Fréttablaðið - 01.08.2006, Side 42

Fréttablaðið - 01.08.2006, Side 42
 1. ágúst 2006 ÞRIÐJUDAGUR30 Leikarinn Colin Farrell hefur verið orðaður við meðleikkonu sína í myndinni Miami Vice, kínversku stórstjörnuna Gong Li. Þau hafa sést mikið saman að undanförnu, meðal annars í eftirpartíi eftir frumsýningu myndarinnar í Bret- landi. Viðstaddir segja að Farrell hafi bara haft augun á Gong Li og þau hafi gert sér dælt hvort við annað inni á staðnum en horfið stuttu síðar upp á hótel í miðborg- inni. Gong Li verður fertug á þessu ári á meðan Colin Farrell er aðeins þrítugur og er því tíu ára aldurs- munur á parinu. Ást á tökustað NÝTT PAR Colin Farrell og Gong Li hafa sést mikið saman að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Nú n SKJÁEINUM í gegnum Digital Íslandærðu Fyrir þá sem ekki geta vakað verða tónleikarnir sýndir kl. 21.30 á miðvikudagskvöldið og úrslitin kl. 21.30 á fimmtudagskvöldið. Fylgjumst með ótrúlegum árangri Magna í kvöld kl. 1 eftir miðnætti í beinni útsendingu á SkjáEinum. Úrslitin verða svo sýnd í beinni útsendingu á miðnætti annað kvöld. Rock on Magni E N N E M M / S IA / N M Einhverjir mest sjarmerandi tón- leikar sem haldnir hafa verið á Íslandi fóru fram á Borgarfirði eystri síðastliðið laugardagskvöld. Fjöldi fólks hafði lagt á sig heljar- innar ferðalag til þess að komast á staðinn, keyrt á lélegum vegum og farið yfir hættulegar heiðar. Ferðalagið var hins vegar fljótt að borga sig því um leið og komið var yfir Njarðvíkurskriður blasti við manni hið krúttlega þorp á Borg- arfirði eystri, sem síðar átti eftir að bjóða upp á rómaða kvöld- stund. Hin sjarmerandi og þokkafulli tónleikastaður var því mun frekar í aðalhlutverkinu og listamennirn- ir voru meira í aukahlutverkum. Allt skipulag var líka til fyrir- myndir og í raun hægt að segja að ekki hafi verið veikan punkt að finna í þessu smávaxna þorpi þetta ágæta laugardagskvöld. Áhorf- endur og gestir staðarins virtust líka allir vera ánægðir með að vera viðstaddir enda var upplifun- in nær öll þeirra. Tónleikarnir sem slíkir voru einnig hin besta skemmtun. Emilí- ana var krúttleg og sæt eins og endranær og geislaði á sviðinu. Meðlimir Belle & Sebastian stigu síðan á stokk stuttu á eftir Emilí- önu og heilluðu viðstadda enda fátt annað hægt þar sem andrúms- loftið var eins og best verður á kosið. Söngvari Belle & Sebastian, Stuart Murdoch (sem var ískyggi- lega líkur Bryan Adams), gældi líka við áhorfendur í Bræðslunni og hann, eins og hinir meðlimir sveitarinnar, virtist skemmta sér konunglega. En eins og áður segir voru það ekki tónleikarnir sem slíkir held- ur Borgarfjörður eystri og and- rúmsloftið sem þar ríkti sem stóð upp úr. Er þetta annað árið í röð sem haldnir eru tónleikar í Bræðsl- unni en í fyrra spilaði Emilíana þar ásamt heimamanninu „heims- fræga“ Magna. Tónleikar á þess- um tíma árs eru því orðnir að hefð sem vonandi verður haldið við. Jafnvel væri gaman ef hægt væri að halda litla tveggja daga hátíð en ef tónleikarnir á næsta ári verða eitthvað í líkingu við þá sem fóru fram um helgina getur eng- inn kvartað. steinthor@frettabladid.is Listamennirnir í aukahlutverkum FRÁBÆR Belle & Sebastian sýndi og sann- aði að þar er á ferð frábær tónleikasveit. SPENNT Fólk á öllum aldri skemmti sér konunglega á tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR GLEÐI Ekki er annað hægt að segja en að áhorfendur hafi verið himinlifandi með tónleik- ana. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Í SÖLUHUG Heimamenn stjönuðu við gesti og buðu meðal annars upp á sjálflýsandi dót til sölu. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.