Fréttablaðið - 12.08.2006, Side 8

Fréttablaðið - 12.08.2006, Side 8
8 12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR VEISTU SVARIÐ? 1 Hvaða dansflokkur er á leið hingað til lands með strippsýningu? 2 Í hvaða sundlaug hafa hættulegar flísar valdið slysum? 3 Hvaða ráðherra var staðinn að ólöglegum lundaveiðum? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 58 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Ó ! · 8 8 7 4 Óla fur Ste fán sso n Sím i: 4 40 400 0 Fax : 4 40 460 40 ww w.g iltn ir.i s Kir kju san di IS- 155 Re ykj aví k Ég hle yp 3 k m fyr ir Sty rkt arf éla g v ang efin na Indriði Jóhannsson S ím i: 4 4 0 4 0 0 0 Fax: 4 4 0 4 6 0 4 0 w w w .giltnir.is K irkjusandi IS -1 5 5 R eykjavík Ég hleyp 10 km fyrir M ND félagið Indriði Jóhannsson S ím i: 4 4 0 4 0 0 0 Fax: 4 4 0 4 6 0 4 0 w w w .giltnir.is K irkjusandi IS -1 5 5 R eykjavík Ég hleyp 10 m fyrir M ND félagið In dr ið i J óh an ns so n Sí m i: 44 0 40 00 Fa x: 4 40 4 60 40 ww w. gi ltn ir. is Ki rk ju sa nd i IS -1 55 R ey kj av ík Ég h ley p 1 0 km fy rir M ND fé lag ið Hallgrímur Magnús Sigurjónsson Sími: 440 4000 Fax: 440 46040 www.giltnir.is 556 Útibú Ísafirði IS-155 Reykjavík Ég hleyp 21 km fyrir Styrktarfélag fatlaðra Vestfjörðum Kristín Björg Konráð sdóttir Sími: 440 4 000 Fax: 4 40 46 040 www.g iltnir.i s 515S Afgreið sla Kri nglunn i IS-155 Reykj avík Ég hle yp 10 k m fyri r Félag á hugafó lksl u m Downs - heil kenni LÍKAMSÁRÁS Rétt liðlega tvítug stúlka varð fyrir hrottafenginni árás á myrkvuðum göngustíg milli neðra Breiðholts og Fella- hverfis um fjögurleytið aðfara- nótt fimmtudags. Árásarmaðurinn réðst aftan að stúlkunni þar sem hún gekk, dró sjal sem stúlkan klæddist yfir höfuð hennar og skellti henni niður á jörðina. Að sögn lögreglu reyndi maðurinn þá að afklæða stúlkuna og koma fram vilja sínum. Stúlkan veitti hetjulega mót- spyrnu en í miðjum átökunum beit árásarmaðurinn stúlkuna í hálsinn svo að ljótt bitsár er eftir. Þá er stúlkan með áverka á baki eftir hné árásarmannsins og lemstruð á sál og líkama, að sögn aðstandenda. Áður en maðurinn hafði sig á brott rændi hann stúlkuna. Hann tók veski hennar, sem innihélt um fimm þúsund krónur í pen- ingum, og farsíma. Stúlkan komst við illan leik á Select- bensínstöðina við Æsufell, þar sem afgreiðslufólk gerði lögreglu viðvart. Svo virðist sem árásarmaður- inn hafi hreiðrað um sig í rjóðri og beðið færis, en svæðið þar sem göngustígurinn liggur er mjög gróið og illa upplýst. Að sögn kunnugra var þetta einungis fjórða ferð stúlkunnar um göngustíginn, en hún hafði nýverið tekið íbúð á leigu í nágrenninu. Stúlkan var á leið til vinnu, en hún er bakaranemi í Breiðholtsbakaríi við Völvufell. „Hún var svo ánægð með nýju íbúðina og að hún gæti gengið í vinnuna og svo gerist eitthvað svona hræðilegt,“ segir Petrína Bergvinsdóttir, samstarfskona stúlkunnar í Breiðholtsbakaríi. Hún segir samstarfsfólk stúlkunn- ar felmtri slegið yfir atburðinum. „Við erum auðvitað allar í sjokki yfir þessu. Ég þarf sjálf að ganga í vinnuna og ég hef alltaf með mér regnhlíf hvernig sem viðrar, fyrir barefli ef eitthvað skyldi gerast. Miðað við það sem ég hef séð á gangi mínum í gegnum Elliðaár- dalinn var bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona myndi gerast,“ segir Petrína. Enn hefur enginn verið hand- tekinn í tengslum við árásina og að sögn lögreglu er fátt um vís- bendingar og enginn grunaður um verknaðinn. Árásarmaðurinn gengur því enn laus. aegir@frettabladid.is Með bitsár á hálsinum Tvítug stúlka varð fyrir óhugnanlegri líkamsárás á illa upplýstum göngustíg í Breiðholtinu. Árásar- maðurinn réðst aftan að stúlkunni, reyndi að nauðga henni og beit hana í hálsinn. VETTVANGUR GLÆPSINS Á þessum göngustíg var ráðist á tvítuga stúlku á leið til vinnu. Svo virðist sem árásarmaðurinn hafi falið sig í gróðrinum og beðið færis. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN VIÐSKIPTI Meðal efnis í kæru Sam- skipa til samkeppnisyfirvalda í ágúst 2002 var að Eimskip stund- aði undirboð og að verðskrár fyrir- tækisins væru óskýrar. Nú hillir undir lok rannsóknar yfirvalda og greindi Fréttablaðið frá því í gær að fyrstu niðurstöður gerðu ráð fyrir að Eimskip greiddi einn millj- arð króna í sekt. Félagið hefur nið- urstöðurnar til skoðunar og á eftir að koma að athugasemdum. Í erindi Samskipa til Samkeppnis- stofnunar (sem nú heitir Sam- keppniseftirlit) árið 2002 var Eim- skip ítrekað sagt hafa boðið viðskiptavinum keppinauta sinna lægra verð fyrir flutninga en sam- bærilegum viðskiptavinum félags- ins stóð til boða. Þá kom fram í erindi lögmanns Samskipa að Sam- keppnisráð hefði áður beint þeim fyrirmælum til Eimskips að gæta þess í hvívetna að samningar fyrir- tækisins, eða aðrar athafnir sem varða viðskiptavini þess, fælu ekki í sér mismunun sem kynni að skaða samkeppnisskilyrði þeirra. „Við teljum að þeir hafi brotið samkeppnislögin,“ sagði Ólafur Ólafsson, þá forstjóri Samskipa, í viðtali við Fréttablaðið. „Það þarf að vera einhver sýnileiki á verð- lagningu flutningamarkaðarins, en verðskrárnar eru alveg úr takti við hin raunverulegu verð. Sam- kvæmt könnun sem við gerðum meðal okkar viðskiptavina er þetta eitt helsta umkvörtunarefnið.“ - óká UPPSKIPUN Í SUNDAHÖFN Nú hillir undir lok rannsóknar á meintum brotum Eim- skips á samkeppnislögum frá 2002. Kæra Samskipa til samkeppnisyfirvalda vegna Eimskips síðla árs 2002: Eimskip hafði fengið viðvörun LÖGREGLUMÁL Fimm menn voru handteknir í Kópavogi á þriðju- dagskvöld og aðfaranótt miðviku- dags vegna þriggja fíkniefnamála. Öll málin komu upp við reglu- bundið umferðareftirlit. Mennirnir fimm voru á aldrinum 18 til 20 ára og höfðu kannabisefni og e-töflur í fórum sínum. Talið er að um neyslu- skammta hafi verið að ræða í öllum tilvikum. Mennirnir voru færðir til yfir- heyrslu á lögreglustöðina í Kópa- vogi en sleppt að því loknu. Mál þeirra fara nú til ákæruvaldsins. - sh Reglulegt eftirlit í Kópavogi: Fimm teknir með fíkniefni STJÓRNMÁL Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins fundaði á Húsavík á fimmtudag þar sem farið var yfir stöðu mála, að sögn Arnbjargar Sveinsdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. „Þetta var hefðbundinn sumar- fundur en það er alltaf einn slíkur fundur haldinn yfir sumarið ein- hvers staðar úti á landi. Menn voru bara almennt að ræða málin.“ Arnbjörg vildi ekki gefa upp hvaða mál hefðu verið efst á baugi en sagði að mætingin hefði verið fantagóð. - sdg Þingflokkur fundar á Húsavík: Farið yfir stöðu mála HÁTÍÐ Norskir dagar á Seyðisfirði hefjast í dag. Þetta er í tíunda sinn sem þeir eru haldnir á staðnum. Boðið verður upp á ýmsa afþreyingu á staðnum til 26. ágúst en nú eru einnig hundrað ár frá því sæsíminn var tekinn í notkun og símasamband við útlönd komst á. Í tengslum við Norska daga og afmæli sæsímans verður slegið upp bæjarhátíð þar sem bækur og myndir frá Noregi verða til sýnis, ásamt tónleikahaldi og kvik- myndahátíð. Við þau hús í bænum þar sem norska fánanum verður flaggað verður boðið upp á kaffi og spjall. - hs Bæjarhátíð á Seyðisfirði: Norskir dagar í tíunda sinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.