREIKNINGA Verðtrygging og veiking krónunnar skiluðu góðri ávöxtun lífeyris- og gjaldeyrisreikninga. Besta ávöxtunin á gjaldeyrisreikningum Allt að 77 prósenta ávöxtun í sænsku krónunni. Funcom, norski netleikjaframleið- andinn sem framleiðir meðal ann- ars leikina Age of Conan og Dreamfall, sýndi tæplega eitt hundrað millj- óna króna hagn- að á fyrri árs- helmingi samanborið við fimmtíu milljóna króna tap í fyrra. Straumur-Burðarás á yfir fimm prósenta eignarhlut í Funcom. Rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliði og skatta var neikvæð- ur en gengisliðir skila félaginu réttu megin við núllið. Á öðrum ársfjórðungi velti félagið fjórfalt meiri tekjum en á sama tíma í fyrra en leikurinn Dreamfall fór þá á markað. Námu tekjur tímabilsins 336 milljónum króna. - eþa Funcom skilar hagnaði Hagnaður íslenskra fyrirtækja árið 2004 nam 11,2 prósentum af tekjum en var 8,1 prósent árið áður. Þetta kemur fram í úttekt Hagstofu Íslands á ríflega tuttugu og eitt þúsund íslenskum fyrirtækjum. Eiginfjárhlutfall fyrirtækj- anna var rúmlega 27 prósent á sama tímabili og stóð í stað frá fyrra ári. Nokkuð dró úr gjald- þrotum og árangurslausum fjár- námum hjá fyrirtækjum. Skuld- ir fyrirtækja fóru úr því að vera 140 prósent landsframleiðslu í lok árs 2003 í að vera 220 prósent árið 2005. Í Morgunkornum Glitnis segir að reikna megi með því að staða fyrirtækja við upphaf þeirrar niðursveiflu sem framundan er sé almennt góð. Útflutningsfyr- irtæki, sem háð hafi varnarbar- áttu undanfarin ár, hagnist nú á veikari stöðu krónunnar. - jsk Hagnaður fyrirtækja eykst Íslensk fyrirtæki eru almennt vel búin undir niðursveiflu. Bandaríska verslunarkeðjan Wal- Mart, stærsti smásöluaðili heims, hefur gefist upp á Þýskalandi eftir níu ára barning. Keðjan hefur um langa hríð háð blóðuga baráttu við þýsku lágvöruverðskeðjurnar Metro og Aldi en hefur nú gefið Metro eftir allar 85 verslanir sínar þar í landi. Stjórnendur Wal-Mart kenna þýsku efnahagslífi um hvernig fór. Hefur keðjan jafnframt átt í deilum um laun og launakjör starfsmanna sinna og legið undir ámæli fyrir þau slæmu áhrif sem lágt verð keðjunnar er sagt hafa á birgja og smærri verslanir í land- inu. Keðjan er þó hvergi nærri á flæðiskeri stödd eftir Þýskalands- ævintýrið. Rekur hún nú 3.700 verslanir, sem fer hratt fjölgandi, um heim allan. - hhs Wal-Mart hörfar RENNIR AUGUM YFIR TILBOÐIN Wal-Mart er ekki á flæðiskeri statt þótt það hafi gefist upp á Þýskalandi og rekur 3.700 verslanir víða um heim. Tvöfalt fleiri Bandaríkjamenn vinna í fríinu sínu en fyrir ára- tug. Fyrir tíu árum eða svo stund- uðu þeir vinnu sína með hjálp farsímans en nú nota þeir far- tölvuna til þess arna. Í könnun þar sem vinnutími Bandaríkjamanna var skoðaður kom í ljós að 43 prósent aðspurðra unnu í fríum sínum. Til saman- burðar unnu 23 prósent manna í fríum sínum í sambærilegri rannsókn árið 1995. Fjórðungur þátttakenda sagð- ist eyða þremur tímum eða meira í vinnu á meðan á fríi þeirra stóð. Meirihluti aðspurðra sagðist hafa svo mikinn áhuga á vinn- unni að hann gæti ekki sleppt henni en aðrir sögðust þurfa að ljúka mikilvægu verkefni. Tíu prósent sögðust ekki geta unað sér hvíldar fyrr en aðkallandi verkefnum lyki. - jab Unnið í fríinu Á SJÓ Hagur útflutningsfyrirtækja mun vænkast á næstu misserum að mati grein- ingardeildar Glitnis. HUGSAÐ UM TÖLVUNA OG BÖRNIN Nýleg könnun sýnir að tvöfalt fleiri Bandaríkja- menn geta ekki lagt vinnuna til hliðar í frínu en fyrir áratug. LÆGRI VEXTIR LÆGRA LÁNTÖKUGJALD KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.275 -0,29% Fjöldi viðskipta: 119 Velta: 2.236 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 61,50 -0,32% ... Alfesca 4,10 +0,00% ... Atlantic Petroleum 561,00 -4,10% ... Atorka 6,05 -0,82% ... Avion 32,40 -0,92% ... Bakkavör 47,30 -0,63% ... Dagsbrún 5,32 -2,56% ... FL Group 15,50 +0,00% ... Glitnir 16,70 -0,60% ... KB banki 702,00 -0,71% ... Landsbankinn 20,60 +0,00% ... Marel 74,40 +0,68% ... Mosaic Fashions 16,90 +0,60% ... Straumur-Burðarás 15,80 +0,00% ... Össur 107,50 -0,92% * Í gær kl. 15.00. MESTA HÆKKUN Marel +0,68% Mosaic +0,60% MESTA LÆKKUN Atlantic Petroleum -4,10% Dagsbrún -2,56% Össur -0,92%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.