Fréttablaðið - 12.08.2006, Page 16

Fréttablaðið - 12.08.2006, Page 16
 12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS Framtíðin rennur aldrei upp því þegar að því kemur þá er hún orðin samtíð. Að því leyti er fram- tíðin ekki áþreifanlegt fyrirbæri. Hennar tími er aldrei kominn. Samt er framtíðin líka ávallt til staðar, í þeim væntingum sem fólk gerir sér til síðari tíma, að þeir muni skera sig úr, að áföngum verði náð og að lífið verði kannski eilítið betra en í samtímanum. Mannkynið hefur ávallt litið fullt væntinga til framtíðar. Trú- uðum veitir framtíðin fyrirheit um betra líf í návist guðdómsins eða endurfæðingu til æðra tilveru- stigs. Á 19. og 20. öld horfðu vís- indamenn til himins í öðrum til- gangi. Þá dreymdi ekki lengur um himnaguðinn heldur ferðir til ann- arra stjarna og jafnvel kynni af Mars- eða mánabúum. Á 19. öld voru ritaðar skáldsögur um fram- tíð þar sem öllu misrétti hefði verið eytt, vinnutími yrði lítill sem enginn, hægt yrði að nota greiðslu- kort í stað peninga og að fólk myndi geta keypt sér lífsnauð- synjar í risavöxnum verslunar- miðstöðvum. Draumurinn um betri framtíð á jörðu tók við af draumnum um framhaldslíf. Síðan hætti fólk að dreyma. Sú kynslóð sem nú byggir Vesturlönd virðist að þessu leyti ólík fyrri kynslóðum. Fólk er meira eða minna hætt að líta til himins fullt væntinga. Þar eru engir Marsbúar, engin ónumin lönd. Framfaradraumar eru brostnir því að sögunni er lokið og við höfum það harla gott. Fólk er orðið hávaxið, heilsugott og lang- líft; nú er á hvers manns færi að eignast tæki og öðlast þægindi sem ekki einu sinni auðmenn gat dreymt um á fyrri tímum. Kyn- slóð eftir kynslóð hefur verið sagt að fólk hafi aldrei haft það betra uns við erum farin að trúa því sjálf. Draumurinn er úti og orðinn að veruleika. Þetta væntingaleysi til framtíð- arinnar endurspeglast í ýmsu því sem einkennir samtímann öðru fremur. Taumlausri neysluhyggju, svo dæmi sé tekið. Til hvers að byggja til framtíðar þegar áfanga- staðurinn er núið? Núna á að njóta lífsins í botn og veita sér allt sem hugurinn girnist. Við erum komin þangað sem við ætluðum okkur að vera og ætlum ekki að hreyfa okkur þaðan. Og þess vegna erum við nútíma- fólkið líka svolítið hrædd. Hrædd um að missa lífsgæðin og frelsið sem fylgir þeim. Hrædd vegna þess að öll tólin og þægindin sem við teljum okkur þurfa til að lifa góðu lífi muni kannski spilla umhverfinu og grafa undan lífs- skilyrðum komandi kynslóða. Hrædd vegna þess að kannski þurfum við að fórna lífsgæðunum til að lifa af. Hrædd út af innflytj- endunum sem koma til okkar og vilja eiga þátt í lífsgæðum okkar. Það þarf að standa vörð um vel- ferðina, jafnvel með því að fórna hluta af henni. Í framtíðinni bíður ekkert nema niðurskurður og sparnaður. Það þarf líka að verja frelsið, jafnvel með því að fórna hluta af því. Lögregluríkið er handan við hornið. Óttinn við breytta tíma nær ekki endilega til allra heimshorna. Kínverja og Indverja dreymir um að jafna metin við Evrópu hvað snertir auð og velferð. Suður- Ameríkumenn dreymir um jöfnuð og frelsi sem þeir hafa aldrei notið. Arabaheiminn dreymir um framtíð sem er öðruvísi en sam- tíminn, hvort sem halda skal afturábak eða áfram. Bandaríkja- menn eru ekki tilbúnir til að gefa samtímann upp á bátinn og hefja með reglulegu millibili nýtt stríð