Tíminn - 22.01.1978, Page 11

Tíminn - 22.01.1978, Page 11
Sunnudagur 22. janiiar 1978 11 SANTA PONSA Santa Ponsa ræður yfir riddurum með rikri hallarfrú. Snæðir bráð með göfflum guðs, glitklæðir sin hjú. Veizlu hans vil ég oftar vitja, veizlu hans þrisvar þigg aö sitja — veizlu hans! Jú, ekki voru notuð hnifapör- in, en bornar voru um mundlaugar að fornum siö. Mörgum er tamt að lita á forfeður sina aftur I öldum sem rudda og óþrifagemsa. En rannsóknir gamalla heimilda og fornmenja leiða smám saman i ljós, að t.d. á landsnámsöld — og jafnvel bronsöld og steinöld hafa tiðkazt fastar siðvenjur og notkun ýmissa snyrtitækja. Fundizt hafa greiður, raksturs- og hárskeraáhöld og jafnvel fingerðar tengur til aö kippa burt óæskilegum hárum — og ekki skorti kvenskrautið. Fólk hefur snyrt hár sitt og skegg og viljað ganga þokkalega til fara, þá eins og nú. Ég kvaðst ætla að bregða upp nokkrum myndum. Hér kemur hópmynd, tekin við Columbus- hótelið og sjást á henni lang- flestir öldungar og aöstoöarliö. Myndin var birt i Morgunblað- inu i haust. Þetta er myndarleg- ur söfnuður. önnur mynd sýnir baðströnd- ina við vikina i Santa Ponsa.þar sem öldungarnir dvöldu allan októbermánuð. Mikið ber á hálmgulum strásólhlifunum. Jafnan varu bátar á ferð i vik- inni og heill skemmtibátafbti i „innrásarvik” Jakobs konungs skammt frá. Þar var verið að gera hafnargarð, tindóttan, likt og í Þorlákshöfn. Þriðja myndinsýnir spánskan dans, liflegan vel. Eitthvað svipað var sýnt i næturklúbbn- um fræga i Palma. Ekki má gleyma „þarfasta þjóninum” Suðurlandsbúa, asn- anum og kynblendingi hans og hests, múldýrinu. Tveir kaupa- héðnar komu með söluvarning á asna utan úr sveit inn i Santa Ponsa, meðan við dvöldum þar. Annar asninn var mesta þægðarskepna, en hinn þrjózkur og slægur. Ótrúlega fyrirferðar- miklarklyfjar eru lagðar á asn- ann. Þarna á myndinni ber mest á alls konar leirkerum og brús- um, flestum sterkrauðum á lit. Að lokum skal brugðið upp mynd af oliumalarvegi, er ligg- ur um fjallaskarð. Þessa leið var ekið með okkur (sbr. grein- ina 4. des.) Hvernig lízt ykkur á allar beygjurnar? Ég fór fyrir löngu um Giljareiti, þar sem langferðavagninn þurfti að bakka til aö ná veginum I gilj- unum, lika krókaleiöina gömlu niður Kamba, en þessi fjalialeiö þótti mörgum æði glæfraleg (70 hárnálarbeygjur). Bugðurnar á Vaðlaheiði eru ekkert hjá þess- um hárnála- eða S-beygjum! „Svo mjökumst viö ofan hægt og hægt, hringsnýst mér jörð fyrir augum. Þó hugarrót eitthvað hafi lægt, hrollur situr i taugum! I Columbus komin úr f jallaferð, fegin að hlaðborði göngum. Til Islandsfrá Mallorca baggann þinn berð, býr ð að því nestinu löngum. Hvað kostaði ferðin okkur öldungana? Sjálfsagt hafa menn eytt misjafnlega miklu, aukreitis beinan kostnað eftir fjárráðum hvers og eins. Fyrir hjón mun fargjald, hóteldvöl i mánuð, farangurstrygging, vegabréf, þjónustugjald og ferðagjaldeyrir hafa numið eitt hvað hátt i éða um þrjú hundruð þúsund krónum, og er það mjög ódýrt miðað við fyrirtaks að- búnað. Þetta var lika utan aðal- ferðamannatimans. Fyrir gjaldeyri sinn gátu menn keypt ofurlitið af varningi (aðallega fatnað og leðurvörur held ég) og borgað allmargar skemmti- legar og fróölegar feröir viðs vegar um Mallorca. Skal hér eftir minni greint frá kostnaði við ferðirnar, þennan veöursæla októbermánuð: Skoöunarferö til