Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.08.2006, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 12.08.2006, Qupperneq 28
Þetta var eitthvað sem mig hafði langað til að gera í mörg ár. Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um tungumál og framandi menningu og ákvað að fara út og sjá hvernig mér litist á. Svo leið mér bara svo vel og fannst þetta svo spennandi að ég fór í fullt BA-nám í kínversku, með áherslu á bókmenntir og menning- arfræði,“ segir Arnar Steinn Þor- steinsson, 28 ára Vesturbæingur, sem lauk prófi frá kínverskum háskóla nú í júlí. Arnar Steinn bjó í borg sem heit- ir Guang Zhou (borið fram Gvong Djó) í Suður-Kína. Borgin er í Guang-héraði sem er stutt frá Hong Kong og Macau, sem er fyrrverandi portúgölsk nýlenda. Svæðið er kall- að Pearl River Delta eða Perluár óshólmar og giskar Arnar Steinn á að á svæðinu hafi búið um tíu millj- ónir manna. „Það er í raun ekki vitað hvað það búa margir á svæðinu þar sem straumurinn af fólki í atvinnu- leit er svo mikill en það fólk er ekki endilega skráð með búsetu þar svo opinberar tölur um íbúafjölda segja eitthvað allt annað.“ Kínverskan opnaði nýja heim Arnar Steinn segist lítið sem ekkert hafa vitað um Kína áður en hann fór út. „Upphaflega fór ég út af forvitn- inni einni saman. Mig langaði í útrás og til að hvíla mig á Íslandi en það sem heillaði mig þegar ég kom til Kína var kúltúrinn, fólkið og þær gífurlegu hræringar sem eiga sér stað í landinu. Guang Zhou er mjög fjölþjóðlegt umhverfi og það hefur færst í aukana síðustu ár. Þegar ég kom út voru um tvö hundruð erlend- ir nemendur í skólanum en nú eru þeir um þúsund.“ Arnar Steinn segir Kína vera gíf- urlega frábrugðið Íslandi. „Það er voðalega erfitt að lýsa samfélaginu og mjög misjafnt hvernig menningar- sjokki fólk verður fyrir. Fólksfjöld- inn þar er til dæmis gríðarlegur og það er eins og það sé 17. júní á hverj- um einasta degi. Kínverjar haga sér allt öðruvísi en við og hugsunarhátt- urinn og siðirnir eru allt aðrir – fólk hagar sér til dæmis allt öðruvísi við matarboðið, það talar á annan hátt við hvert annað, snertist á annan hátt og hefur önnur prinsipp,“ útskýrir Arnar Steinn sem lenti í töluverðum vandræðum til að byrja með og þá ekki síst vegna tungu- málaörðugleika. „Þetta var mjög erfitt í upphafi en ég eignaðist strax vini sem hjálpuðu mér mjög mikið – bæði Kínverja og aðra sem kunnu kínversku. Ég kom mér síðan hægt og rólega inn í þetta. Þegar ég var orðinn nokkuð sleipur í kín- verskunni, eftir hálft til eitt ár, opn- aðist nýr heimur fyrir mér. Ég gat tjáð mig betur og fór að skilja landið betur og af hverju fólkið er eins og það er.“ Kína eins og Ameríka Arnar Steinn segist ekki hafa fundið mikið fyrir ofríki komm- únistastjórnarinnar í Kína enda sé Guang Zhou nokkuð langt frá miðstjórninni í Peking. „Komm- únistaflokkurinn ræður náttúru- lega öllu og er líka við völd í sveit- ar- og borgarstjórnum. Ég myndi samt ekki segja að það væri til kommúnismi í Kína nema það að alræðisstjórnin er við völd og verður það um ófyrirsjáanlegan tíma. Kína er frekar orðin eins og Ameríka, þú þarft að borga fyrir spítalavist og það er dýrt að fara í háskóla. Maður finnur samt ekki mikið fyrir stjórninni í Guang Zhou, maður finnur meira fyrir henni í Peking. Andrúmsloftið