Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 1. ágúst 2006 27 menning@frettabladid.is ! Kl. 12.00Yfirlitssýning á verkum listmálarans Louisu Matthíasdóttur stendur yfir í Listasafni Akureyrar. Sýningin rekur feril listakonunnar í sex áratugi og á henni eru bæði olíuverk og verk unn- in á pappír, alls um hundrað talsins. >Ekki missa af... myndlistarsýningunni Eilandi í Gróttu og nágrenni. Fimm ólíkir og uppátækjasamir listamenn setja mark sitt á svæðið. söngleiknum Footloose í Borg- arleikhúsinu. Einvalalið leikara, söngvara og ekki síst dansara fer á kostum. skúlptúrum Stefáns Jónssonar myndlistarmanns sem eru til sýnis í virkjunarstöð Lands- virkjunar í Laxárstöð, Aðaldal í sumar. Sýningin er opin frá 13-17. Greinahöfundurinn Stacy Schiff skrifar í The New Yorker um þá sérstöku gerð af alfræðiriti sem finna má á netinu og nefnist Wikipedia, en það er alfræðirit í verstu merkingu þess orðs, samkvæmt greinahöfundi. Aðgangur að upplýsingum og greinum á síðunni er öllum þeim opinn sem almennt hafa nettenginu, en jafnframt getur nánast hvaða bjálfi sem er leið- rétt það sem þar stendur, bætt við og breytt. Hægt er að nálgast efni af ólíklegasta toga samanber grein um íslam á Íslandi, filippíska ostasteik, sögulega ketti og vændiskonur í Kína, svo eitthvað sé nefnt. Á Wikipedia má líka finna síðu sem tileinkuð er leiðréttingum á ýmsum upplýsingum sem fram koma í hinu virta alfræðiriti Britannicu. Til að mynda er fæðingar- dagur Stalíns sagður rangfærður og greint er frá því hver raunverulega fann upp rakvélablaðið. Þá eru greinarn- ar svo oft endurskrifaðar að ómögulegt er að vita hvað er satt og hverju eru logið. Grein sem birtist 12. júlí síðastliðinn um árás Ísraelsmanna í Líbanon hefur til að mynda verið breytt þúsund sinnum frá því hún var stofnuð á vefsíðunni. Wikipedia opinberar því að sögn greinahöf- undar nýjan og metnaðarlausan skilning nútímamannsins á sannleikanum sem er orðinn loðinn og teygjanlegur. Spurn- ingin er því sú, hversu upplýst erum við í raun? - brb Afstæði upplýsinganna VAR HANN FÆDDUR 1878 EÐA 1879? Menn deila um afmælisdag Stalíns. Söngkonan Ragnheiður Gröndal heldur tónleika á Café Rósenberg kl. 22 í kvöld ásamt hljómsveit. Sveitina skipa Jón Páll Bjarnason, Haukur Gröndal, Morten Lundsby og Erik Qvick en þau munu flytja djass- og blúslög af hjartans ein- lægni. Hópurinn leggur síðan upp í stutta tónleikaferð um landið og leikur í Deiglunni á Listasumri á Akureyri á fimmtudaginn og á Hótel Reynihlíð við Mývatn um helgina. - khh Í blúsferðir SÖNGKONAN RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Fer fyrir fríðum flokki tónlistarmanna sem flytja djass- og blústónlist sunnan og norð- an heiða. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tríóið Útlendingarnir heldur tón- leika á Kaffi Kúltúr á Hverfisgötu í kvöld og leika djassskotna tónlist með blöndu af poppi og rokki auk frumsaminna laga félaganna í sveitinni. Tríóið Útlendingana skipa Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Scott McLemore á trommur og Simon Jermyn á bassa. Sérstakur gestur er Joachim Badenhorst sem leikur á klarinett en hann er þekktur í heimalandi sínu þar sem hann leikur með fjölmörgum tón- listarhópum og leikur bæði djass, klezmer og leikhústónlist. Tónleikarnir hefjast kl. 21. - khh Erlent fjör ÚTLENDINGARNIR Á ÍSLENSKRI GRUND Leika á Kaffi Kúltúr í kvöld. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? ÁGÚST 29 30 31 1 2 3 4 Þriðjudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.30 Margrét Ponzi sópransöng- kona og Marco Belluzzi orgelleikari halda tónleika í Keflavíkurkirkju.  21.00 Tríóið Útlendingarnir spil- ar á Café Kúltúr við Hverfisgötu ásamt belgíska klarinettuleikaranum Joachim Badenhorst.  22.00 Söngkonan Ragnheiður Gröndal heldur tónleika á Café Rósenberg í kvöld ásamt hljómsveit. Sveitina skipa Jón Páll Bjarnason, Haukur Gröndal, Morten Lundsby og Erik Qvick. ■ ■ OPNANIR  Árni Björn Guðjónsson opnar mál- verkasýningu í Eden í Hveragerði. Á sýningunni eru myndir af því svæði sem fer undir vatn er Núpsvirkjun verður byggð í Þjórsárdal. Sýningin verður opin daglega milli 8.30-22.00. ■ ■ SÝNINGAR  14.00 Sumarsýning í menningar- miðstöðinni Skaftfelli, Seyðisfirði. Samsýning bræðranna Sigurðar og Kristjáns Guðmundssona er opin daglega frá kl 14-20 í sumar. PDA Phone 2 stk. 26.990.kr/stk 1) GSM tri-band: 900/1800/1900MHz 2) GPRS Class 12 3) Supports MP3 and 3g formats 4) 2.2" touch panel; 260k TFT 5) 2 Mega pixels camera 6) Digital Zoom 4X 7) Camera Effect 8) JAVA: Supported 9) 128MB Nand Flash 10) Mini SD Card slot 11) Embedded antenna 