Fréttablaðið - 01.08.2006, Side 35

Fréttablaðið - 01.08.2006, Side 35
ÞRIÐJUDAGUR 1. ágúst 2006 23 Umsjón: nánar á visir.is Lækkun á gengi krónunnar skilaði sér í framúrskarandi ávöxtun á gjaldeyrisreikningum á fyrri árs- helmingi, samkvæmt samantekt Morgunblaðsins. Til samburðar var neikvæð ávöxtun á sömu reikningum í fyrra. Gjaldeyrisreikningar í sænskum krónum sýndu allt að 77 prósenta nafnávöxtun á ársgrundvelli en bankabækur í dönskum og norskum krónum, evru og sterlingspundi skiluðu einnig yfir sjötíu prósent- um. Nafnávöxtun á Bandaríkjadal var rétt tæp fimmtíu prósent. Há verðbólga olli því að verð- tryggðir reikningar voru með háa nafnávöxtun á fyrri hluta ársins. Í úttekt blaðsins kemur fram að líf- eyrisreikningur hjá Netbankanum sýndi hæstu nafnávöxtun allra bankareikninga, að gjaldeyris- reikningum undanskildum, á fyrri hluta ársins. Nam nafnávöxtun reikningsins 16,2 prósentum á árs- grundvelli. Lífeyrisbækur hjá öðrum fjár- málastofnunum sýndu enn fremur mikla nafnávöxtun. - eþa ÁVÖXTUN BANKAREIKNINGA Verðtrygging og veiking krónunnar skiluðu góðri ávöxtun lífeyris- og gjaldeyrisreikninga. Besta ávöxtunin á gjaldeyrisreikningum Allt að 77 prósenta ávöxtun í sænsku krónunni. Funcom, norski netleikjaframleið- andinn sem framleiðir meðal ann- ars leikina Age of Conan og Dreamfall, sýndi tæplega eitt hundrað millj- óna króna hagn- að á fyrri árs- helmingi samanborið við fimmtíu milljóna króna tap í fyrra. Straumur-Burðarás á yfir fimm prósenta eignarhlut í Funcom. Rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliði og skatta var neikvæð- ur en gengisliðir skila félaginu réttu megin við núllið. Á öðrum ársfjórðungi velti félagið fjórfalt meiri tekjum en á sama tíma í fyrra en leikurinn Dreamfall fór þá á markað. Námu tekjur tímabilsins 336 milljónum króna. - eþa Funcom skilar hagnaði Hagnaður íslenskra fyrirtækja árið 2004 nam 11,2 prósentum af tekjum en var 8,1 prósent árið áður. Þetta kemur fram í úttekt Hagstofu Íslands á ríflega tuttugu og eitt þúsund íslenskum fyrirtækjum. Eiginfjárhlutfall fyrirtækj- anna var rúmlega 27 prósent á sama tímabili og stóð í stað frá fyrra ári. Nokkuð dró úr gjald- þrotum og árangurslausum fjár- námum hjá fyrirtækjum. Skuld- ir fyrirtækja fóru úr því að vera 140 prósent landsframleiðslu í lok árs 2003 í að vera 220 prósent árið 2005. Í Morgunkornum Glitnis segir að reikna megi með því að staða fyrirtækja við upphaf þeirrar niðursveiflu sem framundan er sé almennt góð. Útflutningsfyr- irtæki, sem háð hafi varnarbar- áttu undanfarin ár, hagnist nú á veikari stöðu krónunnar. - jsk Hagnaður fyrirtækja eykst Íslensk fyrirtæki eru almennt vel búin undir niðursveiflu. Bandaríska verslunarkeðjan Wal- Mart, stærsti smásöluaðili heims, hefur gefist upp á Þýskalandi eftir níu ára barning. Keðjan hefur um langa hríð háð blóðuga baráttu við þýsku lágvöruverðskeðjurnar Metro og Aldi en hefur nú gefið Metro eftir allar 85 verslanir sínar þar í landi. Stjórnendur Wal-Mart kenna þýsku efnahagslífi um hvernig fór. Hefur keðjan jafnframt átt í deilum um laun og launakjör starfsmanna sinna og legið undir ámæli fyrir þau slæmu áhrif sem lágt verð keðjunnar er sagt hafa á birgja og smærri verslanir í land- inu. Keðjan er þó hvergi nærri á flæðiskeri stödd eftir Þýskalands- ævintýrið. Rekur hún nú 3.700 verslanir, sem fer hratt fjölgandi, um heim allan. - hhs Wal-Mart hörfar RENNIR AUGUM YFIR TILBOÐIN Wal-Mart er ekki á flæðiskeri statt þótt það hafi gefist upp á Þýskalandi og rekur 3.700 verslanir víða um heim. Tvöfalt fleiri Bandaríkjamenn vinna í fríinu sínu en fyrir ára- tug. Fyrir tíu árum eða svo stund- uðu þeir vinnu sína með hjálp farsímans en nú nota þeir far- tölvuna til þess arna. Í könnun þar sem vinnutími Bandaríkjamanna var skoðaður kom í ljós að 43 prósent aðspurðra unnu í fríum sínum. Til saman- burðar unnu 23 prósent manna í fríum sínum í sambærilegri rannsókn árið 1995. Fjórðungur þátttakenda sagð- ist eyða þremur tímum eða meira í vinnu á meðan á fríi þeirra stóð. Meirihluti aðspurðra sagðist hafa svo mikinn áhuga á vinn- unni að hann gæti ekki sleppt henni en aðrir sögðust þurfa að ljúka mikilvægu verkefni. Tíu prósent sögðust ekki geta unað sér hvíldar fyrr en aðkallandi verkefnum lyki. - jab Unnið í fríinu Á SJÓ Hagur útflutningsfyrirtækja mun vænkast á næstu misserum að mati grein- ingardeildar Glitnis. HUGSAÐ UM TÖLVUNA OG BÖRNIN Nýleg könnun sýnir að tvöfalt fleiri Bandaríkja- menn geta ekki lagt vinnuna til hliðar í frínu en fyrir áratug. LÆGRI VEXTIR LÆGRA LÁNTÖKUGJALD KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.275 -0,29% Fjöldi viðskipta: 119 Velta: 2.236 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 61,50 -0,32% ... Alfesca 4,10 +0,00% ... Atlantic Petroleum 561,00 -4,10% ... Atorka 6,05 -0,82% ... Avion 32,40 -0,92% ... Bakkavör 47,30 -0,63% ... Dagsbrún 5,32 -2,56% ... FL Group 15,50 +0,00% ... Glitnir 16,70 -0,60% ... KB banki 702,00 -0,71% ... Landsbankinn 20,60 +0,00% ... Marel 74,40 +0,68% ... Mosaic Fashions 16,90 +0,60% ... Straumur-Burðarás 15,80 +0,00% ... Össur 107,50 -0,92% * Í gær kl. 15.00. MESTA HÆKKUN Marel +0,68% Mosaic +0,60% MESTA LÆKKUN Atlantic Petroleum -4,10% Dagsbrún -2,56% Össur -0,92%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.