Fréttablaðið - 01.08.2006, Side 24

Fréttablaðið - 01.08.2006, Side 24
[ ] Halló, mig langaði að vita hvort vanlíðan, óánægja og álag í vinnu hefur áhrif á heimilið og hvað sé hægt að gera? Ef fólki líður illa í vinnunni hefur það óneitanlega áhrif á heimilislífið. Auk þess hefur streita á einum stað áhrif á allar okkar aðstæður. Þar af leiðandi er hægt að fullyrða að ef fólk er undir miklu álagi og streitu í vinnu, er jafnvel með einkenni kulnunar (burnout) hefur það alltaf einhver áhrif á heimilislífið. Ef við skoðum hvernig áhrifum má helst búast við myndi ég veðja á pirring. Það er nefnilega þannig að þegar fólk er undir miklu álagi í vinnu og streitan eykst þá framkallar það oft pirring. Fólk nær kannski að hemja sig í vinnu gagnvart viðskiptavinum eða samstarfsfólki og nær þannig að leyna líðan sinni og álagi. Þegar heim er komið losnar oft um þessar hömlur og pirringurinn kemur í ljós gagnvart börnunum og makanum. Það getur oft verið erfitt að átta sig á hvenær vinnan er farin að hafa þessi áhrif og er það óneitanlega nokkuð einstaklingsbundið. Hinsvegar væri hægt að nota einkenni pirringsins sem mælitæki á að streitan og álagið í vinnu getur verið orsökin. Auk þess getur verið mikilvægt að vera á varðbergi á tímum sem við vitum að álag verður mikið. Dæmi um þetta getur verið álagstím- inn sem framundan er hjá mörgum í desember. Þá er bæði hægt að huga vel að því að reyna að fyrirbyggja þessi áhrif og ræða við maka sinn um að reyna bæði að vera dugleg að hlúa að hvort öðru. Þar geta hjón oft lagt áherslu á að pirringur í samskiptum getur haft orsök utan hjónabandsins. Raunverulegur leiði í vinnu hefur oftast nær áhrif á fólk utan vinnunnar. Fólk nær ekki að líða eins vel heima við og það hættir jafnvel að njóta frístunda og áhugamála. Þrátt fyrir að hér sé um vanlíðan að ræða sem eingöngu tengist starfs- ánægju þá er ekki svo auðvelt að slökkva á þeirri vanlíðan og brosa þegar heim kemur. Ég hef hitt fólk í mínu starfi sem hefur greinileg einkenni þunglyndis og er jafnvel að velta fyrir sér hvort það eigi að fara á lyf eða koma reglubundið í viðtöl vegna einkennanna. Aðrir sem ég hitti með sömu einkenni velta fyrir sér hvort óhamingja í hjónabandi sé skýringin og íhuga þar af leiðandi skilnað. Hjá mörgum þessara einstaklinga hverfur óánægjan í vinnu og óánægjan í hjónabandi þegar unnið hefur verið með einkenni þunglyndisins um ákveðin tíma. Þar af leiðandi er oft mikilvægt að meðhöndla þessi einkenni í viðtölum eða með lyfjum. Hinsvegar vaknar óneitanlega oft grunur um að mögulega sé hægt að snúa þessu við og vinnan eða hjónabandið leiði til vanlíðunar. Í þeim tilvikum sem maður er nokkuð viss um að það sé vinnan sem er orsakavaldurinn og einstaklingurinn breytir um aðstæður í vinnu eða hættir, hverfur öll vanlíðan alveg. Í þeim tilvikum eru lyf og viðtöl oft óþörf. Hinsvegar ber að fara varlega í að gera þessar breytingar of snögglega þar sem jafn algengt er að vanliðan einstaklingsins leiði til þess að fólk meti ágætis vinnu sem ómögulega. Þannig hef ég einnig hitt fólk í starfi mínu sem hefur horfið úr góðri vinnu eða skilið við maka í leit að betri líðan en líðanin hefur ekkert skánað. En hvað ber að gera til að draga úr því að erfileikar, vanlíðan og streita í vinnu hafi áhrif á fjölskylduna og einkalífið? Það sem er mikilvægast er að gera sér grein fyrir þegar álagstími er í vinnu og reyna þá að bregðast við því. Gott er að reyna að klára vinnuna áður en maður kemur heim. Eitt sinn man ég eftir að ég sjálfur þurfti að keyra töluverðan tíma áður en ég kom heim og var það góður tími til að skilja á milli vinnu og heimilis. Þeir sem fara í líkamsrækt eða sund eftir vinnu hafa ágætis möguleika á að kúpla sig frá vinnunni áður en heim