Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.08.2006, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 12.08.2006, Qupperneq 32
[ ] 50-100 auka hestöfl sem hver sem er getur bætt í bílinn hjá sér. Ef horft er á bílamyndir á borð við The Fast and the Furious sést oft hvernig nítrógas er notað til að gefa bílum aukakraft þegar snúningur- inn er þegar í botni. Venjulega fylgja glæstir spyrnusigrar og aðdáun kvenna. „Þetta er bara alrangt,“ segir Ásgeir Örn Rúnars- son. „Maður slær ekki inn nítrói á 6- 7 þúsund snúningum, þetta er kol- rangur boðskapur.“ Og Ásgeir ætti að vita það. Hann er sjálfur með nítrókerfi í bílnum sínum, forláta Mustang, árgerð 1998. „Nítró eykur fyrst og fremst tog vélarinnar og því hröðunina. Það hefur ekkert með hraðakstur að gera. Það að vera fljótur af stað hefur ekkert að gera með að keyra hratt,“ segir Ásgeir, sem keyrir ekki hratt sjálfur en hefur gaman af því að vera snöggur. „Nítró er eins konar glaðloft. Það kælir loftinntakið auk þess að vera þrisvar sinnum súrefnisríkara en andrúmsloft. Ef þú setur nítró inn á vél fær hún meira súrefni. Þá þarftu að setja meira bensín líka. Nítró- kerfi eru yfirleitt þannig að það er verið að sprauta gasi í gegnum einn spíss og bensíni í gegnum annan. Fyrir vikið verður bruninn mun öfl- ugri.“ Ásgeir segir að nítró sé einfald- asta, ódýrasta og áhrifaríkasta leið- in til að auka afl að einhverju marki. „Mesta muninn finnur maður á lítið breyttum bílum.“ Einföld nítrókerfi kosta um 80 þúsund krónur og gefa 50-100 hestöfl aukalega. Í litlum vélum munar um minna. Ásgeir, sem keppti um tíma í kvartmílu, segir nítró hættulaust ef rétt er að farið. „Algengustu rang- hugmyndirnar eru að nítró eyði- leggi vélar. Það getur reyndar gerst ef kerfið er vitlaust sett upp. Í tor- færunni voru nítrósprengingar ekki óalgengar en í 99% tilfella var hægt að rekja þær til rangs frágangs.“ Nítrókerfi eru ekki flókin og sæmilega handlaginn einstaklingur ætti að ráða við að setja svoleiðis upp sjálfur. „Það er einn kútur í skottinu, slanga fram í vélarrými fyrir gasið. Svo er sett T-stykki á bensínlögnina og tekin auka slanga þaðan. Þessar slöngur eru settar í sér spíssa inn í loftinntakið en fara fyrst í gegnum segulloka sem stýrir flæðinu. Til að hann opni þarf að vera svissað á bílinn, kveikt á sér- stökum rofa og bensíngjöfin nánast í botni. Þetta er lítið flóknara en að setja magnara í bíl,“ segir Ásgeir að lokum. einareli@frettabladid.is Þegar farið er í langa bílferð með börnin er það hreinn munaður að hafa DVD-ferðaspilara með í för, bæði fyrir börnin sem fagna tímaþjófnum og foreldrana sem fá tæplega tveggja tíma pásu. Ódýrasta og áhrifarík- asta leiðin til að auka afl Mustanginn hans Ásgeirs er ekki til hraðaksturs, en honum finnst gaman að vera snöggur. NÍTRÓKÚTUR Í SKOTTINU Frá honum liggur slanga fram í húdd og segulloki stýrir því svo að vélin fái aðeins gas þegar bensínið er nálægt botngjöf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sé rétt gengið frá öllu segir Ásgeir að nítró- ið sé algjörlega hættulaust. Lét sérsmíða yfirbyggingu á einn virtasta ofurbíl samtím- ans. Flestir bílaáhugamenn og -konur hafa einhvern tíma á ævinni keypt bíl sem hefur aðeins þurft að dytta að. Kannski laga eina beyglu eða sprauta eina vélarhlíf. Út frá þeirri reynslu er auðvelt að skilja af hverju James Glickenhaus fór beint á verkstæði þegar hann keypti sér Ferrari í fyrra. Eða hvað? Bíllinn sem hann keypti var nefnilega hvorki gamall né sjúskað- ir, heldur splunkunýr Ferrari Enzo, flaggskip framleiðandans. Á hinn bóginn var verkstæðið heldur engin smurstöð, heldur breytingafyrir- tækið Paninfarina. James leist ein- faldlega ekki nógu vel á útlit bílsins og ákvað að fá Pininfarina til að sér- smíða yfirbyggingu eftir sínum óskum. Hver hefur svo sem ekki lent í því að kaupa Ferrari sem var hreinlega of ljótur? Í upphafi vildi James að yfir- byggingin tæki mið af hugmynda- bílum Ferrari frá 1960, en hann á einmitt tvö eintök sjálfur. Ken Oku- yama, teymisstjóri hjá Paninfarina, benti á að fyrirtækið vildi frekar horfa fram á veginn en að festast í fortíðinni og afraksturinn ber vott um jafnvægi milli þessara tveggja stefna. Nú mætti ætla að það væri ekki flókið mál að smíða eina yfirbygg- ingu en Paninfarina-teymið eyddi umtalsverðum tíma í vindgöngum til þess að tryggja að loftmótsstaða ykist ekki. Yfir 200 varahlutir voru sérsmíðaðir fyrir bílinn, þar með talin alveg ný innrétting. Við þetta léttist bíllinn, sem heitir eftir breyt- inguna Ferrari P4/5, um 270 kg og er því í dag einn hraðskreiðasti og flottasti bíll okkar tíma. Þótti Ferrari-bíllinn ekki nógu flottur Ferrari-bifreið James Glickenhaus. Yfirbygg- ingin er gjörbreytt, þrátt fyrir að meginlín- unum hafi verið haldið. Ferrari Enzo. Svona leit bíllinn út fyrir breytinguna. Alhliða réttingar og sprautun Þrautreyndir starfsmenn Cabas tjónaskoðunarkerfi Þjónustuaðili Heklu Skemmuvegur 46 • 200 Kópavogur S. 557 1430 & 587 1430 • � a� � 567 0087 � etfang� jonasar@jonasar.is P R E N T S N IÐ HEILDARLAUSNIR Í DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrval af hjöruliðum og drifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Opið virka daga 8-18 Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef- hjól á kerrur. Bílamottur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.