Fréttablaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 6
6 1. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR
VÉLHJÓL Lögreglumenn í Kópavogi
mældu vélhjólamann á 145 kíló-
metra hraða á Hafnarfjarðarvegi
skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt,
þar sem hámarkshraði er sjötíu
kílómetrar á klukkustund.
Maðurinn lét ekki segjast þegar
lögreglumennirnir freistuðu þess
að stöðva för hans heldur gaf í og
tókst að stinga af. Lögreglan náði
þó skráningarnúmeri hjólsins og
handtók manninn, sem er á þrí-
tugsaldri, á heimili sínu í Reykja-
vík skömmu síðar. Hann má búast
við ökuleyfissviptingu og hárri
fjársekt.
Mikið hefur verið rætt um ofsa-
akstur á vélhjólum undanfarna
daga og hefur hann vakið mikla
reiði í samfélagi vélhjólamanna.
Maðurinn sem tekinn var í fyrri-
nótt var sá áttundi sem mælst
hefur á ofsahraða frá því á fimmtu-
dagskvöld, þar af hafa sex verið
innan borgarmarkanna, og tveir á
rúmlega tvö hundruð kílómetra
hraða í nágrenni Borgarness. Af
þessum átta hefur enginn verið á
undir 142 kílómetra hraða, fimm
hafa reynt að stinga lögreglu af,
fjórum tekist það og þrír þeirra
eru enn ófundnir. Þrír hafa látist í
vélhjólaslysum það sem af er ári.
Geir Jón Þórisson, yfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, hefur lýst
því yfir að til greina komi að auka
kröfur til vélhjólaréttinda í ljósi
ástands síðustu daga. - sh
Þráfelldum ofsaakstri vélhjólamanna virðist ekki ætla að linna:
Vélhjól á 145 í Hafnarfirði
��������������
���������������� �
�� ��������������������
��������������������
������������
�������� �����
�������������������������
�����������������������������
�������������������
�� �����������
�����
����������������
������
GAZA, AP Ísraelsher banaði sautján
ára pilti og særði tveggja ára barn
í gær á Gaza-svæðinu, að því er
segir í tilkynningu palestínskra
lækna. Talsmaður Ísraelshers
segir herinn hafa skotið á vopnaða
menn sem skutu eldflaugum að
Ísrael.
Herför Ísraelsmanna á Gaza-
svæðinu hefur staðið yfir frá 28.
júní og hefur mikið af grunnstoð-
um samfélagsins beðið tjón af, svo
sem híbýli, ræktarlönd, vatnslagn-
ir og rafmagnslínur. Tilgangurinn
með henni mun vera að stöðva eld-
flaugaárásir á Ísraelsríki og að
hefna fyrir árás á á herstöð Ísra-
elsmanna. - kóþ
Hernaður á Gaza:
Táningur veg-
inn af hernum
SKÁK Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra
kvaddi liðsmenn skákfélagsins
Hróksins með virktum á Reykja-
víkurflugvelli í gær, en þeir eru á
leið til Grænlands.
Hrókurinn hefur haldið svo-
nefnt Grænlandsmót árlega frá
árinu 2003. Í ár munu Hróksmenn
heimsækja mörg þorp í landinu og
standa fyrir fjórða alþjóðlega
Grænlandsmótinu í Tasiilaq, 5. og
6. ágúst. - sh
Þorgerður kvaddi skákmenn:
Hróksmenn
flognir utan
HLUTAFÉLAGAVÆÐING Í vor voru
samþykkt lög um sameiningu
reksturs Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins, Matvælarann-
sókna Keldnaholti, og aðkomu Iðn-
tæknistofnunar og Landbúnaðar-
háskólans að þeim, og loks
Rannsóknarstofu Umhverfisstofn-
unar. Stofnað verður hlutafélag í
eigu ríkisins um reksturinn. Mun
það bera nafnið Matvælarann-
sóknir hf. og verður stofnfé þess
ákveðið í fjárlögum.
Stofnanirnar hafa unnið að
rannsóknum fyrir atvinnuvegi
landsins, meðal annars varðandi
þróun á nýjum afurðum, neyslu-
kannanir og matvælaöryggi.
Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar-
ins, telur hluta þessarar starfsemi
þurfa að vera í eigu ríkisins.
Einar K. Guðfinnsson sjávarút-
vegsráðherra segir ekki gert ráð
fyrir öðru en að hlutafélagið verði
í eigu ríkisins í framtíðinni.
„Við höfum engin áform um
annað,“ segir Einar. „Á undanförn-
um árum hafa verkefni eins og
þjónustumælingar fyrir atvinnu-
lífið verið tekin út úr Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins, svo umsvif
ríkisins í þessum málum hafa
verið stórminnkuð. Ýmis verkefni
verða boðin út, þó ekki sé ljóst enn
hver þau verða. Við reynum að
skilgreina hvaða verkefni verða
áfram á höndum ríkisins, það gæti
verið matvælaeftirlit, vöktun á
matvælum og annað.“
Markmið Matvælarannsókna
hf hefur verið að auka þekkingu
og tækni í íslenskum matvælaiðn-
aði. Lögð er áhersla á starfsemi
sem endurspeglar þörf íslensks
matvælaiðnaðar fyrir sérhæfða
þjónustu, rannsóknir og þróun á
sviði matvælatækni. - sgj
Matvælarannsóknir hf. sameinast starfsemi fimm ríkisstofnana í janúar 2007:
Ekki búist við einkavæðingu
SJÁVARÚTVEGSHÚSIÐ Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins er eitt þeirra fyrirtækja sem
sameina starfsemi sína í hlutafélaginu
Matvælarannsóknir hf. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SVEITARSTJÓRNARMÁL Samkvæmt
niðurstöðum milliuppgjörs fara
langflestar stofnanir Hveragerð-
isbæja fram úr fjárhagsáætlun.
Þetta kemur fram í bókun fulltrúa
nýs meirihluta í Hveragerðisbæ.
Þar segir jafnframt að það muni
sérstaklega um aukinn launa-
kostnað sem greinilega hafi verið
vanáætlaður í fjárhagsáætlun. Þá
segir í bókuninni að ljóst sé að á
lokadögum síðasta kjörtímabils
hafi verið teknar ákvarðanir um
framkvæmdir og fjárfestingar
sem skipti tugum milljóna.
Minnihluta lét færa til bókar að
flestar ákvarðanir sem teknar
voru fyrir utan fjárhagsáætlun
hafi verið sameiginlegar ákvarð-
anir allra í bæjarstjórn. - öhö
Bæjarráð Hveragerðisbæjar:
Mikil framúr-
keyrsla í rekstri
EINN Á KINNINA Þorgerður smellti kossi á
Hrafn Jökulsson, formann Hróksins.
OFSAAKSTUR Á VÉLHJÓLI Tíðar fréttir hafa
verið af því undanfarna daga að ökumenn
vélhjóla, sem keyra á ofsahraða, stingi
lögregluna af.
KJÖRKASSINN
Fórst þú á tónleika Sigur Rósar á
Klambratúni?
Já 30%
Nei 70%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Veldur hraðakstur vélhjóla í
umferðinni þér áhyggjum?
Segðu skoðun þína á Vísi.is
TÍMAMÓT „Á
þessum tíu
árum var
erfiðast
fyrir mig
og fjölskylduna að glíma
fyrst við veikindi Guðrúnar
Katrínar og svo andlát henn-
ar,“ segir Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar var kjör-
inn fimmti forseti Íslands í
fyrsta skipti árið 1996 og tók
við embættinu formlega 1.
ágúst sama ár. Hann
fagnar því tíu árum í
embætti forseta
Íslands í dag.
„Tímabilið eftir
andlát Guðrúnar
Katrínar var mjög
erfiður tími, svo erf-
iður að oft á tíðum
þurfti ég á öllum
mínum kröft-
um að
halda til að sinna mínum verkum.
Sárin voru mikil á sálu minni og
okkur í fjölskyldunni,“ segir Ólaf-
ur Ragnar. Hann íhugaði á tímabili
þegar sorgin var hvað mest, að
gefa ekki kost á sér til endurkjörs
og minnist þess hversu erfitt það
hafi reynst honum að sinna starfi
sínu. „Ég velti því fyrir mér eftir
andlát hennar að láta eitt kjör-
tímabil gott heita. Hún var svo
ríkulegur hluti af kjöri mínu og
embættinu,“ segir Ólafur Ragnar.