Palm a 425 pesetar á mann, ferð til Valdemosa og áfram til norðurstrandarinnar og ferju- ferð þar meðfram hrikalegum hömrum 775 peseta (nesti innifalið). Bátsferð til Marine- land 275 pesetar, Drekahellis- ferð, með viðkomu á Dýramörk, þarsem ýmis villidýr frá Afriku ganga laus 675 pesetar (nesti innifalið). Kvöldferð i Titos- næturklúbb i Palma og veit- ingar þar 900 pesetar. Kvöldferð alllangt út i sveit i greifaveizl- una (sýningar fyrri alda lifs- hátta og veitingar) 900 pesetar. Peseti er um þaö bil hálf þriðja islenzk króna. Flestir tóku þátt i innkaupaferð til Palma, fargjald 260 presetar. Ýmsirfóru um nágrennið i áætl- unarvögnum Mallorcabúa. Það er ódýrt, en ekki þægilegt, grjóthörð trésæti og vagnarnir oftast troðfullir, svo margir veröa að standa. Bilar fremur ódýrir, og nota margir sér það, en betra mun vera að sem ja vel fyrirfram um leiguna. Undirrit- uðum eru eftirminnilegastar ferðirnar til Valdemosa, Dreka- hellis og Palma, ásamt dagleg- um gönguferðum i grennd Santa Ponsa. Draugabirta i Drekahelli, dimm mörg skot og hliðargöng, leiðin grýtt og lotulöng. — Verðirlköldumkima hrina: Komdu ekki við dropasteinana mina! Afram gakktu, alltaf niður, undarlegur daufur kliður ymur fyrir eyrum mér. Hræðsluslegin hvislar Asa: „Mér heyrðist dreki vera að blása! — En brátt skiptir um svið þarna niðri. Otúr myrkri ljúfir liða ljóssins knerrir fornra tiða, berast þaðan hlýirhljómar, hellishvelfing gervöll ómar” Sumaraukinn á Mallorka var góður, en jafnan fylgir þó böggull skammrifi. Okkar plága voru flugumar, eða eins og einn „ferðakraftur” (á rauðsokka- máli) mundi orða það: „Ég er öll rauöflekkótt, bólgin og bitin, ber á mig konjak — og svo er það hitinn. — Komdu meö lifs- grasabaukinn þinn Björg, búöu um sárin, þau eru mörg”. Geta má þess að mjúkhentir flugkraftar báru okkur góm- sætan beina á leiðinni að heiman og heim. Asni með söluvarning Spánskur dans mWFILL Stærsta bifreiðastöð borgarinnar SÍMI 8-55-22 OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN Erum einnig með við Fellsmúla benzinaf- greiðslu og verzlun er selur ýmislegt er bilnum við kemur. Leigjum út sali til VEIZLU-, DANSLEIKJA OG FUNDARHALDA Upplýsingar í síma 85521 HÚSBYGGJENDUR Norður- og Vesturlandi Eigum á lager milliveggjaplötur stærð 50x50 cm. þykkt 5, 7 og 10 cm. Verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi Söluaðilar: Akranesi: Trésmiðjan Akur h.f. simi 2006 Búðardalur: Kaupfélag Hvammsfjaröar simi 2180 V-Húnavatnssýsla: Magnús Gisiason, Stað simi 1153 Blönduós: Sigurgeir Jónasson simi 4223 Sauðárkrókur: Þórður Hanscn slmi 5514 Rögnvaidur Árnason slmi 5541 Akureyri: Byggingavörudeild KEA slmi 21400 Húsavik: Björn Sigurðsson simi 41534 Loftorka s.f. Borgarnesi simi 7113, kvöldsimi 7155 Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur Útboð Tilboð óskast i byggingu 2. áfanga 3ja fjöl- býlishúsa að Valshólum 2, 4 og 6 i Breið- holti, alls 24 ibúðir. 2. áfangi felst i þvi að gera húsin tilbúin fyrir tréverk. Húsin eru nú fokheld. Útboðsgögn fást i skrifstofu Verzlunar- mannafélags Reykjavikur, Hagamel 4, frá og með 23. janúar 1978 gegn 20 þús. kr. skilatryggingu. Tilboðum verði skilað eigi siðar en kl. 11,30, 6. febrúar 1978, en þá verða tilboðin opnuð i viðurvist bjóðenda. Verzlunarmannafélag Reykjavikur

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.