til að tryggja að 21. öldin verði „ný amerísk öld“. Gallinn við líf „í núinu“ er að það getur ekki varað að eilífu. Fyrr eða síðar munu breytingar eiga sér stað á lífsskilyrðum okkar, jafnvel róttækar breytingar. Þær þurfa ekki að valda neinum kvíða nema þeim sem trúa því að núna sé tíminn til að njóta, allir draum- ar hafi ræst sem geti það eða eigi að rætast. Þeim sem trúa ekki á möguleika mannsins til að bæta sig. Fyrir hina, sem hafna því að nútíminn sé takmark í sjálfu sér og að sagan sé komin á enda, hljóta breyttir tímar jafnframt að vera spennandi tímar. Mannkynið hefur gert nóg af því að hylla sjálft sig. Við þurfum aftur að fara að huga að því hvernig við getum bætt okkur sjálf. Við þurfum aftur að hefja upp augun til himins. Í DAG VÆNTINGAR TIL FRAMTÍÐAR SVERRIR JAKOBSSON Mannkynið hefur gert nóg af því að hylla sjálft sig. Við þurfum aftur að fara að huga að því hvernig við getum bætt okkur sjálf. Við þurfum aftur að hefja upp augun til himins. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Íslendingar hafa jafnan látið sig nokkru varða hvað útlendingar segja um land og þjóð. Sennilega er tilfinningin sú að við séum einhvers virði svo lengi sem aðrir hafa fyrir því að hafa álit á landinu eða því sem hér er gert. Gagnrýni utan að er að öllu jöfnu holl þó að ástæðulaust sé að gleypa allt hrátt þó að það komi frá útlöndum. Að sama skapi má ekki loka augunum fyrir athugasemdum sem þannig eru til komnar. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur langa reynslu af skýrslugerð um þjóðarbúskap Íslands eins og annarra aðildarríkja. Að baki þeim er allgóð þekking á innviðum íslenskrar þjóðfélags- gerðar. Í nýrri skýrslu OECD sem birt var í vikunni er vikið að tveimur snöggum blettum. Annar snýr að verðmyndun á raforku. Hinn lýtur að árangri í skólastarfi. Báðar þessar athugasemdir eru gildar og kalla á viðbrögð. Orkufyrirtækin eru öll í eigu skattborgaranna. Í því ljósi er það allrar athygli vert að alþjóðastofnun eins og OECD skuli taka það sérstaklega fram að hún geti ekki metið þjóðhagslega hagkvæmni orkusölu þeirra til stóriðju vegna skorts á gegnsæi. Ef orkufyrirtækin væru einkarekin eru mestar líkur til að ýmsir teldu þetta vera hneyksli. En með því að fyrirtækin eru í eigu skatt- borgaranna flokkast þessi athugasemd að réttu lagi fremur undir háðung. Hér skiptir mestu máli að verðmeta með sérstökum og opnum hætti réttinn til orkunýtingar. Það myndi auðvelda hagkvæmni- matið og að öllum líkindum draga úr árekstrum milli virkjana- ákefðar og náttúruverndarhollustu. Þriggja ára gömul raforkulög byggja á gamalli hugmyndafræði. Hér þarf nýja hugsun. Iðnaðarráðherra þarf að svara því kalli. Hann hefur reynt létta leið í því efni. Hún var hins vegar of einföld og dugar ekki. Virkjanir hafa vissulega mikla efnahagslega þýðingu. En menntunarfjárfestingin ræður á hinn bóginn mestu um efnahag framtíðarinnar. Að því virtu er ærin ástæða til að leggja við hlustir þegar OECD bendir á tvær mjög svo athyglisverðar staðreyndir á því sviði: Í fyrsta lagi að við verjum meiri fjármunum en flestar aðrar þjóðir til menntamála. Og í annan stað að árangur skólastarfsins er þrátt fyrir það rétt í meðallagi. Menntamálaráðherra svarar því til að auknum fjármunum hafi verið varið til skólastarfsins á allra síðustu árum. Árangurinn eigi því eftir að skila