kemur. Ef vinna veldur mikilli streitu og vanlíðan er líka mikilvægt að endurskoða hjá sér vinnuna og skoða hvort maður er að vinna of mikið eða ætti að skoða einhverskon- ar breytingar í vinnu. Að lokum má segja að þrátt fyrir að mikilvægt sé að fólk taki aldrei stórar ákvarðanir nema að vel athuguðu máli, ætti fólk líka að leggja töluverða vinnu í að breyta um vinnuaðstæður hjá sér ef álagið og vanlíðanin er mikil. Ekki er gott að vera lengi í vinnu sem veldur vanlíðan ef það skaðar hamingjusamt fjölskyldulíf. Gangi þér vel. Að synda er holl og góð hreyfing. Sundið gefur líka tækifæri til að verða svolítið útitekin(n) í íslenska sumrinu. Guðbjörg Thoroddsen leikari, sem kölluð er Bauja, hefur þróað sjálfshjálparaðferð sem heitir einfaldlega Baujan og er væntanleg á bók. „Aðferðin Baujan byggist á slökunaröndun og tilfinninga- vinnu og nafnið er táknrænt því baujur eru leiðarljós og vegvísar,“ segir Guðbjörg og kveðst sækja grunninn í leiklistina. „Leikarinn þarf oft á hraðvirkri slökun að halda til að geta kastað sjálfum sér frá og skipt um karakter og til- finningar. Því þarf hann að vera í sterkum tengslum við sjálfan sig og með stjórnstöðina niðri í maga. Það gerist með djúpöndun.“ Guðbjörg segir fólk eiga vanda til að færa öndunina upp í brjóstið, einkum ef það lendi í áföllum og streitu en sú öndun gefi ekki næga undirstöðuorku. „Brjóstöndunin er vörn sem við grípum til þegar við erum spennt vegna kvíða, reiði og sorgar. Hláturinn og gráturinn og allar góðu tilfinningarnar koma hins vegar frá slökun neðan úr maga og eru af því góða. Guðbjörg kveðst hafa kennt Baujuna á námskeiðum í skólum, bæði kennurum og unglingum. Nú er námsefnið að koma út á bók en þó líklega ekki fyrr en í byrjun næsta árs. Sjálf er Guðbjörg á förum til Kenía til ársdvalar með fjölskyldu sinni. Því var freistandi að góma hana í viðtal áður. „Bókin er sjálfshjálparbók. Þar er farið í gegnum Baujuna með lesandanum í sex þrepum og hann finnur árangurinn strax á sjálfum sér. Allt tengist önduninni. Í Baujunni er fjallað um tilfinningarnar og hvaða áhrif þær hafa á okkur. Síðan er kennt að vinna úr þeim sem er svo mikilvægt til að öðlast sjálfsöryggi og styrk. Þetta er kennsla sem við þurfum á að halda því við lendum öll einhvern tíma í áföllum og þurfum að takast á við lífið.“ Þótt Guðbjörgu verði tíðrætt um sálarlífið og tilfinningarnar tekur hún fram að slökunaröndun- in sé líka góð gegn líkamlegum sársauka. „Djúpöndun gefur sömu virkni og verkjapillurnar,“ segir hún og hnykkir á lokaorðunum. „Það er hægt að stjórna eigin líðan með þeim lykli sem slökunar- öndunin er og til hennar er hægt að grípa hvar sem er, jafnvel í akstri. Þetta er lækningamáttur líkamans.“ Baujan er lykill að lækninga- mætti líkamans Guðbjörg kveðst hafa reynt Baujuna á eigin skinni og vita hve árangursríkt verkfæri hún sé. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Persona.is BJÖRN HARÐARSON SÁLFRÆÐINGUR SKRIFAR Óánægja í vinnu hefur áhrif á heimilislífið www.hreysti.is - sími: 568 1717 upplýsingar: www.ropeyoga.is skráning: gg@ropeyoga.com KELP Fyrir húð, hár og neglur Útsölustaðir m.a: Yggdrasill, Fjarðarkaup, Maður lifandi í Borgartúni og Hæðarsmára, Lífsins Lind í Hagkaupum, Lyfjaval í Mjódd og Hæðarsmára og Lyfja á Selfossi. S: 462-1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet.is/heilsuhorn Póstsendum um land allt Miðvikudaginn 2. ágúst mun Dr.Hauschka snyrtifræðingur fara í gegnum þá heildrænu hugsun sem býr að baki Dr.Hauschka. Kynningin verður í Yggdrasil Skólavörðustíg 16, kl.20. 20% afsláttur verður á öllum Dr.Hauschka vörum þetta kvöld. Sa m kv . da gb ó ka rk ö nn un G al lu p ap rí l 2 00 6. Auglýsingasími: 550 5000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.