Fyrstu myndir af Dorrit
Moussaieff sem vinkonu
forsetans komu fyrir
almenningssjónir í fjöl-
miðlum landsins í lok
september árið 1999.
Ólafur
Ragnar
segir
það
mikla
blessun að hafa hitt hana. „Ég er
ekki viss um hvað ég hefði gert ef
ég hefði ekki hitt hana. Hún hefur
gefið mér styrk og getu og skapað
andrúmsloft gleði og ánægju, ekki
bara fyrir mig heldur fjölskyld-
una alla,“ segir Ólafur Ragnar.
„Það var ekki auðvelt fyrir hana
að fá mig í fangið og fjölskylduna,
landið og þjóðina, tungumálið,
söguna, menninguna og allt það
sem mér fylgdi.“
Það er óhætt að segja að árin
tíu hafi verið viðburðarrík í emb-
ættistíð Ólafs Ragnars. Fjaðrafok-
ið í kringum fjölmiðlafrumvarpið
reyndi mikið á hann og var honum
erfiður tími. Hann er þó enn sann-
færður um að það hafi verið rétt
ákvörðun að skjóta málinu til þjóð-
arinnar. „Allar þessar hrakspár
um stjórnarkreppu og hvaðeina
sem menn sögðu að myndi
gerast ef forsetinn myndi
nota málskotsréttinn hefur
reynst hjóm eitt,“ segir for-
setinn.
Ólafur Ragnar hefur
ekki gert upp hug sinn
hvort hann hafi í hyggju að
bjóða fram starfskrafta
sína fjórða kjörtímabilið.
„Ég hef frestað öllum hug-
leiðingum um slíkt. Lífs-
reynslan hefur kennt mér
á þessum árum að við
getum haft alls konar áætl-
anir og áform, en svo ger-
ist eitthvað á einni klukku-
stund sem breytir því öllu
saman,“ segir Ólafur Ragn-
ar. „Ég mun geyma allar
ákvarðanir um slíkt fram
til vetrarins 2007 til 2008. Kannski
verður þá hvort eð er þjóðin búin
að fá nóg af mér,“ segir Ólafur
Ragnar og hlær.
„Það hafa verið mikil forrétt-
indi að gegna forsetaembættinu á
tímum mikilla breytinga í íslensku
þjóðfélagi, þar sem fjölmörg ögr-
andi verkefni hafa kallað á ný
tækifæri Íslands í þessum nýja
heimi,“
sagði Ólaf-
ur Ragnar
þegar blaða-
maður innti
hann eftir
hvað hann
teldi minni-
stæðast úr
embættis-
tíð sinni.
„Forsetinn
er líklegast
einhver öfl-
ugasti full-
trúi sem þjóðin getur átt á alþjóða-
vettvangi ef viðkomandi einstakl-
ingur er tilbúinn að beita
embættinu á þann veg.“
Að sögn Ólafs Ragnars er staða
Íslands í umheiminum mikið
breytt frá því sem áður var. Nú
þurfi þjóðir að hafa fyrir því sjálf-
ar að ná árangri.
„Núna erum við í hringiðu
heimsins á öllum sviðum. Fyrir ári
fór ég í opinbera heimsókn til Kína
og síðar í sama mánuði kom for-
seti Indlands hingað. Þetta tvennt
í sama mánuðinum er sterkur vitn-
isburður um þau alþjóðlegu tengsl
sem Ísland nýtur í dag.“
aegir@frettabladid.is
Segir Dorrit hafa skapað
gleðilegt andrúmsloft
Dorrit Moussaieff er orðinn Íslendingur og í dag eru tíu ár liðin síðan Ólafur Ragnar Grímsson var settur
í embætti forseta Íslands. Eftir andlát Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur íhugaði Ólafur Ragnar
að sækjast ekki eftir endurkjöri. Hann segir Dorrit hafa verið sér mikil stoð og stytta.
GUÐRÚN KATRÍN ÞORBERGS-
DÓTTIR Guðrún Katrín lést í
október árið 1998.