sér. Ekki skal dregið í efa að sitthvað er til í þeirri röksemdafærslu. En þessar athugasemdir OECD gætu líka gefið tilefni til annars konar viðbragða. Þannig gæti menntamálaráðherra notað þessa skýru framsetningu erlendra skoðunarmanna til þess að gera ákveðnar kröfur til skólanna og stjórnenda þeirra. Þeim mætti til að mynda setja ákveðin og jafnvel tímasett mörk um aukinn árangur. Hér þarf einnig að huga að kennaramenntun- inni sjálfri, eins og rektor Kennaraháskólans hefur nýlega vakið athygli á. Auk heldur er hald í þessum athugasemdum til þess að knýja á um skjóta framkvæmd á nýjum og ferskum hugmyndum um grund- vallarbreytingar á framhaldsskólanum sem ráðherrann hefur sjálfur átt frumkvæði að. Það er einfaldlega réttmætt að spyrja: Hvenær skilar fjár- festingin sér? SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Enn ein gestaskýrslan: Tveir snöggir blettir Er framtíðinni lokið? Vantar fleiri Sæluvikur Fréttavefurinn Skagafjörður.com stóð fyrir könnun þar sem Skagfirðingar voru spurðir að því hvað hefði verið best við nýafstaðinn júlímánuð. Af niðurstöðunum má hæglega álykta sem svo að lífið hafi verið heldur lítilfjörlegt í Skagafirðinum þann mánuðinn því tæpum 39 prósent- um svarenda þótti best að hann væri lið- inn. Zinedine Zidane kryddaði þó aðeins tilveruna því tæpum 29 prósentum þótti það mesta gleðiefni mánaðarins þegar hann skallaði Marco Materazzi. Eins og margir vita er Sæluvika árlega á vordögum í Skagafirði. Í fyrra kastaði Hún- vetningur einn fram vísu um Skagfirðinga og sæluvikuna þeirra og svo virðist sem hann hafi vitað hvað hann söng: Ein gleðivika um götu og torg græðir tæpast mein, ef fullar eru af fýlu og sorg fimmtíu og ein. Gefur nágrannanum heilræði í fjölmiðlum Nokkuð undarlegar nágrannadeilur á Ísafirði hafa komist í vestfirska fjölmiðla. Þar deila þeir Ingi Þór Stefánsson sem á húsnæðið þar sem veitingastaðurinn Langi Mangi er rekinn og svo Erling- ur Tryggvason sem býr í næsta húsi við Langa Manga. Sá síðarnefndi hefur löngum kvartað yfir hávaða frá Langa Manga en Ingi Þór, sem býr fyrir ofan veitingastaðinn og því við hlið Erlings, skilur ekkert í þeim kvörtunum þar sem hann og börn hans sofi vært hvað sem gangi á fyrir neðan. Bendir hann á í opnu bréfi til Erlings að þetta sé í miðbæ Ísafjarðar, sem reyndar sé engin stórborg en miðbær sé þetta þó með tilheyrandi mannlífi. Hvetur hann svo nágranna sinn til að taka til á eigin stað og njóta lífsins. Svona er þjóðfélagið orðið, meira að segja nágrannar úti á landi eru farnir að eiga samskipti sín á milli í fjölmiðlum. Rándýrar veiðar Umfjöllun Fréttablaðs- ins um lundaveiðar Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér og ekki er útséð með að hann verði kærður fyrir þær þar sem hann hafði ekki gilt veiðikort. Þá eru þessar lundaveiðar orðnar rándýrar veiðar. jse@frettabladid.is Ólafur Stefánsson Sími: 440 4000 Fax: 440 46040 www.giltnir.is Kirkjusandi IS-155 Reykjavík Ég hleyp 3 km fyrir Styrktarfélag vangefinna Valdimar Halldórss on Sími: 440 4000 Fax: 440 46040 www.giltnir.is Kirkjusandi IS-155 Reykjavík Félag áh ugafólksl um Downs - heil enn i Ólafur Stefán sson Sími: 440 4 000 Fax: 4 40 46 040 www.g iltnir.i s Kirkju sandi IS-155 Reykj avík Ég h leyp 3 km fyri r Styr ktar félag van gefin na

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.