12) WAP 2.0 13) MMS 14) USB 2.0 15) PDA handwriting 16) Email support 17) Hand free 18) AV shooting (MPEG 4) 19) Movie/MTV playback in full screen 20) Video ring tone, MP3 ring tone 21) Built in speaker 22) Voice recording 23) High volume phone book (300 entries) 24) E-Book reading function 25) Karaoke 26) Support English/Simplified Chinese > 8 stk 26.990.kr/stk PDA Phone Mp3, Mp4 with FM (New) Specifications: 1) GSM tri-band: 900/1800/1900MHz 2) GPRS Class 10 3) Supports MP3 and MPEG 4 formats 4) 2.0" touch panel; 65k TFT 5) 1.3 Mega pixels camera 6) Digital Zoom 4X 7) Camera Effect 8) JAVA: Supported 9) 128MB Nand Flash 10) Mini SD Card slot 11) Embedded antenna 12) WAP 2.0 13) MMS 14) USB 2.0 15) PDA handwriting 16) Email support 17) Hand free 18) AV shooting (MPEG 4) 19) Movie/MTV playback in full screen 20) Video ring tone, MP3 ring tone 21) Built in speaker 22) Voice recording 23) High volume phone book (300 entries) 24) E-Book reading function 25) Support English/Simplified Chinese Others: -Alarm: Yes -World Time: Yes -Memo: Yes -Note Pad: Yes -Calculator: Yes -Stopwatch: Yes -Auto Turn On/Off: Yes -Unit Convertor: Yes -Currency Convertor: Yes -Dictionary: Yes Car Portable DVD Player 9 stk 69.990.kr/stk DVD / VCD / CD / CD-R / MP3 / TV / FM player Technical Parameter: * Screen size : 7 inches * Display mode : 16?9 * Format : NTSC/PAL * Pixels : 480(W)¥RGB¥234(H)=336960 points * Power : DC 12V * Operation temperature : -10? ~ +50? * Storage temperature : -20? ~ +75? * Shape size : 190¥180¥50mm * Unit weight : 2.8Kg Function Description: * 7 inches broad view angle 16:9 display mode * Adjustable image brightness/color/contrast * DVD/VCD/CD/CD-R/MP3 /TV/FM * 4x45W power amplifying function * NTSC/PAL automatic identification * 3 video input * 1 AV output * Automatic backing car rearview function * Video signal disappear, display blue screen * Manual stretching and all around circumrotate adjusting Card style remote control Mp4 Player with speaker 1 G 10 stk 9.690.kr/stk Mp4 Player Nano 1.8” 1 G 10 stk 9.990.kr/stk DV-02 5 stk 16,990.kr/stk PMP with DV and Games Card 512 Mb(New) 2 Mega pixels camera, Music, TV recording 12 stk. 7990.kr/stk Mp3 with FM Transmitter 1 G (Car or home) allar uppl. í síma 8963536 Aðsóknarmesta sýning síðasta leikárs! Drepfyndinn gamanleikur í Reykjavík! Miðasala er þegar hafin! Miðasala í síma 551 4700 // opið 13:00-17:00 // www.midi.is //Austurbæjarbíó – Snorrabraut 37 Laugardaginn 12. ágúst kl. 20:00 Föstudaginn 18. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 19. ágúst kl. 20:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 19:00 Laugardaginn 26. ágúst kl. 22:00 Á ÞAKINU Sellóleikarinn Nicole Vala Cariglia leikur verk J.S. Bach ásamt Árna Heimi Ingólfssyni semballeikara á sumartónleikum í Sigur- jónssafni í kvöld. Fluttar verða þrjár sónötur sem Bach samdi upprunalega fyrir gömbu og sembal auk tveggja brota í tveimur öðrum verkum hans, sarabande kafli úr partítu nr. 5 í G dúr fyrir sembal og allemande úr svítu nr. 6 í D dúr fyrir selló. „Okkur hefur lengi langað til þess að spila þessar sönötur saman sem eina heild og síðan leikum við sitt- hvort sólóstykkið til þess að gefa hinu tækifæri á að pústa aðeins á milli,“ útskýrir Árni Heimir. Að sögn Árna Heimis eru verk- in alls ekki líkamlega krefjandi og erfið eins og mörg 19. aldar virtú- ósamúsík heldur sé hún erfið því tónlist Bachs sé svo vönduð og fín- gerð. „Maður þarf að ná fram öllum þessum litlu blæbrigðum. Þessi tónlist er svo vel samin að það er alger forréttindi að fá að halda þessa tónleika og spila bara Bach. Hann samdi magnaða tónlist sem gefur manni óendanlega mikið.“ Þetta er eina tækifæri íslenskra hlustenda til að hlýða á þessa efnis- skrá í bili því Nicole er á förum til Bandaríkjanna þar sem hún stund- ar doktorsnám í sellóleik við Bos- ton University. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og standa í um eina klukkustund. „Það er yfirleitt gert hlé en við spilum dagskrána beint í gegn. Ég held að þetta verði mjög afslappað og nota- legt því það hentar einnig vel að leika þessa tónlist í húsi sem ekki er of stórt,“ segir Árni Heimir og vísar til húsakynna í Listasafni Sig- urjóns. „Þetta er svona stofutón- list, persónuleg músík sem myndi ekki virka í mörg þúsund manna sal. Hún býður upp á þessa nánd við áheyrendurna og að maður dragi það inn í þennan heim.“ - khh Semball og selló í Sigurjónssafni ÁRNI HEIMIR INGÓLFSSON OG NICOLE VALA CARIGLIA Vönduð og blæbrigðarík tónlist Bachs hljómar í Lauganesinu í kvöld.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.