í Peking er miklu áþreifanlegra enda er herinn á götum úti,“ segir Arnar Steinn. Hann segir að í eina skiptið sem hann hafi fundið fyrir alræði kommúnistastjórnarinnar hafi verið þegar hún ritskoðaði heimildarmynd sem hann ætlaði að sjá. „Myndin fjallar um fólks- flutninga við stóru stíflugerðina. Milljónum manna hefur verið gert að flytja þar sem það á að láta flæða yfir bæi og borgir. Myndin fjallar um þessa fólksflutninga og það var margt af fólki komið saman til að sjá þessa mynd. Allt í einu stendur kvikmyndagerðar- maðurinn upp og segir að stjórnin hafa bannað sýninguna. Áhorf- endur urðu mjög hissa yfir þessu og spurðu hvort stjórnin væri ekki hætt að gera svona lagað,“ segir Arnar Steinn. Arnar Steinn segir að í Kína sé ekki til neinn frjáls, óháður kín- verskur fjölmiðill. „Fréttirnar þar eru vægast sagt mjög skondnar. Í Guang Zhou er hægt að sjá sjón- varpsstöðvar frá Hong Kong en ef þar voru fluttar viðkvæmar eða neikvæðar fréttir í garð Kína kom allt í einu upp stillimynd af fallegu fjalli. Ef maður vildi hins vegar sjá fréttina til enda þurfti ég að leita hana uppi á netinu.“ „Internetið er í Kína er gott og ódýrt. Það eru samt ákveðnar síður sem ekki er hægt að komast inn á, til dæmis vefur BBC. Svo eru aðrir einstaka miðlar sem er búið að taka út,“ segir Arnar Steinn sem nýtti sér netið óspart á meðan dvöl hans í Kína stóð. Farfuglinn á kínversku Arnar Steinn segist hafa lagt mikla vinnu á sig strax frá byrjun við að læra málið. „Kínverska er annars mjög gamalt tungumál og er ofboðslega ríkt í málnotkun og orðaforða. Það tekur tíma að vinna sér upp orðaforða og sum orðin eru svo forn að ef maður þekkir ekki menningarlegu tengslin veit maður ekki hina raunverulegu merkingu þeirra.“ Á þeim fimm árum sem Íslend- ingurinn ungi dvaldi í Kína tókst honum að ná þó nokkru valdi á hinu flókna tungumáli. „Helsta markmið mitt var að geta lesið og skrifað kínversku. Nú er ég eigin- lega orðinn allæs á málið þó það komi fyrir að ég rekist á tákn sem ég hef ekki séð áður. Táknin eru samt lógískt uppbyggð þannig að ég skil nokkurn veginn hvað þau 12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR28 Arnar Steinn Þorsteinsson var einn af bestu hjólabrettaköppum landsins um árabil. Forvitnin rak hann hins vegar til Kína þar sem hann ákvað að leggja fyrir sig kínverskar bókmenntir og menningarfræði. Í samtali við Kristján Hjálmars- son segir Arnar Steinn frá hræringunum í Kína, öðruvísi siðum og smásögu eftir Guðberg Bergs- son sem hann snaraði yfir á kínversku. Þýddi Farfugl Guðbergs á kínversku ARNAR STEINN OG SONOKO Þau kynntust í Kína. Hann frá Íslandi en hún frá Japan. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN ÓLÍKIR HEIMAR Arnar Steinn segir margt ólíkt með Kína og Íslandi. Ég myndi samt ekki segja að það væri til kommúnismi í Kína nema það að alræðisstjórn- in er við völd og verður það um ófyrirsjáanlegan tíma. Kína er frekar orðið eins og Amer- íka, þú þarft að borga fyrir spítalavist og það er dýrt að fara í háskóla.ME‹ Í FRÍINU ÁSKRIFT LOTTAR‹U NÚ lotto.is Me› LOTTÓ Í ÁSKRIFT gætir flú líka unni› einn af 30 stórglæsilegum aukavinningum í áskriftarleiknum. LOTTÓ ÁSKRIFTAR LEIKUR E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 6 3 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.